Morgunblaðið - 19.03.2015, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 19.03.2015, Blaðsíða 31
muna. Mörg síðari árin dvaldi hún svo á hjúkrunarheimilum, fyrst á Eir, en síðan mun lengur á Hrafnistu við Boðaþing í Kópavogi. Henni leið vel á báð- um stöðum, varð sjaldan mis- dægurt, var alltaf vel tilhöfð og hélt reisn sinni og hlýju brosi til loka. Minnið dapraðist hins veg- ar smám saman og var að lokum horfið að mestu. Lengst mundi hún sönglög og texta. Hún bar lof á starfsfólkið og talaði um það sem vini sína. Ítrekað varð ég vitni að því á seinni árum hve starfsfólkið á Hrafnistu mætti óskum hennar með uppörvandi og hlýjum orð- um, mýkt og öryggi í störfum og vinsemd í fasi. Fyrir þetta leyfi ég mér að flytja sérstakar þakk- ir. Dæturnar báðar sýndu henni einstaka umhyggju og ræktar- semi. Árum saman hygg ég að þeir hafi verið fáir dagarnir sem önnur hvor eða báðar væru ekki komnar til þess að gleðja hana og styrkja. Það eru margar ferð- ir. Margir aðrir sýndu henni einnig vináttu og ræktarsemi, þótt ekki verði nefndir hér. Hún virtist líka aldrei vera óánægð, oftast glöð og sagði sér líða vel. Lóa var trúuð kona og trú- rækin. Hún var þátttakandi í bænahópi fólks um árabil og hún trúði afdráttarlaust á annað líf. Hún treysti því að einhverjir þeirra, sem farnir voru á undan henni, myndu bíða sem vinir í varpa handan við tjaldið mikla, tilbúnir að taka á móti henni. Þar voru fremstir í flokki for- eldrar, eiginmaður og systkini. Það hvarflaði stundum að mér að hún hlakkaði til vistaskipt- anna. Við Helga sendum henni kveðjur okkar úr fjarlægðinni með þökk fyrir óteljandi gleði- stundir. Við biðjum henni bless- unar og fararheilla. Megi hún dveljast í nýjum heimkynnum ásamt vinum sínum í guðs friði. Einlægar samúðarkveðjur frá okkur Helgu til Theodóru og Valgerðar og fjölskyldna þeirra. Pálmi bróðir. Lóa í Hvammi var fastur punktur í tilveru okkar í upp- vextinum, ásamt manni sínum Reyni og dætrunum Dóru og Völu. Mikill samgangur var á milli bæjanna og hjálpuðust fjöl- skyldurnar iðulega að við ýmis bústörf. Það var alltaf tilbreyt- ing á hversdagsleikanum að hitta þau hvert sem erindið var. Minnumst við þeirra samveru- stunda með hlýju. Lóa frænka var mjög trúuð kona og vel gefin. Hún var glað- lynd, hlý og söngelsk svo alltaf var gaman að vera í návist henn- ar. Lóa frænka var öruggt skjól þeirra sem erfitt áttu og naut Nína Margrét þess. Eitt sinn er Jóhanna var ung var hún yfir helgi í Hvammi, þá voru allir drifnir niður í eldhús á laugardagskvöldinu. Útvarpið var opnað og gömludansamús- íkin glumdi um allt eldhús og nú átti að dansa. Ekki hafði barnið lært neitt í þeirri iðn en þá var snarlega gripið til kennsluhæfi- leikanna og ekki hætt fyrr en nokkur spor lærðust. Reynir sat hjá og skellihló yfir öllu saman. Þeirra tilvera var hefðbundin tilvera fólks sem bjó í sveit og deildi sorgum og gleði með vin- um og nágrönnum. Það var oft gaman að koma og heyra hvern- ig lífið gekk í Vatnsdalnum. Ekki talað illa um nokkurn mann en atburðir og tíðafar rædd. Lóa var mjög pólitísk og var oft gaman að heyra í full- orðna fólkinu