Morgunblaðið - 19.03.2015, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.03.2015, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MARS 2015 Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is Þú finnur bílinn á bilo.is Skráðu bílinn á bilo.is PÁSKALEIKUR Deila, líka og kvitta á facebook RÚV fer ekki með samningsumboðið í deilunni, heldur er það í höndum Samtaka atvinnulífsins. „Við róum að því öllum árum að leysa þetta mál með farsælum hætti. Það sem steytir á er að RSÍ fer fram á sér- kjarasamning en stefna RÚV hefur verið að fylgja SA í heildarsamningum og gera svo sérsamninga sem snúa að réttindum og skyldum viðkomandi hóps,“ segir Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri. Í fyrradag lagði SA fram tilboð sem Magnús telur að mæti helstu efnislegu sjónarmiðum. Verða útsendingar hjá RÚV ef af verkfallinu verður? „Ef til verkfalls kæmi er ljóst að það myndi hafa mikil áhrif. Hins vegar er ég bjartsýnn á að það takist að leysa þetta áður en til þess kemur, enda liggur metnaður okkar í að leiða þetta farsællega til lykta.“ Hefði mikil áhrif SAMTÖK ATVINNULÍFSINS FARA MEÐ SAMNINGSUMBOÐIÐ Magnús Geir Þórðarson Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Verði af boðuðum vinnustöðvunum þeirra félagsmanna Rafiðnaðar- sambandsins sem starfa hjá RÚV gæti stór hluti út- sendinga í sjón- varpi og útvarpi fallið niður. Krafa RSÍ er að gerður verði sérkjara- samningur fyrir þeirra hönd, nú séu réttindi starfsmanna mis- munandi og fari eftir því hvort þeir hófu störf fyrir eða eftir að RÚV var gert að hlutafélagi. 55 félagsmenn í Félagi íslenskra rafvirkja, Félagi rafeindavirkja og Félagi tæknifólks í rafiðnaði sem eru félög innan vébanda RSÍ, starfa hjá RÚV við ýmis tæknistörf, m.a. við útsendingar dagskrár, hljóðvinnslu og upptökur. Í fyrradag lauk at- kvæðagreiðslu þeirra um boðun vinnustöðvunar og af þessum 55 sögðu 44 eða 95,7% já. Því verður gripið til vinnustöðvunar hjá RÚV náist samningar ekki fyrir 26. mars. Mismunandi réttindi Fyrsta vinnustöðvunin mun standa frá kl 6:00 fimmtudaginn 26. mars til kl 6:00 mánudaginn 30. mars. Sú næsta er fyrirhuguð frá kl 6:00 23. apríl til kl 6:00 13. apríl. Fimmtudaginn 23. apríl kl 6:00 skal leggja niður störf ótímabundið. „Krafan er að þessir starfsmenn fái gerðan sérkjarasamning sem tek- ur á réttindum og skyldum þeirra starfa sem þeir sinna,“ segir Krist- ján Þórður Snæbjarnarson, formað- ur RSÍ. „Þegar RÚV var ríkisfyr- irtæki voru þeir á ríkiskjarasamn- ingum. Þegar RÚV varð hlutafélag var það krafa Samtaka atvinnulífsins að þeir færu á samninga RSÍ/SA. Þeir starfsmenn sem voru fyrir héldu réttindum sínum en síðan hafa bæst við starfsmenn og þeir eru með önnur réttindi. Það er grundvallarat- riðið að fólk sem vinnur sömu störf hlið við hlið sé með sömu réttindi, kjör og skyldur.