Morgunblaðið - 19.03.2015, Page 39

Morgunblaðið - 19.03.2015, Page 39
MENNING 39 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MARS 2015 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is ANIREY nefnist alþjóðlegt málþing um framtíð teiknimyndagerðar og sýndarveruleika sem haldið verður í Háskólanum í Reykjavík í dag. Á morgun og hinn verður svo boðið upp á ókeypis vinnusmiðjur með fremstu fag- mönnum heims á sviði rauntíma kvikunar (e. ani- mation), staf- rænna leikara, nýrra miðla í sagnagerð og nýrra viðskipta- líkana í tækni- væddum sagna- heimi, eins og því er lýst í tilkynn- ingu. Helstu hugsuðir og frum- kvöðlar sviðsins munu tala um fram- tíð og þróun sýndarveruleika, kvikunar og stafrænna leikara. Þeirra á meðal er frummælandi ANIREY, Paul Debevec sem kall- aður er faðir Light Stage-tækninnar og starfar fyrir Institute for Crea- tive Technologies í Los Angeles. Light Stage hefur verið notuð í kvik- myndum á borð við Avatar, The Cu- rious Case of Benjamin Button, Gra- vity og Malificent og felst í stuttu máli í því að leikarar eru myndaðir í kúlulaga klefa með fjölda ljósa og myndavéla þannig að hægt sé að nota andlit þeirra frá öllum sjón- arhornum og við öll möguleg birtu- skilyrði. Leikararnir eru látnir túlka ólíkar tilfinningar með viðeigandi svipbrigðum, þ.e. brosa, gretta sig, vera hissa o.s.frv. og þessar myndir eru svo nýttar í kvikmyndum. Í sumum tilfellum teiknað yfir andlit leikaranna í tölvu, t.d. andlit Brad Pitt í The Curious Case of Benjamin Button en í þeirri mynd er hann í upphafi gamall maður og yng- ist eftir því sem á líður. Segja má að þessi tækni hafi bylt tæknibrellum í kvikmyndum því áhorfendur geta vart greint lengur á milli þess hve- nær leikarinn er sjálfur í mynd eða tölvuteiknuð útgáfa af honum. Það er því engin furða að Debevec og samstarfsmenn hans hlutuhafi hlotið sérstök verðlaun Óskarsakademí- unnar árið 2010 fyrir tæknilegt framlag sitt til kvikmynda. Tveggja sekúndna svipbrigði Debevec segir notkunina á Light Stage ólíka eftir kvikmyndum, allt eftir þörfum leikstjóra og handrits. Ólíkum ferlum sé hægt að beita hvað varðar birtu, til að mynda. Þegar leikari eða leikkona mæti í klefann sé leikstjóri á staðnum og leiðbeini þeim, biðji um tiltekin svipbrigði sem séu oftast nær um 30 talsins. Leikararnir þurfi að halda hverjum svip í tvær sekúndur og séu lýstir upp með 16 ólíkum birtustigum. „Við erum með sjö myndavélar, háskerpumyndavélar af gerðinni Canon 1D X sem notaðar eru við íþróttamyndatökur, og tökum með þeim myndir á sama tíma frá ólíkum sjónarhornum, 16 ljósmyndir í ólíkri birtu og þá birtu úr öllum áttum,“ útskýrir Debevec. Út frá þessum sjö sjónarhornum sé hægt að móta and- litið með mikilli nákvæmni, búa til afar raunverulega útgáfu