Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.04.2015, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.04.2015, Blaðsíða 59
19.4. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 59 Það liggja ekki margar skáld- sögur eftir tékkneska rithöf- undinn Franz Kafka, en flestar eru þær jafnan taldar með helstu skáldverkum tuttugustu aldar. Höllin er í þeim hópi, en í henni segir frá K, sem kemur í þorp eitt. Hann kynnir sig sem landmælingamann og segist vera á vegum hallar sem gnæfir yfir þorpið í eiginlegri og óeig- inlegri merkingu, en viðtök- urnar sem hann fær eru blendnar. Kafka auðnaðist ekki að ljúka við verkið – Höllinni lýkur í miðri setningu, en í ítarlegum eftirmála þýðendanna, Ástráðs Eysteinssonar og Eysteins Þor- valdssonar er gerð nánari grein fyrir verkinu og Kafka almennt. Höllin eftir Franz Kafka Hæstu peningaverðlaun sem veitt eru fyrir bókmenntir eru svo- nefnd IMPAC-verðlaun sem eru meðal annars veitt af Dyflinnar- borg. Stuttlisti verðlaunanna IMPAC-verðlaun 2015 var kynntur í síðustu viku. Eftir því var tekið í Írlandi að ekki er nema einn írskur rithöf- undur á listanum, Colum McCann með bókina TransAtlantic, en aðrir á listanum eru Chimamanda Ngozi Adichie með Americanah. Mahi Binebine með Horses of God, Jim Crace með Harvest, Rich- ard Flanagan með The Narrow Road to the Deep North, Hannah Kent með Burial Rites, Bernardo Kucinski með K, Andreï Makine með Brief Loves that Live Forever, Alice McDermott með Some- one og Roxana Robinson með Sparta. Eins og sjá má er listinn óvenjufjölbreyttur, í það minnsta sé mið- að við hefðbundnari verðlaunalista, sem ræðst meðal annars af því að listinn er unninn upp úr listum frá bókasöfnum um heim allan og nær yfir bækur frá síðustu tveimur árum hverju sinni Sjón, Ragna Sigurðardóttir og Ólafur Jóhann Ólafsson hafa verið tilnefnd til verðlaunanna, en Sjón er eini íslenski höfudurinn sem komist hefur á stuttlistann, en það var fyrir Rökkurbýsnir 2013. Þess má geta að bók Hönnu Kent kom út á íslensku á vegum For- lagsins á síðasta ári undir heitinu Náðarstund. Kólumbíski rithöfundurinn Juan Gabriel Vásquez hlaut IMPAC-verðlaunin 2014. Ljósmynd/Rodrigo Fernández STUTTLISTI IMPAC-VERÐLAUNANNA Árið 1973 sló bandaríski rithöfundurinn Erica Jong í gegn með skáldsögunni Fear of Flying sem varð vinsæl og verulega um- deild fyrir opinskáar lýsingar á kynlífi og löngunum söguhetjunnar, Isadora Wing, konu á þrítugsaldri sem er ekki viss hvert hún vill stefna í lífinu. Bókin seldist met- sölu víða um heim og er jafnan talin með femínískum skáldverkum en Jong hefur líka barist fyrir mannréttindum og meðal annars barist fyrir auknum mannrétt- indum samkynhneigðra. Erica Jong skrifaði margar bækur fleiri en Fear of Flying, en engin bók hennar hefur náð viðlíka sölu – selst hafa af Fear of Flying um 27 milljón eintök og þóttu því mikil tíðindi þegar kynnt var að næsta skáldsaga hennar, sem kem- ur út í september næstkomandi, heitir Fear of Dying. Bókin segir frá gamalli leikkonu, Vanessa Wonderman, sem sinna þarf foreldrum sem liggja banaleguna, öldruðum