Morgunblaðið - 19.03.2015, Page 44

Morgunblaðið - 19.03.2015, Page 44
FIMMTUDAGUR 19. MARS 78. DAGUR ÁRSINS 2015 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 460 ÁSKRIFT 4995 HELGARÁSKRIFT 3120 PDF Á MBL.IS 4420 I-PAD ÁSKRIFT 4420 1. Alfreð Örn reyndi að selja … 2. Anna Mjöll í vandræðum með … 3. LæknaTómas tekinn fyrir 4. „Fólki finnst þetta fyndið“ »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Mottusafnarar dagsins eru Siggu- synir. Móðir vinar þeirra greindist með brjóstakrabbamein og þá áttuðu þeir sig á því að þetta gæti hent alla. Siggusynir eru mottusafnarar nr. 1.231 en þú getur fylgst með þeim og öðrum söfnurum á mottumars.is. Þetta getur komið fyrir hvern sem er  Áhugaleikhús atvinnumanna kallar eftir ástarbréfum og -skeytum til þess að nota í sýningunni Ódauðlegt verk um ást og ástleysi, hvar er guð, sem sýnd verður í ágúst í Borgarleikhús- inu, á alþjóðlegu leiklistarhátíðinni LOKAL. Kallað er eftir textum úr sendibréfum, tölvupóstum og/eða röð af stuttum textaskilaboðum sem tjá ást eða ástleysi. Bréfið þarf að hafa verið sent eða móttekið af einhverjum sem elskar eða er elskaður, núverandi kærasta/elskhuga/maka, fyrrverandi kærasta/elskhuga/maka, móður/ föður til barns, barni til móður/föður, vini eða guðdómi, æðri máttarvöldum, eins og segir í tilkynningu. Textinn má vera í hvaða formi sem er, þ.e. ljóð- rænn, afstrakt, o.s.frv., þarf að berast útprentaður og helst ekki lengri en ein A4-síða. Þeir sem senda inn bréf eiga ekki að merkja textann með nafni og taka út nöfn sem koma fyrir. Textann skal senda á Steinunni Knútsdóttur, deild- arforseta sviðslistadeildar LHÍ, í um- slagi merktu: Áhugaleikhús atvinnu- manna, c/o Steinunn Knútsdóttir, Nýlendugötu 15a, 101 Reykjavík eða á Áhugaleikhús at- vinnumanna, c/o Steinunn Knúts- dóttir, sviðs- listadeild LHÍ, Sölvhólsgötu 13, 101 Reykjavík. Ástarbréf óskast Á föstudag Suðaustlæg eða breytileg átt 3-8 m/s og skýjað en úrkomulítið. Hiti yfirleitt 0 til 5 stig. Vaxandi suðaustanátt síðdegis. Á laugardag Suðvestan 10-18 m/s, hvassast NV-til. Rigning í fyrstu, síðan skúrir, hiti 3 til 8 stig. Léttskýjað á NA- og A-landi. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Hæg suðlæg átt, en allhvöss suðaustanátt við NA-ströndina. Slydda eða snjókoma í fyrstu NA-lands. VEÐUR Barcelona og Juventus urðu í gærkvöldi tvö síðustu liðin til að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Meistara- deildar Evrópu í knatt- spyrnu. Juventus fór með 2:1- forskot til Dortmund í Þýskalandi og bætti þremur mörkum við þar án þess að heimaliðið svaraði fyrir sig. Dregið verður í 8-liða úrslit í Meistaradeildinni á morg- un. »1 Barcelona og Juv- entus fóru áfram Sexmenningarnir sem kepptu á HM í alpagreinum í Bandaríkjunum í febr- úar verða allir með á Skíðamóti Ís- lands sem hefst í dag en keppt verð- ur í Ólafsfirði og á Dalvík. Þetta eru Einar Kristinn Krist- geirsson, Magnús Finnsson, Erla Ás- geirsdóttir, Freydís Halla Einarsdóttir, Helga María Vil- hjálmsdóttir og María Guð- mundsdóttir. Það verður hart bar- ist um verð- launin á mótinu. »4 HM-fararnir verða með á Skíðamóti Íslands Úrslitakeppni Dominos-deildar karla í körfubolta hefur göngu sína í kvöld með viðureign Íslandsmeistara KR og Grindavíkur annars vegar og leik Njarðvíkur og Stjörnunnar hinsvegar. Á föstudaginn hefja lið Haukar, Kefla- víkur, Tindastóls og Þór úr Þorláks- höfn rimmur sínar. Kristinn Friðriks- son spáir ítarlega í spilin fyrir úrslitakeppnina. »2 Tvær fyrstu