ræða ýmisleg mál á þeim vettvangi. Í jólaboðunum var skemmti- legt, mikið spilað, bæði bridge hjá fullorðna fólkinu og vist hjá okkur krökkunum. Ekki voru veitingarnar skornar við nögl frekar en fyrri daginn. Enda- laust var Lóa á þönum upp og niður stigana til að reiða fram veitingar, bæði mat og tertur sem ávallt voru bornar fram með heitu súkkulaði og þeyttum rjóma. Þau hjón voru með ein- dæmum gestrisin. Þau hjón voru sókndjörf í spilunum og eins voru dæturnar. Þá var oft hlegið að góðum út- spilum og eigum við öll mynd af Lóu skella sér á lær um leið og hún hló dátt þegar vel var spil- að. Samt gat brugðið á hina hlið- ina þegar einhverjum varð á að spila af sér. Slíkt stóð þó ekki lengi yfir en atvikið kryddaði spilamennskuna. Við minnumst líka nýársdag- anna þegar við fórum í jólaboðin fram í Hvamm. Ferðin frameftir tók þá um einn klukkutíma og þótti ungviðinu í aftursætinu leiðin löng í alls kyns veðráttu. Móðir okkar tók sig þá til og sagði okkur að telja steinana hennar Lóu í skriðunni, sem við og gerðum. Þeir eru ekki enn fulltaldir. Ekki efuðumst við um eitt augnablik að fossinn út með fjallinu væri Lóufoss! Reyndar hefur ekki heyrst nafn sem hljómar réttara í okkar eyrum enn í dag. Að leiðarlokum viljum við þakka fyrir þá miklu gæfu okkar að hafa átt Lóu fyrir föðursyst- ur. Eftirtektarvert var hversu dætur hennar hlúðu vel að henni þegar húmaði að kveldi í hennar lífi. Fjölskyldur þeirra sýndu henni ávallt mikla alúð og segir það mikið um þá góðu heiman- fylgju sem þær hafa haft með úr foreldrahúsum. Elsku Dóra, Grímur, Vala, Gísli og dæturnar allar, innileg- ar samúðarkveðjur. Jón, Jóhanna, Nína Margrét og fjölskyldur. MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MARS 2015 ✝ GuðmundurSteindórsson, fyrrverandi lög- regluþjónn á Sel- fossi, fæddist á Haugi í Gaulverja- bæjarhreppi 26. september 1941. Hann lést á Ljós- heimum, Heilbrigð- isstofnun Suður- lands, 9. mars 2015. Hann var sonur hjónanna Steindórs Gíslasonar, bónda á Haugi, f. 22.6. 1912, d. 22.12. 1971, og Margrétar Elíasdóttur, húsfreyju á Haugi, f. 25.5. 1914, d. 14.12. 2003. Guðmundur var einn af 9 börnum þeirra hjóna og eru eftirlifandi systkin hans: Hafsteinn, Magnús, Ester, Guð- rún, Sigurður, Steindór, Gréta og Gyða. Eftirlifandi eiginkona Guð- mundar er Gréta Svala Bjarna- dóttir, fædd á Blönduósi 2.10. eiginkona hans er Vildís Ósk Harðardóttir. Guðmundur Grét- ar, f. 1974, eiginkona hans er Vilborg Halldórsdóttir. Alls eiga Guðmundur og Svala 17 barnabörn og 12 barna- barnabörn og það 13. er vænt- anlegt í vor. Guðmundur hóf störf hjá Lögreglunni í Árnessýslu árið 1971 og útskrifaðist úr Lög- regluskóla ríkisins 1976. Hann starfaði lengst af sem lög- regluþjónn. Einnig starfaði hann við fiskvinnslu, sem sjó- maður og við ýmis störf í slát- urhúsi, enn fremur sem mjólk- urbílstjóri, flutningabílstjóri, vörubílstjóri, á byggingakrana og á ýmsum vinnuvélum. Hann sótti um launalaust leyfi í eitt ár frá lögreglunni 1996 en snéri ekki til þeirra starfa aftur. Síð- ustu starfsárin frá 1997- 2001 var hann sjálfstætt starfandi verktaki með vörubíl og gröfu. Heilsubrestur Guðmundar varð til þess að hann fluttist á hjúkr- unarheimili Ljósheima í apríl 2014 eftir langvinn og erfið veikindi. Útför Guðmundar fer fram frá Selfosskirkju í dag, 19. mars 2015, kl. 14. 