af leik- aranum í tölvu og frá öllum sjón- arhornum. Debevec nefnir sem dæmi kvikmyndina Avatar sem vakti mikla athygli á sínum tíma fyr- ir magnaða þrívídd og tölvugerðar útgáfur af leikurum í formi blárra vera á fjarlægri plánetu. Debevec segir tæknina líka not- aða til að ná fram ákveðnum lit- brigðum á andlitum leikara svo þau falli að umhverfinu í tilteknum atrið- um kvikmynda. Sú aðferð sé mik- ilvægust í myndum þar sem allt um- hverfi leikara er tölvuteiknað, t.d. Gravity sem gerist öll í geimnum. Allt umhverfi aðalleikaranna, George Clooney og Söndru Bullock sem leika geimfara í myndinni, var tölvuteiknað, andlit þeirra það eina raunverulega. Clooney og Bullock þurftu því að verja dágóðum tíma í Light Stage-kúlu. „Ef geimfararnir hringsnerust og ljósið endurkast- aðist frá Jörðinni úr ólíkum áttum, frá hægri, að ofan og neðan, þurfti að breyta lýsingunni á andlitum þeirra svo hún passaði við umhverf- ið,“ segir Debevec. Sífellt raunverulegri tölvuleikir Debevec segist einnig sinna verk- efnum fyrir tölvuleikjaframleið- endur og að væntanlegur sé merki- legur leikur með þekktum leikurum. „Andlitin verða raunverulegri en áð- ur hefur sést í tölvuleikjum,“ segir Debevec um leikinn og spáir því að algengara verði að leikarar ljái tölvuleikjum andlit sín. Þá verði sýndarveruleikinn svo sannfærandi að þeir sem spili leikina vilji eflaust eiga samskipti við persónurnar. Óvenjulegasta verkefnið sem Debevec hefur tekið að sér hlýtur að vera að skanna Bandaríkjaforseta, Barack Obama, í þrívídd fyrir Nat- ional Portrait Gallery í Washington. „Fyrir það þurftum að búa til fær- anlega útgáfu af Light Stage og það með hraði því við fengum lítinn fyr- irvara. Við fórum með tækin í Hvíta húsið og höfðum um tíu mínútur til að skanna forsetann í hárri upp- lausn,“ segir Debevec. Skúlptúr af Obama verður unninn út frá skönn- uninni og þá bæði stafrænn og stytta í raunstærð. Debevec er spurður hvort þetta hafi ekki verið stórfurðuleg upp- lifun. „Jú, mjög furðuleg, álíka furðuleg og að sjá norðurljósin í gærkvöldi,“ svarar hann og hlær. Fyrirlestur Debevec hefst kl. 17 í dag í Háskólanum í Reykjavík og skráning fer fram á filmmakers.is. Furðulegt að skanna Bandaríkjaforseta  Faðir Light Stage tækninnar frummælandi á ANIREY Paul Debevec Dr. Kolkrabbi Leikarinn Alfred Molina í Light Stage kúlu fyrir kvikmynd- ina Spider-Man 2 sem hlaut Óskarsverðlaun fyrir tæknibrellur árið 2005. Molina lék illmennið Dr. Octopus, eða Dr. Kolkrabba. Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/ Billy Elliot (Stóra sviðið) Fim 19/3 kl. 19:00 8.k. Fös 17/4 kl. 19:00 15.k Fim 7/5 kl. 19:00 Fös 20/3 kl. 19:00 aukas. Sun 19/4 kl. 19:00 aukas. Fös 8/5 kl. 19:00 Sun 22/3 kl. 19:00 9.k Mið 22/4 kl. 19:00 Lau 9/5 kl. 19:00 Fim 26/3 kl. 19:00 aukas. Fim 23/4 kl. 19:00 Sun 10/5 kl. 19:00 Fös 27/3 kl. 19:00 aukas. Fös 24/4 kl. 19:00 Mið 13/5 kl. 19:00 Sun 29/3 kl. 19:00 10.k Sun 26/4 kl. 19:00 Fim 14/5 kl. 19:00 Mið 8/4 kl. 19:00 11.k Mið 29/4 kl. 19:00 Fös 15/5 kl. 19:00 Fim 9/4 kl. 19:00 12.k Fim 30/4 kl. 19:00 Sun 17/5 kl. 19:00 Lau 11/4 kl. 19:00 aukas. Sun 3/5 kl. 19:00 Mið 20/5 kl. 19:00 Sun 12/4 kl. 19:00 13.k Þri 5/5 kl. 19:00 Fim 21/5 kl. 19:00 Fim 16/4 kl. 19:00 14.k Mið 6/5 kl. 19:00 Fjölskyldusýning í hæsta gæðaflokki - ósóttar pantanir seldar daglega Lína langsokkur (Stóra sviðið) Lau 21/3 kl. 13:00 Lau 11/4 kl. 13:00 Lau 25/4 kl. 13:00 Sun 22/3 kl. 13:00 Sun 12/4 kl. 13:00 Sun 26/4 kl. 13:00 Lau 28/3 kl. 13:00 Lau 18/4 kl. 13:00 Sun 29/3 kl. 13:00 Sun 19/4 kl. 13:00 Sterkasta stelpa í heimi er mætt á Stóra sviðið Er ekki nóg að elska? (Nýja sviðið) Fös 20/3 kl. 20:00 Frums. Þri 14/4 kl. 20:00 aukas. Sun 3/5 kl. 20:00 17.k Sun 22/3 kl. 20:00 2.k Mið 15/4 kl. 20:00 9.k Mið 6/5 kl. 20:00 aukas. Þri 24/3 kl. 20:00 aukas. Fim 16/4 kl. 20:00 10.k Fim 7/5 kl. 20:00 18.k Mið 25/3 kl. 20:00 aukas. Fös 17/4 kl. 20:00 11.k Fös 8/5 kl. 20:00 19.k Fim 26/3 kl. 20:00 3.k. Sun 19/4 kl. 20:00 aukas. Lau 9/5 kl. 20:00 20.k. Fös 27/3 kl. 20:00 4.k. Mið 22/4 kl. 20:00 12.k Sun 10/5 kl. 20:00 21.k Sun 29/3 kl. 20:00 aukas. Fim 23/4 kl. 20:00 13.k Þri 12/5 kl. 20:00 aukas. Mið 8/4 kl. 20:00 5.k. Fös 24/4 kl. 20:00 aukas. Mið 13/5 kl. 20:00 22.k. Fim 9/4 kl. 20:00 6.k. Sun 26/4 kl. 20:00 14.k Fim 14/5 kl. 20:00 23.k. Lau 11/4 kl. 20:00 7.k. Mið 29/4 kl. 20:00 15.k Fös 15/5 kl. 20:00 aukas. Sun 12/4 kl. 20:00 8.k. Fim 30/4 kl. 20:00 16.k Sun 17/5 kl. 20:00 Nýtt verk eftir Birgi Sigurðsson höfund hins vinsæla leikrits Dagur vonar Kenneth Máni (Litla sviðið) Lau 21/3 kl. 20:00 Lau 28/3 kl. 20:00 Lau 18/4 kl. 20:00 Þri 24/3 kl. 20:00 Fös 10/4 kl. 20:00 Lau 25/4 kl. 20:00 Stærsti smáglæpamaður Íslands stelur senunni Beint í æð (Stóra sviðið) Lau 21/3 kl. 20:00 Fös 10/4 kl. 20:00 Lau 25/4 kl. 20:00 Lau 28/3 kl. 20:00 Lau 18/4 kl. 20:00 Sprenghlægilegur farsi Billy Elliot –★★★★★ , S.J. Fbl. Tjarnargötu 12 | 101 Reykjavík | sími 527 2100 | tjarnarbio.is Minnisvarði (Aðalsalur) Sun 22/3 kl. 20:00 Fös 27/3 kl. 20:00 Mið 25/3 kl. 20:00 Sun 29/3 kl. 20:00 Vatnið (Aðalsalur) Lau 28/3 kl. 20:00 Sun 29/3 kl. 14:00 Mið 1/4 kl. 20:00 Dirt! The Movie (Aðalsalur) Þri 24/3 kl. 17:00 Minningartónleikar Elísabetar Sóleyjar (Aðalsalur) Fim 26/3 kl. 20:00 Eldberg - Útgáfutónleikar (Aðalsalur) Fös 20/3 kl. 20:00 Carroll: Berserkur (Mörg rými Tjarnarbíós) Fim 9/4 kl. 20:00 Sun 12/4 kl. 20:00 Fös 17/4 kl. 20:00 Fös 10/4 kl. 20:00 Mið 15/4 kl. 20:00 Sun 19/4 kl. 20:00 Lau 11/4 kl. 20:00 Fim 16/4 kl. 20:00

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.