Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.04.2015, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.04.2015, Blaðsíða 53
Killswitch Engage og Mastodon og síðar- nefnda bandið varð fyrir valinu. Þetta er auðvitað eins fáránlegt og það hljómar. Hvers vegna í ósköpunum ætti aðeins að vera rými fyrir annað hvort Killswitch En- gage eða Mastodon í mínu lífi? Það er eins og að borða aldrei lambalundir af því að maður borðar löngu í humarsósu. Meikar ekki sens. En svona er ég, lesandi góður, og löngu búinn að sætta mig við það. Platan heitir Disarm the Descent, frá árinu 2013, og er algjört dúndur. Gargandi keyrsla út í gegn án þess að melódían sé leyst upp í frumeindir sínar. Killswitch En- gage er ekkert að hanga yfir hlutunum. Lögin eru mörg en stutt. Svolítið eins og hjá Slayer. Menn nenna ekki að endurtaka sig um of. Nóg er líka af íslenskri tónlist á mark- aðinum en góður maður tjáði mér um dag- inn að gróskan í málmi og rokki væri hvergi meiri nú um stundir en hér um slóðir. Skálmöld, Sólstafir, Vintage Carav- an. Og fer ekki þessi nýja Brain Police- plata að koma? Vond reynsla af ómálmi Málmur er mínar ær og kýr en samt var ég hér um bil búinn að festa kaup á safni bestu laga bandaríska söngvaskáldsins Bobs Dylans á dögunum. Þóroddur Bjarnason vinur minn (myndlistarmaðurinn en ekki byggðafrömuðurinn) jós kappann nefnilega lofi í óvissuferð okkar félaganna um höf- uðborgarsvæðið fyrir skemmstu. Kvaðst ný- byrjaður að hlusta á Dylan fyrir tilviljun og hann væri hverrar nótu virði, karlinn. Þrátt fyrir þessi fögru orð beið ég með Dylan. Hef nefnilega vonda reynslu af því að fjárfesta í öðru en málmi á svona mörk- uðum. Keypti einu sinni Ramones Antho- logy og það urðu gríðarleg vonbrigði. Ramones virðast hafa haft mikil áhrif á þrassið, alltént hafa kanónur eins og James Hetfield og Jeff Hanneman talað lofsam- lega um þá gegnum tíðina. Þessu efni varð maður því að kynnast. Það hefur örugglega verið bullandi stemning að vera pönkari í gamla daga. Ég meina, ég hefði örugglega sjálfur orðið pönkari hefði ég haft aldur til. En þessi tónlist eldist ekki vel. Því miður. Þvílík hörmung þetta Ramones-efni, með örfáum undantekningum. Fyrirgefðu mér Guð og blessaðu minningu þeirra bræðra allra! Sama má segja um Sex Pistols. Pönkið er dulítið eins og grönsið. Bara stemning og barn síns tíma. Innilega barn síns tíma. Keypti Brian Ferry handa frúnni í Perl- unni í fyrra og svei mér ef það er ekki skárra. Typpamálmur C-liðsins Ekki er þó allur Perlumálmurinn jafn vel heppnaður. Eins og gengur. Hlóð í fyrsta skipti í Bullet for My Valentine um daginn og hefði líklega betur sleppt því. Verðið var samt gott. Veit ekki hvort kom mér meira á óvart standard efnisins eða sú staðreynd að Bullet for My Valentine er alls ekki frá Bandaríkjunum, heldur Wales. Til að gera langa sögu stutta er efnið svo sem ekki algalið en sætir engum tíðindum. Svolítið eins og Trivium hefði B-lið. Jafnvel C-lið. Einhvers staðar heyrði ég þetta kall- að „typpamálm“ og líklega fer bara vel á því. Svo er þarna efni sem ég mun aldrei kaupa. Eins og Sepultura eftir 1996. Fór nefnilega í króníska fýlu út í þá frumskóg- arsveina eftir að Max Cavalera hrökklaðist úr bandinu. Fyrir mína parta þá lauk Sep- ultura-ævintýrinu með Roots. Það dugar bandinu þó auðveldlega til að komast á verðlaunapall þegar málmsagan er gerð upp. Til allrar hamingju er fróun í Soulfly, bandinu sem Max stofnaði eftir að honum var vísað á dyr. Þær plötur eru alltaf á sínum stað í Perlunni. Engin Sepultura en samt heiðarlegur og „solid“ málmur. Af hverju er Killer Be Killed ekki þarna? Soulfly, Mastodon og Dillinger Escape Plan-bræðingurinn. Djöfull langar mig í þá plötu. orri@mbl.is Plötur öfgamálmbandsins Cradle of Filth eru í ýmsum verðflokkum á mark- aðinum. Morgunblaðið/Kristinn 19.4. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 53 Margir töldu að ferill leikaransChristian Bale færi í vaskinn tækihann við hlutverki siðblinda rað-morðingjans Patrick Bateman í kvikmyndinni American Psycho. Hinn 14. apríl síðastliðinn voru nákvæmlega 15 ár liðin frá því myndin, sem gerð var eftir umdeildri skáldsögu Bret Easton Ellis frá 1991, rataði á hvíta tjaldið. Bale virðist síður en svo hafa gert mistök með því að taka við hlutverk- inu því í kjölfar þess hefur stjarna hans risið og hann meðal annars tekist á við að leika sjálfan Batman. American Psycho var ekki alls staðar vel tek- ið á sínum tíma. Hún var sýnd á Sundance- há- tíðinni á sínum tíma og máls- metandi gagnrýnendur sögðu hana draga hátíðina