1941, elst af 10 systkinum, dóttir hjónanna Bjarna Kristinssonar frá Hofi í Vatnsdal, f. 28.4. 1915, d. 18.2. 1982, og Jónínu Alexöndru Krist- jánsdóttur frá Blönduósi, f. 25.11. 1925, d. 30.5. 2011. Guðmundur og Svala giftu sig 26. desember 1961 og bjuggu alla tíð á Selfossi fyrir utan 15 mán- uði í Reykjavík. Þau eignuðust 7 börn, hér talin í aldursröð: Svandís, f. 1961. Sólrún Hrönn, f. 1963, eiginmaður hennar er Sigurjón Svanur Sigurjónsson. Drengur, fæddur fyrirburi 1963 sem lést eftir nokkra klukku- tíma. Gísli, f. 1965, eiginkona hans er Sólveig Friðrikka Lúð- víksdóttir. Bryndís, f. 1970, unnusti hennar er Stefán Bjart- ur Stefánsson. Steindór, f. 1971, Það er mánudagsmorgunn, ég á Hellisheiðinni. Síminn hringir, mamma er á línunni. Kallið var komið. Pabbi var farinn á vit forfeðra sinna. Honum hafði hrakað snögglega. Langri og erfiðri veikindabaráttu var lokið. Ferðin virtist endalaus til baka á Selfoss og það voru þung spor að ganga að rúminu þínu á Ljós- heimum, elsku pabbi minn. Það var svo skrítið að hugsa til þess að nú munir þú ekki opna augun og fara að gantast við okkur meir eins og þú gerðir alltaf þegar þú reifst þig upp eftir að hafa verið slappur. Þarna hafðir þú þurft að játa þig sigraðan. Það var ólíkt þér. Þú varst bar- áttumaður mikill og aldrei tilbú- inn að láta undan fyrr enn í fulla hnefana. Þannig man ég þig, vildir finna lausnir á öllu. Þú varst einstaklega góður maður, vandvirkur, snyrtilegur, hjálp- samur og vildir öllum vel. Áttir til að láta þín mál bíða til að hjálpa öðrum. Flestir minnast þín líklega sem góðs vinar og mikils ljúfmennis. Oft hef ég heyrt skemmtilegar sögur af þér úr löggunni og hvernig þú leystir öll mál þannig að allir skildu sáttir og kátir. Þú kenndi mér margt og ég á þér margt að þakka. Okkur börnunum þínum vildir þú allt vel og gerðir þitt besta til að hjálpa okkur og varst líka vinur vina okkar. Er við vorum börn var notalegt að kúra hjá þér í hjónarúminu og hlusta á þig lesa Ritsafn Jóns Trausta og Íslendingasögurnar. Röddin var róandi og við sofn- uðum oftast fljótt. Í lok grunn- skóla átti ég að skila kjörbók- arritgerð. Í stað þess að lesa bók bað ég þig að rifja létt upp söguna um Önnu frá Stóru Borg, bara á meðan við borð- uðum. Svo var byrjað að skrifað með penna á blað. Þú minntir mig á að vanda skriftina, en það var eitt af því sem þú dáðist að hjá mér. Þér fannst ég skrifa vel og fallega. Svo var ritgerðinni skilað. Ég man hversu stolt við vorum þegar einkunnin svo kom, 9,5. Elsku pabbi minn, ég gæti skrifað um þig og okkur heila bók. Við vorum miklir vinir og leituðum oft hvort til annars með ýmislegt og áttum okkar trúnaðarmál. Það var gaman að spjalla við þig, dansa við þig, syngja með þér og heyra þig segja sögur. Bílferðir með þér voru fullar af ýmsum fróðleik. Það var líka gaman að spila við þig og skildu stelpurnar mínar ekki hvers vegna það var alls ekki hægt