Morgunblaðið - 19.03.2015, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.03.2015, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MARS 2015 Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is ISTP (International Summit on the Teaching Profession) er ráðstefna sem OECD heldur árlega og býður til þátttöku þeim löndum sem standa sig best hvað varðar lestrarkunn- áttu nemenda, eða hafa verið að bæta sig mjög mikið. Íslandi hefur verið boðið á ráðstefnuna, þar til nú í ár. Ill- ugi Gunnarsson, mennta- málaráðherra, segir að staða Ís- lands í þessum al- þjóðlega sam- anburði sé það slök, að Íslandi sé ekki boðið til ráðstefnunnar, sem haldin verður í Kanada nú í lok marsmánaðar. „Staðan er sú núna að við erum ekki í hópi þeirra þjóða sem eru að ná eftirtektarverðum eða góðum ár- angri, þegar kemur að læsi“ sagði Illugi í samtali við Morgunblaðið. Menntamálaráðherra segir að þetta komi ekki á óvart enda hafi ár- angur íslenskra barna í Pisa próf- unum 2012 gefið til kynna að margt mætti betur fara þegar kemur að læsi þeirra, ekki síst drengja. Farið hrakandi frá 2000 „Þróunin hefur verið sú, allt frá árinu 2000, að lestrarkunnáttu ís- lenskra ungmenn hefur hrakað nokkurn veginn ár frá ári, sér- staklega hjá strákunum, en líka hjá stelpunum. Það kemur því ekki á óvart að við erum ekki í lengur í hópi þeirra þjóða sem eru kallaðar inn til að ræða um sína reynslu af því að búa til menntakerfi, sem skilað hef- ur góðum árangri,“ segir Illugi. Vonbrigðin segir Illugi ekki vera þá staðreynd, að vera ekki boðið á ráðstefnuna sem slíka, „heldur snúa vonbrigðin að því, að það sé svona stór hluti af okkar krökkum sem ljúka grunnskólaprófi, sem ekki hef- ur náð tökum á þessu grundvall- aratriði, að lesa sér til gagns eða ánægju.“ Illugi segir að hann vilji leggja mikla áherslu á að Pisa-prófin séu ekki einhver endanlegur mælikvarði á skólakerfi okkar. „Það væru mikil mistök að halda að hægt sé að draga einhverjar allsherjar ályktanir um starfið í íslenskum grunnskólum út frá útkomu íslenskra barna í Pisa- prófunum. Það er afskaplega margt annað sem við erum að gera í skól- unum og skiptir gríðarlega miklu máli, þegar kemur að menntun barna og ungmenna, sem við vitum að við erum að ná mjög góðum og eftirtektarverðum árangri í, en þeg- ar kemur að þessum árangri, þá er eðlilegt að við stöldrum við og áttum okkur á því að þarna er verulegt vandamál á ferðinni,“ segir mennta- málaráðherra. Áætlun til fimm ára Aðspurður hvað væri til ráða sagði Illugi: „Ég mun á næstu vikum kynna niðurstöður úr vinnu sem unnin hefur verið á grundvelli hvít- bókarinnar, sem ég lagði fram síð- astliðið sumar, þar sem við fengum Guðfinnu Bjarnadóttur til þess að leiða vinnuhóp. Verkefni hópsins var að móta tillögur um aðgerðaáætlun, til þess að við getum unnið með skól- unum og sveitarfélögunum við það að bæta lestrarkennsluna, án þess þó að draga úr þeim þáttum sem við vitum að við erum að gera vel í okk- ar skólakerfi. Ég nefni sem dæmi það sem snýr að jöfnuði og vellíðan barnanna okkar.“ Illugi segir að þessar tillögur hafi verið í vinnslu undanfarið hálft ár og muni líta dagsins ljós innan skamms. Þær séu nú í kostn- aðarmati. „Ég hlakka mjög til að kynna þær og eins líka að vinna þær áfram með sveitarfélögunum og skólakerfinu. Þær eru lagðar upp sem áætlun til fimm ára, sem það taki okkur að gera alvöru breytingar sem leiði til þess að við komum okkur út úr þess- ari slæmu stöðu, hvað varðar læsi,“ sagði Illugi Gunnarsson, mennta- málaráðherra. Ekki lengur í fremstu röð  Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra, boðar mikið átak í samvinnu