Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.04.2015, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.04.2015, Blaðsíða 50
verk. Einskonar móðurhlutverk. Í raun má segja að þau hafi allan tímann í skólanum ver- ið hvort öðru stoð og stytta. Í augum stúlk- unnar fékk lífið nýjan tilgang. Rúmlega tíu ára vakti hún yfir velferð bróður síns, ábyrgð- arfull og umhyggjusöm, í hlutverki litlu móð- urinnar. Það fór henni vel. Þetta sama haust fékk Hervör líka nýjan kennara, Brand Jónsson. Hann hafði þá ný- lega lokið talkennaraprófi í Danmörku og inn- leiddi nýjungar í kennslumálum. Hann lagði áherslu á talþjálfun og varaaflestur í staðinn fyrir munn- og handkerfið sem Margrét Ras- mus hafði notað frá árinu 1922. Í þeirri kennsluaðferð voru notuð tákn til stuðnings við hljóðin sem voru illgreinanleg af vörum. Sumarið 1942 gerðust atburðir suður í Reykjavík sem áttu síðar eftir að hafa mikil áhrif á líf stúlkunnar. Þá gaf ungur piltur sig á tal við fullorðinn tæplega fimmtugan heyrn- arlausan mann í sandnámi inn við Elliðaár. Þar voru sandgryfjur miklar og bæjarbílar á þönum að sækja ofaníburð í holóttar götur höfuðborgarinnar. Ungi maðurinn var ný- fermdur og hafði veitt því athygli að sá heyrn- arlausi var látinn afskiptalaus, hafður út- undan. Ég heiti Guðmundur Egilsson, sagði ungi pilturinn og hreyfði varirnar hægt. Sá heyrnarlausi stafaði nafnið. G-U-Ð-M-U-N-D- U-R E-G-I-L-S-S-O-N. Eitt tákn fyrir hvern staf. Svo stafaði hann nafnið sitt. Guðmundur náði fáeinum táknum. Eftir skamman tíma hafði hann náð að skilja öll táknin. Sæll, Markús Loftsson, sagði Guðmundur og tók í höndina á honum. Eftir þessi fyrstu kynni hittust þeir oft í matar- og kaffihléum. Mark- ús kenndi Guðmundi allt fingrastafrófið og þeir ræddu saman um landsins gagn og nauð- synjar, eins og sagt er. Markús var afar þakk- látur unga piltinum fyrir að sýna sér þessa ræktarsemi og launaði honum með því að koma með kaffibrauð og auka matarbita að heiman fyrir þennan nýja vin sinn. Þessi kunnátta í fingrastafrófinu átti eftir að koma sér vel. Haustið 1942 gekk mislingafaraldur í Reykjavík og mörg börn í Málleysingjaskól- anum urðu veik. Þá missti Hervör eina bestu vinkonu sína, skólasystur, Nönnu mállausu eins og hún var kölluð. Guðrún Jóhannsdóttir var ein þeirra sem veiktust og mislingarnir lögðust þungt á hana. Hún var tveimur árum eldri en Hervör og hefði átt að fermast um vorið. Hún andaðist í byrjun aðventunnar. Jón Pálmason á Þingeyrum sótti líkið. Nanna var fósturdóttir hans og Huldu Stefánsdóttur skólastjóra Húsmæðraskólans. Hervör hafði misst yndislega vinkonu og var lengi vansæl með tár á hvarmi. Hvorki hún né Hafsteinn veiktust. Þau höfðu líkast til bæði fengið misl- inga á barnsaldri fyrir vestan. Á þessum árum voru hugmyndir Brands Jónssonar í menntamálum heyrnarlausra að ryðja sér til rúms. Hann skrifaði árlega grein- ar í tímaritið Menntamál um heyrnarlausa jafnframt því sem hann kenndi við Málleys- ingjaskólann og starfaði á Fræðslumálaskrif- stofunni í Reykjavík. Eitt af baráttumálum hans var að vísa þroskaheftum nemendum Málleysingjaskólans úr skólanum og gera hann að sérskóla eingöngu fyrir heyrnarlaus og alvarlega heyrnarskert börn. Jafnframt vildi hann breyta nafni skólans og fá því fram- gengt að hann fengi nafnið: Heyrnleys- ingjaskólinn. Þegar hann kom heim frá árs- námi í Bandaríkjunum vorið 1943 gerði hann fræðslumálayfirvöldum grein