Morgunblaðið - 19.03.2015, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 19.03.2015, Blaðsíða 41
MENNING 41 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MARS 2015 Bítillinn Paul McCartney mun vígja vin sinn og Bítil, Ringo Starr, inn í Frægðarhöll rokksins, Rock and Roll Hall of Fame, 18. apríl nk. Ringo verður þar með síðastur Bítl- anna til að vera innlimaður í hirðina. Bítlarnir eru að sjálfsögðu í Frægð- arhöll rokksins og þeir John, Paul og George einnig hver um sig. Ringo segir í samtali við tímaritið Rolling Stone að það sé viðurkenn- ing á listsköpun hans að hljóta inn- göngu í höllina. „Og það þýðir að loksins erum við allir fjórir í Frægð- arhöll rokksins þó að við séum stærsta poppsveit landsins,“ segir Ringo, gamansamur sem fyrr. Hljómsveitin Green Day verður innlimuð 18. apríl sem og Lou heit- inn Reed og Bill Withers. Eagle Joe Walsh mun leika lög eftir Ringo á vígsluhátíðinni og John Legend fær það verkefni að leika tónlist With- ers. Ekki er vitað hvort Withers muni taka lagið en hann sagði skilið við tónlistarbransann fyrir 30 árum. Patti Smith mun sjá um vígslu Reed sem lést árið 2013 og tónlistar- maðurinn Beck fær þann heiður að leika tónlist Velvet Underground, hljómsveitarinnar sem Reed stofn- aði með John Cale árið 1964. Til við- bótar við fyrrnefnda fá inngöngu í höllina Stevie Ray Vaughan, Paul Butterfield Blues Band og The „5“ Royales. Paul vígir Ringo inn í höllina EPA Loksins Ringo Starr fer síðastur Bítlanna inn í Frægðarhöll rokksins. Rithöfundurinn Ófeigur Sigurðsson ræðir um bók sína, Öræfi, sem hreppti Íslensku bókmenntaverð- launin 2014 í stofu 101 í Odda í dag kl. 12. Erindi hans er hluti af fyrir- lestraröðinni „Hvernig verður bók til?“ „Ófeigur er með yngri verð- launahöfum, fæddur 1975. Fyrsta bók hans, Skál fyrir skammdeginu, kom út árið 2001. Áður en skáld- sagan Öræfi kom út hafði hann vak- ið einna mesta athygli fyrir bókina Skáldsaga um Jón & hans rituðu bréf til barnshafandi konu sinnar þá hann dvaldi í helli yfir vetur & undirbjó komu hennar & nýrra tíma. Fyrir hana hreppti Ófeigur Bókmenntaverð- laun Evrópusam- bandsins,“ segir m.a. í tilkynn- ingu. Fyrirlestra- röðin „Hvernig verður bók til?“ er á vegum námsgreinar í ritlist og Bók- mennta- og list- fræðastofnunar Háskóla Íslands. Þar hafa margir af virtustu höf- undum þjóðarinnar rætt um ritverk sín á undanförnum árum. Aðgangur ókeypis og eru allir velkomnir. Ófeigur ræðir um tilurð Öræfa Ófeigur Sigurðsson Fyrstu tónleikar Bjarkar Guð- mundsdóttur í Evrópu vegna út- gáfu nýjustu breiðskífu hennar Vul- nicura verða haldnir í Manchester á Englandi, á listahátíðinni Man- chester International Festival, MIF, 5. júlí nk. í Castlefield Arena. Björk hélt fyrstu Biophiliu-tónleika sína á sömu hátíð í Manchester árið 2011. Í frétt á vef Útflutningsmið- stöðvar íslenskrar tónlistar segir að fleiri tónlistarmenn muni koma fram með Björk á tónleikunum 5. júlí og að greint verði síðar frá því hverjir þeir eru. Líklegt sé að Arca, framleiðandinn sem vann með Björk að Vulnicura, komi fram með henni en hann heldur tónleika á há- tíðinni kvöldið áður. Björk hélt aðra tónleika sína af sjö fyrirhug- uðum í New York í gærkvöldi en eins og alkunna er stendur nú yfir viðamikil sýning í Nútímalistasafn- inu þar í borg, MoMA, um feril hennar og listsköpun. Björk heldur Vulnicura-tónleika á MIF Einstök Björk á umslagi Vulnicura. Upplýst var í gær að þau þrjú verk- efni