Morgunblaðið - 19.03.2015, Page 26

Morgunblaðið - 19.03.2015, Page 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MARS 2015 ✝ Kristjana Vig-dís Laufey Finnbogadóttir Arndal fæddist í Hafnarfirði 7. júní 1939. Hún lést á Vífilsstöðum 3. mars 2015. Foreldrar henn- ar voru Jósefína Lilja Vigfúsdóttir Hjaltalín frá Brok- ey og Finnbogi Jó- hannsson Arndal, forstjóri Sjúkrasamlags Hafnarfjarðar. Albræður Kristjönu: Jón F. Arn- dal, f. 1930, d. 1999, og Finnbogi F. Arndal, f. 1933. Hálfsystkini Kristjönu: Kristínus F. Arndal, f. 1897, Þorsteinn F. Arndal, f. 1901, Helgi F. Arndal, f. 1905, Guðbjörg F. Arndal, f. 1905, og Sigríður Ásta F. Arndal, f. 1913. Þau eru öll látin. Árið 1957 gift- ist Kristjana eftirlifandi eigin- manni sínum, Þorgeiri Þorgeirs- syni lækni, f. 1. ágúst 1933. Foreldrar hans voru Þorgeir Sveinbjarnarson, skáld og for- stjóri Sundhallarinnar, og Berg- þóra Davíðsdóttir húsmóðir. Börn Kristjönu og Þorgeirs eru 1) Bergur bókmenntafræðingur, f. 1958, kvæntur Sigríði Krist- insdóttur. Þau eiga tvær dætur, skap sinn í Reykjavík árið 1957. Vegna sérnáms Þorgeirs bjó fjölskyldan erlendis, bæði í Ísr- ael 1963-1966 og í Lundúnum 1968-1970. Kristjana hóf feril sinn sem listmálari 1972, þá bú- sett í Kópavogi. Árið 1975 til 1986 bjó fjölskyldan í Svíþjóð en eftir heimkomuna bjuggu þau fyrst á Akureyri, en síðan í Hafnarfirði frá 2001. Kristjana hélt fjölda einkasýninga, sér- staklega í Svíþjóð, og tók þátt í mörgum samsýningum. Hún var virk í félagsmálum myndlistar- manna í Svíþjóð, var í mynd- hópnum „Bildaktion“ 1980-82, í „Konstnärer för Fred“, fulltrúi á landsfundi listamanna í Sví- þjóð 1983 og í Konstnärs- centrum. Þá var hún í sænsku listamannasamtökunum KRO frá 1979 til dánardags og í rit- stjórn KRO:s blaðsins „Konstn- ären“ 1985. Hún var myndlist- arkennari við ABF og Vuxen- skolan í Svíþjóð í 6 ár. Á Íslandi kenndi hún við Tómstundaskól- ann í Reykjavík, Námsflokka Kópavogs og um skeið við Námsflokka Hafnarfjarðar und- ir lok starfsferilsins. Kristjana vann m.a. verkefni fyrir Stokk- hólmsborg og var valin bæjar- listamaður Akureyrar 1990, fyrst allra. Hún var í Félagi ís- lenskra myndlistarmanna frá 1991 og í félaginu Íslensk grafík frá 2003. Kristjana F. Arndal verður jarðsungin frá Kópavogskirkju í dag, 19. mars 2015, kl. 15. Bergþóru, f. 1991, og Vigdísi, f. 1994. 2) Lilja félags- fræðingur, f. 1959, í sambúð með Birni Erlingssyni. Þau eiga tvo syni, Þor- geir, f. 1996, og Markús, f. 1998. 3) Finnur kerfisfræð- ingur, f. 1967, kvæntur Chin Ming Teoh. Þau eiga eina dóttur, Ástu Dóru, f. 2007. 4) Fjóla, kennari, f. 1972, gift Baldri Braga Sigurðssyni. Þau eiga þrjú börn, Emil Draupni, f. 1998, Maríu Glóð, f. 2000, og Katrínu Emblu, f. 2007. Kristjana ólst upp í Hafnar- firði. Hún stundaði nám við Myndlistaskólann í Reykjavík 1959-1963 og 1970-1975 og við Ealing Community Center Artschool í London 1969-70. Þá hóf hún nám við Kungliga Konsthögskolan í Stokkhólmi 1975 og útskrifaðist 1980. Var hún fjögur ár við málaradeild skólans og eitt ár í grafík. Þá tók hún ýmis framhalds- námskeið, m.a. við Monumental- skolan og Konstnärernas Koll- ektivverkstad í Stokkhólmi. Kristjana og Þorgeir hófu bú- Kristjana tengdamóðir mín hefur fengið hvíldina eftir erfið veikindi. Ég kynntist Kristjönu, tengda- móður minni, fyrir tæpum 20 ár- um. Þá hafði ég þekkt Fjólu í tvær vikur og við búin að fara á nokkur stefnumót. Eina helgina bauð Fjóla mér á