fyrir því að ann- aðhvort tæki hann við skólanum eða héldi að öðrum kosti aftur vestur um haf. Margrét Rasmus skólastjóri var ósammála tillögum Brands en hún var tekin að reskjast og nið- urstaðan varð sú að Brandur tók við skóla- stjórn. Kröfur hans náðu fram að ganga á næstu árum. Haustið 1944 voru gerðar skýrslur um heyrnarlaus börn á aldrinum þriggja til sautján ára. Í skýrslu um Hervöru segir: „Foreldrar telpunnar eru bæði vel hraust og myndarleg og hafa átt tólf börn, sex stúlkur og sex pilta. Þau vita ekki um neina ætt- arkvilla eða veiklun í ættum sínum annað en það að föðursystir telpunnar smitaðist af berklum norður í landi og er talið að hún hafi flutt berklasmit inn á heimili þeirra og mun það hafa orsakað dauða þriggja drengjanna á fyrsta ári þeirra. Tvær telpur hafa hjón þessi sömuleiðis minnst á unga aldri en læknar álíta að þær hafi dáið af kalkefnaskorti. Hervör er álitin heyrnarlaus frá fæðingu, er hraust, stór og vel gefin andlega og líkamlega. Hún er dugleg til náms og allra verka. Hún á heyrn- arlausan bróður. Ekkert að athuga við hlustun.“ Gleði og vonbrigði á fermingardaginn Fermingardagurinn vorið 1945 markaðist bæði gleði og vonbrigðum. Hervör fermdist 29. apríl og fermingarmessunni í Dómkirkj- unni klukkan ellefu var útvarpað. Prestur var séra Garðar Svavarsson sem hafði kennt Her- vöru fermingarkverið fyrr um veturinn og hún var eina fermingarbarnið, klædd í hvítan kjól saumaðan úr hveitipokum. Brandur skóla- stjóri og Rósa eiginkona hans sátu í kirkjunni. Heima á Hesti sátu foreldrarnir við útvarps- tækið og hlustuðu á messuna því þau áttu ekki heimangengt suður til að vera viðstödd þennan merkisatburð í lífi dóttur sinnar. Tveimur dögum áður fæddist sonur á Hesti. Guðjón hafði ætlað að vera viðstaddur en barnið fæddist fyrir tímann og hann varð að hætta við ferðina. Fermingarveislan var hald- in í skólanum og Brandur skólastjóri hvatti Hervöru til að bjóða ættingjum. Ágústa föð- ursystir hennar kom í veisluna og einnig vin- kona foreldra hennar, Guðrún Þorvaldsdóttir frá Önundarfirði, auk þess sem Hafsteinn bróðir hennar var að sjálfsögðu meðal veislu- gesta. Ráðskonan hafði bakað tertu. Þremur vikum síðar bárust sorgarfregnir frá Hesti: litli drengurinn var dáinn. Hann lést þriggja vikna, 16. maí. Óskírður. Nokkrum dögum eftir ferminguna fékk Hervör leyfi frá skólanum til þess að fara í gönguferð með nokkrum skólasystrum niður Laugaveginn. Hún klæddist hveiti- pokakjólnum en hann var ekki lengur hvítur þegar hún sneri heim skömmu síðar. Krakkar höfðu gert aðsúg að þeim í gönguferðinni, ausið úr drullupollum yfir þau, híað á þau, grett sig og hlegið að þeim eins og þau væru vanvitar. Slík framkoma særði stolt Hervarar ósegjanlega, henni var stórlega misboðið en hún stillti sig ávallt og barðist við tárin. „Þessi viðhorf voru ekki bundin við fáfróð börn, fullorðnir áttu líka til að sýna svipbrigði sem lýstu vanvirðingu á okkur heyrn- arlausum,“ segir hún. Á unglingsárunum var Hervör áfram eft- irlæti kennara og skólastjóra Heyrnleysingja- skólans eins og hann var nefndur næstu ára- tugina. Hún var „dugleg til náms og allra verka“ eins og sagði í fyrrnefndri skýrslu, brennandi af áhuga fyrir námi og bæði rösk og natin við yngri nemendur. Eftir því var tekið hversu næm hún var á tilfinningalíf barnanna eins og hún fyndi á sér þegar þeim leið illa. Þegar eitthvað bjátaði á var Hervör óðar komin umfaðmandi