sem keppa um Eyrarrósina í ár eru Frystiklefinn, Listasafn Árnes- inga og Sköpunarmiðstöðin Stöðv- arfirði. Hvert þeirra hlýtur flug- miða frá Flugfélagi Íslands og peningaverðlaun. Það kemur síðan í ljós við hátíðlega athöfn á Ísafirði hinn 4. apríl nk. hvert þeirra stend- ur uppi sem Eyrarrósarhafi 2015 og fær í verðlaun 1.650.000 krónur, en Dorrit Moussaieff forsetafrú er verndari verðlaunanna og afhendir þau. „Frystiklefinn í Rifi er menning- armiðstöð og listamannaaðsetur þar sem haldnir eru menningar- og sögutengdir viðburðir allt árið um kring. Markmið Frystiklefans er að stuðla að auknu framboði og fjöl- breytni í menningarlífi á Vestur- landi, auka þátttöku bæjarbúa og gesta í menningar- og listviðburð- um og að varðveita, nýta og miðla sagnaarfi Snæfellinga,“ segir m.a. í kynningartexta frá skipuleggj- endum verðlaunanna. „Í Listasafni Árnesinga fer fram metnaðarfullt sýningarhald. Að jafnaði eru settar upp fjórar til sex sýningar á ári. Áherslan í sýning- arhaldi og meginmarkmið safnsins er að efla áhuga, þekkingu og skiln- ing á sjónlistum með sýningum, fræðslu, umræðu og öðrum uppá- komum sem samræmast kröfu safnsins um metnað, fagmennsku og nýsköpun. Árið 2011 var farið af stað með Sköpunarmiðstöð á Stöðvarfirði. Hugmyndafræði miðstöðvarinnar byggist á sjálfbærni og að nýta samlegðaráhrif skapandi ein- staklinga og verkstæða. Með því skapast aðstæður þar sem þekking- armiðlun og samvinna á sér stað milli greina með tilheyrandi ný- sköpun með það að markmiði að til verði áhugaverð störf skapandi greina.“ Tilnefningar til Eyrar- rósarinnar kynntar Morgunblaðið/Eggert Verndari Dorrit Moussaieff. Tveir fyrir- lestrar í fyrir- lestraröð Mið- aldastofu Háskóla Íslands um landnám Ís- lands verða haldnir í dag kl. 16.30 í stofu 101 í Odda. Þorsteinn Vil- hjálmsson, pró- fessor emeritus í eðlisfræði og vís- indasögu við HÍ, fjallar um siglingatækni landnámsmanna. „Fornleifar sýna forvitnilegar breytingar í gerð skipa á víkinga- tímanum og sú breyting virðist hafa orðið á sama tíma og norræn- ir menn tóku að nema lönd á Ís- landi og víðar við Norður- Atlantshafið,“ segir um fyrir- lestur hans í til- kynningu. Anders Gade Jensen, sagn- fræðingur frá Árósaháskóla, ræðir um Land- námabók og set- ur hana í samhengi við söguritun annars staðar í Evrópu. Fjallað verður um Landnámubókargerð- ina í Hauksbók í ljósi þeirrar heimsmyndar sem birtist í efni Hauksbókar og eins verður Land- námabók borin saman við sam- bærileg rit á meginlandinu. Fyrirlestrar um landnám Íslands Anders Gade Jensen Þorsteinn Vilhjálmsson ÍSLENSKUR TEXTI Besta leikkona í aðalhlutverki NÝ STUTTMYND VERÐUR SÝND Á UNDAN ÓDÝRT KL. 5:25 800 KR. BARNAVERÐ FYRIR ALLA Sími: 553-2075 www.laugarasbio.is SÝNINGARTÍMA MÁ NÁLGAST Á LAUGARASBIO.IS, MIDI.IS OG EINNIG Á SÍÐUNNI HÉR VIÐ HLIÐINA Á - bara lúxus Ecco Biom Golf Hybrid Stærðir: 40-47 Verð áður: 29.995 Verð nú: 17.997 Ecco Biom Golf Hybrid Stærðir: 36-42 Verð áður: 29.995 Verð nú: 17.997 Ecco Street Evo Stærðir: 36-41 Verð áður: 24.995 Verð nú: 14.997 Ecco Street Evo Stærðir: 39-47 Verð áður: 26.995 Verð nú: 16.197 Markaður Smáratorgi Smáratorgi, Kópavogi Opið alla daga frá 11-18 Laugardaga: 11-18 Sunnudaga: 12-18 Outlet Grafarholti Vínlandsleið 6, Grafarholti Opið virka daga: 11-18 Laugardaga: 11-16 Sunnudaga: 13-17 GOLFDAGAR fimmtudag - sunnudags 40% afsláttur af öllum golfskóm

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.