Morgunblaðið - 19.03.2015, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 19.03.2015, Qupperneq 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MARS 2015 ✝ Ólafur Ingólfs-son fæddist í Reykjavík 22. júní 1941. Hann lést á Landspítalanum 5. mars 2015. Foreldrar hans voru Ingólfur Eyr- feld Guðjónsson frá Eyri í Ingólfs- firði, f. 28.6. 1920, d. 22.10. 2012, og Sigurbjörg Guð- mundsdóttir frá Reykjavík, f. 1.7. 1918, d. 23.9. 1992. Systk- ini Ólafs samfeðra eru: Lára Valgerður, f. 13.6. 1946, Sig- urður, f. 31.10. 1947, d. 25.10. 2013, Halldór Kristján, f. 31.10. 1954, Guðjón Egill, f. 24.2. 1956, og Þórhildur Hrönn, f. 19.8. 1960. Bræður Ólafs sammæðra eru: Ágúst H. Bjarnason, f. 1945, Guð- mundur Bjarnason, f. 1946, Egill H. Bjarnason, f. 1948, Kjartan H. Bjarnason, f. 1952, Þórarinn Bendikz, f. 1954, og Sigurður Óli Bjarnason, f. 1955. Ólafur ólst upp hjá afa sín- um og ömmu á Eyri í Ingólfs- firði, Guðjóni Guðmundssyni hreppstjóra og konu hans Guð- dóttir er Dagbjört Svana, f. 1985. Ólafur Þórir á soninn Axel Breka, f. 22.11. 2014, með unnustu sinni Margréti Völu Steinarsdóttur, f. 22.1. 1996. 2) Guðrún, f. 11.8. 1964, hennar maður er Gunnlaugur Jónsson, f. 13.7. 1956. Þau eiga saman soninn a) Þráin, f. 2.6. 2003. Áður átti Guðrún b) Agnesi Dís Ágústsdóttur, f. 25.3. 1989, faðir hennar er Ágúst Ísfeld Ágústsson, f. 1964. Sonur Agnesar er Elvar Óli, f. 19.2. 2015. Gunnlaugur átti áður tvö börn og þrjú barnabörn. Ólafur og Svanhildur hafa lengst af búið í Hafnarfirði fyrir utan sex til sjö ár sem þau bjuggu á Eyri með Guð- jóni hreppstjóra. Ólafur stund- aði rækjuveiðar á Ingólfsfirði með föður sínum á vetrum en vörubílaakstur á sumrum. Eft- ir að fjölskyldan flutti til Hafnarfjarðar starfaði í hann í Bátalóni og síðan í Mótun plastbátagerð. Lengst af starf- aði Ólafur á Vélaverkstæði Jó- hanns Ólafs í Hafnarfirði. Einnig stundaði Ólafur sjóinn á bátnum sínum frá Norður- firði á Ströndum meðan heils- an leyfði. Útför Ólafs fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 19. mars, og hefst athöfnin kl 13. jónu Sigríði Hall- dórsdóttur. Eftir barnaskólanám í Finnbogastaða- skóla lá leiðin í Reykholtsskóla í Borgarfirði. Hann hóf síðan nám í Iðnskólanum í Reykjavík og vél- smiðjunni Héðni og tók sveinspróf í vélvirkjun 1963. Hinn 29. desember 1962 kvæntist hann Svanhildi Guð- mundsdóttur, f. 26. maí 1943 á Eyrarbakka. Foreldrar henn- ar voru Agnes Þórarinsdóttir, f. 8.2. 1921, d. 4.2. 1946, og Guðmundur Ásgeirsson, f. 24.9. 1920, d. 30.6. 1978. Börn Ólafs og Svanhildar eru: 1) Guðjón, f. 13.10. 1962, kona hans er Fjóla Berglind Helga- dóttir, f. 21.11. 1959. Fjóla átti áður tvö börn og eitt barna- barn. Guðjón á dótturina a) Svandísi, f. 7.1. 1990, móðir hennar er María Ólöf Ólafs- son, f. 23.3. 1968. Sonur Guð- jóns er b) Ólafur Þórir Guð- jónsson, f. 2.8. 1995, móðir hans er Jóhanna Þórey Jóns- dóttir, f. 14.1. 