Morgunblaðið - 19.03.2015, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 19.03.2015, Blaðsíða 24
Smiðjuvegi 68-72, Rvk Hjallahrauni 4, Hfj Fitjabraut 12, Njarðvík Eyrarvegi 33, Selfossi Barðinn, Skútuvogi 2 Við tökum að okkur: Peruskipti, rafgeymaþjónustu, bremsuviðgerðir, stýrisenda, spindilkúlur, kerti, kertaþræði, hjólalegur, fjöðrunarbúnað, viftureimar, hjólastillingar og margt fleira. LAGFÆRUM BÍLINN VIÐ www.solning.is 24 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MARS 2015 „Mottumars – karl- ar og krabbamein“ er árveknisátak Krabba- meinsfélagsins gegn krabbameinum hjá körlum, nú haldið í áttunda sinn. Mark- mið átaksins er ann- ars vegar að hvetja karla til að huga að heilsu sinni og sinna forvörnum gegn krabbameinum og hins vegar fjár- öflun. Lögð er áhersla nú sem endranær á fræðslu, forvarnir, ráð- gjöf og rannsóknir. Hefur Krabba- meinsfélagið í samvinnu við heil- brigðisyfirvöld og fagfólk, með tilstyrk almennings, félagasamtaka og atvinnulífs unnið að öflugri fræðslu og forvörnum gegn krabbameinum frá stofnun fyrstu krabbameinsfélaganna árið 1949. Hvers vegna ekki? Í Mottumars-mánuðinum verður alltaf nokkur umræða um það, hvers vegna ekki er leitað skipu- lega að krabbameinum hjá körl- um, eins og gert er vegna brjósta- og leghálskrabbameina hjá konum. Svarið er margþætt. Skipuleg krabbameinsleit er flókin og alls ekki óumdeild. Hún verður að vera byggð á viðurkenndum al- þjóðlegum viðmiðum og rann- sóknum. Sem dæmi má nefna að þótt blöðruhálskirtilskrabbamein sé algengasta krabbamein hjá körlum hafa alþjóðlegar, gagn- reyndar rannsóknir því miður ekki sýnt fram á gagnsemi skipulegrar leitar að því meini. Þess vegna er ekki mælt með slíkri leit hjá körl- um. Á undanförnum árum hafa birst alþjóðlegar rannsóknir sem benda til þess að ávinningur sé að skipu- legri leit að krabbameini í ristli og endaþarmi. Í mars 2014 stóð Krabbameinsfélagið, ásamt ellefu fag- og sjúklingafélögum, að áskor- un til heilbrigðisráðherra og al- þingismanna um að hefja hópleit að ristilkrabbameini. Krabbameins- félagið hefur frá árinu 2014 sent öllum sem verða 50 ára afmæl- iskort þar sem afmælisbörnin eru hvött til að vera vakandi fyrir ein- kennum ristilkrabbameins og ræða við sinn lækni um leit að sjúk- dómnum. Tryggingarfélagið Okkar hefur veitt Krabbameinsfélaginu veglegan styrk til að vinna að und- irbúningi slíkrar hópleitar og hefur Krabbameinsfélagið ráðið sér- fræðilækni í meltingarsjúkdómum til að vinna að verkefninu, sem verður unnið í samvinnu við fag- fólk, Embætti landlæknis og vel- ferðarráðuneytið. Staðan á Norðurlöndum Árið 2004 hófu Finnar skipulega leit að krabbameini í ristli og endaþarmi með viðurkenndu hægðaprófi hjá aldurshópnum 60- 69 ára með þátttöku nokkurra sveitarfélaga í upphafi en leitin náði síðar til flestra sveitarfélaga landsins. Heilbrigðisyfirvöld í Svíþjóð mæla með skipulegri leit að rist- ilkrabbameini hjá aldurshópnum 60-74 ára en slík leit hófst í Stokk- hólms- og Gotlandslénum árið 2008 með viðurkenndu hægðaprófi í ald- urshópnum 60-69 ára. Síðan 2013 hafa lénin og landsþingin tekið þátt í rannsókn á því hvaða skimunar- aðferð myndi henta best í Svíþjóð. Í Noregi er ekki skipuleg leit að krabbameini í ristli og endaþarmi en árið 2012 hófst tilraunaverkefni í þremur af nítján fylkjum landsins þar sem markmiðið er að finna að- ferð sem myndi virka best þar í landi. Í Danmörku hófst skipuleg leit að krabbameini í ristli og enda- þarmi í mars 2014 