Morgunblaðið - 19.03.2015, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 19.03.2015, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MARS 2015 „Þetta starf er annars eðlis. Hjá sauð- fjárbændum er ég mest með sjálfan mig en hjá Bændasamtökunum er heilmikið starfsmannahald og meira umleikis,“ segir Sigurður Eyþórsson, sem færir sig á milli herbergja í Bændahöllinni um næstu mánaða- mót. Stjórn Bændasamtaka Íslands til- kynnti á starfsmannafundi á þriðju- dagsmorgunn að Eiríkur Blöndal, framkvæmdastjóri samtakanna frá 2008, mundi að eigin ósk láta af störf- um um næstu mánaðamót og Sigurð- ur Eyþórsson, framkvæmda- stjóri Lands- samtaka sauð- fjárbænda, tæki við starfinu. Sigurður segir að um þrjátíu starfsmenn séu hjá Bænda- samtökunum. Framkvæmda- stjóri annist starfsmannahaldið. „Við rekum Bændablaðið, tölvudeild sem smíðar og rekur skýrsluhaldsbúnað í mörgum greinum og veitum ýmis- konar þjónustu,“ segir Sigurður. Sigurður er 44 ára og ólst upp í Kaldaðarnesi í Flóa. Hann hefur ver- ið framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda frá því um mitt ár 2007 en vann áður í fjórtán ár á skrif- stofu Framsóknarflokksins, síðustu árin sem framkvæmdastjóri. Talsverðar breytingar hafa orðið á rekstri Bændasamtakanna á síðustu árum. Umfangið minkaði mikið við það að ráðgjafarþjónustan var færð í sérstakt félag, Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins. „Svo er verið að skoða það hvernig eigi að hafa fé- lagskerfi bænda ef og þegar tekna af búnaðargjaldi nýtur ekki lengur við. Ef sú breyting verður, munu verða heilmiklar breytingar á starfsemi þessara samtaka.“ Sigurður segir engar stórar breyt- ingar ákveðnar. Bendir hann á að ný- afstaðið búnaðarþing hafi ákveðið að eiga Hótel Sögu áfram, í að minnsta kosti þrjú ár. Eiríkur Blöndal muni starfa fyrir hótelið í sex mánuði og stýra skiptingu þess upp í rekstrar- félag og fasteignafélag. Það sé heil- mikið umstang. Spurður um áhugasvið í starfinu segir Sigurður: „Ég kem úr félags- málageiranum, hef víðtæka þekkingu á félagsmálum, hagsmunagæslu og málum sem því tengjast. En enginn veit allt og ég veit að hér er gott starfsfólk. Ég hef unnið í þessu húsi frá miðju ári 2007 og þekki flest fólkið sem ég er að fara að vinna með núna. Ég er spenntur fyrir nýjum áskor- unum.“ helgi@mbl.is Spenntur fyrir nýjum áskorunum  Sigurður Eyþórsson tekur við starfi framkvæmdastjóra Bændasamtaka Íslands af Eiríki Blöndal Sigurður Eyþórsson Fyrsta skóflustungan að hofi Ása- trúarfélagsins í Öskjuhlíð í Reykja- vík verður tekin um leið og sól- myrkvi verður um garð genginn í fyrramálið. Að sögn Ásatrúarfélagsins er þetta fyrsta höfuðhof sem rís í Evr- ópu í nærri þúsund ár. Sérstök athöfn hefst á bygging- arsvæðinu í Öskjuhlíð klukkan 8.38 við upphaf sólmyrkvans og verða þá mynduð táknræn vébönd, kveikt á kertum í höfuðáttum og staðar- vættum blótað. Þegar myrkvinn nær hámarki klukkan 9.37 verður kveiktur eldur á þeim stað þar sem helgidómurinn rís. Lúðrar verða þeyttir, trumbur barðar og sigri ljóssins fagnað með kveðskap og tónlist. Sólmyrkvinn verður um garð genginn 10.39 og á þeirri stundu verður tekin fyrsta skóflu- stungan og svæðið og samkoman helguð. Ásatrúarfélagið segir alla vel- komna á þessa hátíðarstund. Bygging hofs hefst eftir sólmyrkva  Fyrsta skóflu- stungan á morgun Morgunblaðið/Golli Blót Ásatrúarmenn á jólablóti í Öskjuhlíð þar sem hofið mun rísa. Árið 2014 komu Íslendingasögur og Íslendingaþættir út í nýjum þýðing- um í Danmörku, Svíþjóð og í Nor- egi. Í tilefni af þessari merku út- gáfu verður í Norræna húsinu dagskrá í dag kl. 17 á Café Lingua. Þar verður rætt um áhrif Íslend- ingasagna á eitt þekktasta skáld Norðurlanda, Henrik Ibsen, og það mikla verkefni að þýða Íslendinga- sögurnar á norræn mál. Jón Karl Helgason, prófessor í bókmenntum við HÍ, mun ræða hvernig Henrik Ibsen sótti í Íslend- ingasögur í upphafi rithöfundarfer- ils síns. Síðan munu þrír þýðendur sagnanna segja frá reynslu sinni af þýðingunum. Áhrif Íslendinga- sagna á Ibsen Jón Karl Hann mun flytja erindi í dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.