Morgunblaðið - 19.03.2015, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 19.03.2015, Blaðsíða 11
Morgunblaðið/Eggert Formaðurinn Sigríður Anna Guðjónsdóttir hefur gegnt stöðu formanns Samtaka sjálfstætt starfandi skóla í þrjú ár. Margt hefur áunnist á þeim tíu árum sem SSSK hafa starfað og gangi allt eftir geta framhaldsskólar bæst við. nálgun,“ segir Sigríður Anna og fleiri skólar byggja á stefnum á borð við Hjallastefnuna, Reggio og svo mætti áfram telja. „Það þarf enginn að vera í okkar skólum því þeir eru val. Það er mikilvægt að foreldrar geti valið fyrir börnin sín það sem hentar hverjum og einum. Þess vegna þurfum við að vera sýnileg til að fólk viti fyrir hvað við stöndum,“ segir hún. Góður sýnilegur árangur Sjálfstæðir skólar fylgja, rétt eins og aðrir skólar, aðalnáms- skránni, og segir Sigríður Anna að skólarnir komi vel út úr könnunum og nemendur standi sig almennt vel í samanburði við nemendur annarra skóla. Eftir sem áður bera sjálf- stæðu skólarnir sig ekki stöðugt saman. „Við segjum stundum að við séum níutíu prósent samherjar en bara tíu prósent í samkeppni. Skól- arnir eru það ólíkir að í rauninni upplifum við ekki að á milli okkar sé einhver samkeppni því við erum val- kostur og hver og einn skóli með sín sérkenni,“ segir hún. Aðalnámsskráin er sem fyrr segir það sem byggt er á en oft leit- ast skólarnir við að gera betur ef eitthvað er og þar er Ísaksskóli ágætt dæmi. „Hér hefst til dæmis enskukennsla í fimm ára bekk og í sex ára bekk bætist spænska við. Við kennum einni kennslustund meira á dag heldur en gengur og gerist. Á árum áður var bætt við kennslustund sem tekin var af en það var ekki gert í Ísaksskóla þann- ig að við erum með aukalega fimm kennslustundir á viku. Það sem hefur áunnist Fyrsta aðkoma Sigríðar Önnu að samtökunum var þegar hún var verkefnastjóri Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ) áður en hún tók til starfa við Ísaksskóla. „Þá fékk ég Samtök sjálfstæðra skóla inn í Sam- tök atvinnulífsins og þar með inn í SVÞ og þar með inn í Sam- tök atvinnulífsins og þar höfum við verið í sjö ár. Þeir sinna okkar málum og við höldum okkar fundi innan SVÞ. Lögfræðingar Samtaka atvinnulífsins aðstoða okkur við kjarasamningstengd mál og semja fyrir okkur þannig að við fáum þar heilmikinn stuðning og þjónustu,“ segir Sigríður Anna. Það hefur styrkt stöðu SSSK gagnvart sveit- arfélögum, ráðuneytinu og stjórn- völdum. Þegar litið er til baka, til ársins 2005 þegar samtökin voru stofnuð hefur margt breyst og ber þar helst að nefna að fjárhagslegt öryggi okkar er orðið meira.Nú er til dæmis tryggt framlag með hverju grunnskólabarni sem nemur 75% af meðalkostnaði á landsvísu. Sú breyt- ing var gerð á lögum fyrir tæpum tíu árum. „Fyrir þann tíma var ekkert öruggt hvað sveitafélögin greiddu með nemendum. “ Samtökin vilja fjölga sjálfstætt starfandi leik- og grunnskólum á landinu. „Við viljum gjarnan bjóða sjálfstætt starfandi framhalds- skólum aðgang að samtökunum og eru viðræður í gangi um að fram- haldsskólar, Keilir og Fisktækni- skóli Íslands, komi inn í samtökin. Það er í skoðun núna. Við erum opin fyrir því að samtökin verði fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla, skólastigin þrjú. Við sem vinnum innan sjálfstætt starfandi skóla höf- um trú á því að við höfum eitthvað fram að færa og bætum í flóruna frekar en að draga úr,“ segir Sigríð- ur Anna Guðjónsdóttir, formaður Samtaka sjálfstætt starfandi skóla og skólastjóri Ísaksskóla. Morgunblaðið/Jim Smart Ós Barnaheimilið var stofnað 1973 af hópi foreldra sem höfðu ákveðnar skoðanir á uppeldismálum. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MARS 2015 Þann 10. mars 2005 voru Samtök sjálfstæðra skóla stofnuð. Góður hópur fólks kom að stofnuninni og hafði sex manna undirbúningsnefnd haft samband við alla leik- og grunnskóla landsins og í ljósi jákvæðra undirtekta var ákveðið að stofna samtök þessara skóla. Þá nefnd skip- uðu Anna Magnea Hreins- dóttir, Edda Huld Sigurðar- dóttir, Lovísa Hallgrímsdóttir, Margrét Pála Ólafsdóttir, Sól- veig Eiríksdóttir og Sigþrúður Ármann. Fyrstu stjórn skipuðu Margrét Pála Ólafsdóttir, Edda Huld Sigurðardóttir, Grímur Atlason, Lovísa Hallgríms- dóttir og Margrét Theodórs- dóttir. Dugmiklir frumkvöðlar SSSK FYRIR 10 ÁRUM Árgerð 2014, ekinn 29 þús. km, sjálfskiptur, dísil, 170 hö. Búnaður: Metallic lakk, leðuráklæði, bakkmyndavél, 16" álfelgur, hiti í framsætum, Light & Sight inniljóspakki, þokuljós að framan o.fl. Verð 5.290.000 kr. B 220 CDI B 220 CDI B 180 CDI BLUE EFFICIENCY Árgerð 2013, ekinn 28 þús. km, beinskiptur 6 gíra, dísil, 109 hö. Búnaður: Bakkmyndavél, hiti í framsætum, 16“ álfelgur, krómpakki, sætisþægindapakki, Light & Sight inniljósapakki, þokuljós að framan o.fl. Verð 4.490.000 kr. Árgerð 2014, ekinn 23 þús. km, sjálfskiptur, dísil, 170 hö. Búnaður: Metallic lakk, leðuráklæði, bakkmyndavél, 16" álfelgur, hiti í framsætum, Light & Sight inniljóspakki, þokuljós að framan o.fl. Verð 5.390.000 kr. Árgerð 2012, ekinn 35 þús. km, beinskiptur 6 gíra, dísil, 136 hö. Búnaður: Aksturstölva, Metallic lakk, 16" álfelgur, exclusive pakki, dökkar rúður, hiti í framsætum, krómpakki, þokuljós að framan o.fl. Verð 4.690.000 kr. B 200 CDI BLUE EFFICIENCY Kletthálsi 2 • 110 Reykjavík • Sími 590 2160 • www.notadir.is Opið virka daga kl. 10-18 og laugardaga kl. 12-16Bílaármögnun Landsbankans Mercedes-Benz B-Class Ljúfir gæðabílar – en smá notaðir Á vef samtakanna, www.sssk.is, má fræðast meira um starfsemina og söguna frá upphafi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.