Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.04.2015, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.04.2015, Blaðsíða 57
19.4. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 57 Sequences VII-myndlistar- hátíðin hefur undanfarið staðið yfir á nokkrum sýn- ingarstöðum en henni lýkur á sunnudag. Þá kl. 14 verður Rakel Pétursdóttir með leiðsögn um sýn- ingu Dagrúnar Aðalsteinsdóttur og David Kefford í Safni Ásgríms Jóns- sonar við Bergstaðastræti. 2 Fyrri hluta hinnar áhuga- verðu sýningar Nýmálað I lýkur í Hafnarhúsinu á sunnudag. Á laugardag klukkan 13-16 verður síðan boðið upp á örnámskeiðið „Varúð – Ný- málað!“ á seinni hluta sýningarinnar, sem fyllir Kjarvalsstaði. Þorvaldur Jónsson stýrir þessu ókeypis ör- námskeiði fyrir 12 ára og eldri. 4 Hið sívinsæla KK Band, þeir KK, Þorleifur Guðjónsson og Kormákur Geirharðsson, sem leikið hafa saman frá 1992, koma fram á tónleikum á Café Rosenberg kl. 22 á laugardagskvöldið ásamt Eyþóri Gunnarssyni. 5 Norræna kvikmyndahátíðin heldur áfram í Norræna hús- inu um helgina. Klukkan 20 á laugardag er The Grump eft- ir samnefndri bók Tuomasar Kyrö sýnd, en í framhaldinu spjallar Huldar Breiðfjörð við Kyrö. Og á sunnudag kl. 19.30 verður myndin Kraftidioten sýnd og í beinu framhaldi ræðir Vera Sölvadóttir við Jakob Oftebro um feril hans og kvikmyndina. 3 Óhætt er að mæla með frá- bærri sýningu á Hystory á Litla sviði Borgarleikhússins en sæti eru laus á sunnudags- kvöld. Rýnir Morgunblaðsins gaf sýn- ingunni fullt hús, fimm stjörnur. MÆLT MEÐ 1 að á tilteknu sviðsrými,“ segir Anna Rún og viðurkennir að hér tali hún sem myndlist- armaður. „En ólíkt myndlistinni er maður í leikhúsinu bundin afmörkuðu rými sem er yf- irleitt ekki ætlað fyrir áhorfendur. Það er al- veg hægt að afmá þessi mörk en mismikið eftir aðstæðum og verkefnum. Nándin á litlum sviðum getur verið svo mögnuð ef vel tekst til. Ég vinn innsetningar sem myndlist- armaður og er því mjög meðvituð um hvernig maður upplifir rýmið og sjálfan sig þegar gengið er inn í það í fyrsta skipti. Meðvitað og ómeðvitað hefur rýmið gríðarlega mikil áhrif á mann líkamlega,“ segir Anna Rún og tekur fram að myndlistarbakgrunnur hennar geri það að verkum að hún þurfi sífellt að vera í snertingu við efnin sem hún er að vinna með til að geta tekið næstu ákvarðanir. „Hér var öll meginhugmyndavinnan tilbúin fyrirfram þegar æfingar hófust, en það er mjög mikið af ákvörðunum um endanlega út- færslu smáatriða sem ég get ekki tekið fyrr en ég er kominn inn í rýmið. Lokaákvarð- anirnar verða að vera í samtali við efnið og rýmið. Að þessu leyti er ég „óþægur“ leik- myndahönnuður. Leikhúsið er svo lifandi ferli. Það er ekkert til í byrjun nema einhver tilfinning og metnaður í hjörtum þeirra sem eru að fara af stað í sköpunarferðalagið. Ég vil sem leikmynda- og búningahönnuður fá að taka virkan þátt í þessu ferðalagi. Mér finnst ósanngjarnt að þurfa að standa skil á end- anlegri útfærslu áður en ferðalagið byrjar. Ég hef því ávallt leyft mér að halda ákveðnum hlutum opnum inn í æfinga- tímabilið.