og er öllum á aldrinum 50-74 ára sent viðurkennt hægðapróf sem síðar er sent til af- lestrar á rannsóknarstofur. Það er mikilvægt að við lærum af nágrannaþjóðum okkar og reyn- um þannig að finna bestu aðferðina fyrir Ísland. Krabbameinsfélagið leggur áherslu á að öll krabba- meinsleit sé byggð á viðurkenndum rannsóknum og með hliðsjón af er- lendum leitarleiðbeiningum til að tryggja faglegan grundvöll hennar. Faglegar forsendur Tilgangur Krabbameinsfélagsins er að styðja og efla í hvívetna bar- áttuna gegn krabbameini, meðal annars með því að stuðla að þekk- ingu og menntun um krabbamein og að beita sér fyrir leit að krabba- meinum á byrjunarstigi, jafnt hjá konum sem körlum. Ákvörðun um skipulega leit að krabbameini er tekin af heilbrigðisyfirvöldum og byggist fyrst og fremst á faglegum og fjárhagslegum forsendum. Krabbameinsfélagið hvetur landsmenn til að taka virkan þátt í Mottumars-átakinu í ár. Það má gera með margvíslegum hætti, og leiðir til þátttöku eru fjölbreyttar og skemmtilegar. Mikilvægast er þó að kynna sér málin, m.a. á síð- unni mottumars.is sem hefur að bjóða mikinn fróðleik fyrir karla um heilsu og forvarnir. Eru karlar hlunnfarnir við krabbameinsleit? Eftir Jakob Jóhannsson og Kristján Oddsson » Ákvörðun um skipu- lega leit að krabba- meini er tekin af heil- brigðisyfirvöldum og byggist fyrst og fremst á faglegum og fjárhags- legum forsendum. Jakob Jóhannsson Jakob er yfirlæknir geislameðferðar krabbameina á Landspítalanum og stjórnarformaður Krabbameinsfélags Íslands. Kristján er yfirlæknir Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins. Kristján Oddsson Heilt korter var tekið af ein- um af bestu þáttum RÚV, þe. Kiljunni, þætti Egils Helga- sonar, án þess svo mikið sem biðjast afsökunar. Og hvað olli því? Jú þátturinn Gettu betur, ágætis þáttur, fyrir ut- an flóð af auglýsingum í lok þess þáttar. Hver bað um þessa breytingu? Örugglega ekki áhorfendur. Svona framferði er gjörsamlega ófyrirgefanlegt. Sigurdís Egilsdóttir. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Gettu betur Morgunblaðið/Golli Glaðir Þessir piltar unnu á sínum tíma. Matorka hefur und- anfarin misseri unnið að uppbyggingu ný- fjárfestingar í formi 3.000 tonna fjöleldis- stöðvar í Grindavík sem byggist á nýjustu tækni og sjálfbærni. Um er að ræða um- hverfisvæna fram- leiðslu þar sem stöðin nýtir fráfall frá orku- verinu í Svartsengi, endurnotar vatn og nýtir jafnvel frárennsli til frekari verðmætasköpunar. Félagið vinnur eftir hugmyndafræði um græna hringferlið þar sem engu er kastað frá enda er heimurinn kom- inn að endamörkum í sóun og ofnýt- ingu auðlinda. Eldisstöð Matorku verður fyrsta landeldisstöðin fyrir laxfiska sem byggð er á Íslandi í 30 ár. Þessi eldisstöð verður fjöleldis- stöð þar sem framleiddir verða að- allega laxfiskar, s.s. bleikja, lax og mögulega regnbogi, jafnvel seabass eða tilapia. Landeldi á sér mikla möguleika á Íslandi og því sjá aðstandendur Matorku tækifæri í eldi á bleikju, laxi og regnbogasilungi í landeldi- stöðvum. Landeldi á laxfiskum opn- ar möguleika inn á nýja markaði því vaxandi markaðir eru fyrir eldisfisk sem ekki hafa neikvæð áhrif á lífríki sjávar og villta stofna. Fjárfestingin í Grindavík er áætl- uð vera um 1,4 milljarðar, veitir um 45 manns vinnu og skapar gjaldeyr- istekjur um 3 milljarða á ári. Á sama tíma eru áætluð afleidd störf 10-15 og óbeinar tekjur annarra fyrirtækja 1,3 milljarðar á ári. Þar sem atvinnuleysi hefur verið við- varandi