Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.04.2015, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.04.2015, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19.4. 2015 Menning H ér eru þrír stórir salir og ein tuttugu herbergi, og hin fjöl- breytilegustu verk í þeim öll- um,“ segir Markús Þór Andr- ésson, sýningarstjóri hinnar viðamiklu sýningar sem kallast Sjónarhorn og verður opnuð í Safnahúsinu við Hverfisgötu í dag, laugardag. Þessi merka bygging, sem var vígð árið 1909 og er nú á forræði Þjóðminjasafnsins, al- friðuð að utan og innan, hýsir nú þessa óvenjulegu sýningu sem er ólík öðrum sem settar hafa verið upp hér á landi. Eins og seg- ir í formála Margrétar Hallgrímsdóttur þjóð- minjavarðar að sýningarskránni, taka höfuð- söfn þjóðarinnar og helstu menningarstofnanir höndum saman „og bjóða gestum í leiðangur um íslenskan myndheim fyrr og nú“ á þessari nýju grunnsýningu Safnahússins, þar sem „þjóðargersemar hvers konar, forngripir, nátt- úrugripir, listaverk, skjöl og handrit gefa inn- sýn í sjónrænan menningararf þjóðarinnar“. Hún bætir við að þau fjölmörgu sjónarhorn sem sýningin veitir innsýn í, varpi nýju ljósi á listrænt gildi og fjölbreytni hins sjónræna arfs. Gripirnir á sýningunni koma frá höfuðsöfn- unum þremur, Þjóðminjasafni Íslands, Lista- safni Íslands og Náttúruminjasafni Íslands, auk Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Landsbókasafni Íslands – Há- skólasafni, og Þjóðskjalasafni Íslands. Húsið aðgengilegt að nýju Markús Þór var ráðinn sýningarstjóri Sjón- arhorns árið 2013 og hefur síðan unnið með sérfræðingum og forstöðumönnum stofn- ananna og haft aðgang að gríðarlega yfir- gripsmikilli safneign þeirra allra. „Allar þessar stofnanir koma myndarlega að sýningunni og eiga hér gripi,“ segir Mark- ús þegar við göngum inn í fyrsta hluta sýn- ingarinnar sem kölluð er „Upp“. Hann út- skýrir að alls séu sjónarhornin sjö og þarna eru verk helguð andanum. Klippiverk Muggs, „Sjöundi dagur í paradís“, tekur við okkur í einum sýningarskápnum og þar eru líka gaml- ar englamyndir af Þjóðminjasafninu. Sjá má útskorinn prédikunarstól Hjalta í Vatnsfirði og yfir honum svífur dúfa eða heilagur andi. Á einum veggnum eru málverk, teikningar og ljósmyndir af höfðingjum, með Vigdísi Finn- bogadóttur brosandi fyrir miðju, og í and- stæðu horni eru einar tuttugu Maríumyndir, afar ólíkar: málverk eftir Kjarval, ljósmynd eftir Jón Kaldal, þurrkaður maríustakkur, Maríumynd eftir Gunnlaug Scheving, teikn- ingar frá fyrri öldum, forn útskurður og myndlýstar bækur. „Hér sjáum við ólíkar birtingarmyndir Mar- íu í list og handverki gegnum aldirnar, í kirkjulist gamals tíma og eins og hún birtist í þjóðtrú og náttúruvitund,“ segir Markús. „Allar stofnanirnar sex sem koma að sýn- ingunni eiga efni sem tengist Maríu og hér er gaman að sjá tengingarnar á milli þeirra. Þessi söfn eiga öll sína sögu hér í húsinu. Nú er húsið gert aðgengilegt að nýju og söfn- in koma aftur heim.