Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.04.2015, Blaðsíða 46
Þ
rátt fyrir að nokkrir íslenskir leik-
ara hafi fengið stór hlutverk ytra,
í sjónvarpi og bíómyndum, eru
þeir fáir sem hafa lent í verkefni
á borð við það sem Heiðu Rún
Sigurðardóttur, eða Heidu Reed eins og hún
kallast úti, hefur hlotnast.
Það er nefnilega ekki það sama að fá stór
hlutverk ytra í flottu verkefni og að það gangi
svo ofan í áhorfendur og nái hæstu hæðum í
vinsældum.
Oft veldur áhorf vonbrigðum, kvikmyndir fá
ekki aðsókn og sjónvarpsþættir eru lagðir nið-
ur en Heiða Rún er í virkilega góðum málum
með sitt hlutskipti – hún nýtur þess núna að
nær 8 milljónir Breta horfa á hvern þátt sem
hún leikur í af Poldark á BBC 1 á sunnudags-
kvöldum. Heiða Rún fer þar með eitt af aðal-
hlutverkunum en þátturinn hefur fengið frá-
bærar viðtökur, bæði hjá áhorfendum og
gagnrýnendum og á einni þekktustu gagnrýn-
endavefsíðu heims; IMDB, fá þættirnir tæp-
lega 9 af 10 í einkunn.
Poldark gæti orðið flaggskip BBC næstu
árin, en nú þegar hefur Heiða Rún skrifað
undir samning til nokkurra ára um áfram-
haldandi leik í þáttunum.
„Ég má ekki nefna nákvæmlega til hve
langs tíma sá samningur er en get sagt að
það eru nokkur ár. Og auðvitað stendur það
og fellur með að þættirnir gangi áfram vel,“
segir Heiða Rún en ef svo heldur fram sem
hefur verið gæti Heiða Rún verið á skjánum
áfram á stærstu sjónvarpsstöð Bretlands á
besta áhorfstíma vikunnar næstu árin.
Áhorfstölur þykja sækja tíðindum og Pold-
ark er orðin sú vinsælasta sem BBC 1 hefur
gert í áratug en þættirnir eru væntanlegir til
sýninga á RÚV. Það er þýðingarmikið skref
fyrir leikara sem ætlar sér stóru hluti í al-
þjóðlegu umhverfi leiklistarinnar að landa
hlutverki á borð við það sem Heiða Rún fékk.
Það eru engar ofsögur í því að kalla þetta
skref því nafni sem það heitir; að raunveru-
lega „meika það“.
Heiða Rún segir að vissulega hafi hún orðið
vör við aukna athygli á götum úti eftir að
þættirnir byrjuðu. Í lestinni segir fólk við
hana að hún líti allt öðruvísi út í venjulegum
fötum enda skiljanlegt þar sem Poldark er
sannkölluð búningahátíð í anda hátísku 18.
aldar. „Oftar er nú samt bara horft og ekkert
sagt. Það getur verið óþægilegt og maður get-
ur orðið svolítið óvær við þannig aðstæður.
En það er auðvitað frábært að finna hvað það
eru margir að horfa.“
Persónan átti ekki að vera
„kaldlynd tík“
Heiða lék í íslensku þáttunum Hrauninu sem
RÚV sýndi í fyrra en hefur annars alfarið
starfað erlendis frá því að hún útskrifaðist sem
leikari frá Drama Centre London, Central St.
Martins fyrir fimm árum, skólanum sem Colin
Firth og Pierce Brosnan lærðu meðal annars í.
Til að komast í þann skóla þarf að fara í gegn-
um tvö þúsund manna síu og vera einn af
þrælheppnum 30 umsækjendum sem komast
að. Og má þá ekki gleyma að í ofanálag tekur
skólinn helmingi fleiri stráka inn en stelpur
svo líkurnar eru enn minni.
Hvað þættina varðar segir Heiða Rún mik-
ils virði að finna að Bretar séu ánægðir. „Sag-
an skiptir þá máli og þeir hafa sterkar skoð-
anir á því hvernig sagan er fram sett,“ segir
Heiða Rún.
Bretar hafa sínar miklu meiningar af
tvenns konar ástæðum. Þættirnir eru byggðir
á afar vinsælum skáldsögum sem breski rit-
höfundurinn Winston Graham skrifaði. Sú
fyrsta kom út um miðja síðustu öld en alls
urðu bækur hans, um ástir og örlög fólks í
Cornwall á 18. öld, 12 talsins.