vandamál á Reykjanesi, er um verðugt verkefni að ræða. Matorka sótti um ívilnun vegna nýfjárfestingar á grundvelli laga nr. 99/2010 um ívilnanir vegna ný- fjárfestinga á Íslandi. Það sama gátu önnur fiskeldisfyrirtæki gert eða önnur félög sem hugðu að ný- fjárfestingu. Umsókn Matorku fékk efnislega og vandaða stjórnsýslu- meðferð sem tók tæplega eitt og hálft ár. Nú þegar því ferli er lokið koma fram hagsmunaaðilar og aðrir fiskeldisframleiðendur og eru ósattir við að lögin geti átt við fyr- irtæki sem séu í fiskeldi. Ef til vill hefði verið heppilegra fyrir fyr- irtæki í greininni að kanna mögu- leika eigin starfsemi til sambæri- legra samninga í stað þess að gagnrýna fordæmið sem nú er sett fyrir hugsanlegar framtíðar- fjárfestingar þeirra. Rétt er að benda á það að flest ef ekki öll önn- ur fiskeldisfyrirtæki sem starfa hér á landi eru starfrækt í afskrifuðum fiskeldisstöðvum sem hafa verið keyptar út úr þrotabúum. Samkeppnisforskot núverandi fyrirtækja er töluvert við fyrirtæki sem byggja framleiðslu frá grunni lík og Matorka. Það er í sjálfu sér eðlilegt að núverandi framleiðendur reyni með öllum ráðum að stöðva nýja aðila á markaðnum. Það er þekkt í þessum geira um allan heim. Fjár- festingasamningur sem undirritaður var við Matorku er alfarið í samræmi við lög 99/ 2010 og felur í sér sams konar ívilnun og aðrir fjárfestingasamningar sem gerðir hafa verið á grundvelli þeirra laga. Miklar rang- færslur hafa verið í fjölmiðlum um upphæð ívilnunar sem hlutfall af fjárfestingu. Núvirt ívilnun til 10 ára felur ekki í sér beinan styrk, heldur afslátt á ýmsum opinberum gjöldum á tímabilinu. Hámarksívilnun Matorku verður 425 mkr. að uppfylltum ýmsum skil- yrðum. Það er allskostar óvíst að félagið nái þeirri hámarksívilnun sem samningurinn nær til. Allt tal um að félagið hafi rétt á allt að 60% fjárfestingar stenst enga skoðun og virðist sett fram með það að mark- miði að kasta rýrð á raunverulegt efni samningsins. Kollegar okkar í fiskeldi á Íslandi hafa farið mikinn í fjölmiðlum um að starfsemi Matorku setji mark- aðinn á hliðina og raski samkeppni. Markaðir íslenskrar fiskeldisfram- leiðslu eru allur heimsmarkaðurinn. Bleikja telst til laxfiska en sá mark- aður er 3,3 milljónir tonna. Fjár- festingasamningur, sem er for- senda þess að áform Matorku um 3.000 tonna fjöleldi, leiðir ekki af sér röskun á þessum markaði. Ekki tala kollegar okkar um að áform annarra framleiðenda á Íslandi setji allt á hliðina en í pípunum er framleiðsluaukning á bleikju um allt að 5.000 tonn og er þar Sam- herji stærstur. Af hverju telst það ekki röskun á samkeppni? Matorka hefur um missera skeið unnið markvisst í markaðsmálum í Bandaríkjunum, A-Evrópu og Asíu, á nýjum mörkuðum sem bleikja frá Íslandi hefur ekki verið seld til fram að þessu. Framleiðendur á Ís- landi eiga öllu frekar að taka hönd- um saman og fagna nýjum mörk- uðum og sterkari ímynd íslenskra fiskafurða í stað þess að berjast innan frá. Fögnum því að nýfjár- festing í fiskeldi sé að verða að veruleika því það er afar mikilvægt að Íslendingar haldi vel á spöð- unum og missi ekki af lestinni í þró- un fiskeldis og viðhaldi stöðu sinni sem sterk sjávarútvegsþjóð í fram- tíðinni. Matorka og fiskeld- isstöðin í Grindavík – nokkrar staðreyndir Eftir Árna Pál Einarsson Árni Páll Einarsson » Félagið vinnur eftir hugmyndafræði um græna hringferlið þar sem engu er kastað. Höfundur er forstjóri Matorku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.