Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.04.2015, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.04.2015, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19.4. 2015 Duglegir embættismenn telja þaðáhyggjuefni hversu seint Ísland inn-leiðir reglur ESB sem teknar eru upp í EES-samninginn. Ég hef hins vegar lýst því hér á þessum vettvangi að innleiðingarhallinn svokallaði sé ekki áhyggjuefni heldur innleið- ing sem slík, með hvaða hætti EES-reglurnar eru innleiddar. Eftir að ég tók sæti nýlega á alþingi hef ég þó séð lagafrumvörp sem ætlað er að innleiða EES-reglu en gera það þó ekki, ýmist þannig að frumvarpið gerir ráð fyrir ákvæðum sem ekki eru í EES-gerðinni eða þannig að einhverjum atriðum úr EES- gerðinni er sleppt. Dæmi um þetta er tilskipun Evrópusambandsins 2009/28/EB um endurnýj- anlega orku í samgöngum. Í henni er gert ráð fyrir að margfalda megi orkunotkun rafbíla, sem nýta rafmagn frá endurnýjanlegum orku- gjöfum, með 2,5 þegar kemur að því að reikna út vægi þeirra hvað endurnýjanlega orku varð- ar. Eða eins og segir í grein 3 lið 4(c) tilskip- unarinnar: “ Við útreikning á notkun raforku frá endurnýjanlegum orkugjöfum vegna rafknúinna ökutækja til aksturs á vegum frá endurnýjanlegum orkugjöfum skal sú notkun ennfremur teljast vera 2,5 sinnum orkuinnihald raforkuílagsins frá endurnýjanlegum orkugjöf- um.“ Þetta er ekki gert að ástæðulausu og í þessu felst engin ívilnun fyrir rafmagnsbíla. Rafbílar nýta orku um þrisvar sinnum betur en bíll sem til dæmis er knúinn er öðru endurnýjanlegu eldsneyti á borð við lífolíur. Á Íslandi er ógrynni endurnýjanlegrar raforku en nánast ekkert af lífolíum (etanóli eða lífdísil). Ákvæði tilskipunarinnar um rafbíla gæti því verið sér- lega mikilvægt fyrir Ísland ef rafbílar verða álitlegur kostur fyrir almenning án stórfelldra skattaívilnana. Þess vegna vekur furðu að vinstristjórnin á síðasta kjörtímabili leiddi þessa tilskipun í ís- lensk lög vorið 2013 án þessara sjálfsögðu reiknireglu fyrir rafbílana, sem tilskipunin kveður þó skýrt á um. Það hefur í för með sér að til þess Íslendingar nái markmiði Evrópu- sambandsins um 10% hlut endurnýjanlegs elds- neytis í samgöngum þyrftu um 25% bílaflotans að ganga fyrir rafmagni. Hins vegar þyrftu að- eins 10% bílaflotans að nota innflutt lífelds- neyti til að ná þessu 10% hlutfalli. Í dag er raf- bílunum þannig refsað fyrir góða orkunýtni. Um leið er hvatt til innflutnings á dýrum líf- olíum sem oft hafa lægra orkuinnihald en hefð- bundið eldsneyti og leiða því til aukinnar elds- neytisnotkunar og mikillar gjaldeyrissóunar. Þessi handvömm vinstristjórnarinnar varð- andi rafbíla er eitt þeirra atriða sem við Frosti Sigurjónsson og Willum Þór Þórsson viljum lagfæra með frumvarpi okkar um breytingar á lögum um endurnýjanlegt eldsneyti í sam- göngum á landi. Steinn var lagður í götu rafbíla * Í stjórnsýslu skiptirbæði máli formið ogefnið. Það er til lítils að standast formkröfur ef efnið heldur ekki vatni. ÚR ÓLÍKUM ÁTTUM Sigríður Ásthildur Andersen sigga@sigridur.is Rithöfundurinn Andri Snær Magnason vitn- ar í grein sem birtist í London Evening Standard í vikunni þar sem fjallað er um að hipsterinn í London sé á hverfanda hveli. Andri Snær skrif- ar á Twitter: „Okkur er vandi á höndum. Hipsterinn í London er sagður dauður og krúttið tekið við. En hér var þetta samheiti!