Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.04.2015, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.04.2015, Blaðsíða 47
hinu góða að hafa skoðanir og þess krafist. Leikkonu þarf að líða vel í sínum búningum, ná að lifa sig inn í persónuna og verður að láta vita ef svo er ekki.“ Beið eftir rétta augnablikinu Þegar Heiða Rún kom til London var hún far- in að gjörþekkja hvernig það var að standa á eigin fótum eftir að hafa búið fjarri fjölskyldu í þróunarlandi á mótunarárum. „Ég hafði þroskast rosalega hratt í fram- andi heimi. Það var ómetanlegt. Svo má segja að ég hafi tekið minn þroska út sem fullorðinn einstaklingur í London svo að á Íslandi hef ég aldrei búið nema sem unglingur sem er kannski svolítið sérstakt,“ segir Heiða Rún sem ólst upp í Breiðholtinu hjá listelskri en leikaralausri fjölskyldu. Faðir hennar, Sig- urður Marteinsson, er píanókennari og móðir Guðrún Árnadóttir tannfræðingur. Það kom víst fáum á óvart þegar hún sagðist vilja vera leikkona, ung að árum, það sást á öllu hennar atferli. Hvað rak naglann endanlega í það að þú ákvaðst að skrá þig í leiklistarskólann? „Ég fann bara að rétta augnablikið var runnið upp, ég hafði alltaf ætlað mér í leiklist en var bara að bíða eftir að finnast ég tilbúin. Mig langaði að eiga alvörumöguleika á því að fá verkefni erlendis og hafði fyrir löngu ákveðið að ég myndi fara í leiklistarskóla úti. Það þýðir ekki að mig langi ekki til að taka að mér verkefni sem tengjast Íslandi. Mig langar mjög mikið að vinna með ákveðnum Íslend- ingum og vonandi gefst tími í það.“ Með því að skrifa undir samning um leik sinn í Poldark hefur Heiða Rún bundið sig þannig að hún hvorki má né hefur í raun tíma til að leika fast hlutverk í öðrum sjónvarps- seríum nema þá sem gestaleikari. „Ég má samt í raun gera það sem ég vil ef það hittist ekki á tökur í Poldark, Poldark gengur auðvitað alveg fyrir.“ Umboðsmaður Heiðu Rúnar sendi hana í prufur fyrir Poldark og hún segir að þrátt fyrir að hún geri sér grein fyrir því – hvílíkur áfangi það er að landa hlutverkinu hefði hún eflaust verið í meiri geðshræringu fyrir nokkrum árum. „Ég var alveg með fæturna á jörðinni. Mað- ur veit aldrei hvernig viðtökur sjónvarps- þættir eða kvikmyndir sem maður leikur í eiga eftir að fá og framhaldið stendur því allt- af og fellur með þeim viðtökum. Þannig var ég með miklar væntingar þegar ég fékk hlut- verk í franskri glæpaþáttaröð sem handrits- höfundur Law & Order, René Balcer, skrifaði meðal annarra en þeir þættir áttu að hafa alla burði til að ná hæstu hæðum en gerðu það ekki. Ég hafði í raun meiri væntingar þá en ég hafði núna,“ segir leikkonan sem hefur einnig fengið fleiri stór tækifæri sem hafa komið henni áfram, á borð við lítið hlutverk kvikmyndinni One Day með Anne Hathaway. „Frá því að ég útskrifaðist hafa liðið fimm ár og þetta hefur verið mikil vinna. Allt gerist mjög hægt í þessum bransa og maður er orð- inn sjóaður. Ég hugsa að þetta væri meiri geðshræring fyrir mig ef ég væri nýútskrifuð leikkona.“ Lagði hart að sér til að ná framburðinum Hefur það gagnast þér að vera íslensk. Veitt þér einhverja sérstöðu í leiklistarstéttinni úti? „Nei, engan veginn og í raun hefur það stundum hindrað fremur en að hjálpa. Ef ég á að vera hreinskilin. Við erum svo lítil þjóð og það vantar sjaldnast einhvern til að leika Ís- lending. Það er mun frekar að það vanti leik- konur sem tala reiprennandi frönsku, þýsku eða ítölsku. Þegar ég var að byrja lenti ég í því að menn urðu efins þegar þeir áttuðu sig á að ég væri ekki bresk og voru ekki vissir um að ég hefði burði í hlutverkið.“ Einmitt út af þessu er eftirnafn Heiðu Rún- ar „Reed“. „Ég hef lagt mjög mikla vinnu í að ná góðum breskum hreim og afmá öll íslensk einkenni.“ Hvernig náðirðu lýtalausum hreim? „Ég var algerlega með það á heilanum að ná enskunni þannig að enginn gæti heyrt að ég væri útlendingur. Ég varð enda alveg hrikalega pirruð ef fólk sagðist heyra eitthvað öðruvísi í tónfalli mínu. En mér er alveg sama núna, það er bara svona mitt sérkenni þótt það heyrist eitthvað örlítið. En ég náði þessu með því að æfa mig og æfa og var með ótrú- lega góðan kennara í skólanum sem kenndi mér í þrjú ár og gaf mér mjög gott ráð; Að tala alltaf og vanda mig þótt ég væri bara að hanga með vinum mínum. Að tala alltaf eins og ég væri að leika og reyna að vanda mig á sviði virkaði.