Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.04.2015, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.04.2015, Blaðsíða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19.4. 2015 Vefuppboð verður haldið næstu daga, 18. til 29. apríl, á vefnum uppbod.is á verkum eftir Þórarin B. Þorláksson (1867-1924), einn af frumherjum íslenskrar myndlistar. Alls verða boðnar upp 13 myndir, bæði málverk og teikningar. Myndirnar verða allar til sýnis meðan á uppboðinu stendur í Galleríi Fold, Rauðarárstíg. Í tilkynningu segir að myndirnar séu allar úr fórum ættingja listamannsins og hafa sum- ar verið sýndar áður á listasöfnum. Um ein- stakan viðburð sé að ræða þar sem myndir eftir Þórarin séu fágætar og rati ekki oft fyrir almenningssjónir, utan verka í eigu safna og jafnvel þá sjaldnast margar í einu. VERK ÞÓRARINS B. SELD VEFUPPBOÐ Málverk Þórarins frá Eyvindartungu. Fátítt er að verk listamannsins séu seld opinberlega. Tónskáldið og píanóleikarinn Snorri Sigfús Birg- isson hefur starfað í Reykjavík síðastliðin 35 ár. Morgunblaðið/G.Rúnar Á 15:15 tónleikum í Norræna húsinu á morg- un, sunnudag, klukkan 15.15, munu félagar úr Caput-hópnum flytja nokkur verka Snorra Sigfúsar Birgissonar. Líta má á tónleikana sem örlítið portrett af Snorra en auk þess mun pólska tónskáldið Witold Lutoslawsky koma við sögu. Caput bað Snorra um að velja eitt af meistaraverkum tuttugustu aldarinnar, verk sem á einhvern hátt varpaði ljósi á hans eigin tónsmíðar, og varð verk Lutoslawskys, „Grave fyrir selló og píanó“, fyrir valinu. Flytjendur eru Snorri Sigfús á píanó, Grímur Helgason klarinettu, Sigrún Eðvaldsdóttir og Zbigniew Dubik á fiðlur, Þórunn Ósk Mar- inósdóttir á víólu og Bryndís Halla Gylfadóttir og Sigurgeir Agnarsson á selló. CAPUT Á 15:15 TÓNLEIKUM VERK SNORRA Fjórtánda Kirkjulistavika í Akureyrarkirkju hefst á morgun, sunnudag. Sunnu- dagurinn er að miklu leyti helgaður minningu Davíðs Stefánssonar, skálds frá Fagraskógi. Hátíðin hefst með Davíðsmessu þar sem séra Karl Sigurbjörnsson biskup prédikar. Tónlistin verður að mestu leyti við ljóð Davíðs. Ásamt Kór Akureyrarkirkju syngur Elvý G. Hreins- dóttir og Birkir Blær Óðinsson leikur á gítar. Að messu lokinni verður opnuð myndlist- arsýning Joris Rademaker og Guðrúnar Pálínu Guðmundsdóttur. Klukkan 12.30 hefjast svo Davíðstónleikar þar sem Kristjana Arngrímsdóttir söngkona og Kristján Eldjárn Hjartarson gítarleikari koma fram og Sönghópurinn Hljómeyki flytur loks messu fyrir tvo kóra eftir Frank Martin á tónleikum sem hefjast kl. 17 í kirkjunni. DAGSKRÁ Á AKUREYRI KIRKJULISTAVIKA Davíð Stefánsson Menning Mín afstaða sem leikmyndahönnuðurer alltaf að gera leikmyndir semeru áhugaverðar bæði sjónrænt og uppsetningarlega séð. Þær þurfa auðvitað að passa inn í þá dramatúrgíu sem er verið að vinna með hverju sinni, en samtímis vil ég að þær séu nógu opnar til þess að bæði leik- stjóri, leikarar og áhorfendur geti farið víða í túlkun sinni. Ég hef mjög lítinn áhuga á því að leikmyndin mín sé eitthvað ákveðið eitt,“ segir Anna Rún Tryggvadóttir sem hannar leikmynd og búninga fyrir uppfærslu Borg- arleikhússins á Peggy Pickit sér andlit guðs eftir Roland Schimmelpfennig í leikstjórn Vignis Rafns Valþórssonar sem frumsýnd verður á Litla sviðinu nk. miðvikudag. Anna Rún er myndlistarmaður að mennt, en hún útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2004 og lauk meistaranámi í myndlist frá Concordia-háskólann í Montreal í Kanada í fyrra. Fyrsta verkefni sitt fyrir leikhúsið vann hún fyrir sextán árum þegar hún gerði búninga fyrir Náttúruóperuna eftir Andra Snæ Magnason sem Leikfélag MH frumsýndi í ársbyrjun 1999. Frá árinu 2009 hefur hún að jafnaði unnið að einni leikhúsuppfærslu á ári samhliða því að starfa sem myndlistarmaður. Hún gerði búninga fyrir 4:48 Geðtruflun eftir Söruh Kane í borgarleikhúsinu í Karlsruhe árið 2009 og Samninga kaupmannsins eftir Elfriede Jelinek í borgarleikhúsinu í St. Gal- len 2011. Hún gerði leikmynd og búninga í samstarfi við Jósef Halldórsson fyrir Óþelló í borgarleikhúsinu í St. Gallen í Sviss 2012. Anna Rún vann leikmynd og búninga fyrir Karma fyrir fugla í Þjóðleikhúsinu 2013 og fyrir Ys og þys út af engu eftir William Shakespeare á útileikhúshátíð í Wettingen í Sviss á síðasta ári. Sprengdi í mér heilann Spurð um Peggy Pickit sér andlit guðs segist Anna Rún ekki hafa þekkt leikritið fyrir þeg- ar hún var beðin að taka að sér að hanna leikmynd og búninga. „Ég heillaðist hins veg- ar strax af leikritinu við fyrsta lestur því það hefur svo ótrúlega athyglisverða framsögn með stöðugum uppbrotum. Þannig býr verkið yfir áhugaverðum og formföstum takti. Þess utan er umfjöllunarefnið sjálft einstaklega spennandi.“ Leikritið Peggy Pickit sér andlit guðs samdi Schimmelpfennig að beiðni Volcano- leikhússins í Toronto í Kanada þar sem það var frumsýnt árið 2010. Verkið er tileinkað hinu flókna sambandi Afríku og hins vest- ræna heims, en Schimmelpfennig mun vera mest leikna þýska samtímaskáldið í heiminum í dag. „Schimmelpfennig var beðinn að skrifa um Afríku og valdi þá leið að gera það út frá tveimur ólíkum sjónarhornum. Leikritið fjallar um tvö pör sem voru saman í lækna- námi. Þau voru bestu vinir og gerðu allt sam- an. En svo skildi leiðir. Lísa varð heimavinn- andi húsmóðir og Frank fékk góða stöðu sem yfirlæknir. Þau hafa komið sér vel fyrir í stórri íbúð með litlu dóttur sinni. Katrín og Marteinn fóru aftur á móti til Afríku til að vinna við hjálparstarf. Verkið gerist nokkrum árum eftir útskrift þegar pörin tvö hittast í fyrsta skiptið eftir heimkomu Katrínar og Marteins frá Afríku. Í þessu verki endur- speglast mikið af mýtum, klisjum og fávisku okkar Vesturlandabúa um Afríku sem teflt er upp andspænis reynslu parsins sem unnið hefur úti í sex ár. Þetta er mikilvægur þráður verksins, en stóra viðfangsefnið er mannleg samskipti og breyskleiki. Ólík reynsla par- anna tveggja og veruleiki þeirra er þess eðlis að þau eiga erfitt með að brúa bilið og setja sig í spor hvort annars,“ segir Anna Rún. Með hlutverk Lísu og Franks fara Þóra Kristín Haraldsdóttur og Hjörtur Jóhann Jónsson meðan Maríanna Clara Lúthersdóttir og Valur Freyr Einarsson leika Katrínu og Martein. „Verkið gerist heima hjá hjónunum sem urðu eftir. Þau eru búin að koma sér mjög vel fyrir og eiga nóg af peningum, en eru frekar óhamingjusöm. Eiginkonan hefur verið heimavinnandi síðustu ár og því haft nógan tíma til að innrétta heimilið. Verkið er skrifað inn í heimili Lísu og Franks og ég ákvað að nota það, en engu að síður að brjóta upp raunsæið,“ segir Anna Rún við undirritaða þar sem við sitjum í áhorfendarýminu á Litla sviðinu og virðum