Morgunblaðið - 19.03.2015, Síða 6

Morgunblaðið - 19.03.2015, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MARS 2015 FRÉTTASKÝRING Guðni Einarsson gudni@mbl.is Kynning á nýgerðum kjarasamningi Norðuráls ehf. á Grundartanga við Félag iðn- og tæknigreina, Verka- lýðsfélag Akraness (VLFA), Stétt- arfélag Vesturlands, VR og RSÍ hefst í dag. Vilhjálmur Birgisson, formaður VLFA, sagði að gefin væri ein vika til að kynna félagsmönnum samninginn og láta kjósa um hann. Kosningunni lýkur klukkan 16.00 fimmtudaginn 26. mars n.k.. Þau nýmæli eru í samningnum að launahækkanir verða miðaðar við þróun launavísitölu Hagstofu Ís- lands á samningstímabilinu. Vil- hjálmur sagði að launavísitalan hefði til þessa alltaf mælst hærri en al- mennar prósentuhækkanir kjara- samninga á undanförnum árum. Samningurinn gildir frá 1. janúar 2015 og til ársloka 2019. Auk vísitöluhækkunarinnar var samið um upphafshækkun sem mið- ast við 1. janúar síðastliðinn og er afturvirk. Útfærsla hennar verður fyrst kynnt félagsmönnum stétt- arfélaganna og fékkst ekki uppgefin í gær. Einnig fá allir starfsmenn 300.000 króna eingreiðslu samhliða upphafshækkuninni. Önnur launahækkun kemur 1. júlí 2015 og mun hún miðast við þróun launavísitölunnar frá desember 2014 til júní 2015. Þriðja hækkunin kemur 1. janúar 2016 og mun hún miðast við þróun launavísitölu frá júní til des- ember 2015. Síðan munu launin hækka í byrjun hvers árs út samn- ingstímabilið miðað við þróun launa- vísitölunnar árið á undan. Orlofs- og desemberuppbætur hækka í 340.000 krónur samtals og verða 170.000 krónur hvor fyrir sig. Þær voru áður samtals 311.000 krón- ur á ári. Vilhjálmur nefndi til dæmis að heildarlaun starfsmanns með fimm ára starfsreynslu á vöktum í álverinu hækkaði í tæplega 580.000 krónur á mánuði. Byrjandi í vaktavinnu hjá Norðuráli verður nú með um 492.000 í heildarlaun á mánuði að meðaltali. Venjan að semja til fimm ára Ragnar Guðmundsson, forstjóri Norðuráls ehf., vildi ekki tjá sig um innihald samningsins fyrr en hann hefði verið kynntur félagsmönnum stéttarfélaganna og þeir tekið af- stöðu til hans. Hann sagði að Norðurál ehf. hefði venjulega gert kjarasamninga til fimm ára í senn. Þegar fyrirtækið var sett á stofn hefðu verið lagðar línur um það. Samningar voru gerðir árin 2000, 2005, 2010 og nú 2015. Verður ekki almenn stefna Gylfi Arnbjörnsson, forseti Al- þýðusambands Íslands, benti á að í kjarasamningi starfsmanna Norður- áls væru töluverðar takmarkanir á verkfallsrétti. Laun starfsmanna Norðuráls hefðu ekki verið tengd launavísitölu fyrr en nú, en í gildi hefði verið samkomulag um við- miðun við sambærilega hópa. „Ef þú hefur ekki verkfallsrétt þá má velta því fyrir sér hversu mikill samningsrétturinn sé,“ sagði Gylfi. Hann sagði að samkvæmt gildandi kjarasamningi hefðu stéttarfélögin ekki getað tekið afstöðu til verkfalls- átaka hjá Norðuráli fyrr en í apríl og langan tíma hefði tekið að hefja víð- tækar verkfallsaðgerðir. Gylfi kvaðst ekki sjá fyrir sér að verkalýðshreyfingin færi almennt að gera kjarasamninga á sömu nótum sem gert var hjá Norðuráli. Í kjarasamningi stéttarfélaganna við Norðurál er kafli um takmörkun á rétti til vinnustöðvunar. Þar