Morgunblaðið - 19.03.2015, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 19.03.2015, Qupperneq 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MARS 2015 ✝ Ósk Axels-dóttir fæddist í Kópavogi 20. nóv- ember 1954 og lést á Landspítalanum í Fossvogi 12. mars 2015. Foreldrar henn- ar voru hjónin Axel Helgason, f. 12. apríl 1913, d. 17. júlí 1959, og Sonja B. Helgason, f. 16. nóvember 1918, d. 13. júlí 2010. Systkini Óskar: 1) Ingibjörg, f. 23.11. 1944, d. 29.11. 1944; 2) Helgi Þór, f. 4.7. 1946, 3) Erla Björk, f. 12.4. 1948, 4) Anna Björg, f. 23.3. 1953, d. 6.9. 1953. Ósk giftist Sigurjóni Sigurðs- syni, f. 17.6. 1947, 6. september 1975. Börn þeirra: 1) Lárus Axel, f. 1976, kvæntur Katrínu Gúst- afsdóttur, 2) drengur, f.d. 19. apríl 1987, 3) Bjarki, f. 1988, í sambúð með Guðrúnu Hilmars- dóttur. Dóttir Sigurjóns er: Ágústa Jóhanna, f. 4.12. 1969 í sambúð með Helga Guðlaugs- syni. Barnabörn Óskar og Sigur- jóns: a) Anton Bjarni, b) Sindri Snær, c) Sonja Lára, d) Eyrún um, þegar heilsan leyfði. Ósk starfaði og var stjórnandi við fjölskyldufyrirtækið Nesti (brauðstofa) í Austurveri um nokkurra ára skeið. Hún nam sjúkraþjálfun við Háskóla Ís- lands 1980-1984, sótti ýmis nám- skeið í sjúkraþjálfun innanlands og utan, sem mörg tengdust hennar sérhæfingu innan fagsins sem var sjúkraþjálfun tengd meðgöngu og fæðingu, meðferð við grindargliðnun og grindar- botnsþjálfun. Var hún einn af fyrstu sjúkraþjálfurunum sem sérhæfðu sig í þeirri meðferð. Hún var í mörg ár með námskeið í foreldrafræðslu við Heilsugæsl- una í Kópavogi, hélt námskeið og fyrirlestra fyrir sjúkraþjálfara og ljósmæður, skrifaði greinar í blöð, kom að útgáfu fyrsta fræðslubæklingsins um grindar- los og þýddi bækling um grind- arbotnsþjálfun. Vann einnig mik- ið að sjúkraþjálfun aldraðra. Var stundakennari við Háskóla Ís- lands frá 1992-1999. Vann á kvennadeild Landspítalans við Hringbraut 1984-1987 og við Hrafnistu Hafnarfirði frá 1997/8 og þar til hún lét af störfum vegna veikinda. Útför Óskar fer fram frá Digraneskirkju í dag, 19. mars 2015, kl. 13. Ósk, e) Guðlaug Embla, f) Kolviður Gísli, g) Hrafnkatla Ýma, h) Ágúst Freyr, i) Freyja Ósk og j) Hlynur Axel. Ósk og Sigurjón hófu búskap sinn í Furugrund 60 í Kópavogi, fluttust síðar að Álfhólsvegi 69, en sl. fimm ár hafa þau búið í Lundi 3, Kópavogi. Sl. fimm mánuði dvaldi hún á Hrafnistu í Boðaþingi. Þau byggðu sumar- bústað í fjölskyldulandinu Sel- mörk við Selvatn sem þau nefndu Sældarsel. Þar áttu þau margar af sínum bestu stundum við leik og störf. Þau hjón fetuðu í fót- spor foreldra Óskar og stunduðu skógrækt af kappi á sælureitnum sínum. Jafnframt voru þau fugla- aðdáendur miklir, fóðruðu og fylgdust með fuglalífinu þegar þau dvöldu í sumarbústaðnum. Þar hafði Ósk vinnuhús (Ömmu- kot) sem Sigurjón byggði fyrir hana eftir að hún veiktist af parkinsonsjúkdómnum. Þar vann hún að mósaíkverkum sín- Elsku fallega amma mín. Ég er ekki enn búin að átta mig á því að þú sért farin frá mér … þótt þú sért farin ertu ávallt í hjarta