Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.04.2015, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.04.2015, Blaðsíða 55
endurgera nokkra, sem voru taldir bráðnauð- synlegir; starfsfólk Árnastofnunar gerði þann- ig nákvæmar eftirmyndir Stjórnar, þar sem eru einhverjar fegurstu trúarlegu skreytingar í handritunum, og Íslensku teiknibókarinnar. Við göngum um annan hluta sýningarinnar sem kallast „Aftur og aftur“ og þar má meðal annars sjá teinung sem skýtur aftur og aftur upp kollinum í íslenskri list; Markús Þór bendir á útskurð á um þúsund ára gamalli fjöl, á kistil eftir Bólu-Hjálmar, útskorið drykkjarhorn og samtímalistaverk eftir Þór Vigfússon. Þar er líka fagurlega útsaumaður kvenbúningur, eftir uppskrift Sigurðar Guð- mundssonar málara, fléttur í gamalli málm- smíði, gamlar útskornar rúmfjalir, fléttan í bókahnút Guðbrands biskups í Guðbrandsbi- blíu og þar við hliðina bókverk eftir Dieter Roth. „Það má segja að þetta sé sami leik- urinn hjá listamönnunum, bara ólík efni, ann- ar tími, önnur viðhorf,“ segir Markús. „Það er lykilatriði hér að hlutirnir séu ekki sýndir í einhverju stigveldi, að einn sé talinn æðri en annar, heldur eru þeir jafnir og sam- tal á milli þeirra. Þannig kemur skilningurinn á þeim fram.“ Hann bætir við að öllum texta- upplýsingum sé haldið í lágmarki í sýningar- sölunum, fólk sér aldur verka, höfund og heiti, ef það liggur fyrir, en fræðslan fer fram gegn- um hljóðleiðsögn, sýningarskrána og vefleið- sögn. Við örkum áfram milli sala og herbergja; sjáum manntalið fræga frá 1703, skáp með sögu fólks í Grenjaðar- staðarsókn í tvær og hálfa öld, verk tengd þjóðsögum og skrímslum, herbergi þar sem fjallað er um dauðann og annað þar sem unnið er út frá heimilunum; þar er ým- iskonar handavinna, hús- gagnaskúlptúr eftir Guðjón Ketilsson, málverk Þorra Hringssonar af mat og uppstoppaður lax á vegg. Í sal um sjónarhornið „Út“ eru fuglastyttur eftir Guðmund frá Miðdal, nátt- úruhandrit Benedikts Gröndal og frummyndin af þekktu plakati Eggerts Péturssonar um flóru landsins, svo afar fátt sé nefnt. Í risinu er sjónarhornið „Niður“ og litið á landið fyrir neðan okkur, í þessari byggingu sem var eitt sinn sú hæsta í Reykjavík. Safnahúsið er fullt af áhugaverðum hlutum og víða eru herbergi og rými fyrir börn, þar sem þau geta skoðað, rannsakað og unnið út frá hugmyndum sem kvikna við að skoða sýninguna. Enn að velja Þegar spurt er að því hvort sýningin sé hugs- uð fyrir sívaxandi straum erlendra ferða- manna, sem vita eflaust lítið um íslenskar sjónlistir, eða fyrir Íslendinga, svarar Markús Þór að sýningarnefndin hafi ákveðið að setja saman sýningu sem væri fyrst og fremst upp- lýsandi fyrir yngri kyn- slóðir Íslendinga. „Vonandi er hún upp- lýsandi fyrir aðra í leið- inni,“ segir hann. „Allur þessi straumur erlendra gesta hingað breytir þó eflaust afstöðu okkar til landsins, og líka sjálfs- mynd okkar að einhverju leyti, sjálfsmynd sem má sjá ákveðnar útgáfur af hér í söl- unum. Það sem vel er gert og hér getur að líta hlýtur einnig að vekja athygli gesta, hvort sem þeir eru íslenskir eða frá öðrum löndum.“ Hver var helsta áskorun sýningarstjórans? „Stórt er spurt…“ svarar Markús hugsi. „Að vissu leyti var það að skapa heildarmynd en hér er gríðarlega margt sem fólk hefur aldrei séð, merkir hlutir. Hitt er að við erum að setja sýninguna upp í friðuðu húsi og flækjustigið hvað það varðar gat á stundum virst geigvænlegt og margir þurfa að gefa umsögn um hitt og þetta. En það hefur leyst farsællega og vonandi geta gestir notið fegurðar byggingarinnar um leið og þeir njóta sýningarinnar. Allt hefur þetta byggst á viðamiklu sam- starfi sex stofnana og tveggja ráðuneyta, sem var ekki einfalt en allir voru til í að láta á þetta reyna.“ Og voruð þið löngu búin að velja verkin? „Við erum enn að velja,“ svarar hann og skellir uppúr. „En það eru hreinar undantekn- ingar, strax síðasta sumar vorum við komin vel á veg með valið en þegar hlutir koma í hús kalla þeir stundum á aðra, til að teng- ingar gangi upp og fyllt sé í eyður. Þetta er allt eitt stórt og vonandi afar áhugavert sam- tal …“ Fuglaskúlptúrar Guðmundar Einarssonar í Miðdal fyrir miðju, með handritum Benedikts Gröndal að bókum um náttúru Íslands og frummynd Eggerts Péturssonar að veggspjaldi um flóru landsins. * Þetta er ekki alltlist en allt hlutiaf hinum sjónræna menningararfi okkar. 