Morgunblaðið - 19.03.2015, Síða 35

Morgunblaðið - 19.03.2015, Síða 35
fessional Women – BPW sem eru alþjóðleg kvennasamtök sem styðja við málefni og velferð kvenna og var forseti BPW á Íslandi árin 2010-2013. Áhugamál mín eru auðvitað fjöl- skyldan mín og barnabörnin og svo allt er lýtur að starfi mínu og hag viðskiptavina minna við kaup og sölu fasteigna. Einnig fer ég á skíði á hverju ári til Austurríkis en syst- ir mín býr í Lungau, sem er í aust- urrísku Ölpunum, þar sem hún rek- ur skíðahótel, svo ég er afar vel sett hvað þetta varðar og verð ein- mitt stödd þar á afmælisdaginn. Fjölskylda Eiginmaður Ingibjargar var Ólafur Stefánsson, f. 5.1. 1952, d. 18.12. 2001, viðskiptafræðingur og löggiltur fasteignasali. Foreldrar hans: Stefán Jóhann Ólafsson, f. 19.8. 1917, d. 17.2. 1997, háls-, nef- og eyrnalæknir, og kona hans Kol- brún Ólafsdóttir Proppé, f. 12.4. 1925, húsmóðir í Reykjavík. Börn Ingibjargar og Ólafs eru Þórður Sigfús Ólafsson, f. 24.11. 1973, löggiltur fasteignasali, býr í Reykjavík; Stefán Jóhann Ólafs- son, f. 6.1. 1981, löggiltur fast- eignasali, býr í Reykjavík; Ólafur Már Ólafsson, f. 16.12. 1986, við- skiptafræðingur og MSc í alþjóða- viðskiptum og er að ljúka námi til löggildingar í fasteignasölu, býr í Reykjavík. Maki hans: Þóra Sif Friðriksdóttir, f. 29.12. 1987, við- skiptafræðingur, MSc í alþjóða- viðskiptum og er að ljúka meistara- námi í lögfræði við HR. Börn Ólafs og Þóru: Elísabet Þóra Ólafsdóttir, f. 29.2. 2012, og Þórdís Borg Ólafs- dóttir, f. 9.12. 2014. Systur Ingibjargar: Ásdís Þórð- ardóttir, f. 2.1. 1948, d. 7.7. 1991, flugfreyja og löggiltur fasteigna- sali, var búsett í Garðabæ, og Þur- íður Þórðardóttir f. 9.5. 1963, starf- aði um árabil í Búðaðarbankanum, búsett í Austurríki en yfir sumar- mánuðina býr hún á Akureyri og rekur þar m.a. Hótel Akureyri. Foreldrar Ingibjargar: Þórður Sigfús Þórðarson, f. 19.3. 1925, d. 24.9. 1994, rakarameistari í Vest- mannaeyjum og kaupmaður þar og síðar í Reykjavík og síðar útgerð- armaður á Eyrarbakka, og Theo- dóra Elísabet Bjarnadóttir, f. 3.1. 1924, d. 13.6. 2011, hárgreiðslu- meistari í Vestmannaeyjum, kaup- maður í Vestmannaeyjum og síðar í Reykjavík og starfaði síðast sem hárgreiðslukona á Grund. Úr frændgarði Ingibjargar Þórðardóttur Ingibjörg Þórðardóttir Þorbjörg Salína Þorsteinsdóttir húsfreyja á Bakka Valdimar Magnússon bóndi á Bakka í Skeggjast.sókn, N-Múl. Guðrún Stefanía Valdimarsdóttir húsfreyja í Miðfirði, síðar á Þórshöfn Bjarni Oddsson b. í Miðfirði á Langanes- strönd, N-Múl. Theodóra Elísabet Bjarnadóttir hárgreiðslum. í Eyjum og Rvík Gunnhildur Vilhelmína Bjarnadóttir húsfreyja á Felli Oddur Gunnarsson b. á Felli á Strönd, Skeggjast.hr., N-Múl. Magnea Bjarnad. húsfr á Bjarnast. í Axarfirði Halldór Bjarnason aðjúnkt við HÍ og doktor í hagsögu Elsa Axelsd. hús- fr. á Y-Brekkum í Sauðaneshr., N-Þing. Axel Pálmason hagfr. hjá AGS Þorbjörg Bjarnad. sjúkraliði í Reykjavík Ásdís Þórðardóttir flugfr. og lögg. fasteignasali Þuríður Þórðardóttir hótelstjóri á Akureyri og í Austurríki Helga María Þorvarðardóttir ljósmóðir og húsfreyja Þuríður Ólafsdóttir húsfreyja í Rvík Þórður Sigfús Vigfússon sjóm., drukknaði í Hull 1924 Þórður Sigfús Þórðarson rakarameistari í Eyjum, kaupm. og