sveitaball ásamt vin- konu sinni sem haldið var norður í landi. Okkur skildist að þetta sveitaball ætti að vera á föstu- dagskvöldið, en þegar norður var komið, kom í ljós að við vorum degi á undan. Það var því ákveðið, þrátt fyrir hik okkar, að fara á Brekkugötuna og gista þar. Við gengum inn bakdyramegin, í gegnum eldhúsið og inn í stofuna. Er við nálguðumst stofuna heyrð- um við marga tala saman og tvær grímur runnu á Fjólu. Húsið var fullt af ættingjum og var ég kynntur sem vinur. Seinna þenn- an dag króaði Kristjana vinkonu Fjólu af og spurði „Hvers vinur er Baldur?“ og þar með var ég orð- inn „vinur“ Fjólu. Í hvert skipti sem við heimsótt- um tengdaforeldra mína, hvort sem það var á Akureyri eða eftir að þau fluttu suður, var alltaf kaffi á könnunni og heimabakaða brauðið hennar Kristjönu dregið fram. Ég féll fyrir heimabakaða brauðinu, sem varð til þess að ég fór í tilraunabrauðbakstur eitt ár- ið stuttu fyrir jól. Kristjana heyrði af því, en heyrði líka af því að ég var að prófa þurrger frá ýmsum framleiðendum því ég fann ekki í verslunum gerið sem hún notaði. Húmoristinn Krist- jana sá sér leik á borði, einn af jólapökkunum frá þeim þetta árið voru ársbirgðir af þurrgeri. Ég minnist þess með hlýju hve mikinn áhuga hún sýndi lífi barna minna. Þá sérstaklega eftir að Kristjana og Þorgeir fluttu frá Akureyri. Þau tóku mikinn þátt í tónlistaruppeldi þeirra af miklum áhuga. Kristjana misst nánast aldrei af hádegistónleikum tón- listarskólans, hvað þá stærri við- burðum í tengslum við hann. Hún var alltaf tilbúin að vera bílstjóri í tengslum við tónlistarnám barnanna, þegar á þurfti að halda, og var þá klyfjuð af nesti til að vera viss um að þau nærðust. Þeg- ar ég spjallaði við börnin mín um andlát ömmu þeirra og við rifjuð- um upp góðar stundir, þá endur- speglaði það þessa minningu mína. Ég kveð Kristjönu með sökn- uði, en góðar minningar lifa áfram. Baldur Bragi Sigurðsson. Elsku amma er fallin frá og verður hennar sárt saknað. Marg- ar og góðar minningar koma upp í huga okkar þegar við lítum til baka. Amma var einstaklega skap- andi og sjálfstæð kona. Listrænt eðli hennar sýndi sig mikið í af- rekum hennar sem listamanns og ekki hvað síst í áhuga hennar á framandi menningarheimum og ferðalögum. Hún naut sín mikið í eigin hugarheimi og sagði til dæmis við okkur: „Mér finnst svo gaman að fara á kaffihús til að virða fyrir mér fólkið.“ Mannlífið fannst henni heillandi enda flutti hún búferlum ásamt fjölskyldu sinni til ókunnugra heimshorna. Upplifun hennar á heiminum er gaman að sjá í gegnum fjölda þeirra málverka sem hún hefur unnið að. Áhugi og hæfileikar hennar leyndu sér ekki, enda mál- aði hún eins lengi og heilsan leyfði. Ófá afmælis- og jólakortin okk- ar prýddu fallegar vatnslitamynd- ir eftir ömmu, en oftar en ekki voru þær af okkur systrum að stunda áhugamál okkar. Amma og afi höfðu nefnilega mikinn áhuga á að styðja við áhugamál barnabarnanna, hvort sem það fólst í að mæta á íþróttamót, á tónleika eða gefa útpældar gjafir. Við systur eigum einnig góðar minningar frá árum hennar og afa á Akureyri en þar starfaði afi sem yfirlæknir. Húsið í Brekkugöt- unni var ævintýri líkast með öll- um sínum krókum og kimum. Gamla soda stream-tækið líður seint úr minni þar sem kvöld- stundirnar voru ófáar með appels- ínlíki í hendi og daglegar göngu- ferðir á bókasafnið til þess að fá lánaðar teiknimyndir. Myndbandsupptökuvélin hennar ömmu var oftar en ekki