mínu, þetta er sárt en ég veit að þú ert komin á betri stað, þar sem þér líður vel. Þú varst svo yndisleg í alla staði, það var svo gott að koma til þín, hvar sem þú varst. Ég gat alltaf komið og talað við þig um hvað sem var … Allar okkar góðu minningar, þá sérstaklega góðu sjúkrasögurnar okkar sem við hjálpuðum hvor annarri í gegn- um, þegar við tíndum blóm uppi í sumó og gerðum fallega vendi, þegar við skrifuðum jólakortin saman og allar þær góðu stundir sem við spjölluðum saman og þú kenndir mér öll þessi skrítnu ís- lensku orð sem þú sagðir mér að leggja á minnið. Ég mun halda áfram að baka brauðbollurnar og mun kenna börnunum mínum og barnabörnum eins og þú kenndir mér. Ég mun ávallt hugsa til þín þegar ég fæ mér súrmjólk með púðursykri, bönunum, rúsínum og cheeriosi sem við fengum okkur alltaf saman þegar ég var yngri. Takk fyrir allan þennan tíma sem við áttum saman, hann var ómetanlegur. Ég vona að þér líði vel og sért komin á þann stað með ástvinum þínum sem gengnir eru. Þú varst og ert mín fyrirmynd í svo mörgu. Ég mun passa afa og sjá til þess að hann fari í hreina skyrtu. Ég elska þig ávallt. Þín Sonja Lára. Hún systir mín kom í þennan heim, fyrir rúmum sextíu árum, í rauða húsinu okkar við Kársnes- brautina. Hún færði birtu og gleði til okkar, brotinnar fjölskyldu sem árinu áður hafði misst Önnu Björgu af slysförum. Geislar vetr- arsólarinnar sem fylgdu henni voru bjartir og rötuðu inn í hjörtu foreldra minna og okkar systkin- anna. Það var aldrei spurning hvað þessi sæta stelpa ætti að heita. Ósk, hún var óskin okkar. Þegar hún komst á legg og árin liðu, þurftum við bróðir minn að passa hana, öllum stundum að okkur fannst. Við kölluðum það að vera með hana „í eftirdragi“. Pössunin tók á sig nýja mynd og varð ábyrgðarmeiri þegar hún var orðin fimm ára. Þá lést faðir okkar af slysförum. Móðir okkar stóð eftir, með þrjú börn og ný- stofnað fyrirtæki. Ósk saknaði þess mikið að hafa ekki kynnst föður sínum. Árin liðu og fyrr en varir er hún ekki lengur „í eft- irdragi“. Hún var komin út í lífið, fylgin sér og dugleg. Kláraði sitt nám í MH og lærði sjúkraþjálfun við HÍ. Ósk var viðkvæm í eðli sínu, góður sjúkraþjálfari og vildi allt fyrir alla gera. Hún þurfti allt- af vera að. Á blíðviðrisdögum í sumarbústaðnum lagði hún mig oft á pallinn og nuddaði mjaðmir og bak. Ég mat þetta mikils en hefði líka verið glöð með það að hún sæti bara og spjallaði og nyti stundarinnar. Að loknu nuddinu á pallinum átti ég að koma og sjá nýja uppeldisreitinn hennar, nýja stíginn og þegar ég kvaddi og vildi hún að ég tæki með mér fulla fötu af grávíðisgræðlingum. Ég af- þakkaði þá, en hún bauðst til að koma og setja þá niður fyrir mig. Ósk greindist með parkinsonsjúk- dóminn fyrir 14 árum. Nú hófst stöðug leit, ásamt læknum, hvern- ig haga mætti lífinu við þessar breyttu aðstæður. Hún vissi hvernig þetta líklega færi stig fyr- ir stig. Stundum fannst mér hún vita of mikið. Hún hélt skilmerki- lega skrá um líðan sína. Ég vildi að hún slappaði af og leyfði lífinu að