“ Heiða Rún hefur ekki setið auðum höndum. Nú í vikunni var leikritið Scarlet frumsýnt í Southwark Playhouse-leikhúsinu í Suður- London sem er meðal annars rekið af Heiðu. Verkið skrifaði góðvinur Heiðu Rúnar sem var með henni í Central St. Martins en hand- ritið er meðal annars unnið upp úr fjölmörg- um samtölum sem þau vinirnir hafa átt saman í gegnum tíðina um mál tengd kvenfrelsi og kynferðislegu frelsi þeirra. Má þar nefna at- riði svo sem hvernig litið er öðruvísi á konur sem sofa hjá mörgum karlmönnum en karl- menn sem gera slíkt hið sama. Kjarni verksins fjallar um muninn á kyn- ferðislegu frelsi kvenna versus karla. Hvernig konur lenda í því sem kallast upp á enska tungu, slutshame, og er á íslensku gjarnan kallað drusluskömm eða drusludissa, og Heiða Rún segir verkið fjalla um slíkt, andlegt of- beldi og misnotkun yfirhöfuð en aðalpersónan lendir í því að á netið er sett myndband sem tekið er upp af henni í partíi án hennar vit- undar. „Nei, hún verður ekki fyrir nauðgun en þetta er þó myndband sem gerir henni grikk og snýst um misnotkun, hún er drukkin, og veit lítið hvað er að gerast í kringum hana. Birting myndbandsins hefur mikil áhrif á þessa konu en við erum fjórar sem leikum hana. Hver og ein okkar er mismunandi part- ur af persónuleika hennar því eftir þennan at- burð togast á í henni mismunandi raddir og hugsanir, sumar þeirra sjálfsásakandi.“ Hver er þinn styrkur heldurðu sem leik- kona? Hvernig komstu þangað sem þú ert komin? „Það er erfitt að meta það sjálfur – maður er alltaf að hugsa um það sem maður þarf að laga! En ég get nefnt að ég á auðvelt með að finna til samlíðunar með þeim persónum sem ég leik og einnig þeim persónum mótleikarar mínir leika. Mér finnst mikilvægt að það myndist orka á milli aðalpersónanna og ég held áfram að vinna í því þar til allir eru ánægðir. Ég legg líka hart að mér. Mér finnst alltaf eins og ég geti gert betur. Það er ef- laust styrkur. Til að byrja með þarf maður að spyrja sjálfan sig; „Hef ég raunverulega hæfileika?“ Og ef manni finnst það og fær þannig við- brögð frá fólki sem mark er takandi á þarf maður líka að trúa á þá hæfileika sjálfur og síðast en ekki síst; hafa afskaplega góða þol- inmæði því hlutirnir gerast ekki hratt. Þú get- ur verið einstaklega hæfileikaríkur en haft enga þolinmæði og gefist upp.“ Heiða þarf að kveðja til að fara á æfingu, kemst hún eitthvað til Íslands til að slaka á? „Já, ég hef komist heim um jólin en ég hef misst af svo mörgum brúðkaupum vina og ættingja hér heima að það er ekki einu sinni fyndið. Ég ætla að reyna að koma heim núna í sumar áður en við byrjum aftur í tökum og vonandi tek ég með mér leikara úr þáttunum því þá langar alla að koma til Íslands. Þá fer ég án efa með þá alla í bústað ömmu minnar í Grímsnesi sem er algjör draumastaður.“ Úti segist Heiða ekki hafa tíma í annað en að vera hún sjálf og það sé ekkert svigrúm til að binda sig eða stofna fjölskyldu. Frítímann noti hún helst til að fara í leikhús með vinum sínum svo leiklistin er alls staðar. „Ég er mjög ánægð í lífinu meðan ég get sinnt leiklistinni á þennan hátt sem ég er að gera núna, með blöndu af leikhúsi og sjón- varpi. Í starfinu skiptir svo öllu máli að ég sé að segja góða sögu og það gefur mér mikið að kynnast sögupersónum og finna til samlíðunar með fólki sem ég myndi annars aldrei spá í. Það eru algjör forréttindi að fá svo að hafa áhrif á fólk, hvort sem er í leikhúsi eða sjón- varpi.“ Á götum London er starað á Heiðu Rún Sigurðardóttur hvar sem hún fer enda orðin heimilisvinur á millj- ónum heimila í landinu á sunnudags- kvöldum. „Það getur verið óþægilegt og maður getur orðið svolítið óvær við þannig aðstæður. En það er auð- vitað frábært að finna hvað það eru margir að horfa,“ segir Heiða Rún. AFP * Frá því að ég út-skrifaðist hafa liðiðfimm ár og þetta hefur verið mikil vinna. Allt gerist mjög hægt í þessum bransa og maður er orð- inn sjóaður. Ég hugsa að þetta væri meiri geðs- hræring fyrir mig ef ég væri nýútskrifuð leikkona 19.4. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 47  Nú þegar íslenskir leikarar hafa fengið stór hlutverk erlendis spyrja sig eflaust einhverjir af hverju Heiða Rún er að gera eitthvað sem fáir hafa gert áður.  Það útskýrist af því að þrátt fyrir að íslenskir leik- arar hafi áður fengið stór hlutverk hefur eftirleikurinn, það er að segja viðtökur almennings og gagnrýnenda við svo kvikmyndunum og sjónvarpsþáttunum sjálfum, ekki endilega náð þeim hæðum að slá slík áhorfsmet sem þættirnir sem Heiða Rún leikur í, Poldark, eru að ná. Þetta þýðir að stór tækifæri eru framundan hjá leik- konunni sem getur skrifað undir nokkurra ára samning eins og hún hefur gert.  Þættirnir Poldark eru samkvæmt grein The Guardi- an í síðustu viku ein helsta ástæðan fyrir því að BBC 1 hefur slegið áhorfsmet það sem af er ári, það er að segja sjónvarpsstöðin er með mesta áhorf sem hún hefur haft í heilan áratug. Þættirnir eru jafnvel taldir geta náð sömu alþjóðlegu frægð og Downtown Abbey. HEIÐA RÚN SIGURÐARDÓTTIR Eitt stærsta „meik“ íslensks leikara
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.