uppi við þar sem hún kepptist við að fanga mikilvæg augnablik í lífi barna- barnanna. Þær upptökur eru dýr- mætar og auðvelda okkur að halda í minningarnar. Við þökkum fyrir allar góðu stundirnar, elsku amma. Hvíldu í friði. Bergþóra og Vigdís Bergsdætur. Elsku amma mín er látin. Hún var mjög góð amma og gerði bestu pönnukökur í heimi. Mér fannst alltaf svo gaman að koma til ömmu og afa og finna lykt af nýbökuðu brauði þegar ég var lít- il. Þegar ég var í bílnum með ömmu var hún alltaf hummandi einhver lög, sem við Emil vorum að læra í tónlistarskólanum. Ég man einu sinni þegar ég kom heim til ömmu, þá fór hún með mig nið- ur í bílskúr, þar sem hún málaði verkin sín og sagði að við ætluðum að mála og stillti upp vasa sem svona „módel“ í gluggakistunni og sagði mér að mála þetta. Ég var svo ánægð að hún skyldi hafa gert þetta með mér, þó að ég hafi aldr- ei klárað verkið. Þegar ég var yngri og gisti hjá ömmu setti hún alltaf ferðarúmið við hliðina á sínu rúmi til að ég yrði ekki hrædd um nóttina og það þótti mér svo vænt um. Ég trúi því varla að hún sé farin. Elsku amma,ég veit að þú ert á betri stað núna, ég sakna þín og elska þig. María Glóð Baldursdóttir. Mig langar í örfáum orðum að minnast góðrar vinkonu. Við hitt- umst fyrst í Myndlistaskólanum í Reykjavík í módelteikningu hjá Hringi Jóhannessyni. Kristjana var þar ein af bestu teiknurunum, myndir hennar kröftugar og lif- andi. Síðan skildi leiðir. Kristjana fór til náms í Stokkhólmi, ég flutti til Egilsstaða. Fundum okkar bar ekki saman aftur fyrr en árið 1983, þá fékk Kristjana styrk til að vinna að myndverkum tengd- um atvinnuháttum á Austurlandi. Dvaldi hún þá hjá okkur, fór dag- lega niður á firði og teiknaði fólk við ýmis störf í fiskvinnslu. Minn- isstæðastur úr þessari dvöl er mér sólríkur dagur þegar við sát- um úti á Egilsstaðatúni og teikn- uðum beljur. Þegar Kristjana fluttist aftur til Íslands og settist að á Akureyri voru ófáar heimsóknir til hennar á Brekkugötuna, þegar ég átti leið um Akureyri. Þreyttumst við aldrei á að spjalla um myndlistina yfir kaffi og meðlæti. Stundum var Sveinn með í för. Tóku þeir Þorgeir þá spjall saman um liðna tíð enda voru feður þeirra góðir félagar og störfuðu báðir að fram- gangi Ungmenna- og íþrótta- hreyfingarinnar. Svo voru nýjar myndir á vinnustofunni skoðaðar, en Kristjana var með vinnustofu á efstu hæðinni með ævintýralegu útsýni. Þar var nokkurs konar smíðaverkstæði í einu rýminu bú- ið alls konar ótrúlegum græjum, þar sem Kristjana smíðaði ramma og ef ekki líka blindramma. Hún var ótrúlega útsjónarsöm og sjálf- bjarga. Kristjana var jafnvíg á marga miðla, málaði olíumyndir, vann í grafík, gerði frábærar blekteikn- ingar, olíupastel- og þurrpastel- myndir. Í olíumálverkunum var lita- meðferðin einstök, litirnir efnis- miklir og blæbrigðaríkir.Við hitt- umst aftur hér fyrir austan þegar þau hjónin dvöldu í listamanna- íbúðinni á Skriðuklaustri og síðan aftur í Hafnarfirðinum eftir að þau hjónin fluttu þangað. Þar átt- um við Kristjana margar góðar stundir. Hún fylgdist vel með og lét mig oft vita af ýmsum tækifær- um sem henni fannst að ég ætti að athuga. Kristjana var mikil fjöl- skyldumanneskja og óþreytandi að hjálpa til þar sem hún gat orðið að liði. Heimilið og fjölskyldan skiptu hana mestu máli. Þorgeiri, börnum og barna- börnum sendum við Sveinn inni- legar samúðarkveðjur. Kristjönu þakka ég samfylgdina og vinátt- una. Ólöf Birna Blöndal. Kristjana