Morgunblaðið - 19.03.2015, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 19.03.2015, Blaðsíða 36
36 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MARS 2015 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Það er einhver sem fer ótrúlega mik- ið í taugarnar á þér. Með því að gaumgæfa það tekur þú jafnframt afstöðu til lífsskoð- ana þinna. Líttu í eigin barm; ekki skamma aðra. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú mátt hafa þig allan við til að leysa vandasamt verkefni sem þér er falið. Reyndu að vinna bak við tjöldin ef þú getur og láttu lítið á þér kræla. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Í dag ertu ekki lengur til í að hunsa það sem hefur angrað þig í nokkurn tíma. Klipptu hárið, festu kaup á nýrri græju eða gefðu gömlu fötin þín. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú ættir að nota daginn til að tala við systkini þín, sérstaklega systur þína. Og í dag uppgötvar þú einn til viðbótar. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Vertu passasamur með þína hluti og gættu þess sérstaklega að aðrir komist ekki í mál sem þeim koma ekki við. Ekkert sést betur í lokaniðurstöðunni. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú mátt ekki við mikið meiru í bili og því er best að þú lokir að þér meðan þú kemur hlutunum í röð og reglu. Gættu þess samt að verðlauna viðkomandi á endanum. 23. sept. - 22. okt.  Vog Notaðu þennan frábæra dag til þess að daðra, skemmta þér og lyfta þér upp í góð- um félagsskap. Reyndu að komast að nið- urstöðu og framkvæma hana svo tafarlaust. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þótt þú þurfir að tala einlæg- lega við einn af þínum aðalmönnum skaltu forðast allar klisjur þegar þú kallar hann á þinn fund. Hreyfing er nýja mantran þín. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Loksins finnurðu þig í vissum að- stæðum. Vinir þínir geta einnig komið þér skemmtilega á óvart. Varist að efna til óþarfra átaka. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú verður framúrskarandi ef þú venur þig á nokkra góða siði á næstu vikum. Skrýtið, um leið og maður tjáir skoðanir sín- ar vilja þær stundum breytast. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Það er þér léttir að komast að því að nú eru peningar og bjargir til staðar og því unnt að gera úrbætur á vinnustað. Allt á sér sinn stað og sína stund. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú færð ekki fólk til að samsinna þér með því að æpa á það. Reyndu samt ekki að stytta þér leið. Taktu þér tak og kláraðu þau verkefni sem fyrir liggja. Á mánudaginn skrifaði DavíðHjálmar Haraldsson í Leirinn: Vorið kemur víst á ný. Vinum sendir línu Gunnar Bragi að byrja í Bréfaskóla Stínu Ólafur Stefánsson svaraði: Eftir vind og voðaský, verður allt í fína. Húsin flestöll heil á ný, en hver er þessi Stína? Til þess að reyna að svara þessari spurningu fletti ég upp í Kvæðabók Kristjáns Karlssonar, en ljóðinu Hringrásir lýkur þannig: Segðu mér heldur, eru vísindi í mýrum? Við komum úr vatni, en við byrjum í sýrum. Þar sem tannhjólið ryðgar innan við bæinn, hefst ferill þinn aftur á leið út í sæinn. Og síðan: Ef ljóðið er opnað mun þess skammt að bíða að borgin þín stækki, mín elskaða Fríða. Já, ég kalla þig Stínu, en þú heitir Fríða og ert bóndi í Kjós. Var sólskin og blíða? Og hver veit nema Sveinbjörn Egilsson hafi kannast við stúlkuna líka: Fuglinn segir bí, bí, bí bí, bí segir Stína; kvöldúlfur er kominn í kerlinguna mína. Sigurlín Hermannsdóttir spyr raunar hins sama á Leir þegar hún segir: Hverju sætir þetta góða veð- ur? Ljúft er nú til lands og sjós, í logni ég get andað. Í Hvalfirðinum kom í ljós að Kári hafði strandað. „Mér þykir þú segja tíðindin Sig- urlín!