Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.04.2015, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.04.2015, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19.4. 2015 Ferðalög og flakk Írsku mannvinirnir í U2 hafa um langt árabil verið eitt allra stærsta tónleikaband í heimi. Í slendingar eru tónlistarþjóð og hafa löngum verið tilbúnir að leggja mikið á sig til að sjá uppáhaldstónlistarmennina sína á sviði. Enda birtast þeir ekki hér í fásinn- inu á hverjum degi. Svo virðist sem fólk sé að bæta í fremur en hitt. „Það hefur verið gríð- arleg aukning í tónleikaferðum síðustu tvö ár- in,“ segir Þór Bæring Ólafsson hjá ferðaskrif- stofunni Gaman ferðum sem er mjög afkastamikil á þessu sviði ferðalaga. Spurður hvað valdi þessu nefnir Þór upp- safnaða þörf landsmanna til að ferðast til út- landa og vaxandi áhuga á því að slá tvær flug- ur í einu höggi, það er að ferðast og gera eitthvað ógleymanlegt í leiðinni, eins og að fara á tónleika með uppáhaldstónlistarmann- inum sínum. Fjölmargar tónleikaferðir eru á döfinni hjá ferðaskrifstofunni Gaman ferðum á komandi mánuðum. Má þar nefna tónleika með Paul McCartney, Take That, Foo Fighters, Fleetwood Mac, One Direction, Ed Sheeran, AC/DC, Madonnu og U2. Allir koma þessir listamenn fram í O2-höllinni í Lundúnum. Allir aldurshópar Þór segir alla aldurshópa sækja í tónleikaferð- ir. Allt frá börnum upp í ellilífeyrisþega. „Það var einn að spyrjast fyrir um miða á Fleetwo- od Mac hjá okkur um daginn. Hann kvaðst hafa sett sér ákveðin markmið þegar hann varð sjötugur, eitt af þeim var að sjá Fleetwo- od Mac á sviði,“ segir Þór. Sjálfur fór hann með hóp ungmenna, eink- um stúlkna, á strákabandið One Direction í Lundúnum í fyrra. „Margar mæður fylgdu dætrum sínum í þá ferð. Ég var eini pabbinn og hef eflaust litið út fyrir að vera besti pabbi í heimi. Dóttir mín var alla vega mjög ánægð með mig,“ segir hann hlæjandi. Hóparnir eru misjafnlega stórir. Allt frá tíu manns upp í tvö hundruð en allt útlit er fyrir að svo margir Íslendingar stefni skónum á tónleika U2 í Lundúnum í október á vegum Gaman ferða. Algengur fjöldi er þrjá- tíu til fimmtíu manns. Flestir tónleikar sem Gaman ferðir skipuleggja fara fram í O2-höllinni í Lundúnum en Þór segir ferðaskrifstofuna hæglega geta skipulagt ferðir annað. Þá sé æskilegt að frum- kvæðið komi frá við- skiptavinunum sjálfum, ein- hver hópur taki sig saman og Gaman ferðir útbúi svo pakk- ann. „Þannig skipulögðum við ferð á Katy Perry í Berlín í mars og höfum líka farið með hópa til Parísar og víðar,“ segir hann. Þór segir yfirleitt hægt að koma ferðum af þessu tagi í kring. Stöku tónleika sé þó erfitt eða ómögulegt að fá miða á. „Við verslum bara við aðila sem við treystum 100 prósent. Annað er ekki í boði.“ Imagine Dragons í Manchester ÍT ferðir hafa líka skipu- lagt margar tónleikaferðir gegn- um tíðina. Hörður Hilmarsson, fram- kvæmdastjóri ÍT ferða, segir slíkar ferðir alltaf vin- sælar. ÍT ferðir hafa meðal ann- ars gert Íslendingum kleift að sjá goðsagnir eins og U2, Paul McCartney og Tinu Turner. Ein tónleikaferð er á döfinni hjá ÍT ferðum á þessu ári. Ferð á tón- leika með hljómsveitinni Imagine Dragons í Manchester Arena í Manchester 13. nóvember. „Þetta stórgóða tónleikaband verður að túra um Evrópu á þessum tíma til að fylgja eftir plötunni sinni Smoke + Mir- rors. Meðal frægustu laga Imagine Dragons eru: Ra- dioactive, sem hlaut Grammy-verðlaunin, De- mons, I Bet My Life og It’s Time,“ segir Hörður. Hann segir auðvelt að bregðast við og skipu- leggja ferðir á tónleika setji fólk sig í samband við ferðaskrifstofuna. „Okkur þykir alltaf betra að vera komin með kjölfestuhóp, fimm til tíu manns, áður en lengra er haldið. Sá hópur stingur þá upp á ferð og við könnum mögu- leikana og hlöðum utan á hópinn,“ segir Hörð- ur. Tónleikahátíðir alltaf vinsælar Að sögn Harðar hafa ÍT ferðir góðan aðgang að tónleikahöldurum í Evrópu og víðar og til- tölulega einfalt sé að setja saman pakkaferðir, það er flug, gistingu og miða á tónleika. Meðal fararstjóra í tónleikaferðum ÍT ferða hafa verið tónlistarfrömuðirnir Ólafur Páll Gunnarsson, Óttar Felix Hauksson og Sig- urður Sverrisson. Icelandair býður líka upp á sérstakar tón- leikaferðir. Fyrr í þessum mánuði var farið til Glasgow að sjá gömlu brýnin Paul Simon og Sting saman á sviði. Uppselt var í þá ferð. Í lok maí verður síðan farið að sjá Paul McCartney í Birmingham. Uppselt er í þá ferð líka. Það eru ekki bara stakir tónleikar sem draga til sín íslenska tónlistaráhugamenn. Tónleikahátíðir eins og Hróarskelda, Gla- stonbury og Wacken hafa gert það í áraraðir líka. Síðan er bara að gefa hugmyndafluginu lausan tauminn. Láta drauminn rætast. SÍFELLT FLEIRI LÁTA DRAUMINN RÆTAST Tónleikaferðum vex fiskur um hrygg Poppdrottningin Madonna hrein- lega neitar að eld- ast og slær aldrei af á tónleikum. TÓNLEIKAFERÐUM TIL ÚTLANDA HEFUR VAXIÐ FISKUR UM HRYGG UNDANFARIN MISSERI OG FRAMBOÐIÐ MIKIÐ Á KOMANDI MÁNUÐUM. BREIDDIN ER LÍKA MERKILEGA MIKIL. TÓNLEIKAÞYRSTIR GETA SÉÐ ALLT FRÁ NÝSTIRNUM Á BORÐ VIÐ ONE DIRECTION OG ED SHEERAN YFIR Í GOÐSAGNIR EINS OG AC/DC, MADONNU OG U2. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.