og dauðyflislegum eiginmanni og ófrískri dóttur. NÝ BÓK FRÁ ERICU JONG Bandaríski rithöfundurinn Erica Jong. Forlagið hefur gefið út í kilju bókina Fyrir sunnan, þriðja bindið í æviminningaröð Tryggva Emilssonar, en ævi- minningar hans vöktu mikla at- hygli þegar þær komu út á ár- unum 1976-1979, og fyrstu bindin í æviminningunum, Fá- tækt fólk og Baráttan um brauðið, voru tilnefnd til Bók- menntaverðlauna Norð- urlandaráðs. Tryggvi fæddist 1902 í Ham- arkoti, litlu bændabýli fyrir ofan Oddeyri á Akureyri, og ólst upp við kröpp kjör og erfiða lífsbaráttu sem hann lýsti í fyrri tveimur bindunum. Fyrir sunn- an hefst aftur á móti þar sem hann flyst til Reykjavíkur 1947 og lýsir umbrotum þeirra ára í verkalýðs- og stjórnmála- átökum og líka harðri lífsbar- áttu. Tryggvi Emilsson fyrir sunnan Tryggvi Emilsson Innlend og erlend klassík í kiljum KOSTAKILJUR GÓÐU HEILLI ERU MENN ENN AÐ GEFA ÚT ÞAÐ SEM KALLA MÁ KLASSÍSKAR BÓKMENNTIR, INN- LENDAR OG ERLENDAR. SUMAR BÆKUR ERU KLASSÍSKAR FYRIR RITSNILLD ÞESS SEM SKRIFAR EN SVO ERU AÐRAR KLASSÍSKAR FYRIR FRÁ- SÖGNINA, EINS OG STÓRMERKILEG BÓK LEIFS H. MULLERS SEM HEFUR VERIÐ ENDURÚTGEFIN. Grasið syngur, fyrsta skáldsaga breska nóbelsverðlaunahafans Dor- is Lessing, segir frá Mary sem elst upp Ródesíu sem var en heitir nú Zimbabwe. Mary giftist bónda og svo fer að hún tekur við rekstri bú- garðsins. Hún fyrirlítur blökku- mennina sem starfa á búgarðinum og beitir þá harðræði, en á sama tíma laðast hún að einum starfs- manna sinna. Grasið syngur eftir Lessing 1942 var Leifur H. Muller, íslenskur náms- maður í Ósló, handtekinn af þýsku öryggis- lögreglunni Gestapo. Honum var fyrst haldið í Grini-fangelsinu í Noregi og síðar í hinum illræmdu Sachsenhausen-fangabúðum í Þýskalandi. Leifur var svo frelsaður úr fanga- búðunum um miðjan mars 1945 og sneri heim til Íslands í byrjun júlí sama ár. Hann skrifaði bókina Í fangabúðum nazista um handtöku sina og veruna í Sachsenhaus- en-búðunum og kom sú bók út sama haust og hann sneri heim, í september 1945. Vaka gefur bókina út að nýju með inngangi og eft- irmála eftir sagnfræðingana Hall Örn Jónsson og Jón Ingvar Kjaran. Leifur H. Muller í fangabúðum nazista BÓKSALA 08.-14. APRÍL Allar bækur Listinn er tekinn saman af Eymundsson 1 Viðrini veit ég mig veraÓttar Guðmundsson 2 Vertu úlfurHéðinn Unnsteinsson 3 Ástin, drekinn og dauðinnVilborg Davíðsdóttir 4 Britt - Marie var hérFredrik Backman 5 Gleymdu stúlkurnarSara Blædel 6 Ormstunga, þriggja heima sagaKjartanYngvi Björnsson / Snæbjörn Brynjarsson 7 SyndlausViveca Sten 8 Nikký og baráttan umbergmálstréð Brynja Sif Skúladóttir 9 AfturganganJo Nesbø 10 ZackMons Kallentoft /Markus Lutteman Íslenskar kiljur 1 Britt - Marie var hérFredrik Backman 2 Gleymdu stúlkurnarSara Blædel 3 SyndlausViveca Sten 4 AfturganganJo Nesbø 5 ZackMons Kallentoft /Markus Lutteman 6 Eiturbyrlarinn ljúfiArto Passilinna 7 KrabbaveislanHlynur Níels Grímsson 8 HaugbúiJohan Theorin 9 Nóttin langaStefán Máni 10 Stúlkan með náðargáfurnarM.R.Carey
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.