koma til sín. Hún hlustaði, and- mælti ekki en hélt áfram við „verkefnið“. Þetta var hennar líf og hún svo sannarlega kláraði það með reisn. Hún fluttist á Hrafn- istu í Boðþingi í október sl. Hún vissi að hverju stefndi. Hún minntist á mömmu og pabba og systurnar okkar tvær sem höfðu farið svo ungar og son hennar og Sigurjóns sem hún hafði fætt and- vana. Hún hafði mikið að hugsa og skipuleggja á andvökunóttum. Ég vil þakka öllum þeim starfsmönn- um sem önnuðust hana. Eigin- maður Óskar, studdi hana öllum stundum og hjálpaði henni við „verkefnið“, það var ekki auðvelt. Hugurinn bar hana áfram, þrátt fyrir skerta líkamlega getu. Þeg- ar ég lýsti áhyggjum mínum, brosti hún bara í stríðni. Fjöl- skyldan öll stóð sem klettur við bakið á henni, þótt oft gæti verið erfitt að finna taktinn í þessum tryllta dansi sjúkdómsins. Barna- börnin öll sýndu henni mikla hlýju. Ég þakka systur minni fyr- ir allar góðu stundirnar og sum- arkvöldin á heiðinni þegar reynt var að ráða fram úr gátum lífsins. Far þú í friði. Þú varst hetja, elsku vina mín. Ég held ég þiggi grávíðinn. Erla B. Axelsdóttir. Þá er hún farin elskuleg frænka mín. Ég veit í hjarta mínu að hún hefur ekki farið langt, hún er þarna rétt fyrir handan, í para- dís. Við munum hittast þar síðar í einhverri óskilgreindri vídd, tíma og rúmi. Sumarbústaðarland stórfjölskyldunnar var okkar paradís á jörðu og þar áttum við öll okkar bestu minningar, allt frá æsku minni til fullorðinsára. Þau hjón, Ósk og Sigurjón, fylgdust mjög áhugasöm með mínum framkvæmdum í mýrinni og fann ég ætíð fyrir stuðningi þeirra og hlýhug í minn garð. Ósk sinnti af natni ræktun sinni. Stundum var áhuginn og ákafinn meiri en lík- amleg geta leyfði nú síðustu ár og því urðu byltur nokkuð margar innan um greni og grjót. Elja og kraftur voru hennar aðalsmerki. Hún fékk að reyna margt um ævina eins og ótíma- bæran föðurmissi, barnamissi og greiningu á erfiðum sjúkdómi fyr- ir fimmtugt. Hún stóð samt sem klettur fram á síðasta dag í orðs- ins fyllstu merkingu. Kom sér í blöðin með baráttumál og hélt að lokum flotta sýningu á mósaík- verkum sínum. Að sýningu lok- inni veiktist hún og dó innan fárra daga. Þetta kallar maður að kveðja með stæl. Sigurjón stóð á aðdáunarverð- an hátt á bak við konu sína í veik- indum hennar. Hann á mikið hrós og þakklæti skilið. Ósk hefði dáið mun fyrr, og þá úr leiðindum, hefði hún ekki komist í alla bíl- túrana, búðarferðirnar og heim- sóknirnar sem Sigurjón var alltaf til í að skutla henni í. Ég kveð Ósk móðursystur mína með virðingu og þökk fyrir allar þær stundir sem við áttum saman. Hún vildi mér og okkur systrum ætíð hið besta og tjáði okkur væntumþykju sína í orðum og gjörðum. Lengi lifi minningin um Ósk. Sonja. „Veistu“ sagði Ósk við skjól- stæðing sinn og benti á mig. „Hún er fædd í torfbæ norður í landi og gekk í farskóla. Merkilegt hvað hefur ræst úr henni,“ bætti hún við en þetta upphaf lífsgöngu minnar fannst henni alltaf mjög forvitnilegt. Aðstæður og umhverfi sem við tvær fæddumst inn í og