skuld- binda stéttarfélögin sig „til þess að grípa hvorki til verkfalla, sam- úðarverkfalla, né annarra aðgerða sem raskað gætu starfsemi álversins á Grundartanga á gildistíma samn- ingsins“. Þau geta boðað til verkfalls sé kjarasamningur ekki endurnýj- aður innan þriggja mánaða frá því hann rann út. Síðasti samningur rann út um áramótin. Verkfall skal boða með a.m.k. þriggja mánaða fyr- irvara. Komi til þess þá tekur það gildi í stigvaxandi skrefum. Vísitölutenging launa á síðustu öld gaf ekki góða raun Binding launa við launavísitölu kemur ekki til greina á almennum vinnumarkaði, að mati Þorsteins Víglundssonar, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins (SA). „Ef allir samningar væru miðaðir við launavísitölu, hvað myndi þá hreyfa launavísitöluna?“ spurði Þor- steinn. Hann sagði að við slíkt ástand myndu launin haldast óbreytt. Þorsteinn sagði að smærri hópar gætu valið þá leið að vísitölubinda laun sín, en á endanum yrðu það stærri hóparnir á vinnumarkaði sem réðu þróun launavísitölunnar. Hann sagði að SA legðist eindreg- ið gegn verðtryggingu launa. Reynslan af henni væri bitur. Þor- steinn minnti á að reynt hefði verið að verðtryggja laun á 8. áratug síð- ustu aldar og það svo verið afnumið á þeim 9. Verðtrygging launa hefði leitt til stjórnlausra víxlhækkana á því tímabili. „Sú tilraun verður ekki endurtekin,“ sagði Þorsteinn. Hann sagði að hafa bæri í huga að langtímaþróun launa hefði verið til kaupmáttaraukningar. Launin hefðu því hækkað umfram verðlag þó svo það gæti sveiflast á milli tímabila. Launin þróast með launavísitölu  Starfsmenn hjá Norðuráli fá 300.000 kr. eingreiðslu auk hækkana  Kjarasamningur til fimm ára  Takmarkaður verkfallsréttur  Vísitölutenging launa kemur almennt ekki til greina, að sögn SA Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl.is Umhverfis- og skipulagsráð Reykja- víkurborgar samþykkti í gær fram- kvæmdaáætlun vegna Háaleitis- brautar og Grensásvegar með fjórum atkvæðum Bjartrar framtíð- ar, Samfylkingar og Vinstrihreyfing- arinnar – græns framboðs gegn þremur atkvæðum fulltrúa Sjálf- stæðisflokks og Framsóknar og flug- vallarvina. Fulltrúar minnihlutans hafa lýst yfir óánægju sinni með samþykktina en í bókun þeirra segir meðal annars að með henni hafi verið „ákveðið að setja hundruð milljóna af peningum borgarbúa í óþarfa þrengingar gatna“. Áætlunin snýr að því að skapa betri aðstæður fyrir gangandi og hjólandi og auka umferðaröryggi, að því er segir í tilkynningu frá borg- inni, og er gert ráð fyrir að akreinum verði fækkað úr fjórum í tvær. Í bókun meirihlutans segir meðal annars að mikilvægt sé að „fyrirhug- aðar framkvæmdir við Háaleitis- braut og Grensásveg fari inn á fram- kvæmdaáætlun ársins 2015. Í aðalskipulagi Reykjavíkur er mikil og hröð bílaumferð metin sem helsti veikleiki hverfisins og mun þessi að- gerð vega á móti því“. Öryggi við Háaleitisbraut Þá er einnig talinn til íbúafundur sem haldinn var í Breiðagerðisskóla 12. mars síðastliðinn en í bókuninni segir að „formenn íbúasamtaka í hverfinu lýstu yfir stuðningi við fyr- irhugaðar framkvæmdir en óskuðu jafnframt eftir því að farið væri í að- gerðir til að auka öryggi gangandi yfir Háaleitisbraut