Morgunblaðið - 19.03.2015, Page 38

Morgunblaðið - 19.03.2015, Page 38
38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MARS 2015 Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Þetta er stærsta barnakvikmynda- hátíðin okkar til þessa, en hún hefur svo sannarlega fest sig í sessi í hátíð- arflórunni hérlendis,“ segir Helga Bryndís Ernudóttir um Alþjóðlegu barnakvikmyndahátíðina í Reykjavík sem sett verður þriðja árið í röð í Bíó Paradís í dag og stendur til 29. mars. „Við munum bjóða upp á mikið og fjölbreytt úrval mynda fyrir ólíkan aldur, bæði nýjar verðlaunamyndir víðs vegar að úr heiminum sem og klassískar barna- myndir, heim- ildamyndir, leikn- ar myndir, stuttmyndir og teiknimyndir. Eftir valdar sýn- ingar verður boð- ið upp á spurt og svarað. Við verðum með námskeið auk þess sem við höfum í fyrsta skipt- ið boðið erlendum gestum til okkar á hátíðina,“ segir Helga Bryndís, fram- leiðandi hátíðarinnar í Bíó Paradís, og vísar þar m.a. til Ask Hasselbalch sem leikstýrt hefur báðum mynd- unum um Antboy, en framhalds- myndin Antboy: Rauða refsinornin er opnunarmynd hátíðarinnar í ár og hefur hún verið talsett á íslensku. Hasselbalch verður viðstaddur sýn- ingu myndar sinnar í dag ásamt Vig- dísi Finnbogadóttur, verndara hátíð- arinnar, og Sóleyju Tómasdóttur forseta borgarstjórnar. „Hasselbalch mun ásamt Braga Þór Hinrikssyni leikstjóra og Ólafi S.K. Þorvaldz leikara vera með ókeypis leiklistarnámskeið fyrir börn á aldrinum 12-14 ára laugardaginn 21. mars kl. 14 í Bíó Paradís,“ segir Helga Bryndís og tekur fram að nám- skeiðið sé öllum opið, en áhugasamir þurfa að skrá sig með því að senda tölvupóst á netfang hennar: hel- ga@bioparadis.is. Áhugasamir geta einnig sent Helgu Bryndísi póst ef þá langar að komast á fyrirlestur hjá teiknimyndagerðarmönnunum Hilm- ari Sigurðssyni og Gunnari Karlssyni laugardaginn 28. mars kl. 14, en að- gangur er ókeypis. Þar hyggjast þeir kynna fyrir 10-16 ára börnum hvern- ig tölvuteiknimyndir verða til. „Á hátíðinni má sjá 16 kvikmyndir í fullri lengd. Þetta er allt frá nýjustu verðlaunamyndunum til klassískra kvikmynda,“ segir Helga Bryndís. Meðal verðlaunamynda nefnir hún sænsku barna- og unglingamyndina Litla systir mín sem vann Krystal- björninn á Kvikmyndahátíðinni Berl- inale 2015. „Litla systir mín fjallar um stelpu sem kemst að því að eldri systir hennar, sem hún lítur mikið upp til, er með átröskun,“ segir Helga Bryndís og bendir á að Sanna Lenken, leikstjóri myndarinnar, Annika Rogell, framleiðandi hennar, og Amy Deasismont og Rebecka Jo- sephson, aðalleikkonur myndarinnar, munu sitja fyrir svörum eftir frum- sýningu myndarinnar á morgun kl. 17.30. Stuðla að bættu kvikmyndalæsi Að sögn Helgu Bryndísar er friður meginþema hátíðarinnar í ár. „Mynd- irnar á hátíðinni endurspegla mik- ilvæg málefni sem tengjast friði. Áhorfendur fá að fræðast á skemmti- legan og áhrifaríkan hátt um m.a. fjölmenningu, kynvitund, líkamsvirð- ingu, skapandi og gagnrýna hugsun,“ segir Helga Bryndís og bendir á að bætt fræðsla og upplýsing stuðli að friðvænlegri heimi. Þess má geta að boðið verður upp á sérstaka umræðu- sýningu með Samtökunum ’78 og Trans-Ísland að lokinni sýningu á dönsku unglingaheimildarmyndinni Songs for Alexis mánudaginn 23. mars kl. 20 auk þess sem boðið verð- ur upp á umræður með Baldvin Z leikstjóra að lokinni sýningu á Óróa laugardaginn 28. mars kl. 20. „Að vanda bjóðum við upp á skóla- heimsóknir á virkum dögum hátíð- arinnar,“ segir Helga Bryndís, en haft hefur verið samband við grunn- skólakennara og leikskólakennara elstu barna leikskólanna á höf- uðborgarsvæðinu og