Morgunblaðið - 19.03.2015, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 19.03.2015, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MARS 2015 Nánar i upp l ýs inga r á he imas íðu VM www.vm. i s VM-Félag vélstjóra og málmtæknimanna - Stórhöfða 25 - 110 Reykjavík - 575 9800 Landsfélag í vél- og málmtækni AÐALFUNDUR VM Dagskrá fundarins hefst kl. 17:00 • Setning aðalfundar og kosning fundarstjóra • Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins • Reikningar félagsins og sjóða • Umræður um skýrslu og reikninga • Kjör endurskoðenda • Reglugerðar – og lagabreytingar • Ákvörðun stjórnarlauna • Kjör í nefndir og stjórnir • Önnur mál Boðið verður upp á veitingar eftir fundinn 27. mars 2015 að Hilton Reykjavík Nordica (H-I) Gert er ráð fyrir að um 8.000 erlend- ir ferðamenn leggi leið sína til Fær- eyja og allt að 2.000 til Svalbarða í því skyni að fylgjast með almyrkva á sólu sem verður þar á morgun. Ferill almyrkvans liggur sunnan og austan við Ísland og fer yfir Fær- eyjar og Svalbarða, en hér á landi verður mjög verulegur deildar- myrkvi. Í Reykjavík hylur tungl 97% af þvermáli sólar en 99,4% á Austur- landi. Verð á gistingu hækkaði Almyrkvinn hefst á Svalbarða klukkan 11.11 að staðartíma, klukk- an 10.11 að íslenskum. Í stærsta bæ eyjaklasans, Longyearbyen, sem er með 2.100 íbúa, eru nær öll hótel og gistihús fullbókuð. Verðið á þeim fáu herbergjum sem voru laus í vik- unni var hækkað og nóttin í tveggja manna herbergi kostaði 5.000 norskar krónur, jafnvirði 84.000 ís- lenskra. Leiguverð íbúða í bænum fimmfaldaðist vegna almyrkvans. „Við höfum miklar áhyggjur af því að fólk komi hingað án þess að tryggja að það hafi þak yfir höf- uðið,“ hefur fréttaveitan AFP eftir Ronny Brunvoll, formanni samtaka fyrirtækja í ferðaþjónustu á Sval- barða. Margir ferðamannanna koma frá meginlandi Evrópu en sumir þeirra frá Bandaríkjunum, Japan og Ástr- alíu. Þetta er síðasti almyrkvi á sólu sem sést frá Evrópu til 12. ágúst 2026. bogi@mbl.is Flykkjast í almyrkvann 80% 60% 40% 20% 08.30 09.00 09.30 10.00 11.00 10.30 Deildarmyrkvi hefst 07.40 Almyrkvi hefst 09.09 09.45 11.50 Myrkvinn í hámarki (2 mín., 46 sek.) Deildar- myrkva lýkur Norður- póllinn 10.21 Almyrkva lýkur Heimild: NASA Almyrkvi á norðurslóðum 20. mars Jörðin Tunglið Deildarmyrkvi Almyrkvi Sól Braut tunglsins Svalbarði Færeyjar100%myrkvi Grænland 2015  Þúsundir ferða- manna til Sval- barða og Færeyja Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Úrslit þingkosninganna í Ísrael í fyrradag eru mikill og óvæntur sigur fyrir Benjamin Netanyahu forsætis- ráðherra sem tókst að snúa vörn í sókn á lokaspretti kosningabarátt- unnar með því að leggja áherslu á öryggismálin. Hægriflokkur Netanyahus, Lik- ud, fékk 30 þingsæti af 120 og skaust fram úr Síonistabandalaginu sem hafði mælst með fjögurra sæta for- skot í fylgiskönnunum síðustu vik- una fyrir kosningarnar. Síonista- bandalagið er kosningabandalag Verkamannaflokksins og miðflokks sem er undir forystu Tzipis Livnis, fyrrverandi dómsmála- og utanríkis- ráðherra. Líkur á sex flokka stjórn Talið er nánast öruggt að Likud geti myndað samsteypustjórn með þremur