að vinna afa í olsen olsen. Þær minnast líka góðra stunda með afa, sögunum af hestunum, hvað þú varst fynd- inn og spaugsamur, áhugasamur að vita um gengi þeirra í skól- anum, tónlistinni og íþróttunum. Og það var alltaf tilhlökkun að fá afa til að sitja hjá sér þegar þær voru litlar, ef ég þurfti pössun smástund og þeim fannst notalegt að fá afa til sín. Þeim fannst líka gott að koma heim til afa og ömmu. Af þér eigum við öll fallegar, ljúfar og góðar minningar, elskulegur pabbi minn. Fyrir alla aðstoð frá þér er ég svo óendanlega þakklát, fyrir allt sem þú hefur kennt mér og okkur, fyrir vináttu þína, dálæti þitt á okkur öllum og fyr- ir það að vera sá sem þú varst. Besti pabbi og afi í heimi. Minn- ing þín lifir sem ljós í hjörtum okkar. Kærleikskveðja, Bryndís og fjölskylda. Það er óraunverulegt að vera að skrifa minningargrein um þig, afi, þar sem maður var hreinlega farinn að halda að þú værir ófeigur. Ég horfði á brjóstkassann á þér uppi á Ljós- heimum eftir sorgarfréttirnar og hugsaði með mér, „jæja hættu nú að fíflast í okkur, afi, og byrjaðu bara að anda!“ En nei, þinn tími var greinilega kominn. Það hefur vantað orðið löggu í himnaríki sem notar aldrei kylfuna og talar bara menn til, og ef þeir hlýða ekki skipunum þá bara rotar hann þá með kylfunni. Ég á sko sannarlega margar góðar minningar með þér, afi, og einhvern veginn tengjast þær flestar vélum. Kraninn í Hrís- holtinu, vörubíllinn og grafan, heyvinnuvélarnar á Árbæ og all- ar stundirnar með koppafeitina og drifsköftin eru minningar sem hlýja mér. Ég veit að þú áttir einna mest samband við mig af barnabörnunum og var það eflaust af því að ég sýndi þér alltaf svo mikla þolinmæði og virðingu. Mér er minnisstæðast þegar þú hringdir í mig á laugardags- morgni kl. 8.04 og spurðir hvort ég vildi kíkja með þér í bíltúr. Ég sagði að sjálfsögðu já. Ég vissi ekki fyrr en við vorum komnir norður fyrir Hvamms- tanga í hlaðið á einhverjum sveitabæ, því þarna var sko hey- vagn sem þú fréttir af og þú gætir örugglega fengið hann á góðu verði! Við skoðuðum vagn- inn í tvær mínútur og héldum svo aftur heim á Selfoss með stuttu stoppi í Baulu til að fá okkur ástarpunga og diet app- elsín (aldrei var rætt meira um þennan heyvagn). Ég gæti skrif- að alls konar uppákomur hérna en langar bara að endingu að þakka fyrir allar bústaðaferðirn- ar og spilakvöldin sem Laufeyju minni þótti nú ekki síður skemmtileg. Takk fyrir allar sögurnar. Ég er einnig þakk- látur fyrir að stelpurnar mínar hafi fengið að kynnst þér. Guð- rún Telma veit að afi er núna engillinn okkar. Takk fyrir allt, elsku afi, og við munum passa ömmu þangað til þið sameinist á ný. Þinn afastrákur, Steindór. Félagi minn í áratugi hefur nú kvatt eftir langvarandi heilsuleysi. Við Guðmundur vor- um vinnufélagar í lögreglunni á Selfossi í aldarfjórðung og átt- um mjög gott samstarf og að- stoðuðum hvor annan á marg- víslegan hátt. Hann var hár og þrekinn og gott að eiga hann sér við hlið þegar menn gerðust óþarflega æstir og kom til handalögmála. Menn sem þekktu Guðmund réðust ekki gegn honum því þeir vissu að hann var hraustur og