þeim boðið að bóka sig í slíka heimsókn. „Oddný Sen kvikmyndafræðingur tekur hér á móti bekkjum og fræðir börnin um myndina með það að markmiði að stuðla að kvikmyndalæsi barna,“ seg- ir Helga Bryndís og tekur fram að helsta markmið hátíðarinnar sé að kynna börn fyrir kvikmyndahátíðum, stuðla að fjölbreyttara framboði og bæta kvikmyndalæsi barna og ung- linga hérlendis. Af öðrum myndum hátíðarinnar má nefna frönsku myndina Þrí- burana frá Belleville sem tilnefnd var til Óskarsverðlauna sem besta teikni- myndin árið 2004; Galdrakarlinn í Oz frá 1939 með Judy Garland í aðal- hlutverki; The Neverending Story frá 1984; Jón Odd og Jón Bjarna frá 1981 og Hagamúsina: Með lífið í lúk- unum í leikstjórn Þorfinns heitins Guðnasonar frá 1997. Af nýrri myndum nefnir Helga Bryndís brasilísku hreyfimyndina Strákurinn og heimurinn sem valin var besta myndin á Lisboa Animated Film Festival og vann bæði áhorf- endaverðlaun og Cristal-verðlaunin á Annecy International Animated Film Festival. „Myndin byggist ekki á tali og hentar því öllum aldurshópum,“ segir Helga Bryndís. Af öðrum myndum nefnir hún tvær danskar teiknimyndir eftir bókum Ole Lund Kierkegaard sem sýndar verða með íslenskum texta, þ.e. Ottó nashyrn- ingur og hins vegar Gúmmí Tarsan og loks glænýju hollensku unglinga- myndina Prinze. „Síðast en ekki síst má nefna að við verðum með gott úrval stuttmynda fyrir annars vegar yngsta aldurshóp- inn, þ.e. 3-7 ára, og hins vegar ung- linga. Þar verður á einni klukkustund hægt að blöndu af flottum stutt- myndum,“ segir Helga Bryndís og tekur fram að stuttmyndaprógramm hátíðarinnar sé unnið samstarfi við Alþjóðlegu barnakvikmyndahátíðina í Zlín í Tékklandi. Hátíð sem er komin til að vera Systraást Litla systir mín fjallar um stelpu sem kemst að því að eldri systir hennar, sem hún lítur mikið upp til, er með átröskun. Í ham Antboy: Rauða refsinornin verður sýnd með íslensku tali. Helga Bryndís Ernudóttir  Alþjóðleg barnakvikmyndahátíð í Reykjavík sett þriðja árið í röð í Bíó Paradís í dag  Antboy 2: Rauða refsinornin er opnunarmynd hátíðarinnar  Fjölbreytt úrval mynda, námskeið og umræður Gúmmí Tarsan Tvær danskar teiknimyndir eftir bókum Ole Lund Kierkegaard eru sýndar með íslenskum texta, Ottó nashyrningur og Gúmmí Tarsan. Sú seinni fjallar um strák sem á ekki sjö dagana sæla þar sem hann er hvorki sterkur, góður í fótbolta né flinkur að lesa. Myndirnar eru fyrir sjö ára og eldri. bioparadis.is/barna-kvik- myndahatid/ BJÓÐUM NOKKRAR GERÐI R AF FERMINGARBORÐUM. Fjölbreyttir réttir smáréttabo rðanna okkar henta bæði í hádegis- og kvöldveislur. Steikarhlaðborðin eru alltaf vinsæl, sérstak- lega ef um kvöldveislu er að ræða. Bjóðum upp á tvær gerðir ka hlaðb orða, en einnig er í boði að panta einstaka h luta úr þeim. t.d Ka snittur, fermingartertur. Pinnahlaðborð eru þægileg og slá hvenær s em er í gegn. Hólshraun 3 · 220Hafnarjörður · Símar: 555-1810, 565-1810 Fax: 565-2367 · Netfang: veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is æðisleg veislan verður Ferming ar- Góð fe rming ar- TapasSmáréttir Kaltborð P innamatur SÚPA BRAUÐ OG SMÁRÉTT IR Hádegisveisla á milli kl 12 - 14 TAPASVEISLA 9 RÉTTIR Síðdegisveisla 16 -19 . TERTU OGTAPASBORÐ. Miðdegisveisla 13 - 15 Verð frá kr. 4.040 STEIKARBORÐ Kvöldveisla 17 - 20 V FERMINGARKAFFIHLAÐBO RÐ Miðegisveisla 14 - 17 Verð frá kr. 2.290 LÉTTIR FORRÉTTIR OG STEIKARBORÐ PINNAMATUR Miðdegisveisla 14-17 Verð frá kr. 2.520 KALT HLAÐBORÐ FISKRÉTTIR V erð frá kr. 3.470 Verð frá kr. 5.900 gar- Verð frá kr. 2.500 erð frá kr. 3.950 Verð frá kr. 4.160

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.