trúarflokkum, Heimili gyð- inga, Shas og Sameinaða tóra- flokknum, og hægriflokknum Israel Beiteinu (Ísrael er heimili okkar). Samtals fengu þessir fjórir flokkar 27 þingsæti. Það nægir Likud ekki til að mynda meirihlutastjórn og lík- legt er því að flokkurinn leiti einnig eftir samstarfi við mið-hægriflokk- inn Kulanu sem fékk tíu þingsæti og er í oddastöðu á þinginu. Flokkurinn var stofnaður í nóvember sl., er und- ir forystu Moshes Kahlons, fyrrver- andi ráðherra og þingmanns Likud, og lagði áherslu á efnahagsmál í kosningunum. Þessir sex flokkar eru með alls 67 sæti af 120 á þinginu. Netanyahu gæti einnig myndað meirihlutastjórn með Síonista- bandalaginu en léði ekki máls á því í kosningabaráttunni. Stjórnmála- skýrendur segja að Moshe Kahlon sé eini maðurinn sem geti knúið Netanyahu til að fallast á að stóru flokkarnir tveir semji um stjórnar- samstarf. Netanyahu hefur boðið Kahlon embætti fjármálaráðherra til að laða hann í nýja hægristjórn. Í kosningabaráttunni lögðu marg- ir frambjóðendanna áherslu á efna- hagsvanda landsins, einkum minni kaupmátt og aukinn húsnæðis- kostnað sem hefur torveldað ungu fólki að leigja eða kaupa húsnæði. Netanyahu tókst þó á lokasprett- inum að beina athygli kjósendanna að öryggismálunum, t.a.m. hættunni sem Ísrael gæti stafað af kjarna- vopnaáætlun klerkastjórnarinnar í Íran. Hann varaði einnig við hætt- unni af hryðjuverkasamtökum ísl- amista í Sýrlandi og Írak og svaraði játandi í viðtali þegar hann var spurður hvort hann myndi hafna stofnun sjálfstæðs Palestínuríkis. Hann lofaði einnig að láta reisa þús- undir íbúða fyrir gyðinga á herteknu svæðunum og sjá til þess að Austur- Jerúsalem yrði aldrei höfuðborg sjálfstæðs Palestínuríkis. Netanyahu varaði ennfremur við auknum áhrifum Palestínumanna á þinginu vegna óvenjumikillar kjör- sóknar arabíska minnihlutans. Leiðtogar Palestínumanna sögðu að úrslit kosninganna í Ísrael yrðu til þess að þeir hertu baráttu sína fyrir stofnun Palestínuríkis. „Ísrael- ar kusu leið kynþáttahyggju, her- náms og stærri landtökubyggða og völdu ekki leið samninga og sam- starfs við okkur,“ sagði einn forystu- manna Frelsissamtaka Palestínu- manna (PLO). 14 Skipting þingsætanna í Ísrael eftir kosningarnar í fyrradag Flokkur Netanyahus fékk mest fylgi Meretz Yesh Atid (miðflokkur) Sameinaði tóra-flokkurinn Shas Heimili gyðinga Síonista- bandalagið (mið-vinstriflokkur) Kulanu (mið-hægriflokkur) sæti Likud Israel Beiteinu Sameigin- legi listinn (bandalag arabískra flokka) 4 24 11 10 6 7 30 6 8 120 Sigraði með því að hamra á öryggismálum  Netanyahu stefnir að hægristjórn AFP Sigurræða Benjamin Netanyahu lýsti yfir sigri í þingkosningunum í Ísrael þegar hann ávarpaði stuðningsmenn sína í Tel Aviv í fyrrakvöld. Fengu aðeins 39 sæti » Sameiginlegi listinn, banda- lag arabískra flokka, varð þriðji stærstur og fékk 14 þingsæti. Leiðtogi listans sagði fyrir kosningarnar að hann tæki ekki þátt í stjórnarmyndun. » Tveir flokkar, miðflokkurinn Yesh Atid og vinstriflokkurinn Meretz, höfðu léð máls á stjórnarsamstarfi við Síon- istabandalagið, en þessir þrír flokkar fengu aðeins 39 sæti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.