Morgunblaðið - 19.03.2015, Side 27

Morgunblaðið - 19.03.2015, Side 27
sem hann var búinn reyndist hon- um lífið erfitt hin síðari ár. Hann náði ekki að nýta hæfileika sína til gæfuríks lífs. Hann er nú kom- inn á annað tilverustig þar sem honum á vonandi eftir að líða bet- ur. Þegar ég hugsa til baka birt- ast margar nokkuð skýrar mynd- ir af honum en sú skýrasta nú er af honum barnungum með ljósa lokka og brún augu í fallegu matrósafötunum sínum. Vonandi fær hann nú að byrja upp á nýtt frá þeim tíma og fær þá að verða þeirrar gæfu aðnjótandi sem hvert barn á skilið, að eiga gæfu- ríkt líf framundan. Nonni eignaðist á ævi sinni tvær yndislegar og fallegar dæt- ur. Þær Diljá Hebu og Úrsúlu Ósk. Hann var þeim góður eftir bestu getu. Ég óska þeim alls hins besta í lífinu og finn til með þeim vegna föðurmissisins. Ég sakna mikið þess góða bróður sem ég átti. En nú er hann kannski orðinn eins og eng- ill á ný með ljósa lokka í matr- ósafötum og bjarta framtíð á nýju tilverustigi með mömmu og pabba. Mikið væri það gott. En ég er samt dapur. Hjörtur. Ég var tíu ára þegar Nonni bróðir fæddist, yngstur af okkur sjö systkinum. Ég man hvað mamma var glöð og stolt þegar hún kom heim með hann af fæð- ingardeildinni og hampaði hon- um framan í Veigu nágranna- og vinkonu sína og sagði „Maður er ekki fátækur þegar maður á svona“. Hann var komin í heim- inn, Jón Gíslason, alnafni Jóns afa á Hofi í Svarfaðardal og þá var hægt að loka hringnum, strákar í báða enda og 5 dætur á milli. Geri aðrir betur. Það varð okkar hlutverk, systranna, að gæta Nonna, þegar hann var lítill. Það gerðum við með glöðu geði, Nonni var afar fallegt barn, svo fallegt og bros- hýrt að við vorum iðulega stopp- aðar úti á götu með hann í kerr- unni af fólki sem langaði að kjassa hann. Ekki gengum við svo framhjá Borgarsölunni að Ína sem þar vann kallaði ekki í okkur og gæfi okkur ís bara af því að Nonni var svo sætur. Eitt af okkar verkum var einnig að svæfa Nonna, það hefur gengið misvel því eitthvert skiptið samdi ég þessa vísu og reyndi að syngja hann í svefn: Nonni litli er syfjaður, en getur ekki sofnað. Hesturinn er klyfjaður, en getur ekki klofnað. Pabbi sagði að þetta væri góð vögguvísa og það gladdi mig. Þetta voru góðir dagar. En sex árum eftir að mamma kom svo glöð heim með Nonna dó hún eft- ir erfið veikindi. Við það breyttist allt. Mikið hefði ég viljað að lífið færi mýkri höndum um Nonna okkar en raun varð á og gefið honum sterkari bein til að fóta sig á. „Það er svo margt gott í honum Nonna mínum,“ sagði Stóra Sossa afasystir alltaf eftir að halla fór undan fæti hjá honum. Þar hafði hún rétt fyrir sér, Nonni var mikil gæðasál sem vildi öllum vel en það eru því mið- ur oft þær sem kikna þegar á reynir. Mig langar svo að enda þessi orð á betri kveðskap en vöggu- vísunni minni. Það var eitt kvöld að mér heyrðist hálf- vegis barið, ég hlustaði um stund og tók af kertinu skarið, ég kallaði fram, og kvöldgolan veitti mér svarið: Hér kvaddi Lífið sér dyra, og nú er það farið. (Jón Helgason.) Hvíl í friði, kæri bróðir. María Gísladóttir. Jón mágur minn