Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.04.2015, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.04.2015, Blaðsíða 17
Frumflutningur á tónsögu fyrirbörn verður í Fella- ogHólakirkju miðvikudaginn 22. apríl klukkan 18. Lítil saga úr orgelhúsi er hugarfóstur organist- ans Guðnýjar Einarsdóttur en tónlistin er eftir Michael Jón Clarke og höfundur myndskreyt- inga er Fanney Sizemore. Tak- mark verksins er að leiða hlustandann inn í töfraheim pípu- orgelsins á skemmtilegan hátt. Sagan fjallar um orgelpípurnar sem búa í org- elhúsinu. Það gengur á ýmsu í samskiptum hjá orgelpípunum og Sif litla sem er langminnst, er orðin mjög þreytt á þessu eilífa rifrildi. Hún ákveður að fara í burtu úr orgelhúsinu og finna sér betri stað að búa á. Þá reynir nú heldur betur á hinar orgelpíp- urnar og þær fara að leita að Sif litlu. Pípurnar verða að persónum „Það er talsvert síðan ég bjó til sögupersónurnar. Þetta byrjaði þannig að ég var að kynna orgelið fyrir börnum og orgel er þess eðl- is að það er frekar flókið hljóð- færi. Hugmyndin sprettur upp frá því að búa til sögupersónur úr þessum mismunandi röddum og hljómum úr orgelinu,“ segir Guðný, sem fékk hugmyndina þegar hún var að hlusta á Pétur og úlfinn með dóttur sinni. „Ég hugsaði með mér; Af hverju hefur aldrei verið gert tónlistarævintýri fyrir orgel? Þannig að ég ákvað bara að gera það sjálf.“ Fyrsta skrefið var því að skrifa niður söguna. „Síðan fór ég á tón- leika í fyrra þar sem vinkona mín Lára Bryndís Eggertsdóttir var að frumflytja nokkur íslensk verk, þar á meðal eitt eftir Michael Jón Clarke, sem fjallaði um Nóaflóðið. Þetta var svo myndræn tónlist og mér datt í hug að hafa samband við hann varðandi söguna. Hann tók svona rosalega vel í þetta og þá fór boltinn að rúlla,“ segir hún en þau fengu styrk frá Tónskálda- sjóði Ríkisútvarpsins í haust til að klára verkið. Það var síðan tilbúið um áramótin. „Eftir það hafði ég samband við Fanneyju og hún sá strax fyrir sér að hún gæti teiknað karaktera upp úr þessu,“ segir hún en myndirnar eru einstaklega skemmtilegar og líflegar. Spennandi hjóðfæri Hentar orgelið sérstaklega vel til að ná til barna? „Heldur betur. Ég hef ekki fengið barn upp á orgelloftið hjá mér til að skoða orgelið sem hef- ur ekki orðið alveg gapandi yfir þessu hljóðfæri. Börn elska orgel og finnst þetta rosalega spennandi hljóðfæri,“ segir Guðný sem er organisti í Fella- og Hólakirkju, þar sem sýningin fer fram. Verkið er fyrir orgel og sögu- mann og á miðvikudaginn verður Bergþór Pálsson í því hlutverki og Guðný verður sjálf við orgelið. Teikningum Fanneyjar verður varpað á skjá á meðan á flutningi verksins stendur svo búast má við lifandi og skemmtilegri sýningu. „Sagan er lesin og tónlistin flutt og karakterarnir fá allir sín stef og hljóm,“ segir hún. „Ég hlakka mikið til að flytja þetta,“ segir hún. Á undan verður sýnt stutt myndband um orgel, sem sýnir þegar verið er að spila á orgel, því ekki er hægt að bjóða svo mörgum börnum upp á orgelloftið í einu. Þetta er gert svo öll börn- in fái að sjá hvernig þetta stóra og flotta hljóðfæri virkar. Guðný vonast eftir að koma sögunni einhvern tímann á fast form, ef svo má segja. „Draum- urinn er að koma þessu út í ein- hvers konar formi, til dæmis bók.“ Margir viðburðir á hátíðinni Verkið er frumsýnt á Barnamenn- ingarhátíð og segir Guðný að henni þyki gaman að taka þátt í þessum viðburði. Víst er að marg- ir krakkar munu fá að hlusta á orgeltóna þennan dag því auk sýningarinnar klukkan 18 verða tvær sýningar fyrr um daginn fyr- ir börn úr hverfinu en elsta ár- ganginum í leikskólum er boðið og líka börnum í 1.-3. bekk. Flutn- ingur verksins tekur um 45 mín- útur. Barnamenningarhátíð verður haldin í Reykjavík dagana 21. til 26. apríl en markmið hátíðarinnar er að efla menningarstarf barna og ungmenna í borginni. Hátíðin fer fram víðsvegar um Reykjavík. Gæði, fjölbreytni, jafn- ræði og gott aðgengi eru höfð að leiðarljósi við skipulagningu hátíð- arinnar sem rúmar allar list- greinar og er byggð upp á fjöl- breyttum viðburðum sem börn og fullorðnir í fylgd með börnum, geta sótt sér að kostnaðarlausu. Í Iðnó verður starfrækt barna- menningarhúsið Ævintýrahöllin sem verður miðstöð barnamenn- ingar á hátíðinni. Nánari upplýs- ingar um dagskrá hátíðarinnar er að finna á: barnamenningarhatid.is TÓNLISTARÆVINTÝRI FRUMFLUTT Orgel- saga fyrir börn Persónurnar eru margar í verkinu því það eru margar pípur í orgeli en sagan er ekki flókin. LÍTIL SAGA ÚR ORGELHÚSI VERÐUR FRUM- FLUTT Á MIÐVIKUDAGINN EN ÞETTA ER TÓNLISTARÆVINTÝRI FYRIR BÖRN SEM ÆTLAÐ ER TIL AÐ LEIÐA HLUSTANDANN INN Í TÖFRAHEIM PÍPUORGELSINS Á SKEMMTILEGAN HÁTT. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Guðný Einarsdóttir Aðalsöguhetjan Sif, sem er minnsta pípan í orgelinu. Mynd/Fanney Sizemore 19.4. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17 Smiðja í origami-flugdrekum verður í Borgarbókasafninu í Grófinni sunnudaginn 19. apríl kl. 15. Origami gengur út á miserfið pappírsbrot. Ekkert þarf til nema pappír og skæri og hæfilegan skammt af þolinmæði. Origami-flugdrekar* Allir eru snillingar til tíuára aldurs. Aldous Huxley Æ G I S G A R Ð I 2 , 1 0 1 R E Y K J A V Í K , S Í M I 5 1 2 8 1 8 1 VERIÐ VELKOMIN Á NÝJAN VEITINGASTAÐ Í RAUÐA HÚSINU VIÐ GÖMLU HÖFNINA Í REYKJAVÍK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.