Morgunblaðið - 19.03.2015, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.03.2015, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MARS 2015 Andríki minnir á, að:    Stjórnarandstöðuþingmenn, semhafa áhyggjur af því að þing- ræðinu hafi verið vikið til hliðar þegar utanríkis- ráðherra hrinti þeirri stefnu rík- isstjórnarinnar að slíta viðræðum við Evrópusambandið í framkvæmd, hafa ýmis úrræði.    Þeir geta lagtfram tillögu á þingi um að ríkis- stjórnin sæki um að- ild.    Þeir geta lagtfram vantraust á utanríkisráðherrann.    Þeir geta lagt fram vantraust áríkisstjórnina. Reyndar þáðu þessir sömu stjórn- arandstöðuþingmenn það ekki fyrir ári að fram færi sérstök mæling á þingviljanum í þessu máli.    Þá komu þeir í veg fyrir það meðmálþófi að greidd yrðu at- kvæði um tillögu til þingsályktunar um þetta efni.“    Þess er skemmst að minnast aðþegar tæpt ár var til kosninga rann upp fyrir vinstristjórninni að hún gæti ekki sýnt á spilin sín á að- lögunarviðræðunum við ESB.    Kosningabaráttan var þá þegarerfið, en ef þeir hundar hefðu blasað við öllum vissi stjórnarliðið að afhroð stjórnarflokkanna yrði enn meira og varð það þó sögulegt.    Þeir hættu því viðræðum án þessað spyrja Alþingi! Össur Skarphéðinsson Þola ekki skoðun STAKSTEINAR Katrín Jakobsdóttir Landsfundur Samfylkingarinnar fer fram um helgina í Bændahöllinni, Hótel Sögu. Fundurinn verður sett- ur kl. 11 á föstudag í Súlnasal og honum lýkur á laugardagskvöld með hófi í Iðusölum í Lækjargötu. Búist er við um 400 manns á landsfundinn en skráðir félagsmenn eru um 15 þúsund talsins. Setningarhátíð verður síðdegis á föstudag í Súlnasal þar sem Árni Páll Árnason, formaður Samfylking- arinnar, flytur ræðu. Evin Incir, framkvæmda- stýra Alþjóðasam- taka ungra jafn- aðarmanna, ávarpar lands- fundinn og Fjall- konan fagnar 100 ára kosningarétt- arafmæli kvenna. Strax að lokinni setningarhátíð fara fram rafrænar kosningar um formann flokksins. Lögum um formannskjör var breytt á síðasta landsfundi og er nú kosið um formann, jafnvel þó að ekkert mótframboð berist. Eru allir lands- fundarfulltrúar í kjöri en þar sem Árni Páll hefur gefið kost á sér áfram sem formaður til næstu tveggja ára, og ekki búið að tilkynna um neitt mótframboð, er búist við „rússneskri“ kosningu. Reiknað er með að niðurstöður formannskjörs liggi fyrir um sjöleytið á föstudags- kvöld. Að því loknu fer fram kosning um varaformann en frestur til að bjóða sig fram í það embætti rennur út kl. 19.30 á föstudagskvöld. Kemur þá í ljós hvort Katrín Júlíusdóttir verður sjálfkjörin varaformaður eða ekki. Á laugardeginum verður kosið í öll önnur embætti flokksins. Tillögur málefnanefnda eru komnar inn á vef Samfylkingarinnar. bjb@mbl.is Kosið rafrænt um Árna Pál Árni Páll Árnason  Landsfundur Samfylkingarinnar í Bændahöllinni, Hótel Sögu, um helgina Alfreð Örn Clausen er eftirlýstur flóttamaður og er verið að skoða möguleika á því að hann verði handtekinn og framseldur til Bandaríkjanna. Maurice Landrum, yfirrannsóknarlögreglukona við lögregluembættið í Kaliforníu í Bandaríkjunum, sagði þetta við fyr- irspurn mbl.is sem birtist í gær. Alfreð hefur verið ákærður ásamt tveimur samstarfsmönnum sínum sem voru hnepptir í varð- hald. Hann er talinn hafa, ásamt fé- lögum sínum, svikið meira en 44 milljónir dollara, rúma sex millj- arða króna, út úr hópi fólks. Í yf- irlýsingu frá lögmanni Alfreðs lýsir Alfreð sig saklausan í málinu. Hann lítur svo á að hann sé hugsanlega vitni í málinu en ekki sakborningur og sé reiðubúinn að aðstoða til þess að upplýsa málið. Alfreð hyggst ekki fara til Bandaríkjanna að sinni því þar þarf hann að sitja í fangelsi þangað til málið verður tekið fyrir geti hann ekki reitt af hendi tæpar 18 milljónir dollara í tryggingu. Framsalssamningur er á milli Ís- lands og Bandaríkjanna frá árinu 1902. benedikt@mbl.is Eftirlýstur en segist saklaus  Samstarfsmenn eru í varðhaldi Veður víða um heim 18.3., kl. 18.00 Reykjavík 1 snjókoma Bolungarvík 2 alskýjað Akureyri 2 alskýjað Nuuk -3 léttskýjað Þórshöfn 7 skýjað Ósló 5 skýjað Kaupmannahöfn 7 heiðskírt Stokkhólmur 11 heiðskírt Helsinki 10 heiðskírt Lúxemborg 17 heiðskírt Brussel 7 þoka Dublin 10 léttskýjað Glasgow 11 skýjað London 7 léttskýjað París 16 þoka Amsterdam 7 þoka Hamborg 13 heiðskírt Berlín 12 heiðskírt Vín 12 heiðskírt Moskva 9 alskýjað Algarve 15 léttskýjað Madríd 7 skúrir Barcelona 13 léttskýjað Mallorca 16 léttskýjað Róm 16 léttskýjað Aþena 7 léttskýjað Winnipeg 0 léttskýjað Montreal -8 skýjað New York 1 skýjað Chicago 7 skýjað Orlando 26 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 19. mars Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 7:33 19:39 ÍSAFJÖRÐUR 7:38 19:45 SIGLUFJÖRÐUR 7:21 19:27 DJÚPIVOGUR 7:02 19:09 kÖku gerÐ hp www.flatkaka.is Er fjáröflun í gangi? hér er hugmynd að vörum til fjáröflunarsölu þjóðlegt, gómsætt og gott Pantaðu á flatkaka.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.