Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.04.2015, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.04.2015, Blaðsíða 49
dóttur sína, horfði eitt augnablik í augu henn- ar og kyssti hana á kinnina. Hervör horfði á eftir móður sinni hverfa á braut. Margrét sýndi henni tákn sem hún skildi þannig að hún ætti að bíða. Hún fór aftur út að gluggan- um og horfði á móður sína ganga burt frá húsinu. Stúlkan veifaði en Sveinfríður leit ekki til baka. Eftir því sem hún fjarlægðist húsið varð hún minni og minni uns hún hvarf alger- lega. „Ég varð líka minni og minni eftir því sem ég áttaði mig á því að ég var alein og yf- irgefin. Mamma var farin. Hvað átti ég að gera hér? Hvenær kæmi hún að sækja mig? Ég skynjaði einhvern veginn strax að mamma myndi ekki snúa við eftir stutta stund og sækja mig. Sú tilfinning læsti sig í mig að það væri búið að gefa mig? Hervör rifjar upp að hún hafi í örvæntingu og vonleysi lagst á rúmið við hliðina á ferða- töskunni. Óttinn náði yfirhöndinni. Tárin streymdu niður kinnarnar. Hún var ein. Þegar Margrét Rasmus leit inn til hennar skömmu síðar var stúlkan óhuggandi. Hún neitaði að horfa á skólastjórann, faldi andlit sitt í höndum sér og lét eftir sér að gráta. Í minningunni grét hún nánast samfellt næstu dagana. Smám saman áttaði hún sig á því að í þessu húsi átti hún að eiga heima. Hjarta hennar var yfirfullt af söknuði eftir foreldrum og systkinum. Jafnvel þótt hún gleddist yfir því að kynnast öðrum heyrnarlausum börnum og læra mörg ný tákn á hverjum degi og upp- lifa í fyrsta sinn á ævinni auðveld samskipti við aðrar manneskjur var söknuðurinn öðrum tilfinningum sterkari. Hún grét. Krakkarnir stríddu henni. Alltaf skælandi, sögðu þau. Henni var gefið nafnatákn þar sem fingri er strokið undir augun. „Það táknar bauga,“ segir Hervör. „Ég var svo grátgjörn fyrstu dagana og vikurnar í skólanum og var alltaf með bauga undir augum sem urðu sér- kenni mitt og þar með nafnatáknið. Það hefur fylgt mér alla ævi, ég hef aldrei amast við því, þótt ég hafi alla tíð verði mjög glaðlynd. En ég saknaði móður minnar og föður, systkina minna og daglega amstursins fyrir vestan. Þar átti ég heima. Í Reykjavík var ég bara umkomulaus, ein og yfirgefin.“ Smám saman lærðist Hervöru að lifa við aðstæðurnar í skóla heyrnarlausra: Málleys- ingjaskólanum, en nemendurnir voru á þess- um árum milli tuttugu og þrjátíu talsins. En sátt var hún ekki. Mörg kvöld flóðu augun í tárum og koddinn varð rennblautur. Myndir af bæjarlífinu heima á Hesti runnu gegnum hugann eins og kvikmynd og kölluðu fram ljúfsárar minningar. Myndi Brynhildur litla lifa? Hvað voru María og Helga og Svava að bralla? Svo hljóðnaði gráturinn og svefninn náði yfirhöndinni. „Ég ákvað mjög fljótt að vera sterk, aldrei gefast upp,“ segir hún. „Það var eins og einhver innri rödd minnti mig á það á hverjum morgni að ég yrði að vera sterk. Að ég væri ein. Þess vegna yrði ég að vera sterk og stolt. Ég ætlaði ekki að láta neinn vorkenna mér. En ég neita því ekki að fyrsti veturinn í skólanum var mér erfiður. Erfiðasti tími lífs míns.“ Eftirlæti kennara sinna Hervör varð snemma eftirlæti kennara skól- ans. Hún átti auðvelt með nám, var natin og umhyggjusöm gagnvart yngri nemendur, hjálpsöm og vinamörg meðal heyrnarlausu barnanna. En hún fann frá fyrsta degi að hún átti ekki samleið með þeim þroskaheftu en á þessum árum var Málleysingjaskólinn bæði fyrir börn með þroskahömlun og alvarlega heyrnarskerðingu. Skólasvæðið var girt af og börn úr nágrenninu stóðu oft utan girðingar og híuðu á nemendur skólans. Hervör minnist þess að hún hafi upplifað það sem lítilsvirð- ingu. „Krakkarnir í hverfinu sögðu að við værum vitlaus. Ég skildi bendingarnar. Það fór ekkert milli mála. Þegar við fórum út fyrir skólann, gengum til dæmis niður Laugaveg- inn, upplifði ég að fólk starði á mig og gerði ljótar bendingar. Mér fannst ég sett í flokk sem ég átti ekki skilið að vera sett í. Ég var ekki vitlaus.