1961, hennar Ég minnist Ólafs míns með miklum söknuði. Við höfum gengið saman í gegnum mikla erfiðleika síðastliðin tvö til þrjú ár. Veikindi hans ágerðust en alltaf héldum við í vonina um lengra og betra líf honum til handa. Mér er það mikill léttir að hafa fengið í draumum vísbend- ingar um að faðir hans Ingólfur og hans góða kona Ingibjörg sem bæði eru látin, muni taka á móti honum á ströndinni hinum megin og einnig Sigurður bróðir hans sem lést fyrir aldur fram árið 2013. Það er gott að eiga minning- arnar um samveru okkar í meira en 50 ár. Allar góðu stundirnar á Eyri, hugur hans var alltaf þar, á æskuslóðum, í gamla húsinu sem við eignuðumst. Þangað lá leiðin á hverju ári. Þar var gott að vera með fjölskyldunni, börnum, barnabörnum og vinum. Oft fórum við til útlanda bæði í keyrsluferðir um Evrópu og í sólarlandaferðir. Fram á síðustu stundu talaði Óli um að ef hann næði einhverri heilsu gætum við skroppið í eina ferð enn, kannski núna í mars- mánuði. En því miður, það var annað ferðalag sem beið hans í mars. Ég kveð eiginmann minn og vil trúa því að hann sé nú kominn á betri stað þar sem engin veik- indi eru og fólkið okkar sem er farið á undan taki á móti honum opnum örmum. Ég krýp við klæðafaldinn þinn, kem þar með bænir mínar, og legg þær, ljúfi Drottinn minn, í líknarhendur þínar. Guð geymi þig, elsku vinur. Svanhildur Guðmundsdóttir. Til að minnast pabba míns, Ólafs Ingólfssonar frá Eyri við Ingólfsfjörð sem var yfirleitt kallaður Óli á Eyri, þarf heila bók. Við pabbi áttum margar góðar stundir saman og mörg sameig- inleg áhugamál eins og báta og skip. Á mínum æskuárum var til- hlökkunarefni að komast norður á Strandir (Eyri við Ingólfsfjörð) að vori og vera þar sumarlangt. Þar var sýslað í ýmsu eins og farið í Engjanes í Eyvindarfirði en þá jörð fékk pabbi í arf eftir Guðjón Guðmundsson langafa minn. Í Engjanesi var hirtur reka- viður og dreginn til Ingólfsfjarð- ar og unninn þar í girðingar- staura. Engjanesið var algjör paradís á jörðu, þokkalegur reki var þar og mikið berjaland og hægt að veiða þar silung í Ey- vindarfjarðará og mikil veður- sæld þar. Árið 1978 fjárfesti pabbi í plastbát frá Mótun í Hafnarfirði sem hann fékk óinnréttaðan og hann standsetti hann og gerði kláran fyrir að mestu sjálfur og þessi bátur fékk nafnið Þytur ST-14 með heimahöfn á Eyri við Ingólfsfjörð. Það var mikil spenna fyrir mig, þá kominn á 17. árið að við fengum okkar eigin bát, áður þurftum við að fá bát að láni hjá Ingólfi afa mínum. Það var mikil spenna að sigla Þyt norður á strandir frá Hafnarfirði í fyrsta sinn og fara að stunda handfæra- veiðar og rekaferðir frá Eyri. Eins voru farnar skemmtiferðir norður á Hornstrandir á Þyt. Pabbi og mamma fengu gamla hreppstjórahúsið á Eyri eftir daga Guðjóns langafa míns og keyptu það af ríkinu þegar ríkið fór að selja ríkisjarðir. Strandirnar voru líf og yndi hans pabba míns og hann beið allan veturinn að komast norður á Strandir að vori eða þegar var orðið þokkalega bílfært yfir Eyr- arhálsinn, foreldrar mínir eyddu öllum sumrum á Eyri þegar þau hættu að vinna. Pabbi stundaði fiskveiðar á Þyt öll sumur og lagði upp afla á Norðurfirði. Ég var í fyrstu með honum, síðan tók nafni hans og sonur minn hann Ólafur Þórir við af mér. Þeir voru á síðast- liðnu sumri á strandveiðum frá Norðurfirði þeir nafnar. Ég gisti yfirleitt hjá þeim í Arnarhraun- inu þegar ég fór suður í einhverj- um erindum. Við pabbi tókum þá oft tal um báta og skip og Strandir. Ég er pabba mjög þakklátur fyrir hvað hann hugsaði mikið og vel