er búinn að kveðja okkur, langt um aldur fram. Hann hefði orðið fimmtug- ur í apríl. Ég vildi óska þess að örlög hans yrðu svo mörgum víti til varnaðar. Yndislegur og góður drengur sem við hjónin áttum svo margar góðar stundir með. Gaman er að minnast spilakvölda sem á sínum tíma voru nokkuð tíð og tekið í Hornafjarðarmanna, kana og fleira. Þá var líka mikið spjallað og glímt við lífsgátuna. Svarið við henni kom auðvitað ekki, en sam- ræðurnar voru skemmtilegar og oft farið með kveðskap af ýmsu tagi. Þó þessar ljóðlínur Vilhjálms Vilhjálmssonar séu ortar til ungs drengs finnst mér þær eiga við á þessari stundu. Þær lýsa nokkuð vel þeim tilfinningum sem ég ber í brjósti til hans Nonna míns. Óðum steðjar að sá dagur, afmælið þitt kemur senn. Lítill drengur, ljós og fagur lífsins skilning öðlast senn. Vildi ég að alltaf yrðir við áhyggjurnar laus sem nú en allt fer hér á eina veginn: Í átt til foldar mjakast þú. Hvíl í friði, elsku Nonni minn. Helga. „It’s your quiet heart and your silence/As your teardrops stain my sheets./Let’s take a trip thro- ugh the wires./Your dream is gone you are free.“ (Kent) Sumardagur 1994 eða 5. Akraborgin og ferðinni er heit- ið á Staðarfellshátíð. Sakleysi og áhyggjuleysi, húmor og frelsi. Í loftinu liggja fyrirheit um bjarta framtíð og marga góða sumardaga. Svo hitti ég þig aftur mörgum, mörgum árum seinna. Þú varst þá búinn að heyja erf- iða baráttu við Bakkus bölkon- ung. Bakkus sem svo margir dýrka í andvaraleysi. Bakkus sem svíkur alltaf. Við settum á nokkur stefnumót og ég fékk að kynnast þér betur. Kjarnanum sem geymdi persónuleikann þinn. Áhugasamari og betri kokk en þig hef ég tæplega hitt um dag- ana. Þú töfraðir fram dýrindis rétti og gafst þér góðan tíma til að fá bestu mögulegu niðurstöðu. Húmorinn algjörlega einstak- ur. Hlæja og bulla var þér eig- inlegt. Þú gast sett hina drama- tískustu atburði í svo spaugilegt ljós að það var ekkert hægt að gera annað en að hlæja. Þú samdir ljóð í bundnu og óbundnu máli og hafðir greini- lega mikla hæfileika þar. Þekktir orðin og kunnir að fara með þau, snúa þeim á hvolf og sóttir á djúp mið. Þú deildir með mér hluta af sögunni þinni sem var erfið. Áföll og sorgir í barnæsku en á þinn einstaka hátt hófst þú þig yfir þyngslin með húmor. Þó var greinilega að á stundum sótti þetta á. Sorgin þín. Það var eitt sem þú gast aldrei hlegið að, það var þegar Arsenal gekk ekki vel. Þá varstu þungur og þegjandi. Svo skildu leiðir og ég hef hitt þig örfáum sinnum undanfarin ár. Síðast sá ég þig fyrir nokkrum dögum þar sem þú gekkst einn úti á Granda, í um- hverfi sem ég get séð þig fyrir mér ungan, frjálsan og hraustan mann að búa þig til sjóferðar. Ég sá þig tilsýndar og sá að af þér var dregið. Það flaug til mín að þú ættir ekki langt eftir. Værir um að bil að fara að legga upp í þína hinstu för og hugboðið var rétt. Nokkrum dögum seinna varstu allur. Fólk er mikilvægt. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast þér. Hvíldu í friði og guð blessi minningu þína. Ég votta dætrum þínum, systkinum og öðrum aðstandend- um samúð. Þín vinkona, Laufey. MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MARS 2015 ✝ Magnea Magn-úsdóttir fædd- ist í Reykjavík 21. september 1932. Hún lést á Land- spítalanum við Hringbraut 9. mars 2015. Foreldrar henn- ar voru Sveinsína Jónsdóttir, f. 12. mars 1900, d. 21. september 1932, og Magnús Guðmundur Guðbjarts- son, f. 17. mars 1899, d. 14. júní 1976. Systkini Magneu eru: Kristberg Magnússon, f. 20. mars 1927, d. 2003. Móðir Krist- bergs og fyrsta eiginkona Magn- úsar var Kristbjörg Sveinbjörns- dóttir, f. 1903, d. 1927. Eiginkona Kristbergs er Ragna Ágústsdóttir, f. 11. apríl 1928. Þór Gylfason, f. 1974, Egill Örn, f. 14. ágúst 1979, d. 9. okt. 1979, og Helga Björg, f. 1983. 5. september 1952 giftist Magnea Guðna Ólafssyni, f. 8. okt. 1924, d. 1. okt. 2011. For- eldrar hans voru Valgerður Anna Guðnadóttir, f. 1893, d. 1960, og Ólafur Jóhannsson, f. 1888, d. 1928. Bróðir Guðna var Páll Ólafsson, f. 1922, d. 2003. Eiginkona Páls er Ásgerður Jakobsdóttir, f. 1926. Þeirra synir eru Ólafur, f. 1953, og Gunnar, f. 1957. Fóstursonur Magneu og Guðna er Jakob Þór Haraldsson, f. 14. nóv. 1962. Sonur hans og Sigrúnar Birg- isdóttur er Birgir Sveinn, f. 6. apríl 1991. Magnea stundaði nám í Versl- unarskóla Íslands og í Hús- mæðraskólanum á Laugarvatni 1951-1952. Hún starfaði við ýmis verslunarstörf en lengst starfaði hún á vistheimilinu Tjaldanesi. Útför Magneu fer fram frá Lágafellskirkju í dag, 19. mars 2015, kl. 12. Jarðsett verður í Mosfellskirkjugarði. Þeirra börn eru El- ísabet María, f. 1953, Halldóra, f. 1954, og Magnús Guðbjartur, f. 1957. Elísabet Sigríður Magnúsdóttir, f. 30. ágúst 1940. Móðir Elísabetar og þriðja eiginkona Magnúsar var Sig- ríður Guðrún Ben- ónýsdóttir, f. 1915, d. 2005. Eiginmaður Elísabetar var Eysteinn Sigurðsson, f. 1939. Dætur þeirra eru Sigríður Erla, f. 1967, og Þóra Björk, f. 1975. Gylfi Þór Magnússon, f. 20. desember 1942, d. 1998, Gylfi og Elísabet voru sam- mæðra. Eiginkona hans var Sig- ríður Dóra Jóhannsdóttir, f. 1948. Þeirra börn eru Magnús Ég mun ávallt minnast með ást og hlýhug Neu og Guðna, í þessu lífi og því næsta. Þegar ég var 4 ára þá tóku þau mig í fóstur og gerðu allt sem í þeirra valdi stóð til að láta mér líða vel. Sú hlýja mótaði mann og þau sáu til þess að ég gat stundað allar þær íþróttir sem ég vildi í æsku, enda hafði Nea verið mikið í hlaupum fyrir KR á sínum yngri árum. Ég var sendur í sunnudagaskóla til að læra um „kærleika Guðs og hans lífsspeki“. Ég og Nea trúum bæði á Guð og líf eftir þetta líf, það sem við köllum sumarlandið góða. Þessi umhyggja og kærleik- ur sem þau innrættu manni sást sérstaklega vel í störfum Magneu uppi á Tjaldanesi. Henni þótti svo vænt um alla skjólstæðingana þar og ég veit það var gagnkvæmt. Á jólum elskaði hún og Guðni að gleðja ættingja og vini, á slíkum hátíðisstundum kom vel í ljós góðmennska þeirra og hlýja í garð ættingja. Flestum barna- börnunum fannst þau eiga ávallt auka afa og ömmu í þeim. Guð leggur vissulega á okkur öll furðulegar byrðar og mér fannst mjög ósanngjarnt mörg þau veik- indi sem á Neu voru lögð gegnum tíðina. Ég vona innilega að í næsta lífi fái Nea að upplifa meiri meðbyr og betri heilsu. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sigurðardóttir. Nea og Guðni eru af kynslóð fólks sem er heilsteypt, heiðar- legt, kærleiksríkt og traustvekj- andi í öllu sem þau tóku sér fyrir hendur. Þau áttu mikið af vinum, en fallegasta vináttan fannst mér ávallt í kringum þau ferðalög sem Nea og Guðni fóru innanlands með Kjartani og Margréti og svo með Rögnu og Kristberg, bróður Neu. Ekki má heldur gleyma hversu mikla áherslu Nea lagði á að ég færi í háskólanám og þau studdu vel við bakið á mér tengt minni menntun. Þú skilur eftir auðlegð þá sem enginn tekið fær. Ást í hjarta, blik á brá, og brosin silfurtær. Mesta auðinn eignast sá er öllum reynist kær. (G.Ö.) Ég verð einnig að koma inn á hversu mikill dýravinur hún Nea var. Fuglarnir sóttu í garðinn og þann mat sem Nea ítrekað bauð þeim upp á. Það voru svo ófáir kettirnir sem komu ítrekað í mat í garðinn þeirra í Lágholti og ófáar ánægjustundir tengdar köttun- um Tobba og Tobbu. Að vera dýravinur segir mikið um þá ein- staklinga sem hlúa að velferð dýra. Nea elskaði að láta gott af sér leiða, alls staðar þar sem hún gat komið því við! Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku Nea og Guðni, ykkar er og verður alltaf sárt saknað! Takk fyrir allar þær frábæru samverustundir sem ég upplifði með ykkur, og ég bið góðan Guð um að styrkja ættingja og ástvini ykkar í þeirri sorg sem við nú öll upplifum við fráfall Neu. Megi góðar vættir vaka yfir ykkar vel- ferð og velferð ættingja á þessum sorgartímum. Ég kveð þig með hlýhug og ástarkveðju. Hvíl í friði, elsku Nea mín – blessuð sé minning góðrar konu. Jakob Þór Haraldsson. Í minningarorðum þessum langar okkur að minnast Magneu Magnúsdóttur eða Neu frænku eins og við kölluðum hana alltaf en hún lést mánudaginn 9. mars sl. Hún var mikið skyld okkur, hálfsystir pabba og hún og mamma voru systradætur, það er varla hægt að hafa tengslin meiri. Guðni var skólafélagi pabba og vinur úr vélskólanum. Þau og for- eldrar okkar voru því mikil vin- ahjón og samgangurinn oft mikill. Nea á alveg sérstakan sess í hjarta okkar, sess sem varð til þegar við vorum lítil börn en Nea var okkur alltaf einstaklega góð. Hún var því uppáhaldsfrænka okkar. Nea var alltaf einstaklega kát og skemmtileg enda eigum við engar minningar um hana öðru- vísi en bjartar og kátar. Fyrstu minningarnar eru frá Nökkva- vogi, svo Háaleitisbrautinni og svo síðast úr Mosfellsbænum. Þessar minningar eru flestar tengdar veislum sem hún og Guðni héldu. Þau höfðu gaman að því að halda veislur og Nea var snillingur í eldhúsinu. Þegar við krakkarnir áttum að fara í heim- sókn til Neu og Guðna þá var mikill spenningur í okkur því við vissum að það yrði gaman. Nea alltaf svo góð við okkur og Guðni svo duglegur að sprella með okk- ur. Það skemmdi svo ekki fyrir að fá fullt af útlensku gotti sem Guðni hafði keypti í siglingum sínum erlendis. Sérstaklega eru minnisstæð nokkur gamlárskvöld á Háaleitisbrautinni. Þessi kvöld voru ævintýri því Guðni átti alltaf skotelda og