“ svarar Sigmundur Bene- diktsson með sólskinskveðju: Nú má Kári hug upp herða svo hampað geti kalyrði. Skondið að hann skyldi verða skipreka í Hvalfirði. Davíð Hjálmar Haraldsson rifjar upp nokkrar þekktar staðreyndir. Sendlingur tístir. Svínið hrín. Svartur er ekki rauður. Páfi á snjóhvítt postulín. Pútín er ekki dauður. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Stína Fríða og allar hinar Í klípu „ÉG VIL AÐ ÞÚ ÞEFIR Í KRINGUM ÞIG – SJÁÐU HVAÐ ÞEIR HAFA VERIÐ AÐ GERA. ÞÚ VEIST AÐ ÉG MYNDI EKKI BIÐJA ÞIG UM NEITT SEM ÉG MYNDI EKKI GERA SJÁLFUR.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „LAUKUR... HVÍTLAUKUR... ÞETTA LÍTUR ALLT EINS ÚT FYRIR MÉR.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... eins og þruma úr heiðskíru lofti. EF ÞÚ GÆTIR FERÐAST Í TÍMA, HVERT MYNDIRÐU FARA, GRETTIR? HMMM ÉG YRÐI AÐ SEGJA Í MORGUN, ÞEGAR VIÐ FENGUM KLEINUHRINGI HVAÐ ER ÞETTA?! „ÉTTU ÞAÐ OG HALTU KJAFTI“ ER ÞETTA SKIPUN EÐA NAFNIÐ Á RÉTTINUM? BÆÐI Víkverji heldur áfram í líkams-ræktarátaki sínu. Nú síðast voru honum kennd helstu brögðin í hnefaleikum. Víkverji vill nú ekki monta sig, en honum gekk nú bar- asta ágætlega í tímanum. Og ætti engan að undra því að Víkverji er með hnefaleikana í blóðinu, þar sem amma hans heitin var víst um hríð eina stúlkan sem fékk að æfa hnefa- leika fyrir norðan á sínum tíma, áður en þeir voru bannaðir hér á landi. x x x Strákarnir sögðu nú bara að égværi eitthvað rugluð,“ sagði amman eitt sinn við Víkverja þegar íþróttaiðkunina bar á góma. Víkverji veltir því fyrir sér hvernig ömmunni myndi lítast á nú, þegar fjöldi fólks af báðum kynjum leggur bardaga- listir fyrir sig, og með góðum ár- angri? Víkverji telur víst að þeir yrðu helst til fáir í dag sem myndu þora að gera lítið úr slíkri íþrótta- iðkun kvenna í dag. x x x Víkverji verður samt að játa að íkjölfar hnefaleikatímans fylltist hann skyndilegri löngun til þess að horfa á allar myndirnar um hann „Steina“ upp á nýtt, eins og einhver góðhjartaður maður ákvað að þýða Rocky. Honum skilst að Ríkissjón- varpið hafi nýlega tekið sig til og endursýnt þær allar á föstudags- kvöldum, en eitthvað fór það framhjá Víkverja, sem er nokkur synd. x x x Víkverji óskar þess reyndar að lík-amsrækt gæti verið jafnauðveld og hún er í Rocky-myndunum, þar sem eitt lítið fimm mínútna atriði, svonefnt „montage“, dugar til þess að breyta mönnum í engu formi í lík- amsræktartröll. Líklega er besta at- riðið af því tagi að finna í fjórðu Rocky-myndinni, þar sem báðir keppendur eru sýndir í undirbúningi sínum fyrir lokaslaginn. Vondi Sov- étmaðurinn hefur þar alla nýjustu tækni á bak við sig, gott ef hann er ekki sprautaður líka með sterum. Rocky hins vegar fer bara í næsta fjallakofa, fellir tré og ýtir bílum úr skafli, og kemst í besta form ævi sinnar. víkverji@mbl.is Víkverji Því að Drottinn Guð er sól og skjöldur, náð og vegsemd veitir Drottinn og synjar þeim engra gæða sem ganga í grandvarleik. (Sálmarnir 84:12) Heildsöludreifing: ACT ehf, Dalvegi 16b, 201 Kópavogi, sími 577 2150 Remington rakvélar Gæði - Gott verð - Frábær ending Shaving has never looked so good!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.