um hann Óla minn og var hans sterki bakhjarl gegnum líf- ið og baráttuna þar sem ég bjó það langt í burtu. Hjá okkur ríkir mikil sorg og söknuður eftir að pabbi kvaddi þetta líf og er örugglega á góðum stað núna með sínu fólki sem far- ið er frá núverandi jarðlífi. Pabbi átti við erfið veikindi að stríða í mörg ár og mamma var honum stoð og stytta gegnum öll hans veikindi fram á síðustu stundu. Pabbi, ég vil þakka það allt sem þú gafst mér og mínum börnum í lífinu og að fá að alast upp við þín ráð og veganesti inn í lífið. Við lofum að Eyri fái að halda sinni reisn og Eyrarheimilið verði um ókomna tíð nýtt sem sumardvalarstaður mömmu, okkar barna þinna, maka, barna og barnabarna. Ég lofa að vera mömmu meiri stoð og stytta úr fjarlægð og hugsa vel um hana. Hvíl í friði, elsku pabbi minn. Guðjón Ólafsson. Elsku pabbi minn. Mig langar í örfáum línum til að þakka þér fyrir allt saman. Þú varst góð- hjartaður og hjálparfaðmur þinn var alltaf tilbúinn. Hvort sem á móti blés eða allt lék í lyndi, allt- af varstu þar, tilbúinn. Pabbi minn. Ég gat alltaf treyst á þig og vissi að svörin þín voru alltaf sönn og rétt. Og svo var alltaf stutt í brosið þitt bjarta og hreina. Þú vildir öllum svo vel. Pabbi minn. Það voru mér forréttindi að mega vera dóttir þín í þessi ár. Árin okkar saman, sem urðu svo eiginlega alltof fá. Þú verður alltaf í minningunni. Pabbi minn. Börnin mín fæddust og þá eignuðust þau bæði yndislegan afa. Léttan í lund og afa sem alltaf hafði tíma fyrir þau. Afi var alltaf reiðubúinn og sagði aldrei nei. Pabbi minn. Að lokum eitt lítið ljóð eftir Þorstein Sveinsson: Ó, pabbi minn, hve undursamleg ást þín var. Ó, pabbi minn, þú ávallt tókst mitt svar. Aldrei var neinn svo ástúðlegur eins og þú. Ó, pabbi minn, þú ætíð skildir allt. Liðin er tíð, er leiddir þú mig lítið barn . Brosandi blítt, þú breyttir sorg í gleði. Ó, pabbi minn, ég dáði þína léttu lund. Leikandi kátt, þú lékst þér á þinn hátt. Ó, pabbi minn, hve undursamleg ást þín var. Æskunnar ómar ylja mér í dag. (Þorsteinn Sveinsson.) Ég veit að á nýjum tilverustað verður fallegt og lífið ljúft. Því þú ert þar. Pabbi minn. Þín dótt- ir, Guðrún. Elsku afi minn. Rosalega finnst mér sárt að kveðja þig. Þú ert nú kominn á góðan stað og laus við erfið veikindi. Minningin um þig mun lifa áfram í hjarta mínu. Mér finnst svo sárt að þú fékkst aldrei að hitta nýjasta langafabarnið, hann Elvar Óla. Hann fær að heyra fullt af skemmtilegum sögum af þér og hversu yndislegur og góð- ur afi þú varst. Elsku afi, ég þakka þér fyrir þann tíma sem ég átti með þér. Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vorn grætir, þá líður sem leiftur af skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. (H.J.H.) Agnes Dís Ágústsdóttir. Elsku afi minn, þinn tími er nú kominn og vonandi hugsar guð vel um þig . Ég vil tjá mig hér um það hversu góður maður þú varst. Síðan ég man eftir mér þá fannst mér alltaf notalegt að vera hjá þér og ömmu og það fór ekki framhjá neinum hversu mikið þér þótti vænt um fólkið þitt og vini. Og ég man svo mikið eftir því þegar ég var ca 6-7 ára á Ströndum og þú varst að segja mér sögur um sveitina okkar og hvað fjöllin heita og klettarnir í kring. Mér leið alltaf