“ Þegar Markús er spurður að því hvort öll safneign stofnananna hafi verið undir í upp- hafi, þá segir hann svo vera. Í þeim sé gríðar- lega mikið af verkum og merkum gripum. Markús er menntaður myndlistarmaður og í sýningarstjórn á myndlistarsviði. Er þetta verkefni ekki mun víðfeðmara en það? „Vissulega,“ segir hann, brosir og segist hafa notið þess að kafa í safneignir stofn- ananna. „Ég hef haft með mér í sýningar- nefnd sérfræðinga allra stofnananna og við unnum þetta í góðu samstarfi. Við höfum fundað reglulega og ég hef treyst á sér- fræðiþekkingu þeirra þegar við höfum þurft að velja gripi, skjöl eða annað. Þetta er ekki allt list en allt hluti af hinum sjónræna menningararfi okkar.“ Óslitinn sjónrænn þráður Markús segir að þeir sem komu að undirbún- ingi sýningarinnar hafi verið sammála um að hún yrði að vera einstök, hún mætti ekki líkj- ast neinu sem sett væri upp í Listasafninu eða Þjóðminjasafninu, heldur yrði hún að end- urspegla samstarf stofnananna. Því kom ekki til greina að skipta rýmum Safnahússins á milli þeirra, gripirnir ættu að blandast og eiga í samtali. „Við vorum heldur ekki spennt fyrir því að reyna að rekja listasöguna á hefðbundinn hátt, enda er sagan ekki komin það langt að við hefðum getað unnið þessa sýningu eins og heildræna rannsókn,“ segir hann. „Það er hins vegar spennandi að opna fjársjóðskistuna hér svo fólk geti uppgötvað áhugaverða hluti, það getur kveikt löngun meðal gesta til að rann- saka þá nánar. Í bókmenntasögunni litu margir svo á í eina tíð að hér hefðu bara orðið til Íslendingasögur og svo kom Laxness, en síðan hófst rannsóknarvinna og fólk áttaði sig á því, að eins og Sigurður Nordal orðaði það, það rynni einn óslitinn þráður gegnum ís- lenska bókmenntasögu. Við eigum svolítið eft- ir að uppgötva það í listasögunni, að í hinu sjónræna er líka óslitinn þráður og að um ald- ir hafi fólk unnið hér að myndlist og allra- handa sjónrænum verkum.“ Annar tími, önnur viðhorf Ekki var hægt að taka hvað sem var til sýn- inga úr söfnunum, því sumir gripir eru það viðkvæmir að þeir þola ekki birtuna. Í und- antekningartilvikum var brugðið á það ráð að „Það má segja að þetta sé sami leikurinn hjá listamönnunum, bara ólík efni, annar tími, önnur viðhorf,“ segir sýningarstjórinn Markús Þór Andrésson. Morgunblaðið/Einar Falur HIN VIÐAMIKLA SÝNING SJÓNARHORN OPNUÐ Í SAFNAHÚSINU VIÐ HVERFISGÖTU Stórt og afar áhugavert samtal Í SAFNAHÚSINU VIÐ HVERFISGÖTU VERÐUR Í DAG OPNUÐ ÁHUGAVERÐ SÝNING UM HINN SJÓNRÆNA ARF OKKAR ÍSLENDINGA, MYNDLIST, HANDRIT, HANDVERK, FORNGRIPI OG SKJÖL. HVERT SEM LITIÐ ER Á SÝNINGUNNI GETUR AÐ LÍTA ÓVÆNT STENFUMÓT ÓLÍKRA HLUTA FRÁ HINUM ÝMSU TÍMUM ÍSLANDSSÖGUNNAR. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Í sal þar sem unnið er með heimilið getur meðal annars að líta ýmis hannyrðaverk, stóran hús- gagnaskúlptúr eftir Guðjón Ketilsson, málverk Þorra Hringssonar og Kristínar Jónsdóttur, og lax. Í þessum stóra skáp er fjallað um Grenjaðarstaðarsókn í meira en tvær aldir, með málverkum af fólki í hreppnum og landakorti eftir Arngrím Jónsson málara, kirkjubókum og öðrum gögnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.