Morgunblaðið - 19.03.2015, Page 2

Morgunblaðið - 19.03.2015, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MARS 2015 Mallorca meðöllu inniföldu Verð frá *á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð með einu svefnherbergi í eina viku 4. júní á hótel Playa Dorada. Verð fyrir 2 fullorðna í stúdíóíbúð 129.900 kr. 99.900 kr.* Vikulegt flug Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Alls eru nú 2.274 íbúðir í byggingu á höfuðborgarsvæðinu og hefur þeim fækkað um 162 síðan í október, eða um tæp 7% á fimm mánuðum. Þetta kemur fram í nýrri talningu Samtaka iðnaðarins og eru niður- stöðurnar sýndar í töflu hér til hlið- ar. Mest munar um að íbúðum í fjöl- býli sem eru komnar að fokheldu byggingarstigi fækkar um 178. Jón Bjarni Gunnarsson, aðstoðar- framkvæmdastjóri Samtaka iðnað- arins, segir áhyggjuefni að íbúðum í byggingu sé að fækka. Samtökin áætli að 1.500-1.800 nýjar íbúðir þurfi að bætast við á markaðinn á hverju ári til að anna eftirspurn. Um tvö ár taki að byggja nýja íbúð og því þurfi minnst um 3.000 íbúðir að vera í byggingu til að mæta neðri mörkum þessarar áætluðu eftir- spurnar. Samkvæmt því er nú verið að byggja 700 færri íbúðir en þyrfti til að ná þessum neðri mörkum. Lítið framboð af lóðum „Þegar svona lítið er byggt mun húsnæðisvandi ungs fólks aukast. Það vantar byggingarlóðir. Það er mikið byggt af dýru húsnæði á dýr- um lóðum. Það skortir hins vegar að ný verkefni séu að fara af stað. Það er sáralítið framboð af fjöl- býlishúsalóðum hjá sveitarfélögun- um. Mikill áhugi verktaka á lóðum í Glaðheimahverfinu í Kópavogi bend- ir til þess að verktakar séu tilbúnir að fara af stað ef þeir fá góðar lóðir í góðu hverfi,“ segir Jón Bjarni um stöðuna á byggingarmarkaðnum. Sé horft til stærsta sveitarfélags landsins, Reykjavíkur, hefur íbúðum í byggingu fækkað úr 897 í 867. Þeim fækkar líka í Kópavogi úr 658 í 589. Jón Bjarni segir vandamál hversu lítið sé byggt af íbúðum fyrir fyrstu kaupendur. Vísbendingar séu um að framboð af dýrum nýjum eignum í fjölbýli sé of mikið. Loks vekur það athygli að aðeins 37 einbýli á höfuðborgarsvæðinu voru komin að fokheldu og alls 47 voru fokheld eða lengra komin. Sam- tals eru því aðeins 84 einbýli í bygg- ingu á svæði þar sem um 64% lands- manna bjuggu í byrjun síðasta árs. Íbúðum í byggingu hefur fækkað  Um 7% færri íbúðir eru nú í smíðum á höfuðborgarsvæðinu en í október  2.274 íbúðir eru í smíðum  Samtök iðnaðarins telja að minnst 700 fleiri íbúðir þurfi að vera í smíðum til að anna eftirspurninni Íbúðir í byggingu á höfuðborgarsvæðinu Samkvæmt talningu Samtaka iðnaðarins Að fokheldu í október 2014 Að fokheldu í mars 2015 Fokhelt og lengra komið í október 2014 Fokhelt og lengra komið í mars 2015 Fjölbýli 1.171 993 1.018 1.040 Rað/par 42 42 117 115 Einbýli 40 37 48 47 Alls 1.253 1.072 1.183 1.202 Alls í október 2014 2.436 Alls í mars 2015 2.274 Breyting -162 Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Svokölluð álfakirkja, stór og áber- andi steinn sem stóð í vegstæði nýs Álftanesvegar, var flutt á nýjan stað í gær. Um flutn- inginn sáu Ís- lenskir aðal- verktakar og Ragnhildur Jóns- dóttir, álfa- sérfræðingur í Álfagarðinum í Hellisgerði í Hafnarfirði, segir álfana sátta við flutninginn og það verklag og samstarf sem viðhaft var. Þeir hafi lengi talað fyrir auknu samstarfi álfa og manna. Álfarnir kölluðu Ragnhildi á staðinn þegar fram- kvæmdir við veginn voru í undirbún- ingi, bentu henni á steininn og síðan þá hefur hún barist fyrir því að steinninn yrði færður. Mikil álfabyggð er sögð vera á þessum slóðum og sumir telja stein- inn, sem fluttur var í gær, vera Ófeigskirkju sem er þekktur álfa- klettur og náttúruvætti. Ragnhildur segist ekki taka afstöðu til þess. „Fyrir mér er þetta kapella, sem bæði álfar og menn hafa notað til bæna- og þakkargerðar og beiðst þar verndar á leið sinni um hraunið í gegnum tíðina.