en þar fara fjöl- mörg börn um á hverjum degi til að sækja skóla. Samgönguskrifstofu er falið að skoða hvað sé hægt að gera til að bregðast við þeim óskum“. Morgunblaðið/Júlíus Framkvæmd Formenn íbúasamtaka í hverfinu lýstu yfir stuðningi. Samþykktu að þrengja Grensásveg  Minnihluti talar um óþarfa þrengingar Hagstofa Íslands reiknar út mán- aðarlega launavísitölu. Byggt er á launagögnum sem berast frá fyr- irtækjum í hverjum mánuði. Reikn- að er tímakaup á launþega í fyr- irtækjunum og miðað við greidda stund og regluleg laun, það er grunndaglaun með föstu álagi og kaupaukum. Vísitalan mælir því verð hverrar vinnustundar en ekki magnbreytingar vinnu. Til að launabreytingar reiknist inn í vísi- töluna þarf starfsmaður að gegna sama starfi hjá sama fyrirtæki a.m.k. tvo mánuði í röð. Til grundvallar útreikningunum eru lögð gögn frá ríkinu, úrtaki sveitarfélaga og almenna vinnu- markaðnum. Þaðan koma ögn frá fyrirtækjum sem starfa í fimm stærstu atvinnugreinunum og ná til um 80% launamarkaðarins. Þau eru m.a. í iðnaði, þ.m.t. stóriðju, matvælaiðju, byggingariðnaði, samgöngum og flutningum, fjár- málageiranum og verslun. Hótel- og veitingageirinn er ekki með sem stendur en það stendur von- andi til bóta, samkvæmt upplýs- ingum frá Hagstofu Íslands. Vísitalan sem mælir verð vinnustunda launafólks HAGSTOFAN REIKNAR ÚT MÁNAÐARLEGA LAUNAVÍSITÖLU Morgunblaðið/Árni Sæberg Norðurál á Grundartanga Kynning á nýgerðum kjarasamningi hefst á með- al starfsmanna Norðuráls í dag. Kosningu um samninginn lýkur 26. mars. Ragnar Guðmundsson Vilhjálmur Birgisson Gylfi Arnbjörnsson Þorsteinn Víglundsson › Á RÉTTRI LEIÐ TIL FRAMTÍÐAR SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN Viðtalstími kjörinna fulltrúa Sjálfstæðisflokksins Þingmenn og borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins eru með vikulega viðtalstíma á skrifstofu flokksins í Valhöll, Háaleitisbraut 1, á föstudögummilli 1300-1400. Á morgun taka þau Unnur Brá Konráðsdóttir alþingismaður og Halldór Halldórsson borgarfulltrúi á móti fólki. Tryggið ykkur tímameð því að hafa samband í síma 515 1700 eða xd@xd.is Leki kom að bát 12 mílur út af Siglunesi á fjórða tím- anum í gær. Slysavarnafélagið Landsbjörg fékk tilkynn- ingu um lekann og fljótlega voru tveir nærstaddir bátar komnir á staðinn sem og björgunarskip slysavarna- félagsins á Siglufirði. Magnús Tómasson, formaður björgunarsveitarinnar Stráka á Siglufirði, segir að björgunaraðgerðir hafi gengið hratt og örugglega fyrir sig og engum orðið meint af. „Það voru tveir menn um borð í þessum bát sem þurftu á aðstoð að halda. Ég heyrði í félögum mín- um um áttaleytið og þá voru þeir að leggja að bryggju með menn og bát,“ sagði hann. Þá var björgunarsveitin Ok í Reykholti kölluð út vegna bílveltu á Kaldadal. Tveir Íslendingar á mikið breyttum bíl veltu bílnum en slösuðust ekki alvarlega. Þegar björgunarsveitin kom á vettvang var þeim fé- lögum orðið kalt en ekkert annað amaði að þeim. Sam- kvæmt upplýsingum frá björgunarsveitinni Oki sóttist heimferðin hægt vegna veðurs. benedikt@mbl.is Björgunaraðgerðir gengu vel fyrir sig við Siglunes og á Kaldadal

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.