19.4. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 55 „Sýningin er sameiginlegt verkefni sex stofnana og um leið tveggja ráðuneyta,“ segir Margrét Hallgrímsdóttir, þjóðminja- vörður og forstöðumaður Safnahússins, um opnun sýningarinnar Sjónarhorns í Safna- húsinu við Hverfisgötu í dag. Verkin og grip- irnir á sýningunni koma úr safneign Þjóð- minjasafns Íslands, Lista- safns Íslands, Náttúru- gripasafns, Stofnunar Árna Magnússonar í ís- lenskum fræðum, Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns og Þjóðskjalasafns. Þessi fagra og merka bygging, sem er alfriðuð, er á forræði Þjóðminjasafns- ins og átti Margrét árið 2003 hugmyndina að slíkri samvinnu stofn- ananna sem áður voru til húsa í þessari merku byggingu, sem var teiknuð af danska arkitektinum Johannes Magdahl Nielsen og tekið í notkun árið 1909. Fyrst sátu Mar- grét, Guðrún Nordal, forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar, og Halldór Björn Runólfsson forstöðumaður Listasafns Íslands, í starfshópi um framtíðarnotkun hússins. Árið 2013 ákvað ríkisstjórnin að tillögu þáverandi mennta- og menningar- málaráðherra að færa Þjóðmenningarhúsið, eins og það var þá kallað, undir stjórn Þjóð- minjasafnsins og þar með samþætta starf- semi beggja stofnana í eina. Um leið var tekin ákvörðun um að stofnanirnar tækju höndum saman um nýja grunnsýningu húss- ins og þá komu hinar þrjár stofnanirnar einnig að samstarfinu. Þá var myndaður samráðsvettvangur stofnana um hina nýju sýningu með verkefnisstjórn forstöðu- mannanna og undirbúningur sýningar hófs. Árið 2013 var Markús Þór Andrésson ráð- inn sem sýningarstjóri og listrænn stjórn- andi sýningarinnar. Hann fékk til liðs við sig öfluga sýningarnefnd, skipaða sérfræð- ingum úr öllum söfnunum. „Árið 2014 var samþykkt af núverandi forsætisráðherra að veita fé til endurbóta hússins og sýningargerðarinnar sem gerði okkur kleift að sigla verkefninu í höfn. Þá var tekin ákvörðun um að breyta heiti húss- ins á ný í Safnahúsið til að undirstrika sam- vinnu stofnananna í húsinu. „Allar þær stofnanir sem eiga rætur í hús- inu koma saman á ný á þessari sýningu,“ segir Margrét. „Ég lít svo á að þessar stofn- anir hafi síðan flutt að heiman, vaxið og dafnað í öðrum húsakynnum á síðustu öld, átt í góðri samvinnu um sýningar í húsinu á liðnum árum hver um sig, en nú koma þær saman á ný með sýningunni Sjónarhorn. Það er spennandi að hefja sig yfir mörk stofnana og takast á við þetta málefni, sem er okkar listræni menningararfur, og efna til þessa samtals. Með þessu móti er unnt að skoða safnkost hverrar stofnunar í nýju ljósi.“ Margrét segir það mikilvægt að leggja grunn og eiga góða samvinnu um blómlega starfsemi í Safnahúsinu, „og við höfðum það að leiðarljósi að opna faðm hússins,“ segir hún. „Aðgengið þarf að vera gott fyrir alla og það er spennandi að upplifa sýninguna um allt hús. Auk þess er eins og áður að- staða til funda og hægt að hýsa ýmsa menn- ingaratburði í gamla lestrarsalnum sem hef- ur gefið góða raun. Þar getur fólk komið og tyllt sér og lesið, fyrir utan að í húsinu er spennandi veitingahús með nýrri ásýnd sem ber heitið Kapers, og þá verður fín safnbúð sem hæfir húsinu og starfsemi þess. Einnig verður vandað til kynningarefnis með sýn- ingunni, gefin út bók og boðið upp á hljóð- leiðsögn.“ Margrét segir að áhersla sé á að tryggja öryggi gesta á öllum aldri og í sam- ræmi við kröfur nú, ásamt öryggi þjóðar- gersemanna sem nú eru til sýnis. „Húsið er friðlýst og það hefur verið eitt af grunnstefjum verkefnisins að sýningin þarf að vera á forsendum hússins. Það leiðir til þess að húsið nær að lyfta sýningunni, þar myndast einhver galdur og eins og gest- ir munu komast að raun um þá nýtur þessi glæsilega sýning sín einstaklega vel í Safna- húsinu,“ segir Margrét. Spennandi að hefja sig yfir mörk stofnana Margrét Hallgrímsdóttir Gestir geta heimsótt lestrarsal Safnahússins án þess að greiða aðgangseyri og unað sér þar við lestur og grúsk. Þar er sýnd allskyns útgáfa safnanna og verk um sjálfsmynd þjóðarinnar. Tvö sýningarými í Safnahúsinu eru fyrir sérsýningar og er geirfuglinn nú sýndur í öðru þeirra. Í hinu er nýtt myndbandsverk Steinu Vasulka, í samstarfi Listasafns Íslands og Árnastofnunar. Galdrastafir í gömlum handritum mæta hér ab- strakt verkum, máluðum og skúlptúr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.