ólumst upp við voru eins ólík og dagur og nótt. Borgarbarnið og sveita- stúlkan. Sama gilti um okkur tvær. Við vorum ólíkar jafnt ytra sem innra. En við urðum vinir. Vinir og nánir samstarfsfélagar í yfir tuttugu ár. Fyrst á LSH við Hringbraut. Svo á Hrafnistu í Hafnarfirði. Frá ráðningu okkar þar var gengið í svítu Péturs Sig- urðssonar heitins sem þá var for- stjóri heimilisins. Og auðvitað var skálað í sérríi. Verkefni okkar á Hrafnistu var að byggja upp frá grunni og koma á skipulagðri endurhæfingu/ sjúkraþjálfun fyrir íbúa heimilis og nágrennis. Þú naust þín í þessu hlutverki. Skipulagshæfileikar þínir, dugnaður og kraftur fóru ekki framhjá neinum. Ég sé þig fyrir mér, sitjandi í litla gler- búrinu með símtólið klemmt á milli vinstra eyra og axlar að búa til stundaskrár, setja upp með- ferðaráætlanir og skipuleggja í þaula hið nýja starf. Öllu haldið til haga með marglitum, misstórum klemmum. Við veittum einnig sjúkraþjálfun á göngudeild. Þar sinntir þú þínu sérstaka áhuga- sviði sem var sjúkraþjálfun barns- hafandi kvenna. Þú varst stolt af starfsheiti þínu og sinntir skjól- stæðingum þínum af stakri fag- mennsku og umhyggju. Þegar vægi hjólastóla jókst, þá fórum við saman á setráðstefnu til Stokk- hólms. Þar nutum við lífsins, lærð- um margt, drukkum hvítvín og þú naust þess að tala sænsku. Þú varst listamaður af Guðs náð. Hendurnar á þér, þessar þykku hendur og traustbyggðu fingur. Sannkallaðar töfrahendur. Úr ótrúlegasta efnivið framkall- aðir þú listaverk. Saumaðir, prjónaðir, eldaðir, bakaðir og gróðursettir tré og blóm. Nátt- úruunnandi sem fóðraðir bæði fugla og mýs í sumarbústaðnum. Síðustu ár bjóstu til listaverk úr mósaík, m.a. einkar fallega lampa. Einn slíkur prýðir nú móttöku sjúkraþjálfunarinnar á Hrafnistu og ber minningu þinni fagurt vitni. Annar gleður auga mitt hvern dag á heimili mínu. Þú varst afar traustur vinur. Þú stóðst við hlið mér á stórum stundum í lífi mínu og fjölskyldu minnar. Þú varst svaramaður minn við brúðkaup okkar Jörgens og færðir okkur einstaklega fal- legan hringapúða, hannaðan og saumaðan af þér. Þar blandaðir þú listilega saman fánalitum okk- ar hjónanna, þeim íslensku og sænsku en sjálf varst þú að hluta til sænsk. Börnum okkar færðir þú fagra, handunna hluti þegar þau fæddust og varst, ásamt Sig- urjóni, góður gestur við ferming- ar og útskriftir. Við ætluðum að eldast saman á Hrafnistu. En enginn ræður sín- um næturstað og nú ertu farin. Kæra Ósk. Hafðu hjartans þökk fyrir allt og allt. Starfsfólk endurhæfingar- deildar Hrafnistu Hafnarfirði vottar fjölskyldu þinni einlæga samúð sína, þakkar þér samfylgd- ina og færir þér sínu hinstu kveðju. Hvíl í friði. Bryndís Fanný Guðmundsdóttir. Líttu sérhvert sólarlag, sem þitt hinsta væri það. Því morgni eftir orðinn dag enginn gengur vísum að. (Bragi Valdimar Skúlason.) Þetta vorum við vinkonurnar illilega minntar á þegar kær vin- kona okkar, Ósk, lést eftir stutta sjúkrahúslegu sl. fimmtudag. Viku áður áttum við okkar síðustu samverustund þegar við hittumst í