vel og líður alltaf best á Eyri. Þú kenndir mér margt um líf- ið og tilveruna. Við eigum marg- ar góðar minningar saman, þú komst mér út í sjómennskuna, mér fannst alltaf svo gaman þeg- ar við vorum tveir úti á sjó á strandveiðum og veiddum stóru fiskana, og skemmtum okkur við það að vera úti á hafi og þurftum ekki að hafa áhyggjur af neinu. Við bara vorum frjálsir þegar við vorum úti og eins bara á Eyri . Þú bókstaflega komst mér út í lífið og að byrja verða fullorðinn. Eyri í Ingólfsfirði er og verður alltaf aðalheimilið okkar, þangað mun ég fara og húsið mun aldrei deyja, ég passa upp á þessa hluti, elsku afi minn. Ég vil þakka þér, elsku afi minn, fyrir allt sem þú gerðir fyrir fólkið okkar. Vonandi ertu á góðum stað núna. Elska þig allt- af og ég mun hugsa til þín dag- lega . Hvíldu í friði og ró. Ólafur Þórir Guðjónsson. Kæri Óli, þú sýndir ótrúlegt æðruleysi í veikindunum sem þú hefur átt við að stríða undanfarin ár. Þegar þú varst spurður hvernig þú hefðir það, hafðir þú það nokkuð gott og lýstir síðan líðan þinni af slíku hlutleysi að það var eins og þú værir að lýsa bilun í bíl sem þig varðaði lítið um. Þú varst alinn upp „uppi á Eyri“ hjá ömmu og afa, Sigríði Halldórsdóttur og Guðjóni Guð- mundssyni hreppstjóra, þar var einnig langamma okkar Guðrún Guðmundsdóttir. Ég hef trú á að þú hafir feng- ið gott atlæti hjá þessum ömm- um. Ef Sigríður amma barst í tal mátti heyra hve vænt þér þótti um hana. Á sumrin kom Inga, föðursystir okkar, norður og þú varst augasteinninn henn- ar. Oft kom fólk, sem ekki batt sína bagga sömu hnútum og aðrir, til að hjálpa hreppstjór- anum við bústörfin og hafðir þú gaman að því að gantast við það. Þú eignaðist ýmsa góða hluti sem þér var ósárt um að lána. Til dæmis risastórt reiðhjól sem ég fékk oft lánað til lengri og styttri ferða og þurfti ég þá að hjóla undir stöng. Þegar þú varst í Iðnskólanum og komst norður í sumarfrí hafðir þú eignast plötu- spilara sem þú vildir endilega lána okkur, það var gífurlega flott græja. Afi hafði verið ekkill í nokkur ár þegar þið Svana fluttuð norð- ur með lítinn dreng og bjugguð hjá honum þangað til þið þurftuð að flytja suður af persónulegum ástæðum. Þegar pabbi var orðinn einn komst þú til hans oft í viku og þið fóruð út að ganga eða þú bauðst honum í bíltúr og þegar hann var kominn á Eir heimsóttir þú hann næstum daglega. Þú hélst alla tíð tryggð við æskustöðvarnar. Fórst norður á Eyri á sumrin og sóttir sjóinn frá Norðurfirði. Þegar við komum niður Hálsinn þótti okkur gott að sjá að það var fólk „heima á Eyri“. Og „heima á Eyri“ tókuð þið Svana á móti gestum að höfð- ingjasið eins og alltaf hefur verið gert á þeim bæ. Elsku Óli, minningarnar lifa með okkur. Þín er sárt saknað. Þín systir, Lára. Elskulegur frændi minn og vinur, Ólafur Ingólfsson, féll frá langt um aldur fram hinn 5. mars síðastliðinn. Það voru og eru forréttindi að teljast til vina- hóps Svönu og Óla. Hjá þeim hjónum var engum í kot vísað. Óli var mannasættir í orðsins fyllstu merkingu, húmorinn og frásagnargleðin ætíð með í far- teskinu. Trygglyndi hans við vini og vandamenn var einstætt. Margar eru minningarnar og allar góðar. Við hjónin höfum oft talað um blikið sem kviknaði í augunum