Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.04.2015, Blaðsíða 43
19.4. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 43
HEIMILDARMYNDIR UM TÍSKUHEIMINN
Töfrandi heimar
tískubransans
Dior & I
Margverðlaunuð heimildarmynd sem segir frá því þegar
Raf Simons tók við sem listrænn stjórnandi tískuhússins
Christian Dior.
Amazon.co.uk 2.235
Mademoiselle C
Carine Roitfeld er einn áhrifamesti
tískuritstjóri heimsins. Hún ritstýrði
franska Vogue til ársins 2012 en þá
gaf hún út tímaritið CR Fashion
Book. Í heimildarmyndinni Mademo-
iselle C er Carine fylgt eftir þegar
hún flytur frá París til New York og
stofnar sitt eigið tímarit. Við fylgj-
umst með því þegar Carine er á
tískuviku, heima hjá sér og því þegar
hún eignast sitt fysta barnabarn.
Hægt að leigja myndina í gegn um
Netflix og kaupa DVD á Amazon.co-
.uk á 1.930 kr.
TÍSKUHEIMURINN ER SPENNANDI EN SVOLÍTIÐ DULÚÐUGUR HEIMUR. TIL ÞESS
AÐ KYNNAST ÞVÍ SEM GERIST Á BAK VIÐ TJÖLDIN OG FÓLKINU SEM STJÓRN-
AR STÓRA TÍSKUBATTERÍNU ER UPPLAGT AÐ KÍKJA Á HEIMILDARMYNDIR SEM
VEITA BÆÐI INNSÝN OG INNBLÁSTUR Í HEIM TÍSKUNNAR.
Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is
The secret World of haute couture
Í heimildarmyndinni er fjallað um kúnna sem kaupa haute couture hátískufatn-
að. Margy Kinmonth hittir fyrir milljónamæringa og hönnuði og skyggnist inn í
leyndan heim Haute Couture kúnna, hverjar þær eru og ástríðuna sem býr að
baki hátískufatnaðarins.
Myndina er hægt að horfa á á youtube.com
Lagerfeld Confidential
Líf og starf tískukóngsins Karls Lag-
erfeld er umfjöllunarefni heimildar-
myndarinnar. Þar fá áhorfendur að
kynnast þessum magnaða manni
betur. Áhugaverð heimildarmynd
um einn umtalaðasta mann tísku-
heimsins.
Hægt að leigja myndina í gegn um
Netflix og kaupa DVD á Ama-
zon.co.uk á 1.605 kr.
Valentino: The Last Emperor
Mögnuð heimildarmynd sem
spannar líf eins frægasta fatahönn-
uðar Ítalíu, Valentino Garavani, frá
sjötugsafmæli hans til síðustu há-
tískusýningarinnar. Í heimildar-
myndinni fáum við að fylgjast
með sorgum og sigrum. Myndin
er bæði fyndin, skemmtileg sorg-
leg og kaldhæðin. Þessa verðlaun-
uðu heimildarmynd ættu allir
tískuáhugamenn að sjá.
Myndina er hægt að leigja á
Nertflix en hún fæst einnig á
Amazon.co.uk á 1.930 kr.
The September Issue
Anna Wintour hefur drottnað yfir tískuheiminum í yfir
20 ár. Í þessari vel gerðu heimildarmynd er útgáfa sept-
emberheftis bandaríska Vogue fylgt eftir. Áhorfandinn
skyggnist inn í goðsagnakenndar skrifstofur Vogue tíma-
ritsins og fær að kynnast fólkinu á bak við blaðið.
Hægt er að leigja The September Issue á Vod leigu
Vodafone á 785 kr.
Signe Chanel
Frá fyrstu skyssum Karls Lagerfeld í
hendur kúnnans, í heimildarmyndinni
er hvert skref við gerð hátískufatn-
aðar Chanel rakið. Við fylgjumst með
mögnuðum kjólameisturum Rue
Cambon í París, stemningunni sem
þar ríkir og samskiptum færasta fólks-
ins á bak við tjöldin í tískuheiminum.
Hægt er að horfa á myndina í gegn
um vimeo.com og kaupa hana á
Amazon.co.uk á 3.325 kr.
Umferðarmiðstöðin BSÍ • 101 Reykjavík • 580 5400 • main@re.is • www.re.is
VIÐ
SKUTLUM
ÞÉR! Alltaf laus sæti
Frí þráðlaus internet-
tenging í öllum bílum
Hagkvæmur kostur
Alltaf ferðir
Ferðatími u.þ.b.
45 mínútur
Umhverfisvænt
Kauptu miða núna á
www.flugrutan.is
Áætlunarferðir Flugrútunnar eru í tengslum við allar
komur og brottfarir flugvéla um Keflavíkurflugvöll.
OR
*Miðast við að keyptur sé miði fram og til baka frá BSÍ eða Keflavíkurflugvelli á 3.500 kr.
1.750 kr.*
FYRIR AÐEINS