Morgunblaðið - 19.03.2015, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 19.03.2015, Qupperneq 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MARS 2015 TWIN LIGHT GARDÍNUR Betri birtustjórnun MEIRA ÚRVAL MEIRI GÆÐI ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA EFTIR MÁLI Sendum frítt hvert á land sem er gegn staðgreiðslu Hringdu og bókaðu tíma í máltöku Álnabær Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta. Síðumúla 32, Reykjavík. Sími: 588 5900 ▪ Tjarnargötu 17, Keflavík. Sími: 421 2061 Glerárgötu 32, Akureyri. Sími: 462 5900 ▪ alnabaer.is ▪ Opnunartími: mán.-fös. 11-18 SVIÐSLJÓS Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Ábendingum um holur í gatnakerfi höfuðborgarsvæðisins, og tjón af völdum þeirra, hefur rignt inn til sveitarfélaganna, Vegagerðarinnar og tryggingarfélaga síðustu daga og vikur. Starfsmenn sveitarfélaga, verktaka og Vegagerðarinnar hafa vart undan að fylla í holurnar til bráðabirgða. Skipta þessar tilkynn- ingar orðið hundruðum og eru frá áramótum orðnar langtum fleiri en allt síðasta ár. Eftir óveðrið um síðustu helgi hef- ur gefist færi á að fara í holufyllingar af krafti. Eins og fram kom í Morg- unblaðinu á þriðjudag afgreiddi Hlaðbær-Colas rúm 60 tonn af við- gerðarmalbiki á mánudeginum og síðan þá hafa yfir 50 tonn bæst við. Er þá framleiðsla annarra malbik- unarfyrirtækja ótalin. Ekki séð það verra í borginni Ísak Möller, rekstrarstjóri hverfa- stöðvar Reykjavíkurborgar í Jafna- seli í Breiðholti, segist í samtali við Morgunblaðið líklega aldrei hafa séð jafnslæmt ástand á götum borgar- innar og nú. Er hann þó búinn að vinna hjá borginni í rúm 40 ár. „Við erum á ferðinni frá morgni til kvölds og mestur okkar tími fer núna í að gera við holurnar, það er efst á forgangslistanum. Um leið og við fáum tilkyningu um slæmar hol- ur eða sjáum þær þá fyllum við í þær. Það kemur fyrir að við þurfum að setja aftur og aftur í sömu hol- urnar. Þetta byrjar kannski með einni holu en síðan bætast fleiri við á sama stað. Allt eru þetta bráða- birgðaviðgerðir, um leið og veður leyfir í vor verður farið í endurnýjun á klæðningum,“ segir Ísak. Viðhald á gatnakerfinu hefur sem kunnugt er verið takmarkað eftir hrun en umhleypingar og ótíð í vetur hafa ekki bætt þar úr. „Frost og þíða til skiptis er það versta. Bleytan kemst ofan í sprungurnar, frýs þar og sprengir upp bikið,“ segir Ísak. Jóhann Skúlason í þjónustustöð Vegagerðarinnar í Hafnarfirði hefur svipaða sögu að segja og Ísak. Ótíðin sé búin að fara illa með vegina í vet- ur. Vegagerðin og verktakar á þeirra vegum hafi vart undan við að fylla í holurnar. Tíðarfarið hafi verið með þeim hætti að fara þurfi aftur og aftur með efni í sömu holurnar, sem menn kalla orðið sín á milli skaðræðisholur. „Við fáum til okkar fjölda tilkynninga frá vegfarendum, lögreglu og sveitarfélögunum og för- um út til viðgerða um leið og við get- um. Þessar tilkynningar skipta orðið hundruðum,“ segir Jóhann. G. Pétur Matthíasson, upplýsinga- fulltrúi Vegagerðarinnar, segir tíð- arfarið hafa komið í veg fyrir að farið yrði strax í miklar viðgerðir. Skoðað verði hvort malbikið til þessa hafi verið nægjanlega vatnshelt en meg- inástæðan fyrir ástandi slitlagsins sé þó að viðhaldinu hafi sökum fjár- skorts ekki verið sinnt sem skyldi og ódýrari leiðir verið farnar. Vegagerðin fær 850 milljónir króna til viðbótar í viðhald vega á þessu ári. Fyrstu útboð hafa þegar farið fram vegna viðgerða. Þannig voru opnuð nokkur tilboð sl. þriðju- dag í viðgerðir, klæðningar og blett- anir á slitlagi á Suður-, Austur- og Norðursvæði. Meðal þessara útboða voru viðgerðir til næstu tveggja ára á malbikuðum slitlögum á Suður- svæði. Af tveimur tilboðum átti Hlaðbær-Colas lægra boð, tæpar 80 milljónir, sem var 