Morgunblaðið - 19.03.2015, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 19.03.2015, Qupperneq 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MARS 2015 BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Miðvikudaginn 25. júlí 1956 stór- skemmdist skemmtiferðaskipið MS Stockholm eftir árekstur við annað skemmtiferðaskip, SS Andrea Doria, undan ströndum Massachus- etts á austurströnd Bandaríkjanna. Tæpum sextíu árum síðar, miðviku- daginn 18. mars 2015, lagðist MS Stockholm við bryggju í Reykjavík- urhöfn en undir öðru nafni. Árekstur skipanna er með þekkt- ari sjóslysum sögunnar. SS Andrea Doria var sagt öruggasta skip sem Ítalir höfðu smíðað. Um borð voru 1.134 farþegar og 572 í áhöfn og fór það leiðina milli Genóa og New York á níu dögum. MS Stockholm var mun minna skip. Um borð voru 534 farþegar og 208 manna áhöfn þegar slysið varð. Það sigldi undir merkj- um Swedish American Line. Hér til hliðar má sjá mynd af MS Stockholm eftir áreksturinn (vinstri myndin) og SS Andrea Doria eftir að það var byrjað að sökkva. Fyrir neð- an er svo mynd af MS Stockholm eins og það leit út í Reykjavík í gær. Skipið heitir nú Azore og siglir undir portúgölskum fána. Röng viðbrögð í þokunni Lýsingar á aðdraganda slyssins eru dramatískar. Mikil þoka var og þurftu áhafnirnar að notast við ratsjá. Þær vissu hvor af annarri og breyttu stefnu til að koma í veg fyrir slys. Klukkan var að ganga tólf um kvöld og svartamyrkur. Áhöfn SS Andrea Doria tók stefn- una til hafnar en áhöfn sænska skipsins ætlaði sér að auka bilið milli skipanna en með þveröfugum afleið- ingum. Skipin nálguðust hvort ann- að og undir lokin sáust skipin í þok- unni. Gerðu áhafnirnar þá örvæntingarfullar tilraunir til að forða árekstri en það var um seinan. Alls 52 farþegar um borð í SS Andr- ea Doria týndu lífi og fimm til við- bótar í áhöfn MS Stockman. Þrátt fyrir að vera mikið laskað sigldi MS Stockholm með 327 far- þega og 245 manna áhöfn af SS Andrea Doria til hafnar í New York. Tæplega 1.100 farþegar fengu því far með öðrum skipum. Nálæg skip komu til björgunar Ellefu tímum eftir áreksturinn var ítalska skipið horfið í sæ og varð það farþegum til björgunar að það var lengi að sökkva. Nálæg skip komust á vettvang í tæka tíð og var stórslysi í ætt við Titanic-slysið 44 árum áður þar með afstýrt. Nýr kafli í sögu MS Stockholm hófst í ársbyrjun 1960 þegar það var selt til Austur-Þýskalands. Fékk skipið þá nafnið Völkerfreundschaft og sigldi undir því nafni til 1985. Fjórum árum síðar var skipið selt til ítalskra fjárfesta og var því svo siglt til Genóa, heimahafnar SS Andrea Doria. Gáfu ítalskir fjöl- miðlar þá fleyinu nafnið „skip dauð- ans“. Það var endurbyggt og hafði því verið gefið nafnið Aþena þegar sjóræningar umkringdu það í Aden- flóa, milli Jemens og Sómalíu, í des- ember 2008. „Skip dauðans“ við Íslandsstrendur  Eitt sögufrægasta skemmtiferðaskip siglingasögunnar lagðist við Reykjavíkurhöfn í gærmorgun  Fyrir tæpum 60 árum sigldi skipið á annað skemmtiferðaskip  Varð síðar fyrir árás sjóræningja Ljósmynd/Gísli Jóhann Hallsson Við Reykjavíkurhöfn MS Stockholm heitir nú MV Azores. Skipið hefur lent í ýmsum hremmingum. Ljósmynd/Wikipedia Stórskemmt Skemmtiferðaskipið MS Stockholm eftir áreksturinn. Ljósmynd/Wikipedia Harmleikur SS Andrea Doria fær vota gröf við strendur Bandaríkjanna. „Þetta var bjartur og fagur laug- ardagsmorgunn og í slíkri blíðu er eins og fólk slaki á öryggisvitund sinni. Í vondu veðri ráfar það ekki jafnmikið um svæðið,“ segir Linda Guðmundsdóttir, landvörður við Gullfoss. Þegar Linda kom að náttúruperl- unni einn fagran laugardagsmorgun blasti við henni ljót sjón. Nokkrir ferðamenn höfðu hunsað lokun á neðri stígnum, farið svo út af stígn- um og gengið út á íshengju sem hallaðist nokkra metra fram af klettabrúninni sjálfri. Á stuttum tíma höfðu margir farið í fótsporin og skilið svæðið eftir úttraðkað, alla leið út á ystu nöf. Mildi er talin að ekki varð mannskætt slys vegna þessa athæfis. Linda setti aukagirðingar við keðjurnar sem loka aðgenginu að neðri stígnum og hækkaði girðingar þar sem ferðamennirnir höfðu ver- ið. „Það gerist of oft að ferðamenn virði ekki lokanir. Þarna virtist fólk ekki átta sig á að það stæði ekki á föstum grunni heldur nánast á lyg- inni einni saman. Okkur sem vorum að vinna þarna brá alveg rosalega þegar við sáum þetta,“ segir Linda. benediktboas@mbl.is Skýrt Það þarf einbeittan brotavilja til að fara framhjá þessum lokunum við Gullfoss. Keðjur, bönd og skýr skilti blasa við gestum náttúruperlunnar. Mikill brotavilji að virða ekki lokun  Heppnir ferðamenn við Gullfoss Hálsmen 29.900 Hálsmen 14.900 Bankastræti 12 | 101 Reykjavík | Sími 551 4007skartgripirogur.is Eyrnalokkar 14.900 Hringur 16.900 Hálsmen 17.900 Ný skartgipalína Hringur 17.900 Hringur 29.900

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.