Morgunblaðið - 19.03.2015, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 19.03.2015, Blaðsíða 22
Ljúkum viðræðum um inngöngu í Evrópusambandið Athyglisvert var að hlusta á stjórn- málamenn karpa í Kastljósi sjónvarpsins 12. mars sl. um að slíta viðræðum um inn- göngu Íslands í Evr- ópusambandið. Vit- anlega var það rétt hjá Bjarna Benedikssyni að ekki þyrfti að leita til Alþingis né þjóð- arinnar um þessa ákvörðun. Hér er aðeins verið að ljúka umræðum um þetta mál. Ég hef áður getið þess í blaða- grein að það sé fjarstæða fyrir Ís- lendinga að ganga í Evrópusam- bandið og missa þar með yfirráð yfir fiskveiðum okkar og orku, hita og fall- vötnum. Og láta með því opnast dyr Evr- ópuríkja að norð- urslóðum, væntanlegri olíu þar og margskonar auðæfum þeirra svæða, sem við höfum aðgang að. Við myndum þá einnig missa sjálfstæði okkar og sérstæða menningu. Við mynd- um þurfa að greiða skuldir þeirra þjóða sem eru illa staddar í sambandinu, svo sem Ítalíu, Kýpur og Grikk- lands. Þetta er mjög farsæl lausn. Við ættum að vera þakklát þessari stjórn fyrir að taka svona góða af- stöðu í málinu. Eftir Sturlu Friðriksson Sturla Friðriksson Höfundur er náttúrufræðingur. » Fjarstæða fyrir Íslendinga að ganga í Evrópusambandið. 22 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MARS 2015 Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp vegna starfshátta Landmæl- inga Íslands (Lmí) sem sætir mikilli furðu. For- saga málsins er að árið 2006 þurfti umhverf- isráðuneytið að fá sett lög (103/2006) til að koma böndum á síend- urteknar tilraunir Lmí til að klekkja á einkafyr- irtækjum á markaði með landfræðileg gögn. Hjá stofnuninni voru auðvitað hæg heimatökin með 270 milljónir (á núvirði) í forgjöf af skattfé. Hömlur voru þarna settar á stofnunina og henni markaður bás. Hún skyldi þaðan í frá safna gögnum til kortagerðar með ná- kvæmni sem er um 10 metrar eða minni. Einkafyrirtækjum var hins vegar látið eftir að safna og miðla gögnum með meiri nákvæmni. Slík gögn eru helst notuð af stofnunum, sveitarfélögum og tæknifyr- irtækjum. Gögn Lmí henta hins- vegar almennum markaði við gerð t.d. ferðakorta og símalausna. Hvers vegna og hvað kostar þetta? Höfundar frumvarpsins virðast trúa því að framkvæmd þess muni ekki kosta neitt og að opinber stofnun muni veita betri þjónustu en einka- fyrirtæki. Ekki er að sjá að þeir hafi heldur látið sér til hugar koma að gera kostnaðargreiningu á núverandi ástandi enda virðast þeir í raun ekki hafa kynnt sér það neitt sérstaklega. Hafa sennilega fengið sínar upplýsingar frá Lmí, sjálfum hagsmunaaðil- anum. Það örlar heldur hvergi á kostnaðargreiningu vegna frum- varpsins sjálfs. Varnaðarorð finn- ast þó frá fjármálaráðuneytinu. Rök umhverfisráðuneytisins eru hins vegar að vegna þess að þetta sé gert á Norðurlöndum skuli það apað eftir á Íslandi. Árið 1994 kom hins vegar út skýrsla á vegum umhverfisráðu- neytisins að afloknu tilraunaverk- efni sem lauk með ábyrgu kostn- aðarmati. Niðurstaðan var að kortlagning Íslands ásamt mæl- ingum og gróðurrannsóknum kosti 1,5 til 2,5 milljarða á þess tíma verðlagi. Miðað við t.d. 2 milljarða árið 1994, sem jafngildir 5 millj- örðum nú (og ætla má að helmingi verksins sé nú lokið) standa eftir 2-2,5 milljarðar sem kostaður í dag. Svo situr ríkið uppi með út- blásna stofnun sem þarf að sjá um viðhald gagnanna. Gögnin eru þegar til á frjálsum markaði Gögnin sem Lmí á að safna eru hins vegar þegar til og í notkun hjá bæði ríki og sveitarfélögum með þjónustusamningum við einkafyr- irtæki. Því er hér um hreina rík- isvæðingu á heilli atvinnugrein að ræða, hliðstæða þeirri sem varð í landbúnaði undir ráðstjórn í Rúss- landi. Allir þekkja endalok þeirrar Bjarmalandsfarar. Það er því ekki vöntun á einhverju sem ræður heldur á að blása lífi í ríkisstofnun sem virðist vanta verkefni. Svo á að gefa öllum allt. Það er rökstutt með því að eftir að Lmí fóru að gefa öll sín gögn hafi orðið gríð- arleg aukning á notkun þeirra. Það eru rök sem fleiri mættu nýta sér. Ferðaþjónustan leggur t.d. mikið á sig við að fjölga ferðamönnum til hagsbóta fyrir samfélagið. Ættu þeir ekki að grípa gæsina og nota þessi rök og fá stofnað ríkisflug- félag þar sem allir fljúga frítt? Ekki er ég viss um að flugrek- endur myndu samþykkja það. En samkvæmt röksemdafærslu frum- varpsins mættu þeir vel við una því að þeir fengju að bjóða í pakkann. Snjöll aðferð til að blása út báknið Sjaldan hefur sést einbeittari vilji til að blása úr ríkisbáknið en í þessu frumvarpi. Það gerist á sama tíma og ríkið er í basli við að sinna