Morgunblaðið - 19.03.2015, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 19.03.2015, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MARS 2015 ✝ Salóme Jóns-dóttir fæddist á Akri í Húnaþingi 31. mars 1926. Hún lést á Hrafnistu í Kópavogi 5. mars 2015. Foreldrar henn- ar voru hjónin Jón- ína Valgerður Ólafsdóttir, f. 1886, d. 1980, og Jón Pálmason alþingis- maður, f. 1888, d. 1973. Systkini hennar: Ingibjörg, f. 1917, d. 1975, Eggert Jóhann, f. 1919, d. 1962, Margrét Ólafía, f. 1921, d. 1977, og Pálmi, f. 1929. Hinn 24. október 1953 giftist Salóme Reyni Steingrímssyni, f. 1925, d. 1989. Þau hófu búskap í Hvammi í Vatnsdal. Foreldrar Reynis voru Theódóra Hall- grímsdóttir, f. 1895, d. 1992, og Steingrímur Ingvarsson, f. 1897, d. 1947. Dætur Salóme og Reyn- is eru: 1) Theodóra, f. 1955, gift Grími Jónassyni, f. 1957, og eru dætur þeirra Rak- el, f. 1992, og Sal- óme, f. 1995. 2) Jón- ína Valgerður, f. 1962, gift Gísla Ed- mund Úlfarssyni, f. 1958, og eru dætur þeirra Sara Lind, f. 1982, og Salóme, f. 1991. Salóme stundaði nám við Unglinga- skólann á Sauðár- króki og Kvennaskólann á Blönduósi. Sem ung stúlka dvaldi hún nokkra vetrarparta í Reykjavík og vann þá aðallega við kjólasaum. Hún starfaði í Kvenfélagi Vatnsdæla og var þar lengi í stjórn. Eftir að Reyn- ir lést flutti hún til Reykjavíkur og bjó í Eskihlíð 24. Frá 2010 dvaldi hún á Hrafnistu í Kópa- vogi. Útför hennar fer fram frá Há- teigskirkju í dag, 19. mars 2015, kl. 13. Jarðsett verður á Undir- felli í Vatnsdal. Salóme tengdamóðir mín kvaddi södd lífdaga, hún sofnaði vært að kvöldi og vaknaði ekki aftur til þessa heims. Það var fallegur endir á farsælli og langri ævi; Hún var litla systirin í glaðværum systkinahópi á fjör- miklu sveitaheimili á Akri. Hún var unga stúlkan á lýðveldishá- tíðinni á Þingvöllum 1944 og saumastúlkan í höfuðborginni á eftirstríðsárunum. Hún var unga konan sem flutti inn í Vatnsdal og tók við búsforráðum á heimili tengdafjölskyldunnar, húsmóðir- in sem alltaf hafði nóg handa öll- um, gestum og gangandi. Hún var móðirin sem ól upp dæturn- ar tvær af takmarkalausri um- hyggju og passaði að þeim yrði aldrei kalt og þar fann smávaxið kaupafólkið athvarf þegar eitt- hvað bjátaði á. Hún var tengda- móðirin tilvonandi sem síðla kvölds að hausti tók ókunnugum pilti opnum örmum frá fyrstu stundu og án allra fyrirvara. Hún var ekkjan sem þurfti að bregða búi og skapa sér nýja til- veru í þéttbýlinu og hún var amman sem barnabörnin elsk- uðu. Tengdamóðir mín var ekki tilætlunarsöm við aðra en skilaði sínu dagsverki með sóma. Hún bar ekki afrek sín á torg, tók mótlæti með reisn, lifði hófsömu lífi og skilaði vel gerðum afkom- endum. Salóme Jónsdóttir treysti bæði Guði og Sjálfstæð- isflokknum og trúin á þann fyrr- nefnda var henni mikill styrkur, ekki síst á síðari árum. Henni var annt um sitt fólk og fékk ég ríflegan skerf af þeirri um- hyggju, og aldrei vék hún öðru en góðu að mér öll þau ár sem við áttum samleið. Ég kveð nú kæra tengdamóð- ur með þakklæti fyrir samferð- ina undanfarna áratugi og allt sem hún gerði fyrir mig og mína – það var ekki lítið. Blessuð sé minning hennar. Grímur Már Jónasson. Elsku amma Lóa. Við munum aldrei gleyma hvað það var gott að koma til þín í Eskihlíðina. Það