við grunnskóla og sveitar- félög til þess að ráðast gegn ólæsi  Fyrsta sinn sem Íslandi er ekki boðið að taka þátt í ISTP Morgunblaðið/Golli Upplestur Stóra upplestrarkeppni grunnskólanna hefur staðið meira og minna í allan vetur. Úrslitakeppnin í Reykjavík fór fram í Ráðhúsi Reykjavíkur í fyrradag, og það voru þrjár grunnskólastúlkur sem sigruðu. Illugi Gunnarsson H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA Dásamlegur á brauðið og hentugur fyrir heimilið Engin fyrirhöfn ms.is TILBOÐ25 sneiðar Formenn stjórnarandstöðunnar, Árni Páll Árnason, Katrín Jakobsdóttir, Guðmundur Steingrímsson og Birg- itta Jónsdóttir, hafa lagt fram á Al- þingi þingsályktunartillögu um að Al- þingi álykti að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla 26. september 2015 um hvort halda skuli áfram að- ildarviðræðum Íslands við Evrópu- sambandið. Í tillögunni er lagt til að þjóðin verði spurð: Vilt þú að Ísland taki upp þráðinn í viðræðum við Evrópusam- bandið með það að markmiði að gera aðildarsamning sem borinn yrði undir þjóðina til samþykktar eða synjunar? „Þegar núverandi ríkisstjórn lagði fram tillögu til þingsályktunar um að draga aðildarumsókn Íslands að Evr- ópusambandinu til baka vakti það hörð viðbrögð almennings. Alls skrif- uðu 53.555 undir áskorun um að efnt yrði til þjóðaratkvæðagreiðslu um að- ildarviðræðurnar. Núverandi stjórnarandstöðuflokk- ar hafa ólíka afstöðu til aðildar að Evrópusambandinu. Hins vegar er sameiginleg niðurstaða flutnings- manna sem koma úr öllum flokkum stjórnarandstöðunnar að þetta mál sé af slíkri stærðargráðu að eðlilegt sé að leita leiðsagnar þjóðarinnar um framhald þess,“ segir í greinargerð um ályktunina. benedikt@mbl.is Vilja að þjóðin kjósi um ESB-viðræður  Leggja til 26. september í haust Borgarnes Nemendur í „sögu fjarlægra slóða“ 3B06 við Menntaskóla Borgarfjarðar tóku yfir mötuneyti skólans í gær og elduðu asískan mat. Markmiðin í þessum söguá- fanga eru annars vegar að ná tökum á þeim vinnubrögð- um sem krafist er í fyrstu námskeiðum í háskóla og hins vegar að velta upp möguleikum á miðlun sögu og menn- ingar. Eldamennskan var hluti af þeirri pælingu, miðlun asískrar matarmenningar. Nemendur, sem eru alls 14 í áfanganum, skiptu með sér verkum og elduðu nokkra mismunandi rétti; Maqluba sem er arabískur kjúklingaréttur, vorrúllur, djúpsteiktar rækjur með súrsætri sósu, hummus, naan-brauð, Gosht makani, sem er pakistanskur lambakjötsréttur, Tikka masala-kjúklingarétt og taílenska ommilettu með nauta- hakki og grænmeti. Þeir seldu svo matinn í mötuneyti skólans í hádeginu og er skemmst frá því að segja að af- bragðsvel tókst til og þótti maturinn mikið hnossgæti. Yfirumsjón með eldamennskunni hafði María Socorro Grönfeldt, af Matstofunni (Dússabar), og Ívar Örn Reynisson, kennari áfangans. „Þetta tókst mjög vel þrátt fyrir töluvert stress síðustu 15-20 mínúturnar, en matargestir; nemendur, kennarar og stjórn skólans, alls 45 manns, voru hæstánægðir með útkomuna. Nemendur fengu góða innsýn í hversu mikillar þolinmæði aust- urlensk matargerð krefst, natni, vinnusemi og yfirsetu. Þannig var þetta frábært innlegg í menningu, að fá tæki- færi til að lifa sig inn í það á hvaða lögmálum matar- menning í Asíu byggist,“ sagði Ívar um verkefnið. Morgunblaðið/Guðrún Vala Elísdóttir Vandvirk Það þarf bæði þolinmæði og natni við asíska eldamennsku. Frá vinstri: Guðrún Hildur Hauksdóttir, Torfi Lárus Karlson, María Socorro Grönfeldt, Ída María Önnudóttir og Salvör Svava G. Gylfadóttir Hnossgæti frá Asíu  Menning og matargerð í söguáfanga í Borgarnesi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.