“ Steinninn er í tvennu lagi, stærri hluti hans vegur um 50 tonn og sá minni 20 tonn. Báðum hlutunum var komið fyrir við hlið steins sem Ragn- hildur segir stóra álfakirkju. „Þarna verður kapella við hlið kirkju og verður helgisvæði fyrir álfa og menn.“ Að vali nýju staðsetningar- innar kom fjöldi manna, bæði bæjar- yfirvöld og verktakar, auk Ragn- hildar sem leitaði ráða hjá álfunum. Álfarnir fluttu orkuna Að sögn Ragnhildar hafði mikil bænaorka safnast fyrir í gegnum aldirnar í kringum kapelluna og hana þurfti að færa á nýja staðinn. „Þetta var tilraun hjá álfunum sem heppnaðist vel. Þeir hafa verið að undirbúa flutningana í um eitt og hálft ár. Það má ekki gleyma því að þetta er allt öðruvísi en að flytja hefðbundið heimili. Því fylgir vissu- lega ákveðin orka, en á allt annan hátt. Þessi orka er tengd alveg niður í jörð og hún er tenging á milli heima álfa og manna.“ Hún segir álfana ánægða með lyktir mála. „Þeir eru auðvitað ekki sáttir við að vegurinn var lagður í gegnum hraunið, en úr því sem kom- ið er þá var þetta góð lausn. Eftir öll átökin sem áttu sér stað, þá er þessi samvinna og virðing aðdáunarverð. Álfum finnst mikilvægt að menn og álfar vinni saman og þeir finna vel virðinguna sem þeim er sýnd.“ Eftir að kapellan var komin við hlið kirkjunnar í gær kveiktu Ragn- hildur og aðrir viðstaddir þar á kert- um. Sjálf tók hún þátt í mótmælum gegn lagningu vegarins en segist sátt við þróun mála. „Þessi samvinna og sú virðing sem Íslenskir aðal- verktakar og Vegagerðin sýna er aðdáunarverð. Við gætum öll lært af þessu og ættum að nota þetta til við- miðunar í samskiptum framvegis í stað átaka.“ Álfar og menn fá helgisvæði á Álftanesi Morgunblaðið/Eggert Kapella Starfsmenn Íslenskra aðalverktaka koma steininum á framtíðarstað. Verkið var unnið í sátt og samlyndi.  Gert í samstarfi  Góður endir, segir álfasérfræðingur Ragnhildur Jónsdóttir Guðni Einarsson gudni@mbl.is Það að horfa beint á sólina óvörðum augum virkar líkt og að vera með stækkunargler og mynda með því brennipunkt, að sögn Árna B. Stefánssonar augnlæknis. Sólin beinlínis brenni sjónhimnuna, þar sem skarpa sjón- in er. Bruni á sjónhimnunni valdi varanlegri skemmd. Árni segir að keilurnar í lespunkti augans, sem eru tauga- frumur, endurnýist ekki skemmist þær. Það er jafnvel hættulegt að horfa beint á sólina þótt ekki sjáist vel til hennar því mikið af geislum sleppur í gegnum skýin. „Það tekur smátíma, fáeinar sek- úndur, að valda varanlegum skemmdum á auganu. Ef maður ein- blínir á sólina, þó ekki sé nema í fá- einar sekúndur, þá getur hún farið að brenna og þú færð brunablett á sjónhimnuna. Það getur jafnvel gerst á örfáum sekúndum,“ sagði Árni. Hann segir að fólk ætti alls ekki að horfa á sólmyrkvann á morgun nema í gegnum þar til gerð sól- myrkvagleraugu. Einnig er hægt að nota rafsuðu- eða logsuðugleraugu en alls ekki sólgleraugu. Árni segir það vera þekkt að fólk undir áhrifum lyfja verði stjarft og stari til sólar. „Ég hef séð tvær LSD-steikingar hér á landi og eitt tilfelli þar sem maður var sljór vegna mjög sterkra geðlyfja og skaðaði í sér sjónina. Hann jafnaði sig þó að mestu.“ Guðrún Guðmundsdóttir augn- læknir kvaðst í pistli í Skessuhorni hafa starfað sem augnlæknir í tæpa þrjá áratugi. Á því tímabili hefðu sést nokkrir sólmyrkvar á Íslandi. Eftir hvern sólmyrkva hefur hún séð a.m.k. einn einstakling með varan- lega sjónskerðingu eftir að hafa horft á sólmyrkvann án hlífðarbún- aðar. Guðrún telur að gera megi ráð fyrir því að þó nokkrir einstaklingar um allt land hafi hlotið augnskaða. Háskóli Íslands og Stjörnuskoð- unarfélag Seltjarnarness efna til sól- myrkvahátíðar kl. 8.30 í fyrramálið við aðalbyggingu HÍ. Þar verður hægt að skoða sólmyrkvann í gegn- um sólarsjónauka. Einnig verða sól- myrkvagleraugu fyrir gesti. Með sjónskaða eft- ir að horfa á sólina  Sólmyrkvahátíð við Háskóla Íslands Árni B. Stefánsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.