F. Arndal ✝ Jón Gíslasonvar fæddur á Akureyri 24. apríl 1965. Hann lést í Reykjavík 8. mars 2015. Foreldrar hans voru Hervör Ás- grímsdóttir, f. 29. júní 1929, d. 29. október 1971, og Gísli Jónsson, f. 14. september 1925, d. 26. nóvember 2001. Eldri systk- ini Jóns eru Hjörtur, f. 1951, Arnfríður, f. 1953, María, f. 1954, Soffía, f. 1956, Guðrún, f. 1960, og Ingibjörg, f. 1961. Jón var ókvæntur en eign- aðist tvær dætur, Diljá Hebu sem er fædd 4. september 1995 og Úrsúlu Ósk sem er fædd 8. september 1996. Jón ólst upp í foreldrahúsum á Akureyri og lauk þaðan grunnskóla- prófi. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Egilsstöðum og síðan kennaraprófi frá Kennarahá- skóla Íslands. Kennsla varð hins vegar ekki hans ævistarf, held- ur sjómennska. Hann var sjó- maður mest á togurum frá Eski- firði og Samherja. Hin síðari ár bjó hann í Reykjavík. Útför Jóns Gíslasonar fer fram frá Fossvogskapellu í Reykjavík í dag, 19. mars 2015, og hefst athöfnin kl. 10.30. Þú varst lítill, ljúfur, fagur líkt og fyrsti sumardagur. Með ljósa lokka og góðan þokka, þá var lífið léttur bragur. Ég sit og horfi á storminn geisa fyrir utan gluggann minn, kertaljós logar og ég er með fal- lega ljósmynd af þér fyrir framan mig. Ég á bágt með að trúa því að þú sért farinn en nú hefur storm- urinn í þínu lífi hrifið þig burt til fjarlægari og vonandi friðsælli staðar. Ég man að pabbi gaf bæði okk- ur krökkunum og ýmsum hlutum gæluyrði, þú varst Jón grjón enda yngstur og minnstur, ég var Sossa með siginfisklærin af því að ég var svo mjó og Jón skeri- nefur átti heima í hnífaskúffunni. Göngutúrarnir með pabba á grísabólið og nautabúið í Lundi voru góðir og það kom iðulega fyrir þegar við vorum með þig á göngu að ungar og gamlar konur stoppuðu okkur og höfðu á orði hvað þú værir gullfallegt barn. Já, þú varst sannkallað augna- yndi og heillaðir margar meyj- arnar á lífsleiðinni. Það er því ekki að undra að þér skyldi hlotn- ast að eignast tvær bráðfallegar dætur sem þú varst afar hreyk- inn af. Greindin var heldur ekki spöruð þegar þú áttir í hlut en gæfa og gjörvileiki ganga ekki alltaf hlið við hlið og lægðirnar í lífi þínu höfðu að lokum betur. Lífið gat líka verið ljúft og þú átt- ir góð tímabil sem þú nýttir til góðra verka. Þú tókst stúdents- próf og kennarapróf en sjó- mennskan varð að lokum fyrir valinu og þar stóðst þú þig auð- vitað með sóma um árabil. Þú varst glaður á góðum stundum og slóst um þig með fróðleik og fín- um vísum sem sumar hverjar þú ortir sjálfur. Þá varstu hvers manns hugljúfi, þú skilur nú eftir þig stóran vinahóp sem veit hversu góðan mann þú hafðir að geyma. Við áttum saman margar góð- ar stundir, Nonni minn, og ég minnist þín með þær í huga. Kæri bróðir, ég kveð þig með kveðskap í anda pabba gamla. Sem barn varst þú brothætt grein grimmur skugginn yfir gein. Móðir burtu tekin veröld þín var skekin, skært ei lengur sólin skein. Soffía Gísladóttir (Sossa). Nú, þegar þú ert farinn fyrir fullt og allt, kæri bróðir, hefur þú í raun aldrei staðið mér nær. Þú ert sem áþreifanlegur í minning- unni, í góðu stundunum sem við áttum saman, augnablikunum sem upplifðum og reynslunni sem við deildum, bæði þeirri erf- iðu en líka þeirri góðu. Nonni bróðir, sætasta barnið í heiminum sem við systurnar slógumst um að passa, með sína ljósu lokka, brúnu augu og fal- lega bros sem brætt gat hörðustu hjörtu. Nonni sem strauk af leik- skólanum og labbaði einn heim neðan