á Óla þegar talað var um sveitina góðu eða hvernig hann yngdist þegar komið var norður. Í Hafnarfirði sjötugur, á Eyri sextugur. Það er tómlegt að horfa hérna yfir lækinn yfir á Arnarhraunið vitandi að þar er enginn Óli til að spjalla við. Kæra Svana, börn og barna- börn, innilegar samúðarkveðjur til ykkar allra. Ólafur Gunnarsson. Hann Ólafur Ingólfsson frá Eyri, sveitungi okkar er fallinn frá. Ekki kom fréttin á óvart, hann var búinn að glíma við sjúk- dóma nokkuð lengi. Alltaf er samt þessi frétt, jafn óvænt. Þar verður engu hnikað. Þegar ég var að koma að Eyri á mínum unglingsárum, var þar lítill drengur. Ekki heyrði það til frétta, en mér var hugstætt hvað mikill ljómi stafaði af þessum litla dreng, sem var á heimilinu. Heimilið var fjölmennt, og allir kepptust um að bera drenginn á höndum sér. Hann var auga- steinn fólksins. Hjónin á Eyri, Sigríður Halldórsdóttir og Guð- jón Guðmundsson, tóku dreng- inn í fóstur kornungan, hann var sonarsonur þeirra. Og árin liðu, drengurinn óx úr grasi. Þegar hann hafði aldur til hleypti hann heimdraganum, eins og títt var um ungt fólk. Flest af þessu fólki staðfestist fjarri heimahögum. Þó að hann væri farinn, var hugurinn allur við heimahagana, og dvaldi fjöl- skyldan á Eyri flest sumur, og hann kom með bátinn sinn og gerði út yfir sumarið frá Norð- urfirði. Síðastliðið sumar voru þau hjónin, hann og Svanhildur, á Eyri. Þau kepptust við að gera bátinn kláran. Kraftar hans voru á þrotum, og var aðdáunarvert hvað hann lagði á sig, meira af vilja en mætti. Á sjóinn komst hann og takmarkinu var náð. Þegar þetta er sett á blað er ný- afstaðið stórviðri. Ólafur var vanur að hringja við þær aðstæð- ur til að fá fréttir, að heiman, en nú eru þáttaskil. Hugur okkar hjónanna er hjá fjölskyldunni. Samúðarkveðjur færum við þér, Svanhildur, og fjölskyld- unni. Góður drengur hefur kvatt. Minningin um hann mun lifa með okkur. Gunnsteinn Gíslason og Margrét Jónsdóttir. Ólafur Ingólfsson Elsku móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HJÖRDÍS INGIBJÖRG KONRÁÐSDÓTTIR, Dalbraut 21, Reykjavík, sem lést fimmtudaginn 5. mars, verður jarðsungin frá Laugarneskirkju þriðjudaginn 24. mars kl. 13. . Svava Jónína Níelsdóttir, Árni Auðunn Árnason, Jenný Sigurlína Níelsdóttir, Guðni Páll Birgisson, Hjördís Auður Árnadóttir, Þorsteinn Viðarsson, Hjalti Freyr Árnason, Níels Árni Árnason, Harpa Lind Örlygsdóttir, Birgitta Svava Pálsdóttir og barnabarnabörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GÍSLI KRISTJÁNSSON, Stóragerði 7, Reykjavík, lést mánudaginn 16. mars. Útför hans fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 26. mars kl. 13. Þeim sem vilja minnast hans er bent á líknarfélög. . Guðrún Gísladóttir, Halldór Þórðarson, Kristján Gíslason, Ásdís Rósa Baldursdóttir, Guðm. Torfi Gíslason, Ragnheiður K. Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Okkar kæra, STELLA EYJÓLFSDÓTTIR, lést föstudaginn 13. mars á hjúkrunarheimilinu Mörk. Útför hennar fer fram frá Áskirkju þriðjudaginn 24. mars kl. 15. . Gyða Eyjólfsdóttir, Ingvar Eyjólfsson, Ragna Eyjólfsdóttir, Hilmar Albertsson, Sverrir Eyjólfsson, Eyrún Guðnadóttir og aðrir ástvinir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.