var sama hvernig stóð á, þú tókst alltaf á móti okkur eins og drottningum. Heita kókóið, vöfflurnar sem virtust aldrei ætla að hætta að streyma á borðið, ísblómin og að ónefndum piparmyntuísnum sem var alltaf til nóg af. Svo má ekki gleyma ömmu Lóu kökunni sem maður gat alltaf treyst á að þú myndir draga fram úr frystiskúffunni. Það mátti enginn fara svangur frá þér úr Eskihlíðinni. Þrátt fyrir að maturinn hafi verið með besta móti þá var enn betra að sjá þig, knúsa þig og eyða stundum með þér. Allar sögurnar sem þú sagðir okkur um lífið í sveitinni eru okkur mjög dýrmætar í dag. Þú varst svo mikil vinkona okkar og sást alltaf það besta í okkur. Við vorum stelpurnar þínar og vorum þér einstakar og við fundum fyrir því í hvert ein- asta skipti sem við hittumst. Þú varst alltaf svo ánægð og stolt af stelpuhópnum þínum. Það var ómissandi að fá alltaf símtal frá þér fyrir hvert einasta próf sem við tókum, hvert ein- asta ferðalag sem við fórum í og annað sem við tókum okkur fyrir hendur. Með því gafst þú okkur von og trú sem hjálpaði okkur að takast á við hvað sem er. Þú baðst fyrir okkur á hverjum degi og við finnum fyrir því enn. Þú gafst svo mikið af þér og það var enginn sem náði því jafn vel og þú að láta manni líða vel. Það fylgdi þér alla tíð. Þitt hlýja hjarta og einlægni er það sem mun alltaf fylgja okkur. Við erum svo þakklátar fyrir að hafa átt þig sem ömmu því betri ömmu er ekki hægt að hugsa sér. Við vitum að þú fylgist með okkur og passar upp á okkur. Það er ómetanlegt að vita af stuðningi þínum í öllu því sem bíður okkar í framtíðinni og það veitir okkur styrk. Betri verndarengil en þig, elsku amma, er ekki hægt að hugsa sér því við vitum að þú vakir yfir okkur og fylgir okkur alla tíð. Vertu nú yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sigurður Jónsson frá Presthólum) Sara Lind Gísladóttir, Salóme Gísladóttir, Rakel Grímsdóttir og Salóme Grímsdóttir. Við Lóa vorum yngst í okkar systkinahópi, en Lóa var hún ávallt kölluð í sínu nánasta um- hverfi. Við hana eru tengdar fjölmargar minningar frá langri ævi, sumar ljóslifandi frá æsku- dögum en alla tíð síðan hafði verið kært á milli okkar. Ég minnist hennar t.d. sem mynd- arlegrar húsfreyju í Hvammi í Vatnsdal. Þar bjó hún ásamt bónda sínum, Reyni Steingríms- syni, valinkunnum afbragðs- manni. Alltof fljótt dró ský fyrir sólu, þegar Reynir varð bráð- kvaddur langt um aldur fram, fyrir meira en fjórðungi aldar. Eftir þetta þunga áfall flutti Lóa til Reykjavíkur, þar sem hún bjó um skeið ein í eigin íbúð. Þar tók hún sér margt fyrir hendur, m.a. gerð fágætra list- Salóme Jónsdóttir ✝ Guðjóna Krist-jánsdóttir fæddist á Akranesi 24. nóvember 1958. Hún lést á Sjúkrahúsi Akra- ness 11. mars 2015. Foreldrar henn- ar voru Valgerður Sigurjónsdóttir, f. 1.6. 1920, d. 14.6. 2005, og Kristján Sigurðsson, f. 12.1. 1910, d. 23.2. 2003. Systir Guðjónu er Elísabet Sigríður, f. 22.2. 1960, BS og MS í sjúkraþjálfun, maki Aðalsteinn Huldarsson, f. 7.3. 1960, prentari. Börn þeirra Björn Almar Sigurjónsson, f. 23.10. 1955, vélfræðingur. Barn þeirra er Kristín Björk, f. 13.8. 1977, hárgreiðslukona, í sambúð með Hrólfi Ingólfssyni, f. 3.4. 1973, húsasmíðameist- ara, eiga þau 5 börn, a) Val- gerður Björk, f. 30.9. 