“ Eitt skýrasta dæmið um samruna leik- og áhorfendarýmis í leikmyndahönnun Önnu Rúnar birtist, að hennar sögn, í uppfærslunni á Ys og þys út af engu í leikstjórn Þorleifs Arnar Arnarssonar á útilistarhátíð í Wett- ingen á síðasta ári. „Verkið var sett upp í 300 fm húsagarði í elsta klaustrinu í Evrópu. Þar fékk ég tækifæri til að smíða leikhúsið og áhorfendapallana frá a til ö og hafði algjört frelsi. Ég vissi strax að ég vildi vinna verkið sem heildræna upplifun og umbreyta þessum „heilaga“ klausturgarði í viðsnúinn „síkólóg- ískan“ eldrauðan leikhúsheim. Allir klaust- urveggir, utan eins sem fyrir var yfirnátt- úrlega fagur með bogadregnum gluggum og 400 ára gömlu klifurtré, voru klæddir með blóðrauðum leikhústjöldum og áhorf- endabekkir og gólfið var einnig djúprautt. Áhorfendapallar voru smíðaðir í arena-stíl á langvegginn meðfram veggjunum sem vísuðu hvor á móti öðrum. Leikrýmið var því einnig á langveginn meðfram áhorfendapöllunum og á tveimur sviðum í sitthvorum endanum. Í þessum shakespeare-íska heimi blekkingar, kómedíu og tragedíu neyddust áhorfendur því viðstöðulaust til að spegla viðbrögð sín í full- um sal áhorfenda, sem blöstu við handan leik- sviðsins. Þorleifur Örn leikstjóri brá meira segja á það ráð í miðri sýningu að skipa í áhorfendapalla eftir kyni. Það var mjög sterk upplifun að horfa á niðurlægingu og „dauða“ Hero með fullan sal af karlmönnum í bak- grunni.“ Vinnur leikmynd fyrir nýja óperu Í ljósi þess að Anna Rún vinnur jöfnum höndum sem myndlistarmaður og leikmynda- hönnuður liggur beint við að spyrja hvort þetta fari vel saman. „Já, það fer gríðarlega vel saman. Ég vinn ein þegar ég vinn að myndlist minni, sem er bæði gefandi og skemmtilegt. En því fylgir annars konar frelsi að starfa í leikhúsinu og komast inn á milli í góðan listrænan díalóg um sameig- inlegt verkefni. Og nú er það svo að leikhúsið er orðið stór áhrifavaldur í allri minni list- sköpun. Að því sögðu þá finnst mér mjög passlegt að vinna bara eitt leikhúsverkefni á ári meðfram myndlistinni, því leikhúsið gleypir mann með húð og hári.“ Anna Rún hefur í gegnum tíðina unnið mikið með eiginmanni sínum, Þorleifi Erni leikstjóra, en næsta verkefni þeirra saman er kammeróperan Ur eftir Önnu Þorvaldsdóttur sem frumsýnd verður í Trier í Þýskalandi í september nk. og í framhaldinu sýnd í Óp- erunni í Osló og í Hörpu hérlendis. „Ég er að vinna leikmynd sem ég kýs að líta á sem inn- setningu þar sem samstarfið býður upp á það. Í samtali okkar listrænu stjórnenda fengust ákveðnar forsendur sem eru mun opnari en venjulegt leikverk byði upp á. Þess vegna get ég nálgast þetta meira sem flæði og ástand heldur en eitthvað sem þarf að þjóna línulegri frásögn,“ segir Anna Rún að lokum. Morgunblaðið/RAX „Ég hef mjög lítinn áhuga á því að leikmyndin mín sé eitthvað ákveðið eitt,“ segir Anna Rún sem vill að leikmyndir sínar séu opnar til túlkunar. Hér er hún stödd í leikmyndinni á Litla sviði Borgarleikhússins. * Ég vinn innsetningarsem myndlistarmað-ur og er því mjög með- vituð um hvernig maður upplifir rýmið og sjálfan sig þegar gengið er inn í það í fyrsta skipti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.