Morgunblaðið - 19.03.2015, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 19.03.2015, Qupperneq 10
Morgunblaðið/Árni Sæberg Bólusetning Mörgum spurningum verður velt upp á málþinginu í dag. Lýðheilsufélag læknanema stendur fyrir málþingi um bólusetningar í dagkl. 16.35 í stofu HT-102 á Háskólatorgi og er það öllum opið. Ræðumenn verða Ásgeir Haraldsson, prófessor í barnalækningum, sem fjallar m.a um ástæður fyrir bólu- setningum og árangur þeirra. Gunnar Rafn Jónsson læknir flytur erindið: „Er hægt að bólusetja við græðgi og óheiðarleika?“ Þórólfur Guðnason, yfirlæknir sóttvarnarsviðs hjá Embætti land- læknis, mun m.a fjalla um innihalds- efni og aukaverkanir bóluefna og um aukaverkanir sjúkdóma sem bólusett er gegn. Fyrr um daginn fer fram Heilsudag- ur Háskóla Íslands með áhugaverðum pallborðsumræðum kl. 12, auk þess sem Blóðbankabíllinn verður fyrir ut- an Odda frá 9.30-14.00 og eru allir hvattir til að gefa blóð. Vefsíðan www.hi.is Læknanemar með málþing um bólu- setningar: Áhætta eða ávinningur? 10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MARS 2015 Malín Brand malin@mbl.is Það er áhugavert að þrettángrunnskólar séu nú sjálf-stæðir og þrjátíu og áttaleikskólar. Þó svo að sam- tökin séu tíu ára gömul eru margir hinna sjálfstæðu skóla innan sam- takanna mun eldri og má þar til dæmis nefna Landakotsskóla sem er einn elsti starfandi skóli landsins. Hann var stofnaður árið 1896, skóli Ísaks Jónssonar var stofnaður 1926 og barnaheimilið Ós var stofnað 1973. Geta ber þess að Myndlista- skólinn í Reykjavík hefur tilheyrt samtökunum frá upphafi en hann var stofnaður árið 1947. Skólarnir sem tilheyra samtökunum eru því ekki allir nýir þó sumir séu það. Óhætt er að segja að vöxturinn á þessum tíu starfsárum samtakanna sé gríðarlegur og tala tölurnar sínu máli. Á stofnárinu voru nemendur sjálfstæðu grunnskólanna 610 tals- ins en nú eru þeir 1130 sem svarar til 85% aukningar. Árið 2005 voru 1390 nemendur í sjálfstæðu leikskólunum en nú eru þeir 3130 og er aukningin 125%. Ekki má gleyma að minnast á fjölda starfsmanna sem í upphafi voru 450 en nú er hópurinn 1075 manns og aukningin því 140%. Foreldrar og börn hafa val Sigríður Anna Guðjónsdóttir hefur gegnt stöðu formanns Sam- taka sjálfstæðra skóla (SSSK) síð- ustu þrjú árin og er hún jafnframt skólastjóri Ísaksskóla. Hún segir að mikilvægt sé að geta boðið upp á nám í sjálfstæðum skólum, hvort heldur sem er í leik- eða grunn- skólum. „Þetta er önnur hugsun og margir skólanna ef ekki allir eru að vinna eftir ákveðnum hugmyndum eða stefnum. Ísaksskóli byggist til dæmis á hugmyndum Ísaks sjálfs um að nálgast nemandann út frá honum sjálfum og byggja ofan á þá Sjálfstæðir skólar sækja í sig veðrið Alls eru fimmtíu skólar starfandi sem tilheyra Samtökum sjálfstæðra skóla, bæði leik- og grunnskólar. Nú er til athugunar hvort framhaldsskólar gætu bæst í þenn- an góða hóp sjálfstæðra skóla. Á dögunum fögnuðu samtökin tíu ára afmæli og er tilvalið að líta yfir farinn veg á slíkum tímamótum en margt hefur áunnist og breytingarnar gríðarlegar sem orðið hafa á ekki lengri tíma en áratug. Morgunblaðið/Kristinn Waldorfskólinn Að Lækjarbotnum er starfræktur leik- og grunnskóli og er hann einn þeirra fimmtíu sem tilheyra Samtökum sjálfstætt starfandi skóla. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. www.facebook.com/OpticalStudio Módel: Andrea Stefánsdóttir Umgjörð: Victoria Beckham OPIÐ FRÁ 10 TIL 23 afsláttur af öllumvörum Fjarðarkaup Gildir 19. - 21. mar verð nú áður mælie. verð Grísakótilettur úr kjötborði................................ 998 1.598 998 kr. kg Lambainnralæri úr kjötborði ............................. 2.698 3.598 2.698 kr. kg Lambaprime úr kjötborði.................................. 3.098 3.640 3.098 kr. kg Grísabógur úr kjötborði .................................... 598 898 598 kr. kg Ali Bayonne skinka .......................................... 1.198 1.398 1.198 kr. kg Fjallalambs súpukjöt frosið .............................. 698 898 698 kr. kg Hamborgarar 4x80g m/brauði.......................... 724 804 724 kr. pk. Helgartilboðin

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.