1993, b) Tanja Björk, f. 15.5. 1996, c) Aldís Rós, f. 6.9. 1996, d) Auð- un Ingi, f. 8.7. 1999, e) Edda Saga, f. 28.6. 2007. Guðjóna útskrifaðist úr Hjúkrunarskólanum 1982 og starfaði allan sinn feril á Sjúkrahúsi Akraness, lengst af sem deildarstjóri handlækn- ingadeildar. Guðjóna starfaði talsvert að félagsmálum, m.a. í Oddfellow-reglunni og var for- maður Krabbameinsfélags Akraness og nágrennis um tíma. Útför Guðjónu fer fram frá Akraneskirkju í dag, 19. mars 2015, kl. 14. eru: Helga Mar- grét, f. 14.5. 1988, Kristján Huldar, f. 23.3. 1990, og Guð- jón Ágúst, f. 27.3. 2003. Bróðir Guðjónu sammæðra er Sig- ríkur Eiríksson, f. 17.8. 1941, maki Magnfríður Þórð- ardóttir, f. 14.4. 1945. Börn þeirra eru: 1) Rúnar, f. 26.1. 1966, 2) Þórður, f. 8.2. 1968, 3) Guð- laug, f. 29.9. 1969, 4) Gunnar, f. 6.9. 1970, 5) Einar, f. 28.4. 1973. Eiginmaður Guðjónu er Elsku mamma mín hefur kvatt þennan heim. Í gegnum hugann streyma endalausar góðar minningar um þig. Í öll- um þeim skín gæska þín, góð- vild og gjafmildi í gegn. Elsku mamma mín, það er svo margt sem ég hefði viljað segja þér en það kannski bara bíður betri tíma. Mér efst í huga er samt þakklæti því þú eyddir ævinni í að gefa öðrum, ég fékk að vera ein af þeim sem fengu að njóta allrar ástar þinnar og um- hyggju þau ár sem ég náði að njóta með þér, og þó þú sért horfin á braut þá mun andi þinn, umhyggja og ást fylgja mér alltaf. Þú munt alltaf koma til með að eiga vissan stað í huga mér því þú varst sú mann- eskja sem gafst mér trú á allt það góða í lífinu og stóðst alltaf við bakið á mér og studdir mig í gegnum allt, bæði góða tíma og slæma. Elsku mamma mín, mér finnst svo sárt að kveðja þig eftir að hafa horft á eftir þér hverfa inn í myrkur þessa hræðilega sjúkdóms. Það er smá huggun að vita að þú hefur nú fengið hvíld frá veikindum þínum. Ég kveð þig með síðustu vís- unni sem þú skrifaðir í vetur og á svo vel við núna. Þú fagra vetrartíð, í senn voldug og blíð. Vertu okkur hlíf um allt lífsins kíf. Veittu okkur björg í allri okkar þörf. Gefðu fró frá fíkn og færðu okkur líkn – Þegar þörf er á – (GK) Kristín Björk Viðarsdóttir. Elsku amma. Þótt þú sért farin ertu alltaf hjá okkur, minningin um þig fyllir hjarta okkar af gleði og mun ylja okkur um ókomna tíð. Við söknum þess að standa þér við hlið, þú hefur verið okkur stoð og stytta frá fyrstu tíð og við vitum að þú passar og verndar okkur alla tíð. Takk fyrir allt, amma. Hvernig er hægt að þakka, það sem verður aldrei nægjanlega þakkað. Hvers vegna að kveðja, þann sem aldrei fer. Við grátum af sorg og söknuði en í rauninni ertu alltaf hér. Höndin sem leiddi mig í æsku mun gæta mín áfram minn veg. Ég veit þó að víddin sé önnur er nærveran nálægt mér. Og sólin hún lýsir lífið eins og sólin sem lýsti frá þér. Þegar að stjörnurnar blika á himnum finn ég bænirnar,sem þú baðst fyrir mér. Þegar morgunbirtan kyssir daginn, finn ég kossana líka frá þér. Þegar æskan spyr mig ráða, man ég orðin sem þú sagðir mér. Vegna alls þessa þerra ég tárin því í hjarta mínu finn ég það, að Guð hann þig, amma mín, geymir á alheimsins besta stað. Ótti minn er því enginn er ég geng áfram lífsins leið. Því með nestið sem amma mín gaf mér, veit ég að gatan hún verður greið. Og þegar sú stundin hún líður að verki mínu er lokið hér. Þá veit ég að amma mín bíður og með Guði tekur við mér. (Höf. Sigga Dúa) Þínar ömmustelpur Valgerður og Tanja. Elsku Guðjóna. Þú stóðst við hliðið Um opnar dyrnar gekkst þú Inn í hjarta mitt. (Gunnar Dal.) Þessi hæka lýsir þér vel. Alltaf varst þú reiðubúin að opna hjarta þitt fyrir þeim sem þörfnuðust þín. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að vera ein af þeim. Á kveðjustund sem þessari er svo margt sem leitar á hugann og minningarnar um þig hrannast upp. Það verður tómlegt að geta ekki talað við þig og deilt með þér áhuga- málum mínum og hinum ýmsu hugarefnum og eða sótt til þín fróðleik um gamla daga, ætt- fræði og hvað eina sem mig þyrstir í að vita. Guðjóna var víðlesin og stálminnug. Lestur góðra bóka var eitt af hennar áhugamálum, fáa hef ég þekkt sem lesið hafa eins mikið og hún. Guðjóna var hógvær kona sem hafði ekki hátt um eigið ágæti, en hún var svo mörgum góðum hæfileikum gædd. Nær- vera hennar var einstök, hlý- leiki, umhyggja gagnvart þeim sem áttu sess í hjarta hennar var einstök. Allt sem Guðjóna tók að sér vann hún af mikilli Guðjóna Kristjánsdóttir Yndisleg eiginkona mín, móðir og amma, HERBORG STEFÁNSDÓTTIR, Skólagerði 53, Kópavogi, lést fimmtudaginn 12. mars á líknardeild Landspítalans í Kópavogi. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju mánudaginn 23. mars kl. 13. . Guðmann Valberg, Berglind Valberg, Daníel Orri Óttarsson. Eiginmaður minn, GUNNAR H. JÓNSSON, fyrrverandi svæðisstjóri Vátryggingafélags Íslands á Ísafirði, lést á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða aðfaranótt 17. mars. Útförin fer fram frá Ísafjarðarkirkju laugardaginn 4. apríl kl. 14. . Jónína Einarsdóttir og fjölskylda. Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HAFLIÐI JÓNSSON málarameistari, Grundargarði 4, Húsavík, lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Húsavík laugardaginn 14. mars. Útförin fer fram frá Húsavíkurkirkju laugardaginn 21. mars kl. 14. . Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KONRÁÐ GUÐMUNDSSON, fyrrverandi hótelstjóri, sem lést 12. mars, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju þriðjudaginn 24. mars kl. 13. Þeim sem vilja minnast hans er bent á dvalar- og hjúkrunarheimilið Grund eða Alzheimerfélagið (FAAS). . Þór Konráðsson, Bryndís Konráðsdóttir, Konráð Konráðsson og fjölskyldur. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, BJARNFRÍÐUR LEÓSDÓTTIR á Akranesi, lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands þriðjudaginn 10. mars. Útför hennar verður gerð frá Akraneskirkju á morgun, föstudaginn 20. mars, og hefst athöfnin kl. 13. . Steinunn Jóhannesdóttir, Einar Karl Haraldsson, Leó Jóhannesson, Sólveig Reynisdóttir, Hallbera Fríður Jóhannesdóttir, Gísli Gíslason, barnabörn og fjölskyldur þeirra. Minn ástkæri sambýlismaður, faðir okkar, tengdafaðir, sonur, bróðir, mágur og afi, HUGI EINARSSON, Kirkjubraut 43, Höfn í Hornafirði, verður jarðsunginn frá Hafnarkirkju laugardaginn 21. mars kl. 14. . Sigrún Kapitola Guðrúnardóttir, Unnar Freyr Hugason, Vigdís Dröfn Hugadóttir, Kristján Darri Hugason, Örvar Hugason, Elín Dögg Haraldsdóttir, Unnur Kristjánsdóttir, systkini, tengdafólk og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.