morgunkaffi hjá Ósk. Þar var mikið hlegið og borðað eins og okkur Betri konum er lagið og jafnframt lögð drög að næstu ferð okkar sem átti að vera menning- arferð á Hönnunarmars en sú ferð verður farin seinna. Við kynntumst haustið 1980 þegar við hófum nám í sjúkraþjálfun við Háskóla Íslands. Við náðum strax vel saman og kölluðum okkur Betri konur. Það sem kemur fyrst upp í hug- ann er við minnumst góðrar vin- konu er trygglyndi, heiðarleiki, ákveðni og hlýja. Frjótt hug- myndaflug og framtakssemi. Hún hafði gott skopskyn þótt okkur þætti hún á stundum fara heldur leynt með það. Þegar við hinar tókum bakföll af hlátri brosti Ósk gjarnan út í annað, jafnvel bæði ef okkur tókst vel upp. Fjöldi minninga kemur upp í hugann þegar við rifjum upp vin- skap okkar í 30 ár. Tengjast margar þeirra heimsóknum í sumarbústað þeirra hjóna, Sæld- arsel. Móttökurnar voru alltaf höfðinglegar eins og þeirra hjóna var von og vísa. Reglulega var far- ið í gönguferðir um landareignina, heilsað upp á hina ýmsu lundi þar sem oftar en ekki leyndust góð- gerðir undir steini. Einn lundur- inn er í sérstöku uppáhaldi en þar lét Ósk okkur gróðursetja litlar tréhríslur undir sinni ströngu leiðsögn. Hríslurnar fengu allar sín nöfn en hafa dafnað misvel. Að sjálfsögðu kallast staðurinn Betri konu lundur. Síðustu tíu árin reyndust henni erfið þar sem hún greindist með langvinnan sjúkdóm. Það leiddi til þess að hún þurfti að láta af störfum sem sjúkraþjálfari rúmlega fimmtug. Það reyndist henni erfið ákvörðun enda starfið henni mjög dýrmætt. Ósk var mikil fagmanneskja og vel liðin af skjólstæðingum sínum og samstarfsfólki. Hún hafði brennandi áhuga á faginu alla tíð og fylgdist vel með. Hún gat nýtt þekkingu sína og reynslu á sjúkdómnum í veikind- unum og var oft skrefinu á undan að leysa vandamálin áður en þau komu upp. Skipt um húsnæði og gerðar breytingar á sumarbú- staðnum til að vera betur búin undir það sem sjúkdómurinn gæti leitt af sér. Hún gafst aldrei upp og barðist fram á síðasta dag. Hennar stoð og stytta var Sigur- jón sem bar hana á höndum sér og var kletturinn sem alltaf var til staðar fyrir hana. Hann gerði henni kleift að halda reisn sinni og framkvæma flest það sem hana langaði til. Listrænir hæfileikar hennar komu vel í ljós eftir að hún veikt- ist og fór að búa til listaverk úr mósaík. Hugmyndaflugið nýttist vel í listsköpuninni og eru lista- verk eftir hana víða að finna. Það var yndislegt að fá að kynnast konu eins og Ósk og fá að njóta samveru við hana og hennar góðu fjölskyldu. Hugur okkar er hjá Sigurjóni, Axel, Bjarka, Hönnu og fjölskyldum þeirra og vottum við þeim okkar dýpstu samúð. Hafðu þökk fyrir allt og allt, kæra vinkona. Betri konur, Birna, Margrét, Ragnheiður, Signý. Kær vinkona hefur kvatt þetta líf allt of snemma. Það eru að verða 27 ár síðan við nokkrar konur, sem höfðum eignast börn á árinu 1988, mynduðum hóp sem nefndur var brjóstahópurinn. Þetta var að tilstuðlan Rannveig- ar Sigurbjörnsdóttur hjúkrunar- fræðings í Kópavogi. Hún var með opið