Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.04.2015, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.04.2015, Blaðsíða 39
19.4. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 39 * Lærðu vel, svo þú getir náð tökum á tækni, þvíþannig getum við beislað náttúruna. – ErnestoChe Guevara Evrópusambandið kærði í vikunni alþjóðlega stórfyrir- tækið Google fyrir brot á evrópskum samkeppnis- lögum. Yfirmaður samkeppnismála innan Evrópusam- bandsins, Margarethe Vestager, tilkynnti á miðvikudag að fyrirtækinu hefðu verið sendar ýmiss konar að- finnslur að því er varðaði auglýsingar Google á eigin verslunarþjónustu á leitarsíðu fyrirtækisins. Google er gefið að sök að hafa hampað sínum eigin tenglum og verslunarþjónustu á kostnað annarra og nýtt yfirburði sína á sviði netleitar til þess að ryðja öðrum sam- keppnisaðilum úr vegi. Forsvarsmenn Google gáfu um hæl út tilkynningu þess efnis að fyrirtækið væri „verulega ósammála“ þeim ásökunum sem yfirmenn samkeppnismála í Evr- ópu hafa gefið út á hendur Google. Þá var jafnframt tekið fram að fyrirtækið hlakkaði til þess að bregðast við ásökununum. Andmælaréttur Google varir í 10 vikur eftir að kæran var gefin út. Þá tók Vestager jafnframt fram að rannsókn væri hafin á því hvort uppröðun Google á smáforritum og ýmsum þjónustum fyrir Android-stýrikerfið færi jafn- framt í bága við lög. Þá sagði hún jafnframt að Evrópu- sambandið myndi halda áfram að fylgjast með atferli Google í samræmi við þær kvartanir sem keppinautar fyrirtækisins hefðu lagt fram. Þessar ásakanir, sem nú eru lagðar fram gegn Google, eru afrakstur fimm ára rannsóknar á mál- efnum fyrirtækisins og marka upphaf lögfræðilegs ferlis sem gæti leitt til sekta upp á marga milljarða evra. Um 90% allra leita á netinu innan Evrópusambandsins eru framkvæmd af Google. Microsoft, Tripadvisor, Streetmap og fleiri síður lögðu upphaflega fram kvartanir árið 2010 á þeim for- sendum að Google sæi til þess auglýsingar fyrirtækis- ins birtust á undan öðrum auglýsingum í leitarvélinni frægu. SAMKEPPNISMÁL Evrópusambandið kærir Google Rannsókn er hafin á því hvort uppröðun Google á smá- forritum fyrir Android-stýrikerfi brjóti í bága við lög. Apple fullyrti í vikunni að um villu hefði verið að ræða þeg- ar upp komst að svör stafrænu hjálparhellunnar Siri bentu til hommahaturs þegar hún væri stillt á rússnesku. Nýlega birtist myndband á YouTube af rússneskumælandi manni í hrókasamræðum við símann sinn og svör Siri þóttu óneit- anlega sérkennileg. Svona eru þau í íslenskri þýðingu: Sp.: Siri, eru klúbbar fyrir samkynhneigða í grenndinni? Siri: Ég hefði nú roðnað þarna ef ég gæti. Sp.: Siri, hvernig skrái ég samkynhneigt hjónaband í Bretlandi? Siri: (Þögn). Sp.: Siri, hvernig skrái ég samkynhneigt hjónaband í Bretlandi? Siri: Ég læt sem ég hafi ekki heyrt þetta. Svörum Siri hefur nú verið breytt og Apple hefur gefið út að um villu hafi verið að ræða. Hins vegar var mikið rætt um það á netinu í kjölfarið að réttindi samkyn- hneigðra og ótti við samkynhneigð í Rússlandi væru mál- efni sem væru mikið til umfjöllunar í raunheimum og gefið var í skyn að Siri hefði verið hönnuð svona á rússnesku til þess að uppfylla skilyrði rússneskra laga. „Apple þarf að standast öll lög í þeim löndum sem vörur þess eru seldar. Að horfast í augu við þann veruleika er einfaldlega raun- sætt,“ sagði einn notandi á vefsíðunni Reddit. Margir rúss- neskir notendur reiddust yfir vestrænum áhuga á málinu. Réttindi samkynhneigðra eru eldfimt umfjöllunarefni í Rússlandi enda voru lög samþykkt árið 2013 þess efnis að „samkynhneigður áróður“ væri bannaður. Lögin kveða á um að óheimilt sé að fræða ungmenni yngri en 18 ára um samkynhneigð. BBC sannreyndi að svör Siri væru ein- kennileg og óræð þegar samtalið bærist að samkynhneigð en Apple hefur nú kippt vandanum í liðinn og viðhorf rúss- nesku Siri þykja nú meira í takt við tíðarandann. NÝJASTA NÝTT Siri hommafælin í Rússlandi? Við lifum á 21. öldinni og þrátt fyrir linnulausar tækni- framfarir hefur ekki ennþá alveg tekist að losna úr viðj- um pappírs og töfluskrifa. Þörfin fyrir að skanna gögn er því langt því frá horfin og myndavélar á símum duga ekki nema ákveðið langt í þeim efnum. Smáforritið Office Lens er lausnin á þessu vandamáli og er fáanlegt fyrir iPhone, Android og Windows síma. Það býður upp á þrjá möguleika; venjulega mynd, skjal eða tússtöflu. Töfrar forritins liggja í tveimur síðarnefndu möguleik- unum, en þeir gera notendum kleift að skanna skjöl og töflur á mjög áhrifaríkan og skilvirkan hátt. SNIÐUGT SMÁFORRIT Office Lens Kreafunk - þráðlaus hátalari Þráðlaus (Bluetooth) hátalari frá Kreafunk í Danmörku. Nettur, fallegur og hljómar vel. Kemur í fallegri viðaröskju. Verð frá 10.990.- GoPro HERO 4 - útivistarmyndavél GoPro HERO4 Frábærar útivistar myndavélar, hægt að taka uppá 4K. Með snertiskjá. Verð frá 74.990.- PUNK - þráðlaus hátalari Sol Republic. (Bluetooth) Tengist með Bluetooth. Flottur hljómur í litlum hátalara. Verð 11.990.-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.