23% yfir áætlun Vegagerðarinnar. Sjóvá hefur miklar áhyggjur Sem fyrr segir hefur fjöldi öku- manna orðið fyrir tjóni vegna ástands gatnakerfisins. Dekk hafa sprungið og felgur beyglast við að fara ofan í djúpar og hvassar holur. Dæmi um þetta mátti lesa á mbl.is í fyrrakvöld, af ökumanni sem var á ferð sl. mánudag yfir brúna á mótum Snorrabrautar og Bústaðavegar, yf- ir Miklubraut. Þar voru komnar stórar holur og sprungu tvö dekk sömum megin á bíl viðkomandi öku- manns. Yfirleitt sitja ökumenn uppi með tjónið og fæst það ekki bætt nema að gáleysi sannist á veghaldarann, t.d. Vegagerðina eða borgina, þ.e. að hann hafi ekki sinnt viðgerð á holu sem hann vissi um eða hafði fengið tilkynningu um. Vegagerðin, Reykjavíkurborg og Hafnarfjörður eru með frjálsa ábyrgðartryggingu hjá Sjóvá. Auður Daníelsdóttir, framkvæmdastjóri tjónasviðs Sjóvár, segir fjölda tjóna af þessu tagi vera á annað hundraðið það sem af er árinu og Sjóvá hafi af þessu miklar áhyggjur. „Veghaldari ber samkvæmt vega- lögum ábyrgð á tjóni sem hlýst á vegum, ef rekja má tjónið til gáleysis við veghaldið og sannað er að vegfar- andi hafi sýnt af sér eðlilega var- kárni. Hafi veghaldari eða starfs- maður hans ekki vitneskju um hættuásand á þeim stað sem tjón varð, og þar með ekki náð að bregð- ast við aðstæðum, ber hann almennt ekki ábyrgð á tjóninu. Veghaldari, eins og Vegagerðin, Reykjavíkur- borg eða aðrir, ber því ekki hlutlæga ábyrgð án sakar á öllum götum í sinni umsjá samkvæmt vegalögum. Þó að við hjá Sjóvá vildum glöð bæta öll þessi holutjón þá eru þau einfald- lega ekki öll bótaskyld úr þeirri tryggingu sem Vegagerðin og borg- in eru með hjá okkur,“ segir Auður. Hún segir félagið setja sig í sam- band við Vegagerðina eða borgina um leið og tjónstilkynning berist. Af- staða til bótaskyldu grundvallist al- farið á þeim upplýsingum sem félag- ið fær í hendur. VÍS tryggir Kópavogsbæ og Garðabæ og frá áramótum hafa að- eins 8 tilkyningar borist þangað um tjón af völdum hola í götum. Morgunblaðið/Golli Viðgerðir Á sama stað í miðbænum og starfsmenn borgarinnar voru að fylla í holur sl. mánudag, og birt var mynd af á forsíðu Morgunblaðsins, voru starfsmenn Fagverks mættir í gær til frekari viðgerða á Tryggvagötu. Holutjónin skipta hundruðum  Ábendingum rignir inn um holur í gatnakerfinu og tjón af þeirra völdum  Tíðarfarið í vetur hef- ur gert mönnum erfitt fyrir  Fylla aftur og aftur í sömu „skaðræðisholurnar“  Sanna þarf gáleysi Sprungið Tvö dekk sprungu á bíl sem ekið var ofan í stórar holur á brúnni yfir Miklubraut, á mótum Snorrabrautar og Bústaðavegar, sl. mánudag. Meira í viðhaldið » Vegagerðin fékk 850 millj- óna króna viðbót í viðhald vega á þessu ári. » Reykjavíkurborg áætlar að verja 690 milljónum króna í viðhald gatnakerfisins í ár. Þar af er 150 milljóna króna viðbót sem borgarráð samþykkti ný- verið. » Síðan þá hafa enn frekari skemmdir komið í ljós á götum borgarinnar og líklegt að verja þurfi enn meiri fjármunum í viðhaldið. Íslandsmeistara- mótið í 10 döns- um fer fram í Laugardalshöll. Meistarar verða þau pör sem ná bestum saman- lögðum árangri, í fimm latín döns- um (samba, cha cha cha, pasó double, rúmba og jive) og fimm standard dönsum (Vals, tango, vínarvals, slow foxtr- ott og quickstep). Þrjú pör vinna sér þátttökurétt á Evrópu- og Heimsmeistaramótum sem fara fram síðar í ár. Þetta er í 15. sinn sem Íslandsmeistaramót í 10 dönsum er haldið af Dans- íþróttasambandi Íslands, en alls taka um 260 pör þátt og sjö erlendir dómarar dæma í keppninni. Einnig verður um helgina DSÍ OPEN keppnin sem er latin keppni fyrir meistaraflokk og yngstu dansar- arnir fá tækifæri að sýna hvað þeir hafa lært í vetur. Um 260 pör dansa í Laugardalshöll

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.