útgerðarm. Sigríður Vigfúsdóttir húsfreyja í Hamrakoti Vigfús Höskuldsson b. í Hamrakoti í Þingeyra- sókn, A-Hún. Guðmundur Theodór Jóns- son löggiltur fasteignasali Arnar Þór Jóns- son lögfr. og lektor við HR Daníel Smára- son hótelstjóri á Hótel Akureyri Ólafur Bjarnason trésmiður á Eyrarbakka Sigríður Ólafsd. húsfr. á Eyrarb. og Selfossi Páll Sigurðsson skrifstm. hjá Framl.ráði landb. Þorsteinn Pálsson fv. forsætisráðherra Ólafur Bjarnason söðlasm. og b. á Eyrarbakka Lilja Ólafsdóttir húsfreyja í Króka í Flóa, Árn. Ólafur Halldórssson handritafræðingur við Árnastofnun ÍSLENDINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MARS 2015 95 ára Judith Júlíusdóttir 90 ára Guðrún Jónsdóttir 85 ára Elís Pétur Sigurðsson Jónína Sveinbjörnsdóttir 80 ára Finnur Stefán Guðmundsson Inga A. Guðmundsdóttir Jórunn Helga Sveinsdóttir Stefán Gunnlaugur Sveinsson Stefán Karlsson Steinar Marteinsson 75 ára Gestur Ámundason Guðbjörg Jónsdóttir 70 ára Björg Margrét Sigurgeirsdóttir Friðrik Steingrímsson Hallfríður Kristín Skúladóttir Kittý Stefánsdóttir Nanna Hansdóttir Sigríður Konráðsdóttir Sigrún Jóhannsdóttir Sigurður Vilmundsson Soili Hellman-Erlingsson Steinar Guðjónsson Steindór Hálfdánarson Örlygur Sigurðsson 60 ára Ársæll Ármannsson Freydís Harðardóttir Katrín Gróa Jóhannsdóttir Margrét Ásgeirsdóttir Marta Loftsdóttir Ómar Sigurbjörnsson Steinunn Jónasdóttir Valgerður Reynaldsdóttir Þorvarður Óskarsson 50 ára Bryndís Steinsdóttir David Jeremy Flannery Guðmunda Rut Björnsdóttir Jóhann Viggó Jónsson 40 ára Bjarki Markússon Bjarni Már Magnússon Elín Ósk Hreiðarsdóttir Erna Geirlaug Árnadóttir Geir Gunnar Markússon Jóhann Dalberg Sandridge Jóhannes Snorrason Kristinn Arnar Aspelund Ólafur Hallgrímsson Rósalind Hugbjört Ein- arsdóttir Sindri Páll Kjartansson Sombat Prasarn 30 ára Atli Örn Gunnarsson Árni Theodór Long Bryndís J. Sveinbjarn- ardóttir Guðni Þór Kristjánsson Kristján Jóhannesson Magnús Grétar Sölvason Marek Kaban Oddný Jónsdóttir Ólafur Már Jónsson Sigurrós Jóhannsdóttir Víkingur Heiðar Arnórsson Örvar Erling Árnason Til hamingju með daginn 40 ára Haraldur er frá Ásfelli í Hvalfjarðarsveit, býr í Reykjavík, er orku- verkfr. og framleiðslustj. hjá Carbon Recycling. Maki: Elín Heiða Þor- steinsdóttir, f. 1984, leik- skólakennari í Dalsskóla. Börn: Þorbergur Óttar, f. 2012, og Steinunn Inga, f. 2014. Foreldrar: Sigurður Hjálmarsson, f. 1935, og Bjarnfríður Haraldsdóttir, f. 1940. Haraldur Sigurðsson 30 ára Haukur er Reyk- víkingur en býr í Reykja- nesbæ og er mannauðs- ráðgjafi hjá Isavia. Maki: Iðunn Kristín Grét- arsdóttir, f. 1981, meist- arnemi í reikningsskilum og endurskoðun við HÍ. Börn: Emilía Sigrún, f. 2008, og Hafþór Ingi, f. 2012. Foreldrar: Örn Ólafsson, f. 1942, og Sigrún Páls- dóttir, f. 1947, bús. í Reykjanesbæ. Haukur Þór Arnarson 30 ára Valgerður er Ís- firðingur en býr í Reykja- vík. Hún er með meistara- gráðu í líf- og lækna- vísindum og er sér- fræðingur í skráningum hjá Actavis. Maki: Ingimar Finn- björnsson, f. 1985, stýri- maður á Dettifossi. Dóttir: Sigurrós, f. 2009. Foreldrar: Kristján Jó- hann Guðmundsson, f. 1962, og Rannveig Hall- dórsdóttir, f. 1962. Jóna Valgerður Kristjánsdóttir Sigrún Harðardóttir varði doktors- ritgerð sína við Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands 13. júní 2014. Ritgerðin ber heitið „Líðan framhaldsskólanem- enda: Um námserfiðleika, áhrifaþætti og ábyrgð samfélags“. Menntun er talin ein mikilvægasta undirstaða lífsgæða fyrir einstaklinga og samfélög í upplýsingaþjóðfélagi nú- tímans. Þegar horft er til menntunar ungmenna gegnir framhaldsskólinn veigamiklu hlutverki. Meginmarkmið þessarar doktorsritgerðar (180 ECTS) er að greina frá rannsókn á tengslum sálfélagslegrar líðanar við upphaf náms í framhaldsskóla og námsframvindu með sérstakri áherslu á nemendur með námserfiðleika. Byggt er á langtíma- rannsókn meðal íslenskra ungmenna við einn framhaldsskóla á Íslandi. Rannsóknin er unnin út frá raðsniði (e. explanatory sequential design) og sett í samhengi við menntastefnu og breyt- ingar á henni á rannsóknartíma, m.a. með sérstakri greiningu á opinberum skjölum og um- ræðu um þá þætti menntastefnunnar sem varða efni rit- gerðar. Meginnið- urstöður benda til þess að nemendur sem standa höllum fæti í námi búi við lakari sálfélagslega líðan við upphaf náms í framhaldsskóla en aðrir. Önnur meginniðurstaða er að stuðningur foreldra og skóla við nem- endur sem gengur illa í námi þurfi að byggjast á heildarnálgun til að auka lík- ur á jákvæðri námsframvindu. Fengist er við að skýra almennt menntunar- markmið framhaldsskólans og það sið- ferðilega hlutverk hans að skapa öllum ungmennum jafna möguleika til virkrar þátttöku í flóknu samfélagi. Niður- stöður ritgerðarinnar geta verið fram- lag til frekari rannsókna og stefnumót- andi umræðna um framhaldsskólann og samfélagslegt hlutverk hans. Sigrún Harðardóttir Sigrún Harðardóttir er fædd á Akureyri 30. mars 1956 og er dóttir hjónanna Harðar Björnssonar skipstjóra og Erlu Sigurðardóttur húsmóður. Hún lauk BA- prófi í uppeldisfræði frá HÍ árið 1988, starfsréttindanámi í félagsráðgjöf frá HÍ ár- ið 1989, diplómunámi í námsráðgjöf frá HÍ árið 1993, uppeldis- og kennslufræði frá HÍ árið 1994 og meistaraprófi í félagsráðgjöf (MSW) frá HÍ árið 2005. Sigrún hefur lengst af starfað við Menntaskólann á Egilsstöðum. Hún starfaði um tíma sem atvinnuráðgjafi hjá Vinnumiðlun Reykjavíkur, framkvæmdastjóri Miðstöðvar fólks í atvinnuleit í Reykjavík og forstöðumaður Svæðisvinnumiðlunar Austur- lands. Sambýlismaður Sigrúnar er Helgi Ómar Bragason skólameistari og eiga þau þrjú börn, Björgheiði Margréti, Hörð Braga og Gísla Björn. Fyrir átti Sigrún tvær dætur með Gunnari J. Gunnarssyni lektor við HÍ, Erlu Kristínu og Hildi- gunni Borgu. Sigrún er fyrsti kandídatinn sem ver doktorsritgerð í félagsráðgjöf frá Háskóla Íslands. Hún er lektor við Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands. Doktor mbl.is/islendingar islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón Auðbrekku 3 ~ 200 Kópavogur ~ Sími: 564 1660 ~ oreind.is Þar sem að gervihnattabúnaðurinn fæst 25ÁRA 1988-2013 PIPER Piper er ný gerð eftirlitsmyndavéla og öryggiskerfa fyrir heimili, sumarhús og smærri fyrirtæki •Vaktar heimilið • Kveikir ljósin • Fylgist með hita- birtu- og rakastigi • Fylgist með allri hreyfingu og hljóði Allt þetta er hægt að skoða hvaðan sem er úr heiminum í snjallsímanum þínum!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.