Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.04.2015, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.04.2015, Blaðsíða 42
H inn 10. apríl síðastliðinn stóð fyrir- tækið Bestseller, sem rekur versl- anirnar Vero Moda, Selected, Jack & Jones, Name it og Vila, fyrir al- þjóðlegum góðgerðardegi. Viðburðurinn heitir, Give a day eða Gefðu dag og gekk út á það að allir peningar sem viðskiptavinir búðanna versluðu fyrir voru gefnir til góðagerðarmála. Á Íslandi söfnuðust rúmar 12 milljónir króna þar sem 50% runnu til krabbameinsfélagsins og 50% til alþjóðlegu samtakanna Unicef, Gain og Barnaheilla. Sigrún Lillie Magnúsdóttir er forstöðumaður ráðgjafarþjónustu krabbameins- félagsins en hún mun taka við þeim 6,2 milljónum sem söfnuðust til krabbameins- félagsins. „Þetta hefur gífur- lega mikla þýðingu og mun hjálpa okkur að efla þjón- ustuna og færa hana yfir á næsta stig. Markmið Ráð- gjafarþjónustunnar er að að- stoða fólk við að ná jafnvægi í lífinu eftir þær breyttu aðstæður sem grein- ing krabbameins veldur. Það er bæði hægt koma, senda tölvupóst og hringja. Þetta er draumur sem er að rætast,“ útskýrir Sigrún en krabbameinsfélagið hefur sinnt símaráðgjöf frá árinu 1995. Númerið er gjaldfrjálst, 800-4040, og get- ur fólk hringt í númerið hvenær sem er sól- arhringsins og skilið eftir skilaboð eða sent tölvupóst á netfangið radgjof@krabb.is. „Við höfum verið að sinna þessu samhliða öðrum verkefnum og þar af leiðandi ekki haft tækifæri á því að sinna símaráðgjöfinni eins og við vildum. Það sem við vorum með á margra ára plani getum við gert ráð fyrir að geti orðið á miklu styttri tíma vegna styrksins.“ Sigrún útskýrir mikilvægi þjónustunnar sem snýr að því að geta verið til staðar fyrir fólk þegar spurningar kvikna og hægt sé að leita eftir faglegum upplýsingum og fá að- stoð. „Við höfum verið við símann í tvo klukku- tíma á dag en nú langar okkur að auka þjón- ustuna með því að hafa opið lengur. Það geta allir hringt. Þeir sem eru að greinast, að- standendur, fagfólk, kennarar, nemar og fleiri. Þegar krabbamein kemur upp snertir það svo marga og þá er gott að geta spjallað. Það er svo mikilvægt.“ ALÞJÓLEGUR GÓÐGERÐARDAGUR Draumur sem er að rætast Sigrún Lillie Magnúsdóttir Í NÆSTU VIKU MUN VERSLUNARKEÐJAN BESTSELLER AFHENDA KRABBAMEINSFÉLAGI ÍSLANDS 6,2 MILLJÓNIR SEM SÖFNUÐUST Á ALÞJÓÐLEGUM GÓÐGERÐARDEGI KEÐJUNNAR HINN 10. APRÍL SÍÐASTLIÐINN. SIGRÚN LILLIE MAGNÚSDÓTTIR, FORSTÖÐUMAÐ- UR RÁÐGJAFARÞJÓNUSTU KRABBAMEINSFÉLAGSINS, SEGIR STYRKINN EIGA EFTIR AÐ HAFA UMTALSVERÐ ÁHRIF Á ÞJÓNUSTUNA. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is 42 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19.4. 2015 Tíska Lindex 5.995 kr. Léttur og laglegur sumarkjóll. BÓHEM ÁHRIF Tískan á Coachella Tónlistarkonan Rihanna var í skemmtilegu bleiku dressi. Söngkonan Fergie var flott í stígvélum frá Giuseppe Zanotti. Alexa Chung birti þessa fallegu mynd af sér frá Choachella. Zara 9.995 kr. Fölbleikur og fallegur sumarkjóll. Zara 14.995 kr. Glæsilegir sumar- skór úr Zöru. Vila 6.990 kr. Hippaleg, hekluð yfirpeysa. Vero Moda 7.990 kr. Kögurvesti í hippalegum stíl er nauðsynlegt í sumar. Topshop 3.290 kr. Flottir draumfang- ara eyrnalokkar. Next 8.880 kr. Kimono setur flott- an svip á hversdags- klæðnaðinn. Fyrirsætan Alessandra Ambrosio var glæsileg í „tie-dye“ síðkjól. Fyrirsætan Kendall Jenner er alltaf töff. Speglasólgleraugu verða greinilega vinsæl í sumar. LISTA- OG TÓNLISTARHÁTÍÐIN COACHELLA ER NÚ Í FULLUM GANGI Í IDAHO-RÍKI Í BANDARÍKJUNUM. HELSTU STÓRSTJÖRNUR TÓNLISTAR- BRANSANS BOÐA YFIRLEITT KOMU SÍNA OG HAFA ÞÆR VERIÐ DUG- LEGAR VIÐ AÐ BIRTA MYNDIR AF SÉR Á INSTAGRAM. ÞÁ ER ÁKVEÐIN BÓHEMTÍSKA RÍKJANDI Á TÓNLISTARHÁTÍÐUM SEM SLÍKUM. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.