niður. Kvenréttindahreyfingin í Bandaríkjunum brást hart við og taldi myndina upphefja kvenfyrirlitningu og ofbeldi gegn konum. Ein af talskonum þess viðhorfs var kvenrétt- indafrömuðurinn Gloria Stein- em, en það er nokkuð skondin tilviljun að sama ár og myndin kom út giftist hún David Bale, föð- ur Christian Bale, aðalleikara myndarinnar. Einn af þeim sem var sagt að boðið hefði ver- ið hlutverk Bateman en hafnað því á sínum tíma var stórstjarnan Leonardo Di- Caprio, en talið var að Stein- em hefði verið ein af þeim sem fengu DiCaprio ofan af því að taka við hlutverki í þessari umdeildu mynd. Leik- stjórinn Mary Harron sagði síðar að hún hefði aldrei viljað DiCaprio í hlutverkið, hann væri of strákslegur í útliti. Myndin hlaut betri viðtökur hjá áhorfendum en gagnrýnendum og Bale hlaut víða lof fyrir frammistöðu sína. Höfundur bókarinnar hefur þó alltaf haldið því fram að sagan hafi virkað betur sem skáldsaga en kvikmynd. AMERICAN PSYCHO VARÐ 15 ÁRA Í APRÍL Leonardo DiCap- rio lék í The Beach í staðinn. Gloria Steinem gagnrýndi American Psycho harðlega. Christian Bale skaust upp á stjörnuhimininn með American Psycho en hafði verið varaður við því að það að taka að sér hlutverkið væri hræðileg mistök. Kynþokki hennar skall áheimsbyggðinni eins ogflóðbylgja. Árið var1991 og tilefnið tón- listarmyndband sem hún lék í – við lagið Wicked Game með bandaríska hjartaknúsaranum Chris Isaac. Myndband sem MTV-stöðin valdi síðar það kyn- þokkafyllsta í tónlistarsögunni. Munúðin verður varla meiri í flæðarmálinu. „What a wicked thing to do, to let me dream of you!“ stundi aumingja Isaac og kallaði yfir sig hluttekningu manna um heim allan. Eða ekki. Frægð hennar var ekki lítil fyr- ir en eftir þetta var danska fyrir- sætan Helena Christensen á allra vörum. Alltént vildu allir hafa hana á sínum vörum, í það minnsta karlpeningurinn. Helena Christensen fæddist í Kaupmannahöfn á jóladag 1968. Faðirinn danskur en móðirin frá Perú. Banvæn blanda. Hjónin réðust heldur ekki á garðinn þar sem hann er lægstur, nefndu hnyðruna eftir fegurstu konu allra tíma, Helenu af Tróju. „Fegurð þeirrar ágætu konu leiddi til styrjaldar. Ekki eins og það væri nein pressa,“ sagði Christensen í viðtali löngu síðar. Létt í bragði. Fegurðin lét ekki á sér standa. Christensen var kjörin ungfrú Danmörk 1986 og var í framhaldinu fulltrúi þjóðar sinnar í keppninni Ungfrú heimur. Svíki minnið ekki hefur hún þar glímt við Gígju Birgisdóttur frá Akureyri. Og fleiri þokkafull sprund. Sló í gegn í Frakklandi Eftir það ævintýri pakkaði Christensen kjól- um sínum og gerðist fyrirsæta í París. Stóra breikið var breiðsíða í frönsku útgáfunni af Elle 1989 sem skilaði Christensen á forsíðu breska Vogue. Allar götur síðan hefur hún verið skilgreind sem ofurmódel. Ekki svo að skilja að það sé henni endilega að skapi. „Það er í raun og veru mjög vandræðalegt að vera kölluð ofurmódel. Það á ekki að vera ofur- mannlegt að vera módel,“ sagði hún ein- hverju sinni í viðtali. Skyndilega var Christensen alls staðar, í öllum helstu tískublöðum, á sýningarpöll- unum, á risaspjöldum á Times Square og auðvitað á MTV. Lífið virtist leika við hana – og þó. „Ég höndlaði þetta ekki,“ upplýsti hún síðar. „Allur glamúrinn: brjóstahaldarar sem lyftu brjóstunum, gerviaugnhár, haugur af farða og rosalegt hár. Pressan sakaði okkur um að vera svona en við vorum það ekki. Ég var bara látin líta svona út. Satt best að segja naut ég þess bara vegna þess að þetta var ekki ég. Ég var bara að þykjast. Í hjarta mínu var ég alltaf hippastelpa.“ Ekki var einkalífið til þess fallið að draga úr athyglinni, alltént ekki meðan hún bjó með Michael Hutchence, söngvara INXS, í byrjun tíunda áratugarins. Hann féll síðar frá með sviplegum hætti. Síðar bjó Christensen með leikaranum Norman Reedus og á með hon- um soninn Mingus Lucien Reedus sem er fimmtán ára í dag. Hennar eina barn. Undan- farin ár hefur Christensen verið í sambandi með Paul Banks, söngvara Interpol. Christensen dró sig að mestu út úr fyrir- sætabransanum um aldamótin en tekur ennþá að sér eitt og eitt verkefni. Í seinni tíð hefur hún haslað sér völl sem ljósmyndari, auk þess að sinna mannúðarmálum af kappi. Helena Christensen býr í New York en á einnig íbúð í Kaupmannahöfn. Ekki fylgir sög- unni hvort hún skellir sér ennþá á ströndina. HVAÐ VARÐ UM HELENU CHRISTENSEN? Christensen 2015. Hún hefur lítið breyst. Helena Christensen í „kynþokkafyllsta myndbandi allra tíma“ – við lagið Wicked Game með Chris Isaac árið 1991. MUNÚÐ Í FLÆÐARMÁLINU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.