sterkur og komst hann af þeim sökum oft hjá því að beita afli sínu. Ef þess þurfti með tók hann hressilega á og ólátabelgir komust fljótt að því að betra var að gegna fyr- irmælum hans á vettvangi. Guðmundur var á yngri árum knár glímumaður eins og bræð- ur hans og margir frændur, glímugenið var greinilega í ætt- inni svo margir afburðaglímu- menn voru þar. Nú standa til boða svo margar íþróttagreinar að íslenska glíman hefur orðið útundan og er sjaldan nefnd sem þjóðaríþrótt eftir að bolta- leikirnir yfirtóku ungviðið og margir unglingar horfa til þess að geta orðið hálaunaðir at- vinnuíþróttamenn hingað og þangað úti í heimi. Þetta er sjálfsagt þróun tímans sem við er að búast. Vinir og samferða- menn hverfa nú einn af öðrum af vettvangi lífsins, það er enda sú leið sem allra bíður og er oft besta lausnin þegar heilsa og þrek eru brostin. Við söknum áranna sem við vorum í hringiðu lífsins þegar beðið var með óþreyju að takast á við næstu verkefni. Nú verðum við að ylja okkur við minningar frá liðnum árum og þær rifjuðum við fé- lagarnir oft upp þegar við hitt- umst síðustu árin. Nú er okkar samskiptum lokið og enginn veit hvort eða hvenær við getum aft- ur sest að spilum og hlegið að tilverunni. Kærar þakkir fyrir samveruna vinur minn. Fjöl- skyldunni sendi ég samúðar- kveðjur. Hergeir Kristgeirsson. Guðmundur Steindórsson alúð og samviskusemi. Hvort heldur sem hún var að sinna vinnu sinni sem hjúkrunarfræð- ingur eða að sinna sínum áhugamálum. Hún var góður penni, það var alltaf tilhlökk- unarefni að lesa jólakveðjuna og afmæliskortin. Þar var ekki kastað til hendinni frekar en í öðru og síðustu ár var hún einnig farin að setja kveðjurnar í bundið mál. Síðastliðin fjögur ár hafa verið þér erfið og glíman við erfiðan sjúkdóm ekki alltaf auð- veld en þú barst harm þinn í hljóði, barst þig alltaf vel og kvartaðir aldrei. Það er stund- um sagt að þeir deyja ungir sem guðirnir elska mest. Ég vil trúa því að þér sé ætlað mik- ilvægt starf á öðrum tilveru- stigum. Þín verður sárt saknað af litlu fjölskyldunni minni, eins og þú átt stóran sess í hjarta mínu, átt enn stærri sess í hjarta móður minnar sem þú sinntir af alúð og hlýju í gegn- um árin. Ekki síðri sess áttu í hjarta drengjanna minna. Eins og sá eldri sagði svo oft á að- fangadag þegar hann hafði opn- að pakkana sína: „Ég fæ alltaf flottasta pakkann frá Guðjónu og Almari.“ Elsku Guðjóna, hafðu þökk fyrir samfylgdina og megi góð- ur guð leiða þig í ljósið þar sem ég veit að þú átt góða heim- komu meðal ástvina. Elsku Almar, Kristín, Hrólf- ur, Valgerður, Tanja og Edda Saga, missir ykkar er mikill og því vil ég og fjölskylda mín votta ykkur okkar dýpstu sam- úð og biðjum guð að styrkja ykkur í sorginni. Hvíl í friði kæra frænka. Guðrún Þórðardóttir. Haustið 1979 hófst nýtt tíma- bil í lífi okkar er við hófum nám við Hjúkrunarskóla Íslands. Þarna vorum við að stíga fyrstu skrefin inn í fullorðinsárin. Í okkar bekk var ung kona frá Akranesi sem vakti fljótlega at- hygli okkar fyrir þær sakir að vera ætíð best lesin, vita meira en stóð í kennslubókunum og spyrja krefjandi spurninga. Tíminn