En ekki síður er það að áður hefur sjón-
varpsþáttaröð, byggð á bókunum, verið fram-
leidd og sýnd við fádæma vinsældir á BBC
fyrir nákvæmlega 40 árum; á árunum 1975-
1977. Þarna voru því kröfur og væntingar til
staðar og gleðin því mikil hjá aðstandendum
Poldark að sjá að áhorfendur urðu ekki fyrir
vonbrigðum.
Í stuttu máli fjalla þættirnir um Ross Pold-
ark, breskan liðsforingja, sem í lok 18. aldar
kemur heim eftir að hafa barist í bandaríska
frelsisstríðinu. Poldark kemst að því að unn-
usta hans, Elizabeth, sem Heiða Rún leikur,
hafði talið hann af og trúlofast frænda hans.
Eins og skilja má flækjast málin en Poldark
sjálfur er leikinn af Aidan Turner.
„Það var sérstaklega krítískt fyrir mig að
bíða eftir viðbrögðum áhorfenda því allir hafa
sterkar skoðanir á Elizabeth. Hún er sú sem
brást Poldark og í bókinni eru ekki margir
sympatískir fletir á henni. Við ákváðum að
taka persónu hennar öðrum tökum en gert er
í bókinni þar sem henni er ekki gefið mikið
meira en að vera einfaldlega „kaldlynd tík“.
Okkur fannst það eiginlega út í hött þegar
handritið var í þróun að konan sem Cornwell
hafði þó lagt svo mikla ást á væri svo einföld
og við gáfum henni því talsvert meiri dýpt.
En hvort sem áhorfendur munu áfram halda
að kenna henni um allt sem miður fer eða
finna til samúðar með henni þá er ég ánægð
og finnst ég hafa skilað mínu ef ég næ að
kalla fram sterkar tilfinningar hjá áhorf-
endum.“
Heiða Rún bætir við að í þáttunum hafi þau
viljað „mennska“ Elizabeth. „Er það orð á ís-
lensku, að mennska einhvern?“ spyr Heiða
Rún blaðamann, og segist hafa töluverðar
áhyggjur af því að sletta mikið í viðtalinu því
íslenskan hennar sé töluvert ryðguð. Hún hef-
ur búið erlendis frá því hún var 18 ára, nærri
áratug.
Upphaflega flutti Heiða Rún til Indlands
þar sem hún ætlaði að starfa sem fyrirsæta
fyrir Eskimo Models í 3 mánuði. Sá tími varð
að 1 og ½ ári. Heiða Rún lék í auglýsingum
og tónlistarmyndböndum og myndir og vegg-
myndir mátti sjá um allt Indland á þeim tíma
en hún birtist á blaðsíðum Cosmopolitan,
Marie Claire, Elle og Verve Magazine.
Heiða Rún ferðaðist víða á þessum tíma,
sérstaklega í Asíu. „Það var helsti kosturinn
við starfið. Ég ætlaði mér hins vegar aldrei að
vera í þessu til langframa og hætti tvítug þeg-
ar ég fór til London til að fara í prufur fyrir
leiklistarskólann, það var alltaf ætlunin að
verða leikkona.“
Gagnast það þér í dag sem leikkona að eiga
fyrirsætuferil að baki?
„Það hefur bæði gagnast mér og unnið á
móti. Ég er með þykkan skráp og er vön að
taka gagnrýni þótt að áður hafi sú gagnrýni
auðvitað fyrst og fremst beinst að útliti mínu.
Ég áttaði mig fljótt þó á því að eitt af því
sem ég lærði sem fyrirsæta; að þegja bara,
gera það sem fólk segir manni að gera og
hafa ekki skoðanir á því – gagnaðist mér eng-
an veginn í leiklistinni. Það tók mig smátíma
að átta mig á því að sem leikkona er það af
Ekki hjálpað að
vera íslensk
HEIÐA RÚN SIGURÐARDÓTTIR, EÐA HEIDA REED, EINS OG HIN RÍSANDI
STJARNA KALLAST Í BRESKUM KVIKMYNDAHEIMI, HEFUR NÁÐ EINUM
BESTA ÁRANGRI Í BRETLANDI SEM ÍSLENSKUR LEIKARI HEFUR NÁÐ. NÆR 8
MILLJÓNIR MANNA HORFA Á HANA Á SUNNUDAGSKVÖLDUM.
Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is
Viðtal
46 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19.4. 2015