“ Hervör segir að skilningur á þörfum heyrn- arlausra barna hafi verið af skornum skammti sem best sýndi sig í því að blanda saman heyrnarlausum og vitsljóum börnum eins og þau voru skilgreind í lögum. „Í augum margra vorum við öll vitsljó. Þeir sem gátu ekki talað gátu ekki verið greindir. Þeir gátu ekki hugs- að. Þeir hlytu að vera vitlausir. Svona hugs- uðu örugglega margir og nafnið á skólanum, Málleysingjaskólinn, bætti ekki stöðu okkur. Ég man hvað mér sveið undan þessu viðhorfi langt fram eftir aldri, að vera álitin greind- arskert, því ég vissi sjálf miklu betur!“ Dagar, vikur og mánuðir liðu. Hervör varð sjálfstæðari og öruggari, sjálfsmyndin styrkt- ist smám saman, hún fékk stöðugt klapp á bakið fyrir árangur í námi, hvað hún var einkar lagin í höndunum og síðast en ekki síst hversu næm hún var á tilfinningar annarra. Ef einhver átti bágt var Hervör á augabragði komin með útbreiddan hlýjan faðminn. Til- gangslaust að reyna að leyna angist, hún las sálarástandið eins og opna bók. En það voru hefðbundnu bækurnar sem var erfiðara að lesa. „Mig langaði svo mikið til að læra meira og meira, þekkja fleiri orð og lesa allar þessar bækur. En það var ekki í boði. Ég var hins vegar dugleg að læra að lesa af vörum og læra að tala með minni eigin rödd.“ Af og til bárust fréttir frá Hesti. Foreldrar stúlkunnar hringdu í skólann og báðu fyrir kveðju, sérstaklega þegar eitthvað bar til tíð- inda á heimilinu. Stundum voru það góðar fréttir, stundum vondar. Ári eftir að Hervör kom til Reykjavíkur sagði Margrét Rasmus við Hervöru að mamma hennar hefði hringt úr sveitinni. Brynhildur litla var dáin. Hún dó 3. október 1939. Hervör tók það nærri sér, brotnaði saman og grét. Hún uppskar stríðni og skens frá krökkunum fyrir tilfinningasem- ina. „Ég lærði að fela tárin,“ segir Hervör þegar hún minnist óhamingjusömu stundanna sem hún upplifði í skólanum. En það bárust líka gleðifréttir úr Önundarfirði. Sumarið 1940 fæddist hjónunum á Hesti piltbarn, þá voru þau flutt úr torfbænum yfir í nýtt lítið stein- hús, og drengurinn var hraustur. Hann var skírður Sveinbjörn Guðjón. Sagði ósatt til að fela fátækt Fátæktarbasl einkenndi lífið á Hesti á þessum árum. Börnin voru mörg, frú Sveinfríður ým- ist barnshafandi eða nýbúin að fæða. Því voru margir munnar að metta og efnahagurinn bágur. Til lítils að tala um að fá Hervöru litlu heim um jól eða páska. Hervör segist samt eiga góðar minningar frá jólum en yfir hátíðir dvaldi hún á heimili Ágústu föðursystur sinn- ar á Bergþórugötunni í Reykjavík. „En þegar farið er að ræða jólagjafir fæ ég kökk í háls- inn. Ég fékk aldrei jólapakka frá mömmu og pabba,“ segir hún en bætir við að Kjartan föð- urbróðir hennar hafi hins vegar oft sent sér jólagjafir. „Þegar ég kom í skólann skrökvaði ég því að krökkunum að ég hefði fengið fínar gjafir frá foreldrum mínum. Þau vissi að ég kom frá fátæku heimili þar sem börnin voru mörg og stríddu mér á fátæktinni. Ég gat ekki fengið mig til þess að segja þeim að ég hefði ekkert fengið frá pabba og mömmu.“ Haustið 1941 birtist Sveinfríður frá Hesti einn góðan veðurdag á skólalóðinni. Hún leiddi lítinn stóreygðan hæglátan dreng sér við hönd. Hervör tók þeim fagnandi, hljóp í fangið á móður sinni og faðmaði síðan bróður sinn. Hann var þá rétt rúmlega sex ára. Hún hafði oft hugleitt með sjálfri sér að þessi dag- ur myndi renna upp. Dagurinn sem Hafsteinn kæmi í skólann. Hún vissi af litla heyrn- arlausa bróðurnum fyrir vestan og vonaði heitt og innilega að hann myndi einhvern dag- inn koma til hennar. Sveinfríður staldraði við stutta stund í höfuðstaðnum en Hafsteinn fékk rúmstæði í kjallara skólans ásamt öðrum strákum. Hervör vék varla frá honum fyrstu dagana. Hún hafði fengið nýtt mikilvægt hlut- „Ég man ekki eftir neinu nema ástúð og mikilli vinnu. Það reyndu allir að hjálp- ast að,“ segir Hervör Guðjónsdóttir um lífið í litlum torfbæ í Önundarfirði. Morgunblaðið/Kristinn 19.4. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.