leið og við urðum vin- konur. Gauja eins og hún var alltaf kölluð bjó á heimavistinni í miðri viku en fór heim um helgar til Kristínar dóttur sinn- ar. Hún tók því ekki mikinn þátt í skemmtanalífinu með okkur en við notuðum tímann í miðri viku fyrir spjall og kaffi- húsaferðir. Umræðurnar snér- ust um heilbrigðismál, stöðu kvenna og bækurnar sem við lásum. Marilyn French og Fay Weldon voru í miklu uppáhaldi og endalaus uppspretta um- ræðna. Gauja hafði ætíð mikið til málanna að leggja með sinni leiftrandi greind, spaugilegu og stundum kaldhæðnu athuga- semdum. Þessar stundir eru baðaðar ljóma þess að vera ungur og finnast allir vegir fær- ir. Við vorum sterkar og sjálf- stæðar konur. Að útskrift lokinni fórum við í ferðalag til Portó Ríkó. Þar lifðum við miklu munaðarlífi. Fyrir utan að skoða regnskóg- ana og annað markvert sem þar var að finna eyddum við tím- anum í spjall við sundlaugar- bakkann og drukkum Pina co- lada í öll mál enda einstakur hollustudrykkur. Gauja var ætíð fremur varfærin og lagði okkur hinum lífsreglurnar um hvað við mættum og hvað ekki í þessu ókunna landi. Hún fylgd- ist vel með öllum, sá til þess að enginn væri einn á ferð ef hún mögulega fékk einhverju ráðið. Sjálf gat hún laumað sér út ein en það var auðvitað ekki það sama. Þegar heim var komið réð Gauja sig í vinnu við sjúkra- húsið á Akranesi, þar voru hennar rætur og þar vildi hún vera. Við reyndum á stundum að lokka hana til Reykjavíkur, ekki bara til að njóta návistar við hana heldur því okkur fannst að hún ætti að vera þar sem fleiri möguleikar gæfust, þessi kona sem var svona flug- greind og hefði getað tekið sér fyrir hendur hvað sem var í líf- inu og náð langt. Nei, það kom aldrei til greina. Bæði sjúkling- ar og samstarfsfólk hennar áttu því láni að fagna að þetta var hennar staður. Á Skaganum kynntist hún Almari eiginmanni sínum sem einnig átti sínar rætur þar en það hentaði Gauju einmitt svo vel. Gauja eignaðist einstaklega góðan mann sem hún talaði alltaf svo fallega um. Eftir því sem árin liðu urðu samverustundirnar stopulli. Fyrir síðustu jól heimsóttum við hana á Skagann. Gauja hafði dregið fram myndaalbúm frá því við vorum ungar. Við ræddum gamla tíma og skóla- systur okkar en Gauja vissi um þær allar þrátt fyrir að vera ekki á Facebook. Það var mikið hlegið, þetta var dýrmæt stund. Gauja vissi að það var komið að leiðarlokum, hún tók því með miklu æðruleysi. Skömmu fyrir andlát hennar heimsóttum við hana á Sjúkrahúsið á Akranesi þar sem hún hafði starfað alla sína tíð. Á meðan við dvöldum þar var stöðugur straumur fólks sem leit inn hjá henni. Þetta var fyrrverandi sam- starfsfólk hennar og þar ríkti mikil hlýja og virðing. Það er komið að leiðarlokum, allt allt of snemma. Við vottum Almari, Kristínu og öðrum ástvinum okkar dýpstu samúð. Erna og Rut.  Fleiri minningargreinar um Salóme Jónsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.  Fleiri minningargreinar um Guðjónu Kristjáns- dóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.  Fleiri minningargreinar um Guðmund Stein- dórsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.