“ Þessa dagana eru ungmenni fermd um hverja helgi og Hrað- fréttakonan Steiney Skúla- dóttir er greinilega ein þeirra sem sótt hafa slíka veislu en hún skrifaði á Twitter: „Það er svo erfitt að vera ekki kaldhæðin á fermingarkorti „… nú mun lífið svo sannarlega breytast með Guð þér við hlið alla daga!““ Á Facebook er í gangi ákveð- inn samkvæmisleikur sem snýst um að fólk deilir því með vinum sínum hvað það er þakklátt fyrir í lífinu en gera á slíkt í sex daga og nefna eitthvað þrennt á hverj- um degi. Hráfæð- iskokkurinn Sól- veig Eiríksdóttir, eða Solla Eiríks, sagðist meðal annars vera þakk- lát fyrir það í vik- unni að: „… heimsækja Ágúst ömmustrák sem er lasinn og nennti samt að reyna að kenna ömmu sinni leik í iPadnum: „Amma, ég held að hæfileikar þínir liggi annars stað- ar.“ Aðstoðarrit- stjóri Vikunnar, Guðríður Har- aldsdóttir, er mikill aðdáandi sjónvarpsþátt- anna Bold & the Beautiful og skrifaði á Facebook í vikunni: „Brooke er hætt að stinga undan dóttur sinni, Bridget (hvar er Bridget?) en er nú orðin ólétt eftir Bill, mág sinn. Eric, fyrrver- andi eiginmaður hennar og síðar tengdafaðir, neitar að giftast henni til að feðra barnið, enda er hann á föstu með hinni fv. tengdadóttur sinni; Taylor, geð- lækninum með varirnar. Boldið er svo mikið æði.“ AF NETINU Viðtal við meðlimi hljómsveitarinnar Of Monsters and Men birtist í vikunni í banda- ríska tónlistartímaritinu Billboard en í við- talinu segjast þau orðin mun persónulegri og á dýpri nótum í sinni annarri breiðskífu, Be- neath The Skin, sem kemur út í sumar. Söngvari og gítarleikari sveitarinnar, Ragnar Þórhallsson, segir frá því að hljóm- sveitarmeðlimir séu orðnir afar nánir eftir að hafa túrað lengi með lög fyrstu plötu sinnar og kannski lögin þess vegna orðin mun persónulegri. „Við semjum núna meira um okkur sjálf en um það sem þarna úti,“ sagði Ragnar í viðtalinu. Hann segir jafn- framt frá því að þau í hljómsveitinni hefðu aldrei getað ímyndað sér að tónlist fyrstu plötu þeirra yrði svo ótrúlega vinsæl og svona ótrúlega hratt. Ragnar segir tónlistina þyngri, bæði texta- og tónlistarlega séð og hljómsveit- armeðlimir hafi allir verið samtaka í því að vilja hafa tónlistina þannig á næstu plötu þrátt fyrir að vera ekki einu sinni búin að ræða það sín á milli. Það hafi komið á óvart. Það var þó ekki endilega auðvelt ferli fyrir meðlimi hljómsveitarinnar að verða svo náin sem þau eru í dag, samkvæmt viðtalinu í Billboard. „Að opna okkur svona fyrir hvert öðru og ræða hluti sem eru afar persónulegir var erfitt, en ég held hins vegar að það geri okk- ur kleift að skrifa betri lagatexta – að vera heiðarleg,“ sagði Ragnar í samtali við blaða- mann tímaritsins Framundan er stíft tónleikaferðalag sem hefst í Toronto 4. maí en þar til þá dvelja meðlimir Of Monsters and Men hér á landi og slaka á fram að stífri tónleikavinnu en ferðast verður um öll Bandaríkin, Evrópu, Ástralíu og Japan næstu mánuði. Eins og stendur hafa 1,8 milljónir notenda Youtube horft á myndbandið við lagið Crys- tals af nýju plötunni með Sigurði Sigurjóns- syni leikara í aðalhlutverki. Ragnar Þórhallsson, söngvari og gítarleikari Of Monsters and Men, segir sveitina skrifa betri laga- texta eftir að meðlimir sveitarinnar opnuðu sig hver fyrir öðrum. Photo/Of Monsters and Men Segja það hafa reynt á að opna sig Vettvangur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.