rimmur úr- slitakeppninnar í kvöld ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is „Móttökurnar hafa verið einstaklega hlýjar og góðar. Við vorum að syngja í Menntaskólanum í Hamrahlíð og strákunum var klappað lof í lofa. Þeir stóðu sig mjög vel þrátt fyrir að gær- dagurinn hafi verið ansi strembinn. Við komum í gær [fyrradag], sung- um í safnaðarheimili og horfðum á einstök norðurljós seint í gærkvöldi,“ segir Rob Opdycke, kórstjóri drengjakórs frá Boston sem staddur er hér á landi. Drengjakórinn er skólakór frá Roxbury Latin- skólanum í Boston, drengirnir eru 39 talsins á aldrinum 14 til 18 ára. Ísland varð fyrir valinu því teng- ing kórsins við landið er þónokkur. Í skólanum er drengur sem heitir Tómas Gústafsson og hafði fjölskylda hans hönd í bagga með að skipu- leggja ferðina til landsins. Þá hafði einn kórmeðlimur, Nat Downes, sem einnig er formaður nemendafélags- ins, komið hingað fyrir nokkrum ár- um og sótti það fast að kórinn héldi í ferðalag til Íslands. Kórinn ferðast alla jafna víða um heim. Heyr himna smiður heillandi Efnisskrá kórsins er fjölbreytt og flytur hann m.a. þjóðlög, kirkju- tónlist, leikhústónlist, hefðbundin tónverk fyrir drengjakóra og popp- lög svo fátt eitt sé nefnt. Þá lærðu drengirnir tvö íslensk lög, Heyr himna smiður og Á Sprengisandi, og flytja þau víst ákaflega vel, að sögn viðstaddra. „Ég var að hlusta á íslensk lög á youtube og sá þá kór flytja Heyr himna smiður á lestarstöð og heill- aðist algjörlega,“ segir Nat Downes, 17 ára, sem hófst strax handa við að finna nótur fyrir kórinn. Hann hefur verið í kórnum síðustu fjögur ár og er á sínu síðasta ári, því fylgja trega- blandnar tilfinningar, að hans sögn. Auk lagsins Heyr himna smiður flytur kórinn Á Sprengisandi, gjör- ólíkt lag og öllu fjörlegra í flutningi. Nat lætur vel af dvölinni og segir ekki síðri upplifun að koma hingað í annað skipti en í þetta sinn náði hann að sjá norðurljósin. „Ég náði mjög flottum myndum af norðurljósunum og get því sýnt fjöl- skyldunni þau,“ segir Derek DaSilva, 18 ára, glaðlega. Hann segist varla eiga orð yfir norðurljósin sem lýsi upplifun hans til fullnustu. Hlýjar móttökur Íslendinga hafa komið hon- um skemmtilega á óvart og nefnir hann í því samhengi að krakkarnir í MH hafi verið óhræddir við að klappa fyrir frammistöðu þeirra. Þeir hafi sýnt meiri viðbrögð við popplögunum og lögunum sem voru í léttari kantinum en áheyrendur kórsins í safnaðarheimili Kópavogs- kirkju í fyrradag. Eldri kynslóðin hafi tengt meira við lögin í rólegri kantinum. Derek og Nat hlökkuðu báðir til að syngja fyrir Íslendinga og skoða landið. Þeir voru sammála um að náttúran væri einstök. Þeir fara Gullna hringinn í dag. Heilluðust af norðurljósunum  Drengjakór frá Boston syngur lögin Heyr himna smiður og Á Sprengisandi Morgunblaðið/Kristinn Söngur Drengjakór frá Boston söng fyrir gesti í safnaðarheimili Kópavogskirkju og voru viðstaddir mjög ánægðir með drengina sem eru 14 til 18 ára. Drengjakórinn syngur í guðs- þjónustu í Hallgrímskirkju og á ganginum í Hörpu næstkom- andi sunnudag. Þá mun hann einnig syngja í Bláa lóninu á föstudaginn. Allir geta hlustað á kórinn sér að kostnaðarlausu. The Roxbury Latin School í Boston var stofnaður árið 1645 og er sá elsti í Norður-Ameríku þar sem kennt hefur verið frá stofnun. Í skólann ganga dreng- ir á aldrinum sjö til átján ára en hann er einnig heimavistar- skóli. Syngja í Bláa lóninu SKÓLINN STOFNAÐUR 1645

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.