Morgunblaðið - 19.03.2015, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 19.03.2015, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MARS 2015 ÚR BÆJARLÍFINU Skapti Hallgrímsson Akureyri Miklar skemmdir urðu á gróður- húsum á bænum Brúnulaug í Eyja- fjarðarsveit í fyrrinótt. Eldur kvikn- aði í lítilli byggingu, sem tengir húsin, mjög líklega út frá rafmagns- töflu. Í tengibyggingunni var pökk- unaraðstaða og öll tæki þar eru gjörónýt.    Gísli bóndi Hallgrímsson skaut á það í gær að tjónið gæti numið 15 milljónum króna en enn er reyndar ekki vitað hvað verður um upp- skeruna. Paprikuræktun er í báðum húsunum og til stóð að tína þær í næstu viku.    Slökkviliðið á Akureyri og lög- reglan voru kölluð út um tvöleytið í fyrrinótt. Bærinn er um 17 kílómetr- um sunnan Akureyrar. Anna Sigríð- ur Pétursdóttir, kona Gísla, varð eldsins vör, og sagði Gísli að eld- tungur hafðu teygt sig á að giska 10 metra til himins. „Þetta getur þýtt að maður er tekjulaus hálft árið,“ sagði Gísli í gær, en hann segist reyndar vel tryggður. „Ég þumbast með þetta en þetta er samt áfall.“    Boðið verður upp á nám í tölv- unarfræðum við Háskólann á Akur- eyri frá og með næsta hausti. Námið er á ábyrgð og kennt af kennurum tölvunarfræðideildar Háskólans í Reykjavík, í samvinnu við kennara við HA. Samningur þar að lútandi var undirritaður á dögunum.    Um er að ræða tveggja ára dipl- ómanám í tölvunarfræði. Til að ljúka BSc-gráðu þyrfti að bæta við einu ári við Háskólann í Reykjavík, „en einnig má nýta diplóma í tölvunar- fræði sem undirstöðu fyrir annað nám í öðrum hvorum háskólanum“, segir í tilkynningu frá HA.    Sýningin Ertu tilbúin, frú for- seti? verður opnuð í Minjasafninu á Akureyri á laugardaginn, í tilefni 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna á Íslandi. Sjónum er þar beint að Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta lýðveldisins. „Umkringd dökkklæddum jakka- fataráðamönnum ruddi hún óhikað brautir, hvort sem það var með orð- um sínum eða verkum. Þessi ímyndarsköpun lá ekki síst í vali hennar á fatnaði og frá fyrsta degi var hún tákn glæsilegrar nútíma- konu,“ segir í tilkynningu frá safn- inu, en Vigdís var, sem kunnugt er, fyrsti lýðræðislega kjörni kven- forseti í heimi. Búningar opinberra embættis- manna hér á landi eiga sér fyrir- myndir hjá öðrum þjóðum og um notkun þeirra gilda alla jafna reglur. „Vigdís hafði engar slíkar fyrir- myndir þegar hún var kjörin í emb- ætti, né heldur meitlaða hugmynd um hvernig fataskápur kvenforset- ans ætti að vera,“ segir í tilkynn- ingu.    Á sýningunni gefst tækifæri til að kynnast þeim áherslum sem Vig- dís lagði í fatavali og persónulegum minningum úr forsetatíð hennar. Einnig er þar að sjá fylgihluti, ljós- myndir og gripi sem tengjast marg- þættum störfum hennar sem for- seta. Sýningin kemur frá Hönnunar- safni Íslands og er sett upp í sam- starfi við Minjasafnið á Akureyri og unnin í samvinnu við Vigdísi Finn- bogadóttur.    Hljómsveitin Skálmöld heldur þrenna tónleika á Græna hattinum um helgina. Þá fyrstu annað kvöld og tvenna á laugardagskvöldið. Þriðja hljóðversplata sveitarinnar, Með vættum, kom út 31. október, strax í kjölfarið fór hljómsveitin ut- an í tónleikaferðalag og hefur ekki leikið í lýðveldinu síðan. Þetta eru því síðbúnir útgáfutónleikar. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Tjón Lögreglumenn skoðuðu verksummerki eftir eldsvoðann í gærmorgun. Miklar skemmdir í eldi á Brúnulaug Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Óvíst er hvort norska verður áfram kennd við Háskóla Íslands. Fjár- styrkur norskra stjórnvalda til kennslunnar verður felldur niður, en hann hefur náð yfir laun sendi- kennara. Ekki er ólíklegt að áþekk- ir styrkir til kennslu annarra Norð- urlandamála falli einnig niður. Norska hefur verið kennd í Há- skóla Íslands frá árinu 1948 og í tengslum við námið hefur orðið til mikið menningarstarf, að sögn Gro Tove Sandsmark sendikennara og lektors í norsku. Norska er nú kennd til BA-prófs og að auki er hún hluti af meistara- námi í norðurlandafræði. „Því miður er þetta að gerast og það er vegna ýmissa breytinga í kerfinu,“ segir Gro. Styrkurinn hefur verið greiddur út á vegum stofnunar sem heyrir undir norska menntamálaráðuneytið og nú hefur verið ákveðið í sparnaðarskyni að hætta að greiða hann. „Nú erum við, hópur fólks bæði í Noregi og á Íslandi, að reyna að finna lausn á þessu. Ein hugmyndin er að löndin skipti lektorslaununum á milli sín.“ Ef viðunandi lausn finnst ekki, verður norska þá ekki kennd í HÍ? „Nei, líklega ekki,“ segir Gro. Geir Sigurðsson, varaforseti deildar erlendra tungumála, bók- mennta og málvísinda segir að þessi styrkur sé nauðsynlegur til að halda uppi kennslu í námsgrein- inni. Dýrmætt nám Samkvæmt upplýsingum á vef- síðu Háskóla Íslands eru 13 nem- endur nú skráðir í norskunám. Geir segir mikilvægt að einblína ekki á fjöldann, hægt sé að nota fleiri mælikvarða. „Hver og einn sá sem leggur stund á tungumál er þjóð- félaginu afar dýrmætur,“ segir hann. Danska og sænska eru einnig kenndar við deildina og að sögn Geirs hafa stjórnvöld í Danmörku og Svíþjóð styrkt það nám. „Núna bendir margt til þess að sá stuðn- ingur gæti sömuleiðis verið í hættu, að stjórnvöld þar fari að fordæmi þeirra norsku,“ segir Geir. Gætu þurft að hætta að kenna norsku í HÍ  Fjárstyrkur felldur niður  Sama gæti gilt um hin Norðurlandamálin Geir Sigurðsson Gro Tove Sandsmark VerðlaunahönnunfráOticon Glæsibæ | Álfheimum 74 | 104 Reykjavík | Þjónusta á landsbyggðinni | Sími 568 6880 | www.heyrnartækni.is | Framúrskarandi tækni íOticonheyrnartækjumskilar þérbestumöguleguhljómgæðumíólíkumaðstæðum. NýjudesignRITEtækinerueinstakleganettoghafa hlotiðalþjóðleghönnunarverðlaun.Njóttuþessað heyraskýrtogáreynslulaustmeðheyrnartækisem hentarþínumpersónuleguþörfum. Fáðu þetta heyrnartæki lánað í 7 daga - án skuldbindinga Fullkomin þráðlaus tækni Engir hnappar Auðvelt að handleika Vatnshelt Bókaðutímaí fríaheyrnarmælingu ogfáðuheyrnartækitilprufuívikutíma Sími5686880 Stórt skref verður stigið í 110 ára sögu Verslunarskóla Íslands með nýju skólaári en þá verður í fyrsta sinn kennt eftir nýrri námskrá. Með henni verða stúdentar nú útskrif- aðir á þremur árum í stað fjögurra. Boðið er upp á fjórar náms- brautir til stúdentsprófs við skól- ann; alþjóðabraut, lista- og nýsköp- unarbraut, náttúrufræðibraut og viðskiptabraut. Verslunarskóli Íslands, sem stofnaður var árið 1905, hefur út- skrifað stúdenta frá árinu 1945. Sameiginlegur kjarni gefur 97 ein- ingar, brautarkjarni 60 einingar og loks velja nemendur sér áfanga og sérhæfa sig, sem gefur 50 einingar. Til að fá svör við þeim spurn- ingum sem kunna að vakna er 10. bekkingum og forráðamönnum boðið á opið hús í Verslunar- skólanum í dag milli kl. 17:00 og 19:00. Þriggja ára nám í Verslunarskólanum kynnt á opnu húsi með 10. bekkingum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.