Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.04.2015, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.04.2015, Blaðsíða 40
Getty Images/iStockphoto *Það getur verið erfitt að ná fullkomlega augnlínu með augn-línupenna eða svokallað „cat-eye.“ FörðunarmeistarinnCharlotte Tilbury segir að með því að byrja á því að setja lít-inn punkt þar sem augnlínupenna-línan á að endasitthvorum megin sé auðveldara aðmóta jafnar og fallegar, sam-hverfar línur. Fullkomlega mótuð augnlína í hvert skipti Tíska H vernig myndir þú lýsa fatastíl þínum? Ég myndi lýsa honum frekar hversdagslegum. Ég geng í dökkum fötum yfir veturinn og lýsist upp á sumrin eins og flestir. Ég á stútfulla fataskápa af fötum en geng yfirleitt í sömu flíkunum. Ég átti barn fyrir 9 mánuðum og hlakkaði til að geta gengið aftur í samfestingunum mínum sem ég hef mikið dálæti af. Mér var það þó fljótt ljóst að það er tími fyrir allt og þó að ég passi í fötin mín aftur get ég ekki gengið í þeim öllum þar sem brjóstagjöf og klínerí leyfa ekki alla þessa samfest- inga. Hverju er mest af í fataskápnum? Örugglega samfest- ingum. Hvað skilgreinir þú sem góða fata-fjárfestingu? Það er best að kaupa klæðileg föt sem eru úr góðum efn- um. Annars hef ég oft keypt föt sem eru þannig og fá að vera í fataskápnum bara. Best finnst mér að fara á markaði og finna fjársjóði. Ég elska silki og myndi vilja klæðast einungis silkifötum. Oft hef ég fundið yndisleg föt úr silki á mörkuðum eða í second hand búð- um. Er eitthvað sem vantar í fataskápinn? Pláss. Hefur þinn persónulegi stíll þróast mikið með árunum? Ég hef kannski róast og geng í settlegri fötum en áður. Þann- ig líður mér best. Enda er ég settleg kona. Svo koma áramót og þá fæ ég útrás í glimmerinu. Áttu þér uppáhalds- fatahönnuð? Alexander McQueen í Haute Couture. Föt sem ég vildi að allir gætu klæðst hversdags ef heimurinn væri aðeins trylltari og litrík- ari. Hvaða þekkta andlit finnst þér með flottan stíl? Tilda Swinton er án efa mín uppáhalds. Hún er alltaf flott. David Bowie og Grace Jones eru líka ofarlega á lista. Manstu eftir ein- hverjum tískuslysum sem þú tókst þátt í? Já og þetta var allt flott á sínum tíma. Ef þú fengir aðgang að tímavél sem gæti flutt þig aftur til árs að eigin vali og þú fengir dag til að versla, hvaða ár myndirðu velja og hvert færirðu? Ætli ég myndi ekki fara til Parísar um 1975. Hvað er á óskalistanum fyrir sumarið? Ég væri mikið til í silkisamfesting frá ÝR. Það er hægt að snúa honum við og þá er hann orðinn önnur flík. Silki frá toppi til táar og lítur sjúk- lega vel út á hávöxnum konum. FÆR ÚTRÁS Í GLIMMERINU Á ÁRAMÓTUM Vera Sölvadóttir gengur yfirleitt í dökkum fötum yfir veturinn og lýsist svo upp á sumrin. Morgunblaðið/Árni Sæberg Myndi vilja klæðast einung- is silkifötum VERA SÖLVADÓTTIR, KVIKMYNDAGERÐARMAÐUR OG DAGSKRÁRGERÐARMAÐUR Á RÚV, ER MEÐ FLOTTAN OG AFSLAPPAÐAN FATASTÍL. VERA SEGIR BEST AÐ KAUPA KLÆÐILEG FÖT SEM ERU ÚR GÓÐUM EFNUM OG FINNUR HÚN GJARNAN FJÁRSÓÐI Á FATAMÖRKUÐUM. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Vera heldur upp á stíl leikonunnar Tildu Swinton. Vera segir að heimurinn væri aðeins trylltari og lit- ríkari ef allir gætu klæðst hátískulínu Alexander McQueen hversdags. Silkisamfestingur frá Ýri Þrastardóttur, hönnuði Another Creation, er efst á óskalistanum fyrir sumarið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.