kínverja sem ekki var nú auðvelt að fá á þeim tíma. Nea og Guðni eignuðust ekki börn sem var þeim þungbært en þau tóku Jakob Þór Haraldsson að sér sem fósturson. Nea var mikill dýravinur og voru þar kettir í sérstöku uppá- haldi hjá henni, enda var lengst af köttur á heimilinu. Hétu þeir ým- ist Tobba eða Tobbi, síðasti Tobb- inn var sérstaklega eftirminnileg- ur enda var hann sérlega stór og vel alinn. Það var því mikil sorg þegar þau fluttu í Hlaðhamra og gátu ekki tekið Tobba með. Þegar þau bjuggu í Lágholtinu var Nea einnig dugleg að gefa villiköttun- um að éta og alltaf með skál með mat í úti í garði og inni í þvotta- húsi. Hún hafði mjög gaman af því að fylgjast með þeim. Nea vann ýmis störf um ævina. Fyrri partinn voru það mest verslunarstörf en síðustu starfs- árin vann hún í Tjaldanesi sem var vistheimili fyrir fatlaða menn. Sú vinna gaf henni mikið og henni þótti mjög vænt um drengina sína enda skein umhyggjan úr andliti hennar þegar hún talaði um þá. Síðustu árin bjuggu Nea og Guðni í þjónustuíbúð við Hlað- hamra. Þar leið þeim vel og kynntust mörgu góðu fólki. Sér- staklega ber að nefna þau Eyvind og Sigurínu. Þegar heilsu Neu og Guðna tók að hraka voru þau hjónin sérstaklega umhyggjusöm og hjálpleg. Erum við þeim mjög þakklát fyrir það. Nú er komið að leiðarlokum, Nea og Guðni bæði gengin á vit feðra sinna en hjá okkur systk- inunum sitja bara góðar og ljúfar minningar um þau heiðurshjón sem alla tíð reyndust okkur vel. Elísabet, Halldóra og Magnús Kristbergsbörn. Til minningar um Magneu Magnúsdóttur, frænku mína og nöfnu, langar mig til að skrifa nokkur orð. Hún Nea frænka, eins og við kölluðum hana, var einstök. Það var alltaf toppurinn að fara í heimsókn til Neu og Guðna í Lágholtið. Húsið þeirra í Lágholtinu var eins og höll fyrir forvitna krakka og endalaust hægt að leika sér í feluleik. Nea og Guðni bjuggu alltaf í Mos- fellsbæ eftir að ég fæddist og tengdist sá bær við heimsóknir til þeirra. Það var bara farið í Mosó í heimsókn til Neu og Guðna og í hvert sinn sem ég keyri í gegnum bæinn vakna upp ótal góðar minningar úr Lágholtinu. Nea var alltaf mikill dýravinur. Hún spurði alltaf hvað væri að frétta af kisu eða voffa og gleymdi aldrei að biðja mann um að klappa þeim fallega frá sér. Í Lágholtinu var hún fræg meðal kattanna í hverfinu enda var hún alltaf með fullan matardall handa þeim sem þeir gátu gætt sér á þegar þeim hentaði. Sjálf áttu Nea og Guðni marga ketti í gegn- um ævina, ýmist Tobba eða Tobbu. Seinasti Tobbinn var eini kötturinn sem ég man eftir og er erfitt að gleyma honum. Hann var stór, mikill og yfirvegaður og hreyfði sig hægt yfir en var snöggur að láta sig hverfa þegar honum fannst vera komið nóg. Því miður gátu þau ekki tekið hann með sér í Hlaðhamrana og var mikil sorg að sjá á eftir hon- um. Ég á margar góðar minning- ar með Neu frænku í Dýragarð- inum í Slakka þar sem ófáum mínútum var eytt í að klappa kettlingunum en þaðan höfðu þau einmitt fengið hann Tobba sinn. Að alast upp í kringum svona mikinn dýravin er ómetanlegt og kenndi mér svo margt. Ég er ekki frá því að