Morgunblaðið - 19.03.2015, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 19.03.2015, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MARS 2015 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Oft er hægtað tala umvarnar- sigra í kosningum en fáir hafa verið jafn tvísýnir og stórsigur Benjamíns Net- anyahu, forsætisráðherra Ísraels, og Likud-flokks hans í þingkosningunum í Ísrael á þriðjudag. Þvert á allar spár, en Likud-flokknum var spáð 21 þingmanni af 120, náði flokkurinn, og ekki síst Net- anyahu sjálfur, að tryggja sér 30 þingmenn, eða einn fjórða af þingheimi. Þessi óvænta niðurstaða þýðir að Netanyahu er nú í lykilstöðu til þess að mynda ríkisstjórn í fjórða sinn, og yrði hann þá sá forsætisráðherra Ísraels sem lengst hefur verið við völd, klári hann kjör- tímabilið. Það virðist hafa skipt lyk- ilmáli í kosningabaráttunni að Netanyahu ákvað á loka- metrunum að draga til baka stuðning sinn við sérstakt ríki Palestínumanna og sagði að slíkt ríki yrði ekki að veru- leika yrði hann forsætisráð- herra áfram. Jafnframt tók hann upp herskárri tón og sakaði með- al annars bandarísk stjórn- völd um að hafa reynt að sverta orðspor sitt. Með því að biðla til hægri- manna, sem hugsanlega höfðu villst frá Likud-flokknum, tókst Net- anyahu að stilla sér upp sem helsta valkostinum gegn vinstristjórn, á kostnað ann- arra flokka sem einkum höfða til strangtrúaðra gyð- inga. Jafnframt færði hann umræðuna frá því að snúast um efnahagsmál og setti ör- yggi Ísraels á oddinn. Náði Netanyahu þannig að slá helstu vopnin úr höndum Isa- acs Herzog, formanns Síon- istabandalagsins, helstu and- stæðinga Likud-flokksins. En þó að kosningarnar sem slíkar þyki mikill per- sónulegur sigur fyrir Net- anyahu er ekki hægt að úti- loka að andstæðingar hans á þingi nái frekar saman um samsteypustjórn, þó að það sé ólíklegt. Fari það svo að Netanyahu haldi áfram sem forsætisráðherra vakna ýms- ar spurningar um fram- haldið. Það gæti til að mynda verið fróðlegt að hlusta á fyrsta símtalið á milli for- sætisráðherrans og Baracks Obama Bandaríkjaforseta, sem hefur ekki farið leynt með andúð sína á Net- anyahu og sá til dæmis ekki ástæðu til að hitta forsætisráðherrann þegar hann kom á dögunum til Washington að ávarpa þing- ið. Og þegar kosningaúrslitin lágu fyrir óskaði talsmaður Hvíta hússins ísraelsku þjóð- inni til hamingju með að hafa kosið í lýðræðislegum kosn- ingum en minntist ekki á Netanyahu og óvæntan stór- sigur hans. Nú, að kosningum loknum, er ástæða til að velta því fyrir sér hvort samskipti ríkjanna tveggja, sem hingað til hafa verið nánir bandamenn, muni bíða enn frekari hnekki við það að Netanyahu haldi velli, í það minnsta á meðan Obama situr í Hvíta húsinu? Spurningin skiptir ekki síst máli í tengslum við kjarn- orkuvopnaáætlun Írana, en ólíklegt verður að teljast að Netanyahu muni geta fellt sig við þau samningsdrög sem eru í augsýn þar og Obama lítur á sem eitt af sín- um stærstu utanríkismálum. Stærsta spurningin tengist þó framtíð Vesturbakkans og Gaza-svæðisins. Í reynd er ólíklegt að margt breytist við yfirlýsingu Netanyahu um að hann styðji ekki lengur stofn- un palestínsks ríkis. Við- ræður á milli Ísraelsmanna og Palestínumanna hafa ekki staðið yfir í langa hríð, og hefur Netanyahu verið dug- legur að benda á Mahmoud Abbas, hinn veika leiðtoga Palestínumanna, sem helsta þröskuldinn fyrir varan- legum friði. Ljóst er að margir Ísraels- menn óttast að palestínskt ríki