“ Að sögn Kristjáns er m.a. um að ræða veikinda- og orlofsrétt, vakta- fyrirkomulag, uppsagnarfrest og vaktaálag. „Stóri punkturinn er skil- greiningar á störfunum. Margir tæknimenn eru t.d. ekki skilgreindir í almenna kjarasamningnum, það þarf að skilgreina stöðu manna í launatöflum.“ Hafa lítið rætt laun Snúast kröfurnar eingöngu um réttindi, ekkert um launagreiðslur? „Við erum fyrst og fremst að ræða réttindapakkann á þessu stigi, við erum ekki farin að ræða launapakk- ann svo neinu nemi, það verður rætt um það síðar í ferlinu.“ Næsti fundur í deilunni hefur ekki verið boðaður, en Kristján segir lík- legt að svo verði innan skamms, því stutt sé í boðaðar aðgerðir. Hann segir stjórnendur RÚV hafa rætt við trúnaðar- og samningamenn RSÍ og ekki sé annað að heyra en að vilji sé til að leysa deiluna áður en til verk- falla kemur. „Hins vegar hafa þeir ekki lagt neitt fram sem gæti leyst málið. En það er ljóst að ef af þessu verður, þá verður lítið um útsend- ingar frá RÚV“ Verður stilli- myndin í sjón- varpinu 26. mars?  Rafiðnaðarmenn hjá RÚV boða fjög- urra daga vinnustöðvun í næstu viku Kristján Þórður Snæbjarnarson SKÁK Helgi Ólafsson helol@simnet.is Hollendingurinn Erwin L’Ami sigr- aði á Reykjavíkurskákmótinu sem lauk í Hörpu í gær, hlaut 8 ½ vinning af 10 mögulegum. Hann hafði tryggt sér sigurinn fyrir umferðina í gær en tapaði þá nokkuð óvænt með hvítu fyrir sigurvegaranum frá Reykjavík- urmótinu 2013, Úkraínumanninum Pavel Eljanov sem varð varð í 2. – 3. sæti ásamt Frakkanum Fabien Lib- iszewski. Þeir hlutu báðir 8 vinninga. Íslensku skákmennirnir náðu ekki að blanda sér í baráttuna um efsta sætið en flesta vinninga hlutu þeir Henrik Danielsen, sem vann David Navara glæsilega í lokaumferðinni, og Hannes Hlífar Stefánsson sem vann án taflmennsku þar sem and- stæðingur hans, rúmenska skákkon- an Christina Foisor gat ekki mætt til leiks vegna breytingar á ferðáætlun. Þeir hlutu báðir 7 ½ vinninga og urðu í 4.–14. sæti. Hannes raðast í 11. sæti og Henrik í 12. sæti. Það er nánast hefð fyrir því í sögu Reykjavíkurmótanna að við eigum a.m.k. einn keppanda sem er í færum um að berjast um sigurinn og Hann- es Hlífar hefur ekki látið sitt eftir liggja á því sviði og hefur fimm sinn- um orðið efstur einn eða með öðrum. En þegar nokkrar umferðir voru eft- ir af mótinu var útséð um að nokkur okkar manna ætti möguleika á sigri. Fyrirfram mátti ætla að Hannes Hlífar og Hjörvar Steinn ættu bestu möguleikana á toppsæti. Misráðin ákvörðun Það reyndist hinsvegar misráðin ákvörðun hjá þeim báðum að taka ½ vinnings yfirsetu. Þeir virtust báðir gleyma því að þetta Reykjavíkur- skákmót með tíu umferðum og tæp- lega 300 þátttakendum er meira í ætt við spretthlaup en langhlaup og hvíld er einfaldlega ekki í boði ætli menn sér að vinna mótið. Mótshaldið sem kalla mætti skákhátíð var skákhreyfingunni til mikils sóma og lögðu fjölmargir hönd á plóg. Hliðarviðburðir á borð við „barna-blitz“, knattspyrnukeppni og „pub-quiz“ lífguðu heilmikið uppá mótshaldið, einnig koma heims- meistarans Magnúsar Carlsen sem ásamt landa sínum Jon Ludwig Hammer færði spurningakeppnina vinsælu upp á nýtt plan. Þá heimsótti Kirsan Iljumzhinov, forseti FIDE, Ísland í fyrsta sinn, einnig Zurab Azmaparashvili, forseti evrópska skáksambandins, en þeir áttu báðir brýnt erindi vegna Evr- ópukeppni landsliða sem fram fer í Reykjavík í nóvember á þessu ári. Fagmannlega var staðið að streymis-útsendingum sem voru í höndum Ingvars Jóhannessonar og vinkonu okkar frá Luxemburg, Fionu Stein-Atoni. Nýr aðalmagni Reykjavíkurmótsins fjárfesting- arfyrirtækið Gamma vann vel með mótshaldaranum og einn forsprakki þess, Agnar Tómas Möller, tók sjálf- ur þátt í mótinu og stóð sig vel. Einn aðalkosturinn við þetta form Reykjavíkurmótsins er að fjölmargir ungir skákmenn öðlast mikilsverða reynslu og margir hækkuðu duglega að stigum. Topp fimm lítur svona út: 1. Óskar Víkingur Davíðsson 150 stig, 2. Hilmir Freyr Heimissson 112 stig, 3. Heimir Páll Ragnarsson 103 stig, 4. Veronika Steinunn Magn- úsdóttir 86 stig, 5. Oliver Aron Jó- hannesson 82 stig. Hvað varðar góða frammistöðu annarra keppenda má nefna að Ás- kell Örn Kárason hlaut 6 ½ vinning og ungu mennirnir i Skákfélagi Ak- ureyrar, Símon Þórhallsson og Jón Kristinn Þorgeirsson, áttu báðir gott mót og hækkuðu einnig myndarlega að stigum. Hinn 17 ára gamli Oliver Aron Jó- hannesson átti frábært mót, hlaut 7 vinninga eins og Hjörvar Steinn Grétarsson og urðu þeir í 15. – 31. sæti. Oliver gerði sér lítið fyrir og vann fjórar síðustu skákir sínar og í næst síðustu umferð lagði hann þekktan sænskan stórmeistara. Reykjavíkurskákmótið 2015; 9. umferð: Oliver Aron Jóhannesson – Ralf Åkesson Sikileyjarvörn 1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 a6 5. Bd3 Bc5 6. Rb3 Be7 7. Dg4 g6 8. De2 d6 9. O-O Rd7 10. c4 b6 11. Rc3 Bb7 12. f4 Dc7 13. Bd2 Rgf6 14. Hae1 h5 15. Rd4 Hc8 16. e5?! Vafasamur leikur sem lukkast vel. Mun betra er 16. Kh1 eða 16. b4. 16. ...dxe5 17. fxe5 Bc5? Það er fuðurlegt að svartur skuli ekki nýta sér helstu kosti þess að hafa leikið 14. ... h5. Eftir 14. ... Rg4! riðar e5-peðið til falls og fórnir á g6 eða e6 ganga ekki upp. 18. exf6 Bxd4+ 19. Kh1 Rxf6 Og hér var betra að hrókera stutt. 20. Bxg6! Dxc4 Ekki gengur 20. ... fxe6 21. Dxe6+ Kf8 22. Hxf6+ Bxf6 23. Dxf6+ Kg8 24. He7 og vinnur. 21. Dxc4 Hxc4 22. Hxe6+! Kd7 23. Bxf7 Hc6 24. He2 Hh7 25. Bg6! Hg7 26. Bf5+ Kd8 27. Bh6! Biskuparnir fara hamförum. 27. ... He7 28. Hd2 Hc4 29. Re2! – og Åkesson gafst upp. Morgunblaðið/Eggert Skákhátíð Reykjavíkurskákmótið þótti takast vel og vera skákhreyfing- unni til sóma. Margir lögðu hönd á plóg og hliðarviðburðir lífguðu upp á. Öruggur sigur þrátt fyrir óvænt tap  Hollendingurinn Erwin L’Ami einn í efsta sæti  Margir ungir íslenskir skákmenn hækkuðu verulega að stigum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.