Morgunblaðið - 19.03.2015, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 19.03.2015, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 19Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MARS 2015 Allar tæknilegar upplýsingar, snið og teikningar, eru fyrirliggjandi hjá okkur. Nánari upplýsingar á www.solskalar.is Viðhaldsfríir gluggar, hurðir, sólskálar o.fl. Opið hús laugardaginn 21.mars Kynnum allt það nýjasta sem finna má í gerð garðskála, svalalokana, hurða og glugga. Renndu við í nýja sýningarsalnum okkar Smiðsbúð 10. 30 ára reynsla Smiðsbúð 10 • 210 Garðabær • Sími: 554 4300 • solskalar@solskalar.is • www.solskalar.is Laugardaginn 21. mars kl. 10–16 30 ára reynsla Kynnum allt það nýjasta sem finna má í gerð garðskála, svalalokana, hurða og glugga Renndu við í nýja sýningarsalinn okkar Smiðsbúð 10 Vladimír Pútín, forseti Rússlands, ávarpaði tugi þúsunda stuðnings- manna sinna við Kremlarmúra í gær þegar þeir söfnuðust þar saman til að hlýða á útitónleika í tilefni af því að ár er liðið frá því að Krímskagi var inn- limaður í Rússland. Pútín kom fram á sviði fyrir fram- an mannfjöldann sem fagnaði honum ákaft þegar hann réttlætti innlimun- ina. Íbúar Krímskaga fengu frí frá vinnu til að taka þátt í hátíðarhöldum í tilefni af afmælinu, meðal annars tónleikum og flugeldasýningum. Á sama tíma gagnrýndu mannrétt- indasamtökin Amnesty International yfirvöld á Krímskaga fyrir mannrétt- indabrot á andstæðingum rússnesku stjórnarinnar. Margir þeirra hafa flú- ið en þeir sem eru enn á skaganum sæta ofsóknum yfirvaldanna sem eru staðráðin í því að þagga niður í and- stæðingum sínum, að sögn fulltrúa Amnesty. Rússar fagna inn- limun Krím  Mannréttindabrot yfirvalda gagnrýnd AFP Afmælishátíð Pútín ávarpar stuðn- ingsmenn sína í miðborg Moskvu. Byssumenn urðu að minnsta kosti nítján manns, þeirra á meðal sautján erlendum ferðamönnum, að bana í skotárás á safn nálægt þinghúsinu í Túnisborg í gær. Habib Essid, forsætisráðherra Túnis, sagði að tveir árásarmenn, vopnaðir Kalashníkov-rifflum, hefðu verið skotnir til bana og leit- að væri að hugsanlegum sam- verkamönnum þeirra. Á meðal þeirra sem létu lífið í árásinni voru ferðamenn frá Pól- landi, Ítalíu, Þýskalandi og Spáni. Tveir Túnisbúar biðu einnig bana og annar þeirra var lögreglumað- ur. 38 aðrir særðust í árásinni, þeirra á meðal ferðamenn frá Frakklandi, Suður-Afríku, Pól- landi, Ítalíu og Japan. Alls voru um 100 ferðamenn í safninu þegar árásin var gerð. Nefndafundum var slitið í þinghúsinu þegar skýrt var frá árásinni og þingmönnunum var sagt að halda kyrru fyrir í aðalsal byggingarinnar. Engin hreyfing hafði lýst árás- inni á hendur sér í gær. Þetta er mannskæðasta árás í Túnis frá sprengjutilræði sem kostaði 14 Þjóðverja, tvo Frakka og fimm Túnisbúa lífið á eyjunni Djerba ár- ið 2002. Öfgasamtök íslamista hafa sótt í sig veðrið í Túnis frá því að Zine El Abidine Ben Ali einræðisherra var steypt af stóli í byltingu eftir mótmæli sem voru kveikjan að ar- abíska vorinu svokallaða. Um 3.000 Túnisbúar hafa farið til Íraks, Sýr- lands og Líbíu til að berjast með vígamönnum íslamista og talið er að um 500 þeirra hafi snúið aftur til Túnis. Blóðbað í safni í Túnisborg AFP Skotárás Sérsveitarmenn á varðbergi við safnið í Túnisborg eftir árásina.  Skutu 17 erlenda ferðamenn og tvo Túnisbúa til bana Brjóstagjöf virð- ist hafa jákvæð áhrif á greind fólks ef marka má nýja rann- sókn sem gerð var í Brasilíu. Rannsóknin náði til tæplega 3.500 barna. Þau sem höfðu verið á brjósti í langan tíma reyndust vera með hærri greindarvísitölu á fullorðinsárum. Fréttavefur BBC hefur eftir sér- fræðingum að þessi niðurstaða virðist staðfesta að ráðlegt sé að börn séu á brjósti að minnsta kosti fyrstu sex mánuði ævinnar. Móðirin eigi þó að ákveða það sjálf hvort hún hafi barnið á brjósti. Niðurstaða rannsóknarinnar er birt í tímaritinu Lancet Global Health. Þar kemur fram að aðrir þættir geta haft áhrif á greindina en reynt var að taka tillit til þeirra, m.a. menntunar móður, tekna fjöl- skyldunnar og fæðingarþyngdar. Brjóstagjöf virðist hafa áhrif á greind BRASILÍA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.