eins og kærleiksrík móðir. Heyrnarleysið var hins vegar þrösk- uldur á menntabrautinni og eftir skólaskyld- una við sextán ára aldur var ekkert fram- haldsnámi í boði. Hún var svipt þeim tækifærum og þótti súrt í broti en Brandur skólastjóri bauð Hervöru vinnu sem starfs- stúlku við skólann. Hún fékk dagvinnulaun en svaf með nemendum í risinu í Stakkholi þar sem stelpur sváfu öðrum megin og strákar hinum megin. „Brandur treysti mér til að túlka fyrir nemendur og sinna þörfum þeirra þótt ég heyrði ekki til þeirra á nóttunni,“ sagði Hervör einhverju sinni í viðtali og bætti við að næturvaktirnar hefðu verið kauplausar. Henni var ennfremur falin sú mikla ábyrgð fimmtán ára að aldri að túlka í viðkvæmum dómsmálum þar sem heyrnarlausir komu við sögu sem segir allt um það traust sem til hennar var borið. Heimilið eins og félagsmiðstöð heyrnarlausra Litla heyrnarlausa stúlkan frá Hesti í Önund- arfirði hafði breyst í unga glæsilega stúlku sem komin var á launaskrá hjá hinu opinbera, sjálfsörugg og tíguleg í fasi, með bros á vör og glampa í augum, ákveðin og stolt, geislandi af glaðværð og góðvild. Hún sótti stundum dansleiki í höfuðborginni eins og ungt fólk á hennar reki og á einu slíku balli í Oddfellow- húsinu við Tjörnina tók hún eftir ungum manni sem horfði aðdáunaraugum á hana. Þarna var kominn Guðmundur Egilsson með hönd á lofti sem stafaði G-O-T-T K-V-Ö-L-D á fingramáli, ungur myndarpiltur. Hún gekk til hans full eftirvæntingar. Þau skiptust á nokkrum setningum með fingrunum, fóru síð- an út á dansgólfið og hafa meira og minna verið í örmum hvort annars allar götur síðan. Þetta var á útmánuðum ársins 1947. Hervör var rúmlega sextán ára, Guðmundur tvítugur. „Ég hefði aldrei náð í þessa glæsilegu stúlku ef ég hefði ekki kunnað fingrastafrófið,“ sagði Guðmundur þegar hann rifjaði upp fyrstu kynnin. „Hervör var stórglæsileg og ég hefði ekki átt neinn séns án þess að hafa þetta for- skot með fingrastafrófinu,“ sagði hann af hóg- værð. „Ég hefði heldur ekki haldið í hana nema vegna þess að ég ákvað strax að gera heyrnarlausa vini hennar að vinum mínum. Heimili okkar var oft eins og félagsmiðstöð heyrnarlausra.“ Hervör og Guðmundur gengu í hjónaband á 25 ára afmælisdegi brúðarinnar, 27. janúar 1956. Þau eignuðust fimm börn, þrjár stúlkur og tvo drengi. Hervör var einn af stofnendum Félags heyrnarlausra og formaður félagsins um árabil. Þau hjónin voru gerð að fyrstu heiðursfélögum félagsins fyrir ómetanlegt brautryðjendastarf. Torfbærinn Hestur kenndur við samnefnt fjall í Önundarfirði þar sem Hervör fæddist 1931. * Á unglings-árunum varHervör áfram eftirlæti kennara og skólastjóra Heyrnleysingja- skólans eins og hann var nefnd- ur næstu áratug- ina. Systkinin Hervör og Hafsteinn stilla sér upp fyrir myndatöku við Málleysingjaskólann. Hervör og Guðmundur við skírn frumburðarins, Bryndísar, en móðuramma hennar Guðbjörg Sveinfríður Sigurðardóttir heldur á henni undir skírn. Myndin er tekin í Laugarneskirkju, prest- ur er séra Garðar Svavarsson sem kenndi kristin fræði við skóla heyrnarlausra í fjölda ára. Fjölskyldan samankomin. Hervör og Guðmundur með börnin fimm haustið 1966, frá vinstri Magnús, Guðjón Gísli, Ragnheiður Eygló, María Guðrún og Bryndís. Nemendur Málleysingjaskólans á sleðum á skólalóðinni við Stakkholt. Mannlíf 50 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19.4. 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.