öldruðum og öryrkjum svo sómi sé að. Það er kannski kominn tími til að blása lífi í Skipaútgerð ríkisins og Húsameistara ríkisins. Gjaldfrjálsar strandsiglingar og ókeypis húsateikningar verða örugglega vel þegnar og myndu örva gangverk þjóðfélagsins ekki síður en ókeypis gögn. Nýja kerfið á samkvæmt frum- varpinu að verða allt fyrir alla og enginn borgar neitt nema auðvitað skattgreiðandinn sem ekki getur borið hönd fyrir höfuð sér. Núverandi kerfi er hins vegar ekki þannig. Í dag skoða stofnanir, sveitarfélög og fyrirtæki þarfir sínar fyrir þjónustu á þessu sviði og ákveða síðan sjálfar hvaða kort og gögn þau þurfa. Þjónustuna finna þau á markaði og borga fyrir með þjónustugjöldum sem um er samið í hverju tilviki fyrir sig. Þau gögn hafa orðið til á undanförnum árum án þess að skattgreiðendur hafi greitt fyrir þau annað en það sem hver stofnun fyrir sig telur réttlætanlegt að greiða fyrir slíka þjónustu. Þannig er tryggt að ekki sé verið að bruðla með opinbert fé og vinna óþörf verk. Heillavænlegri nálgun Undirritaður hefur lengi verið þeirrar skoðunar að skattgreið- endur fái lítið fyrir þær 270 millj- ónir sem þeir láta árlega renna til Lmí. Leiðin er hins vegar ekki sú að bæta bara í fjárausturinn held- ur ætti að umbreyta stofnuninni þ.e. hún fari að vinna að verk- efnum sem skila þjóðfélaginu ein- hverjum arði. Þau gögn sem Lmí er nú að gefa og hafa nákvæmni sem er minni en 10 metrar getur stofnunin auðvitað leigt á markaði, því að þau eru líka til þar, og snúið sér í staðinn að einhverju þarflegu eins og t.d. gerð landamarka- grunns fyrir Ísland í samvinnu (eða með samruna við) Þjóðskrá Íslands. Það er risaverkefni sem vantar sárlega að láta vinna. Til þess verks geta Lmí leigt gögn á frjálsum markaði. Eftir Örn Arnar Ingólfsson Örn Arnar Ingólfsson » Samantekt á stöðu markaðarins þegar samþykkja á frumvarp um kollsteypu á mark- aðnum. Höfundur er fyrrverandi fram- kvæmdastjóri Loftmynda ehf. Ríkisvæðing kortagerðar Skútuvogi 6 - Sími 568 6755 Teppi á stigaganginn - nú er tækifærið ! Komum á staðinn með prufur og mælum, ykkur að kostnaðarlausu Eitt verð niðurkomið kr. 6.390 m2 Tilefni þessarar greinar er umræðuþátt- ur á RÚV 2. mars sl. sem undirritaður varð sannast að segja furðu lostinn við að horfa á. Þátttakendur virtust allir, að undanteknum einum, vera mótfallnir því, að lagður yrði raf- magnsstrengur um há- lendi landsins til Norð- urlands, en skortur er þar á rafmagni til eflingar ýmiskonar at- vinnuuppbyggingu, sem og til al- mennra nota. Einn þátttakenda var maður úr Fjarðabyggð á Austfjörðum. Hann skar sig úr hópnum með hógværð sinni og látleysi um leið og hann lagði áherslu á að raflína þessi yrði lögð og hefði mátt vera skeleggari í sínum málflutningi. Augsýnilega féll hann ekki í kramið hjá öðrum þátt- takendum. Þó tók nú fyrst steininn úr, þegar einn þátttakenda, Styrmir Gunn- arsson, hrópaði hátt og endurtók hrópið tvisvar sinnum, að lagning rafstrengs yf- ir hálendið kæmi aldr- ei til greina og hver voru nú rökin? Jú, að hálendið væri slík náttúruperla að verð- mæti að slíkt jafnaðist á við verðmæti allra fiskimiðanna kringum landið. Mér sortnaði fyrir augum og spurði sjálfan mig hvers kon- ar vitleysu maðurinn væri eiginlega að halda fram. Allir vita að hálendi Íslands er gróðurlaus auðn, uppblásnir melar, sandflákar og sandfok, möl, stór- grýti, leirflákar og rofabörð. Ekki nóg með það því að samkvæmt mæl- ingum innlendra sem erlendra nátt- úrufræðinga þá er hálendi Íslands hvorki meira né minna en „stærsta eyðimörk Evrópu“. Hvílík fásinna. Er það virkilega svo að í umræðu- þætti sem þessum, þar sem rætt er mikilvæg málefni, sem snerta lífs- afkomu þjóðarinnar sé valið fólk, sem þekkir ekki staðreyndir mál- anna og síðan kemur einstaklingur, sem svífst einskis og er rökþrota og setur fram skoðun um náttúru- vernd, sem er ekkert annað en þvæla? Undarlegt þótti mér að stjórnandi þáttarins skyldi ekki spyrja þátttak- endur einn af öðrum hvað ætti að gera ef rafmagn fengist ekki flutt um hálendið til Norðurlands, þ.e.a.s. hvort setja ætti þá upp dísilraf- stöðvar í sveitum og bæjum fyrir norðan eða þá að byggt yrði kjarn- orkuver til þess að vernda hálendið, náttúruperluna. Eftir Þórhall Arason » Allir vita að hálendi Íslands er gróður- laus auðn, uppblásnir melar, sandflákar og sandfok, möl, stór- grýti, leirflákar og rofabörð. Þórhallur Arason Höfundur er fyrrv. iðnrekandi og framkvæmdastjóri. Raflínustrengur til Norðurlands - með morgunkaffinu mbl.is alltaf - allstaðar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.