Morgunblaðið - 19.03.2015, Blaðsíða 34
34 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MARS 2015
Kristján Kristjánsson kvikmyndagerðarmaður stendur í hand-ritaskrifum að framhaldsþáttum af Venna Páer. Þeir vorusýndir við miklar vinsældir á Skjá einum árið 2006 og sama
teymið og gerði þættina, Sævar Guðmundsson, Vernharð Þorleifs-
son og Kristján, er byrjað að undirbúa nýja þætti og er stefnan að
þeir verði átta.
Kristján starfaði lengi hjá sjónvarpsstöðinni N4, síðast sem fram-
kvæmdastjóri en er nýhættur störfum. „Kvikmyndaheimurinn hefur
alltaf heillað mig. Fyrst ætlaði ég að verða leikari og lék í nokkrum
stuttmyndum en það er langt síðan ég fékk meiri áhuga á að að vera
bak við kvikmyndavélarnar.
Annars stend ég í því núna að gera upp baðherbergið heima hjá
mér. Áhugamálin eru mörg, m.a. bókmenntir og er að lesa nýjustu
bók Guðrúnar Evu Mínervudóttur, Englaryk, en ég er hrifinn af
bókum hennar. Svo eru það náttúrlega kvikmyndir, tónlist, fótbolti
og að sjálfsögðu fjölskyldan.“
Kristján skellti sér til Stokkhólms í tilefni afmælisins. „Ég tek
langa helgi þar með konunni.“ Hún heitir Anna Guðný Guðmunds-
dóttir og vinnur hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Kristján á sex börn
samtals, fjórar stelpur og tvö fósturbörn. Þau eru Valdís María, 16
ára, Elísabet 14 ára, Sara Ragnheiður 12 ára, Mikael 11 ára, Katla
Valgerður 3 ára og Kamilla að verða tveggja ára.
Kristján Kristjánsson er 40 ára í dag
Staddur í Stokkhólmi Kristján heldur upp á afmælið í Svíþjóð.
Skrifar framhald
af Venna Páer
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Hinn 19. mars 2015 eiga 60 ára brúðkaupsafmæli hjónin Haraldur Haraldsson og
Elísabet Ólafsdóttir frá Þórustöðum. Þau fagna þessum tímamótum með sínum
nánustu í kvöld.
Árnað heilla
Demantsbrúðkaup
I
ngibjörg Þórðardóttir fædd-
ist í Vestmannaeyjum 19.
mars 1955, á þrjátíu ára af-
mælisdegi föður síns, og
ólst þar upp með foreldrum
og tveimur systrum. Fjölskyldan
fluttist til Reykjavíkur í gosinu
1973 og sneri ekki aftur til Eyja.
Starfsferill
Ingibjörg lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum í Reykjavík og
lauk löggildingu sem fasteigna-,
fyrirtækja- og skipasali árið 1997.
„Fyrsta sumarstarfið mitt var
árið 1966 við humarvinnslu í Hrað-
frystistöðinni en varð síðan fljótt
aðstoðarstúlka á hárgreiðslustofu
móður minnar í Vestmannaeyjum.“
Ingibjörg vann við verslun foreldra
sinna í Reykjavík fram til 1980, var
starfsmaður Búnaðarbanka Íslands
1980-1985 og 1995-1999 og vann á
Fasteignamarkaðnum 1988 til
1995. Ingibjörg stofnaði fasteigna-
söluna Híbýli ásamt eiginmanni
sínum árið 1999 og rekur hana nú í
félagi við syni sína Þórð og Ólaf
Má.
Félagsmál
Ingibjörg var kjörin formaður
Félags fasteignasala árið 2007 og
er ennþá formaður félagsins.
„Félag fasteignasala hefur átt
stóran hluta af mínu starfi síðast-
liðin tólf ár og ég hef gegnt ýmsum
trúnaðarstöfum fyrir hönd félags-
ins, m.a. er ég í prófnefnd til lög-
gildingar í fasteignasölu, er vara-
maður í eftirlitsnefnd Félags fast-
eignasala og var skipuð á vegum
velferðarráðuneytisins í starfshóp
um framtíðarskipan húsnæðismála.
Ég hef starfað með kvenna-
samtökunum Business and Pro-
Ingibjörg Þórðardóttir, löggiltur fasteignasali – 60 ára
Í Austurríki Ingibjörg með yngsta syni sínum, Ólafi Má, en hún fer reglulega þangað í heimsókn til systur sinnar.
Formaður Félags fast-
eignasala síðustu 12 ár
Afmælisbarnið Ingibjörg.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is