leikmyndina fyrir okkur. Leikrýmið hefur verið minnkað með rimla- vegg sem þakinn er miklum gróðri, en á gólf- inu blasir við brennisteinsgult gólfteppi með áberandi bungu fyrir miðju sviði. „Það er opið til túlkunar hvort gróðurvegg- urinn vísi til Afríku eða sé ofurstíliseraður veggur húsfrúarinnar. Það má lesast á hvaða hátt sem er. Bungan á gólfinu þjónar marg- víslegum tilgangi. Hún þjónar sviðslegum til- gangi til upphækkunar, en þetta er líka súr- realísk eða ofurstíliseruð mubla inni á heimilinu þar sem hægt er að sitja á henni eða liggja uppi við hana. Hugmyndin að bungunni kom upp í samtali við Vigga leik- stjóra. Við vorum að leita að elementi á svið- inu sem þjónaði okkur sem mubla og upp- hækkun fyrir leikarana. Hugmyndin að bungunni sprengdi alveg í mér heilann því mér fannst hún svo skrýtin. Ég hef mjög gaman af því sem ég skil ekki til fulls þegar það sem ég er að vinna að kemur mér á óvart. Á sama tíma þjónar bungan sjónrænt og uppsetningarlega öllu því sem við þörfn- uðumst.“ Spurð um gula litinn á gólfteppinu segir Anna Rún margt hafa ráðið valinu. „Þessi litur er súlfurgulur sem mér finnst við- eigandi inn í þau eldfimu samskipti sem eiga sér stað á sviðinu, en þess utan þá býður hann upp á frábæra möguleika í lýsingu og er mjög grípandi fyrir augað í dimmu leikrým- inu,“ segir Anna Rún. Vil fá að vera með í ferðalaginu „Markmið mitt með bakveggnum var að breyta upplifun áhorfenda af salnum og skapa tilfinningu fyrir innilokun og aukinni nánd milli leikara og áhorfenda,“ segir Anna Rún og bendir síðan á að fyrsta sætisröðin sitji bókstaflega inni í leikmyndinni. „Mér finnst mjög áhugavert að afmá skilin milli leikrýmis og áhorfendapalla – helst hefði ég viljað láta teppaleggja alla áhorfendapallana, en það var af praktískum ástæðum ekki hægt. Mér finnst áhugavert að upplifa leikrýmið sem heildræna upplifun en ekki eitthvert afmark- PEGGY PICKIT SÉR ANDLIT GUÐS Í BORGARLEIKHÚSINU „Leikhúsið gleypir mann“ ANNA RÚN TRYGGVADÓTTIR STARFAR JÖFNUM HÖNDUM SEM MYND- LISTARMAÐUR OG LEIKMYNDA- OG BÚNINGAHÖNNUÐUR. HENNI FINNST SPENNANDI AÐ AFMÁ SKILIN MILLI LEIKRÝMIS OG ÁHORFENDA- PALLA EINS OG HÚN GERIR Í NÝJUSTU LEIKMYNDAHÖNNUN SINNI. Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is (Inn)byrðis nefnist fyrsta einkasýning Önnu Rúnar á Íslandi sem opnuð var í Arinstofu og Gryfju í Listasafni ASÍ um síðustu helgi og stendur til 3. maí. Þar gefur að líta rýmisverk, skúlptúra, teikn- ingar og vatnslitamyndir. „Verkin á sýningunni eru afrakstur af fimm ára vinnuferli. Ég hef verið mjög upptekin af því hvernig ég get skapað inn- setningarrými sem eru bæði mjög lík- amleg og hafa líkamleg áhrif á áhorfendur. Ég hef verið að vinna innsetningar sem eru á hreyfingu og opna inn í ferli efna sem mjög hægt og rólega eru ýmist að byggjast upp eða brotna niður,“ segir Anna Rún og bendir á að í rýmisverki sínu vinni hún með dripp af vatnslit. „Ég er algjörlega heilluð af vatnslitnum því hann hefur svo fallega sjálfstæða hegðun. Vatnsliturinn hjálpar mér að fjar- lægja mig sem allsráðandi afl í minni myndlist og tengist þannig hugmyndum um hið óvænta, stjórn og stjórnleysi,“ segir Anna Rún. Anna Rún skoðar innri virkni hlutanna, bindiefni þeirra, samspil og umbreytingu. Stjórn og stjórnleysi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.