Morgunblaðið - 19.03.2015, Síða 21

Morgunblaðið - 19.03.2015, Síða 21
21 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MARS 2015 Æskunnar bros Þær skemmtu sér vel þessar stúlkur þar sem þær svifu um dansgólfið í danskennslu í Ísaksskóla, enda eiga þær allt lífið framundan, fullt af vonum og væntingum. Eggert Það var loks í þriðju atrennu sem mér tókst að ljúka lestri pistils Þorsteins Páls- sonar, Gerræði, sem birtist á vefmiðlinum Hringbraut á föstu- daginn. Þar segir hann að bréf ríkis- stjórnarinnar til Evr- ópusambandsins um að aðildarviðræðum sé lokið sé andstætt stjórnarskrá lýð- veldisins, vanvirða við Alþingi, svik og gerræði. Hvorki meira né minna! Síðar talar hann um það í beinni útsendingu í háðungarskyni að utanríkisráðuneytið minni sig á Grænuborg! Ég var í Grænuborg hjá Ísak Jónssyni lítill drengur. Það var góður skóli. Ég var undrandi á því á sínum tíma, að Þorsteinn Pálsson skyldi þiggja boð Össurar Skarphéðins- sonar um að vera undir hans for- ræði einn af aðalsamningamönn- unum við Evrópusambandið. Mér duldist ekki að Össuri þætti mikill fengur að því að hafa skjól af Þor- steini þegar kæmi að kaflanum um sjávarútvegsmál, enda vísaði Össur til þess með hálfkæringi að Þor- steinn hefði málfrelsi! Össur sagðist leggja áhersla á að fá nið- urstöðu í sjávarútveg- málin. Þegar kom fram á árið 2011 var ljóst að Evrópusambandið gaf ekki kost á varan- legum undanþágum, sem tryggðu sérstöðu Íslendinga. Þar með lauk aðildarviðræð- unum í raun og veru og vafalaust að utan- ríkisráðherra var rétt að skýra Al- þingi frá þeirri stöðu sem upp var komin. Staðfesting þessa kemur glöggt fram í bók Össurar Ár drek- ans, dagbókarfærslur á árinu 2012. Hann vill ekki að Evrópusambandið leggi spilin á borðið, segir að þá sé sjálfhætt, en kennir makrílnum um! Makríllinn er hér það sem kallað er hluti fyrir heild og merkir einfald- lega flökkustofn. Það þurfti ekki að koma neinum á óvart að Evrópu- sambandið var ekki reiðubúið að fallast á sjónarmið okkar Íslend- inga varðandi veiðirétt og nýtingu á flökkustofnunum við landið, síld, loðnu, makríl o.s.frv. Það mátti líka sjá á greinum Þor- steins Pálssonar í Fréttablaðinu að honum þótti illa ganga og kenndi hann dugleysi utanríkisráðherra og óheilindum í ríkisstjórninni um. En það átti hann að geta séð fyrir. Meðan hann var formaður Sjálf- stæðisflokksins kvað hann skýrt á um það í einkasamtali við mig og vafalaust á Alþingi, að ekki væri hægt að treysta vinstri flokkunum í samningum við Evrópusambandið. Steingrímur J. Sigfússon var auð- vitað óheill í málinu frá byrjun. Fyrir honum vakti það eitt að ein- angra Sjálfstæðisflokkinn og til þess voru öll meðöl leyfileg. Ég tel vafalaust, að hann sé mjúkmáll í baktjaldamakki á Alþingi þótt hann reisi kambinn gegn Evrópusam- bandinu í vissum hópum á Norður- og Austurlandi. Já – ég trúði hon- um, þegar hann sagðist aldrei myndu styðja það að sótt yrði aðild að Evrópusambandinu. Og átti þó að þekkja hann! Í janúar 2013 lýsti ríkisstjórn Jó- hönnu Sigurðardóttur síðan yfir að hlé yrði gert á aðildarviðræðunum þar sem kosningar fóru í hönd – viðræðum sem höfðu í rauninni aldrei hafist. Ekki var boðað til fundar í utanríkismálanefnd Al- þingis fyrr en eftir á. Eftir lestur greinar Þorsteins Gerræði hefur sú hugsun orðið áleitin, hvers vegna Þorsteini finnst sjálfsagt að þessi háttur skyldi hafður á. Auðvitað bar utanríkisráðherra að gera Al- þingi ýtarlega grein fyrir afstöðu Evrópusambandsins varðandi sér- stöðu og kröfur okkar í sjávar- útvegsmálum sérstaklega. Þor- steinn, gamall sjávarútvegsráðherra, var að sögn Össurar einn af aðalsamninga- mönnunum og Þorsteinn hlaut sem slíkur að krefjast þess að þjóðinni yrði gerð grein fyrir stöðunni fyrir kosningarnar. Við gamlir samherjar hans og stuðningsmenn í Sjálfstæð- isflokknum bjuggumst við, að hann fylgdi þeirri kröfu eftir. Og auðvit- að hlaut Þorsteinn að brýna utan- ríkisráðherra á því þegar þeir fund- uðu á árunum 2011-2013 að þeim bæri undanbragðalaust að ljúka því verkefni sem þeir höfðu tekið að sér og Alþingi falið þeim í þings- ályktuninni 16. júlí 2009. Kosningarnar 2013 snerust um eftirfarandi: Aðildarviðræðum við Evrópusambandið skyldi hætt. Tekið yrði á skuldavanda heimil- anna. Sú sársaukafulla skerðing sem varð á kjörum aldraðra og ör- yrkja sumarið 2009 yrði dregin til baka. Jafnvægi yrði komið á í efna- hagsmálum, kaupmáttur bættur og atvinnuleysi eytt með því að at- vinnuvegirnir fengju eðlileg vaxtar- skilyrði. Allt hefur þetta gengið eft- ir. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðar- dóttur kolféll í kosningunum 2013. Þau úrslit verða ekki lesin öðru vísi en svo að með þeim hafi meirihluti þjóðarinnar hafnað aðildarvið- ræðum um Evrópusambandið. Það hefðu verið svik ef þeim umræðum hefði verið haldið áfram. Ekki skil ég hvað Þorsteini Páls- syni gengur til þegar hann kallar það gerræði að nýr meirihluti á Al- þingi skuli haga landsstjórninni í samræmi við yfirlýsta stefnu og markmið. Í stjórnarsáttmálanum segir: „Gert verður hlé á aðildar- viðræðum Íslands við Evrópusam- bandið og úttekt gerð á stöðu við- ræðnanna og þróun mála innan sambandsins. Úttektin verður lögð fyrir Alþingi til umfjöllunar og kynnt fyrir þjóðinni. Ekki verður haldið lengra í aðildarviðræðum við Evrópusambandið nema að undan- genginni þjóðaratkvæðagreiðslu.“ Skýrara getur það ekki verið. Eftir Halldór Blöndal »Ég var í Grænuborg hjá Ísak Jónssyni lítill drengur. Það var góður skóli. Halldór Blöndal Höfundur er fyrrverandi ráðherra og forseti Alþingis. Nokkur orð til Þorsteins Pálssonar frá Halldóri Blöndal

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.