með jafn veikburða for- ystu myndi fljótlega verða íslamistum að bráð og senni- legt er að það skýri að þeir kjósa að hafa áfram í forystu mann sem ólíklegur er að fallast á afarkosti. Upp- gangur Hamas-hryðjuverka- samtakanna á Gaza hefur ekki dregið úr slíkum áhyggjum. Þegar aðrar áskoranir Mið-Austurlanda, eins og upplausn í Sýrlandi, aukinn styrkur Hisbollah- samtakanna í Líbanon og vígbúnaðarkapphlaup Írana og Sádi-Araba, eru hafðar í huga er ljóst að vandratað verður úr þeim áskorunum sem liggja fyrir Ísraelsríki. Óvæntur stórsigur Netanyahus vekur spurningar} Unnið úr umsátri É g er tiltölulega nýlega frjáls frá því færibandi sem kallast ís- lenska menntakerfið. Á þeim tíma sem ég var ekki hærri í loftinu en venjulegt eldhúsborð var ég þegar orðinn vistmaður í áðurnefndu kerfi; færðist hugsunarlaust frá bekk til bekkjar, prófi til prófs, frá ritgerð til ritgerð- ar, verkefni til verkefnis, frá skóla til skóla, gráðu til gráðu, þangað til ég hélt loksins brosmildur út í sólskinið 25 ára gamall og við tók eitthvað sem kallaðist Lífið með stóru ell-i, Hinn Harði Heimur, sem reyndist svo auðvitað ekki vera til. Í menntakerfinu naut ég leiðsagnar fjöl- margra frábærra, viturra og hæfileikaríkra kennara á öllum stigum sem bæði auðguðu og mótuðu hugsun mína og samnemenda minna dag hvern. Þeir bera að ákveðnu leyti ábyrgð á því hver við erum í dag, hvernig við hugsum, hvorki meira né minna, og ég skammast mín alltaf jafnmikið fyrir að til- heyra samfélagi sem ber enga virðingu fyrir þessari þýð- ingarmiklu ábyrgð – þótt það auðvitað ljúgi að sjálfu sér að það geri það – og getur ekki hugsað sér að borga þeim mannsæmandi laun, eins og reyndar á við um svo marg- ar stéttir sem gera raunverulegt og áþreifanlegt gagn í lífi annarra. Ég fæ aulahroll við tilhugsunina eina. Verandi nýskriðinn út úr skólakerfinu tel ég mig líka geta gert ýmsar aðfinnslur við þá hugmyndafræði sem þar ræður ríkjum. Ég varð hvergi var við þá hugsun að menntun hafi innra og sjálfsætt gildi óháð því hvernig hún er svo hagnýtt, að verðmæti menntunarinnar felist í henni sjálfri, en ekki mögulegum áhrifum hennar á ytri aðstæður fólks. Ég átti að fá góðar einkunnir á sam- ræmdu prófunum til að komast inn í góðan menntaskóla, ég átti að standa mig vel í menntaskóla svo ég væri vel undirbúinn fyrir háskólann og ég átti að leggja mig fram í há- skólanum svo ég gæti nú fengið almennilega vinnu. (Ég man vel að á öðrum degi mínum í lagadeild hófst kennslustundin á umræðu um meðallaun lögfræðinga og atvinnuhorfur þeirra.) Allar hugmyndir um menntun mið- uðust með öðrum orðum að hinu ókomna, ein- hverju öðru en henni sjálfri, gildi hennar fólst í áhrifum á eitthvað sem myndi gerast síðar meir, en ekki inntaki hennar hér og nú. Háskóli Íslands minnti mig oftar en ekki meira á Kringluna en æðri menntastofnun, þar sem nemendur eigruðu eins og lífsreyndir neytendur um ljómandi og smekkleg glerhýsi, sötruðu kaffi í hönnunarstólum og nálguðust hlutverk sitt að mestu leyti út frá þeirri þjón- ustu sem þeir máttu vænta, en ekki kröfum sem þeir sjálfir gerðu til sín. Ástandið er án nokkurs vafa verra og úrkynjaðra í skólum þar sem markaðsvæðing náms er ofsalegri. Nemendur borga mikið, falla sjaldan. Hvaða tilgangi teljum við að menntakerfi eigi að þjóna? Hvert er markmiðið? Og ætti þessi spurning ekki að vera tekin fyrir í sjálfu kerfinu sem skapaði hana? Halldór Armand Pistill HÍ minnti mig á Kringluna STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Icelandair mun sumarið 2016taka í notkun tvær Boeing767-300 breiðþotur semrúma um 260 farþega í hefð- bundinni útfærslu. Birkir Hólm Guðnason, fram- kvæmdastjóri Icelandair, segir fé- lagið munu skila tveimur 757-200 vélum sem voru í leigu í haust og taka í staðinn þessar 767-300 vélar inn í flotann. Félagið hefur ekki tekið ákvörðun um hvort nýju vél- arnar verða leigðar eða keyptar. „Þannig að í raun er verið að taka þessar nýju vélar inn í núver- andi leiðakerfi. Það er ekki búið að skipuleggja frekari vöxt á þessu stigi fyrir næsta ár. Það verður gert í sumar,“ segir Birkir Hólm. Félagið er nú með 23 757-200 vélar í rekstri sem taka 183 far- þega og eina 757-300 þotu sem tek- ur 220 farþega. Við þessa breytingu fjölgar því farþegum úr 183 í 260 á þeim tveimur leiðum þar sem 767- 300 vélarnar verða í notkun, eða um 42%. Með tvöfaldri sætaröð Nýja 767-300 vélin er með tvö sæti við glugga báðum megin og þriggja sæta röð í miðju á almennu farrými og flokkast því sem breið- þota. Farþegarýmið er á einni hæð. Birkir Hólm segir hagkvæmnis- rökin fyrir innleiðingu nýju vélanna meðal annars þau að með þeim geti eitt flug á dag komið í stað tveggja. Áætlunarkerfið hafi stækkað hratt á undanförnum árum, tíðnin aukist og sætanýtingin aukist upp í allt að 80% í janúar og febrúar. Þá muni fraktmöguleikar aukast. Býður upp á nýja áfangastaði „Við erum líka búin að fjölga flugi yfir veturna. Sé horft yfir allt árið er þetta því skynsamleg ákvörðun. Það gefur okkur sveigj- anleika. Það eru ýmsir áhugaverðir staðir í Norður-Ameríku sem 757- vélarnar hafa ekki drægni til að fljúga til. Þessir staðir koma nú til greina. Þetta eru lengri flug en þau 7-8 tíma flug sem 757-vélarnar hafa haft drægni til,“ segir Birkir Hólm. Dæmi um borgir sem 767 get- ur flogið til eru San Francisco, Phoenix og Los Angeles. Icelandair flaug beint til San Francisco tvö sumur á síðasta áratug og var 767- 300 þota notuð í þær ferðir. Sem fyrr segir verða áfram 24 þotur í notkun hjá Icelandair með innleiðingu 767-300 þotnanna. Árin 2018-2022 bætast 16 nýj- ar Boeing 737 Max þotur í flotann. Ekki er búið að ákveða hversu margar 757 vélar verða í rekstri þegar 737 vélarnar koma inn. 737 Max þoturnar eru sparneytnari en 757 þoturnar og fylgir því mikið hagræði fyrir Icelandair. Þess má geta að Icelandair verður meðal fyrstu flugfélaga heims til að taka slíkar vélar í notkun. Icelandair mun bæta breiðþotum í flotann Ljósmynd/Boeing-verksmiðjurnar/Birt með leyfi. Drög að útliti Svona gætu nýju Boeing 737 Max vélarnar litið út í búningi Icelandair. Þær koma í flotann 2018-22. Birkir Hólm segir engar ákvarðanir hafa verið teknar um hversu margar 757 þotur verða teknar úr notkun hjá félaginu. Hann segir 757 og 767-300 vélarnar líkari hvað varðar viðhald og annan rekstur en nýju 737 Max þoturnar. Tvær stærðir af 737 Max-vélum verða notaðar, 737-800 og 737-900. Þær rúma frá 153 til 171 far- þega. Birkir Hólm segir tveggja hæða breiðþotur enn of stórar fyrir áætlunarkerfi Icelandair. „Þær eru meira gerðar fyrir lengri flugferðir og hafa ekki verið skoðaðar,“ segir hann. Nýju vélarnar verða nefndar eftir eldfjöllum og segir Birkir Hólm að nöfnin hafi ekki verið ákveðin. Hann segir í gaman- sömum tón að nóg sé eftir af eldstöðvum á Íslandi til að nefna vélar félagsins eftir. Rúma 153- 171 farþega NÝJU 737 MAX VÉLARNAR Birkir Hólm Guðnason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.