af Eyri upp á Brekku, sem stakk af frá mér þegar ég átti að passa hann og fór að mata kan- ínur í búri í næstu götu. Pjatt- rófan Nonni sem bað mig að strauja K.A. stuttbuxurnar sínar svo hann yrði flottur á æfingu en þær voru úr næloni og bráðnuðu á strauborðinu. Já, þú hefur horfið mér nokkr- um sinnum gegnum tíðina og ljósið sem þú fékkst í vöggugjöf hefur nú slokknað. En þótt þú sért kominn á leiðarenda skilur þú eftir handa okkur og heimin- um fallegu dætur þínar tvær sem þú varst svo stoltur af, ljúfar minningar um góðar stundir og von um að það góða sigri alltaf hið illa. Bless, Nonni minn, Guðrún (Gunna) systir. Ég fékk hann Nonna bróður í fermingargjöf upp úr páskum 1965. Hann kom inn í lífið okkar sex eldri systkina hans sem bjartur sólargeisli. Ljóshærður með liðað hár, einstaklega falleg- ur og ljúfur drengur, svona eins og maður gæti ímyndað sér engil. Hann var yngsta barnið á heimilinu og naut óskiptrar at- hygli okkar allra. Hann ólst því upp í stórum hópi systkina og með ástríkum foreldrum, umvaf- inn ást og umhyggju. Því miður urðu þar snögg um- skipti og erfið þegar mamma okkar dó 1971 og Nonni aðeins sex ára. Við eldri systkinin flutt- um smátt og smátt að heiman. Gunna, Imba og Nonni síðust. Nonni var með mér sem ungur drengur í Neskaupstað og í Fær- eyjum um sumur og áttum við þar góðar stundir saman og síðar í Reykjavík. Honum gekk vel að eignast vini og stóð sig vel í íþróttum. Nonna gekk vel í skóla, þegar hann mátti vera að því, lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum á Egilstöðum og kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands, en námið stundaði hann reyndar með smá hléum og var á sjó í millitíðinni. Hann var vel gefinn, myndarleg- ur maður og með góða kímnigáfu. Hafði gaman af því að fara með afkáralegar vísur eins og eftir Æra Tobba, orti sjálfur bæði fín- ar vísur og limrur, ýmist fullar af kímni og lífsspeki eða hvoru tveggja. Hann hafði góða frásagnar- gáfu, góða áru og eignaðist stór- an og góðan vinahóp. Hér kemur ein vísa sem er nokkuð í anda hans og við bræður rifjuðum oft upp. Höfundur er Gunnlaugur Jónsson. Það er mik- il lífsspeki fólgin í þessari vísu. Jónar tveir á bökkum slógu. Steinn var í hverju höggi. Það var þeirra stærsta lukka að þeir duttu ekki báðir í ána. Þó hann hefði kennaraprófið varð kennsla ekki starfsvettvang- ur hans heldur sjómennska og var hann um tíma mikið á tog- urum og þótti góður sjómaður. Þrátt fyrir alla þá hæfileika Jón Gíslason Samúðarskreytingar •Útfaraskreytingar Blómasmiðjan Grímsbæ | S. 588 1230 Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, NÍNA DRAUMRÚN GUÐLEIFSDÓTTIR, Veghúsum 1, Reykjavík, lést á Landspítalanum sunnudaginn 15. mars. Útför hennar fer fram frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 24. mars kl. 13. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir. Þeir sem vilja minnast hennar láti Minningarsjóð Karitas, hjúkrunarþjónustu, njóta góðs af. . Guðmundur Kristján Eyjólfsson, Guðleifur R. Kristinsson, Ingunn Leonhardsdóttir, Hanna Guðrún Kristinsdóttir, Pétur Hjaltested, Guðmundur Kr. Guðmundss., Sandra R. Gunnarsdóttir, Margrét Erla Guðmundsd., Halldór Heiðar Sigurðss., Heiðrún Gunnarsdóttir, Ágúst Guðmundsson, Eyjólfur B. Guðmundsson, Idania Guðmundsson, Ágúst I. Guðmundsson, Anna Gunnlaugsdóttir, Hulda B. Guðmundsdóttir, Þór Eiríksson, ömmubörn og langömmubörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.