dýraunnandinn í mér komi beint frá henni Neu. Elsku Nea, takk fyrir allar ógleymanlegu stundirnar, ég geymi þær í hjarta mínu. Mikið er gott að hugsa til þess að þið Guðni séuð aftur sameinuð, eflaust með kisurnar ykkar líka. Þín frænka og nafna, Magnea Magnúsdóttir. Kær vinkona Magnea Magnús- dóttir er fallin frá. Þegar hugsað er til baka yfir farinn veg er margs að minnast. Vinátta okkar hjóna við Magneu og Guðna eig- inmann hennar endurnýjaðist þegar við hjónin fluttum til Reykjavíkur, nokkrum árum fyr- ir gos. Þegar Guðni, eiginmaður Magneu, hætti til sjós, fórum við hjónin að ferðast með þeim um landið og inn á hálendið að sum- arlagi. Fórum við allmargar slík- ar ferðir og höfðum mikla ánægju af. Við undirbjuggum ferðirnar okkar vel, karlarnir sáu um að allt væri í lagi með bílinn og konurnar sáum um nestið. Eitt sinn þegar átti að fara að elda kvöldmatinn kom í ljós að ekkert vatn hafði verið tekið með í ferðina. Nóg var af kaffi með í ferðinni svo pulsu- pakkinn fór í plastinu ofan í sjóð- heitt kaffið í pottinum og voru þær eldaðar þannig. Þær brögð- uðust ágætlega og var hent gam- an að þessu næstu daga. Magnea var góður félagi, glöð og brosmild og gott var að ferðast með þeim hjónum. Eftir að þau fluttu úr Lágholtinu fór heilsu Guðna að hraka og minna varð um lengri ferðir. Síðasta ferðin okkar var til Eyja að rifja upp gamla tíma og minningar, skoða nýja hraunið og breytinguna sem hafði orðið á eyjunni okkar eftir gos. Magnea og Guðni áttu fallegan garð við húsið sitt og nutu þess að vinna í honum. Blóm, kartöflur og annað grænmeti óx vel, rifsberin þroskuðust og rabarbarinn spratt. Allt var þetta nýtt til heimilisins. Magnea var lista- kokkur og hafði hún gaman af að búa til góðan mat og bjóða til sín gestum. Það var alltaf mjög ánægjulegt að heimsækja þau hjónin sem voru gestrisin með af- brigðum. Á aðventunni bökuðum við saman laufabrauð og naut hún þess að færa vinum og kunningj- um þann glaðning fyrir jólin. Magnea naut þess að gefa og gleðja aðra. Magnea hafði mikla ánægju af dýrum og þá sérstaklega fuglum og köttum. Hún gleymdi ekki að fóðra smáfuglana á veturna og kattamaturinn var ekki sparaður því ævinlega var köttur á heim- ilinu, ýmist Tobbi eða Tobba eftir atvikum. Einn Tobbinn eignaðist kærustu sem honum fannst hann verða að kynna fyrir Magneu og Guðna og var þá kærastan kett- lingafull. Hann kom svo aftur með hana í heimsókn þegar kett- lingarnir voru fæddir og fengu þá Magnea og Guðni að sjá afkvæm- in. Þessi litla saga af Tobba sýnir hvaða hug kötturinn bar til þeirra og það atlæti sem þau sýndu þessum vinum sínum. Magnea bar með sér hlýju sem allir fundu, sem henni kynntust og hún bar mikla virðingu fyrir öllu lífi. Síðustu starfsár sín vann hún á Tjaldanesi í Mosfellsdal, þar sem rekið var heimili fyrir fatlaða drengi. Henni þótti ákaflega vænt um þessa vini sína og naut þess að starfa í þeirra þágu. Að lokum viljum við þakka Magneu fyrir vináttu og tryggð til margra ára og óskum henni guðsblessunar. Margrét og Kjartan. Magnea S. Magnúsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.