hús fyrir konur með börn á brjósti. Það var af miklu innsæi í mannleg samskipti sem Rannveig valdi okkur fimm síðan til að mynda saman sjálfshjálpar- hóp. Við vorum nýbakaðar mæður og hittumst heima hjá hver ann- arri einu sinni í mánuði með börn- in okkar. Mikil vinátta myndaðist milli okkar og hefur sú vinátta haldið alla tíð síðan. Ósk var kraftmikil og víðsýn og sagði skemmtilega frá, en hún hafði ferðast víða og dvalið af og til í Svíþjóð, en móðir hennar, Sonja, átti ættir sínar í föðurætt að rekja þangað. Ósk og Sigurjón eigin- maður hennar áttu fyrir Axel áð- ur en Bjarki fæddist 1988. Ósk var sjúkraþjálfari að mennt og starfaði lengi við end- urhæfingu á Hrafnistu í Hafnar- firði, auk þess sem hún meðhöndl- aði konur með grindargliðnun og sá um foreldrafræðslu fyrir verð- andi foreldra. Margar mæður óskuðu eftir aðstoð hennar við fæðingar og mætti hún alltaf þeim til aðstoðar. Hún var eftirsóttur meðferðaraðili sem hlúði vel að skjólstæðingum sínum. Sumar- bústaðurinn við Selvatn var mikill uppáhaldsstaður fjölskyldunnar og Ósk naut sín við að gróðursetja og hlúa að trjágróðrinum þar. Þar áttum við vinkonurnar oft ánægjulegar samverustundir. Það var mikið áfall þegar Ósk greindist með parkinson-sjúk- dóminn (sem lagðist mjög þungt á hana) og varð hún að hætta að vinna sem sjúkraþjálfari. Ósk hóf þá nýjan feril í að búa til fuglaböð, blómavasa, ljósastæði o.fl. úr mosaík sér til mikillar ánægju. Einnig prjónaði hún og saumaði. Hún hafði erft listamannsgenin frá föður sínum, Axel Helgasyni, sem lést þegar Ósk var lítil stelpa. Við vorum síðast allar saman í sextugsafmæli Óskar í nóvember s.l. Þá var hún hrókur alls fagn- aðar og gladdist með stórum hópi vina og fjölskyldu. Við erum þakklátar fyrir allar yndislegu samverustundirnar og biðjum góðan Guð að styrkja Sigurjón og afkomendur um alla framtíð. Guðrún Kristjana, Ingibjörg, Kristín og Solveig Lára. Ósk Axelsdóttir Okkar ástkæra, ANNA BJÖRG SVEINSDÓTTIR, Valdastöðum, Kjós, verður jarðsungin frá Reynivallakirkju í Kjós laugardaginn 21. mars kl. 14. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Krabbameinsfélag Íslands. . Ólafur Helgi Ólafsson, Þórdís Ólafsdóttir, Ólafur Geir Ólafsson, Sigrún Ólafsdóttir, Matti Kallio, Eva Þórhildur Kallio, Sveinn Jóhannsson, Geirlaug Sveinsdóttir, Jóhann Sveinsson, Hafdís Guðmundsdóttir, Bjarni Ágúst Sveinsson, Ólafur Þór Ólafsson, Þórdís Ólafsdóttir. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, UNNUR STEINUNN KRISTJÁNSDÓTTIR frá Bæ í Súgandafirði, Hlíf II Ísafirði, andaðist föstudaginn 13. mars á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Útförin fer fram frá Ísafjarðarkirkju laugardaginn 21. mars kl. 11. Jarðsett verður í Staðarkirkjugarði. . Karl Guðmundsson, Ingibjörg Jónsdóttir, Elín Guðmundsdóttir, Sigurbjörn Ragnarsson, Þorleifur Guðmundsson, Díana Hermannsdóttir, Hrönn Guðmundsdóttir, Ágúst Þórðarson, Helga Guðmundsdóttir, Þorsteinn Svavarsson, Sigurvin Magnússon og aðrir aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.