Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.04.2015, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.04.2015, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19.4. 2015 Bækur Í bókabálkinum um Þriggja heima sögu ersagt frá glímu Ragnars, Sirju og Brekavið ill öfl. Höfundarnir, Kjartan Yngvi Björnsson og Snæbjörn Brynjarsson, eru komnir langleiðina með söguna, tvær bækur þó eftir að minnsta kosti, en segja þó að upp- haflega hafi þeir hugsað sér að þær yrðu þrjár. „Þegar við lögðum línurnar með hvern- ig serían yrði voru bækurnar sem urðu Hrafnsauga og Draumsverð ein bók,“ segir Kjartan og Snæbjörn bætir við að það megi í raun sjá á Hrafnsauga því hún hætti nánast í miðjum klíðum, „en Forlagið hefði aldrei fengist til að gefa út níu hundruð blaðsíðna bók“. „Svo unnum við óvart Íslensku barna- bókaverðlaunin 2012 fyrir hálfklárað handrit,“ segir Kjartan og þeir kíma en segja svo af meiri alvöru að Ormstunga sé þeirra besta verk hingað til. „Ég skammast mín ekkert fyrir að segja það en það er pínulítill byrj- endabragur á Hrafnsauga,“ segir Snæbjörn og Kjartan skýtur inn í: „Sem er ekkert skrýtið því hún er byrjendaverk.“ Bækurnar skrifa þeir í sameiningu, koma sér fyrir á góðum stað þar sem þeir fá frið til að vinna samfellt í tvo til þrjá mánuði og skipta með sér köflunum. Áður en vinnan hefst eru þeir þó búnir að ákveða í samein- ingu hvert skal stefna, ráða örlögum hverrar persónu og atburðarás. Að þeirra sögn er mikilvægt að hafa tíma saman, þeir treysta sér ekki til að vinna að skrifunum hvor í sínu lagi. „Það er miklu frjórri vinna þegar við er- um saman og einbeitum okkur að skrif- unum,“ segir Kjartan, „þá náum við að sökkva okkur niður í verkið og mann fer að dreyma Þriggja heima sögu, hún yfirtekur líf manns algerlega“. Heimurinn sem þeir félagar skapa tekur líka að gera sínar kröfur eftir því sem hann tekur á sig skýrari mynd og Snæbjörn segir að það hafi til að mynda komið vel i ljós þeg- ar þeir voru að skrifa Draumsverð og landa- fræðin krafðist langrar bókar til að hægt væri að skrifa um ferðalagið langa sem sögu- hetjurnar leggja upp í. „Um leið var það svo allt of freistandi að segja frekar frá stað- háttum og menningu og því um líku að það var ekki hægt að sleppa því þegar við vorum komnir af stað þó að það hafi ekki verið ráð- lagt þegar við skipulögðum bókina. Þó að við leggjum upp með ákveðið skipulag og kafla- skiptingu þegar við erum að skipuleggja bók er að vissu leyti ófyrirsjáanlegt hvað gerist í hverju kafla, hvort kafli eitt verður kannski kafli eitt til þrjú, en svo kemur það líka stundum fyrir að tveir kaflar verði einn, en það er sjaldgæfara,“ segir Snæbjörn. „Það er ekki bara heimurinn sem tekur völdin, heldur fer sagan sjálf af stað og persónurnar taka líka völdin,“ bætir Kjartan við, „þetta er fljótandi ferli“. Furðusagnaformið, fantasíur eða æv- intýrasögur, eftir því hvaða nafngift menn vilja nota, er nokkuð skýrt mótað ytra, þó ekki hafi mikið farið fyrir slíkum bókum hér á landi í gegnum árin. Þeir taka undir það að það sé ákveðinn kostur að vera að skrifa inn í slíkt form sem sé með skýran svip, en eru ekki á því að það sé ókostur, þeim finnst það ekki takmarka sig við skrifin. „Formið hefur náttúrlega ekki verið mikið notað á íslensku og við erum því að ryðja nýjar brautir að ein- hverju leyti,“ segir Kjartan og Snæbjörn heldur áfram: „Það stóð aldrei til að skrifa sögu sem væri ótrúlega frumleg, heldur að hafa hana mjög hefðbundna í ljósi þess að við værum að skrifa fyrstu íslensku háfant- asíuna.“ „Við vildum því einbeita okkur að því að gera formið vel og reyna að finna lausnir á ákveðnum skorti á fantasíutungu- máli á íslensku,“ segir Kjartan og Snæbjörn heldur áfram: „Svo er það líka þannig að fantasíuklisjur eru ekki orðnar að klisjum á íslensku.“ Að þessu sögðu þá hefur verið mikil vakn- ing í skrifum á furðusögum eða fantasíum og útgáfa á slíkum bókum á íslensku hefur auk- ist til muna. Þeir segjast skrifa það á það að sú kynslóð sem ólst upp við að lesa slíkar bækur á ensku vilji nú segja sínar sögur. „Ég er mjög spenntur fyrir því hvernig næsta skref verður, hvernig næsta kynslóð muni skrifa og þá fara menn sennilega meira í það að brjóta upp formið og gera tilraunir,“ segir Snæbjörn og Kjartan tekur í sama streng: „Það væri magnað að sjá höfunda sem hafa kannski lesið bækurnar okkar koma fram á sjónarsviðið og sprengja upp formið.“ – Hrafnsauga kom út fyrir 2012, Draums- verð 2013 og nú kemur Ormstunga 2015. Hvenær koma sögulok? Snæbjörn svarar spurningunni svo að þeir séu búnir að læra það af ferlinu að það taki þá hálft annað ár að skrifa hverja bók og Kjartan segir að það sé því ljóst að næsta bók komi út á næsta ári. „Ef allt gengur eftir þá ætti síðasta bókin að koma út árið þar á eftir, 2017, eða kannski 2018,“ segir Kjartan en bætir við að þó þeir sjái ekki fyrir annað en að það gæti gengið þá sé nú einu sinni aldrei að vita, vissulega gæti það gerst að þeir þyrftu lengri tíma eða fleiri bækur til að klára söguna, en það komi þá í ljós, lykilatriði sé að sagan fái að njóta sín. „Við höfum líka rætt að skrifa smásagna- safn sem gæti þá komið eins og einskonar bónus þegar bækurnar eru allar komnar út,“ segir Snæbjörn og Kjartan jánkar því og bætir við að þeir hafi þegar skrifað nokkrar smásögur um persónur úr heiminum og til þess að kynna staði sem þeim þyki for- vitnilegir. ÞRIGGJA HEIMA SAGA Söguheimurinn gerir sínar kröfur Þeir Kjartan Yngvi Björnsson og Snæbjörn Brynjarsson eru að skrifa Þriggja heima sögu og búnir með þrjú bindi af fimm ... að minnsta kosti. Morgunblaðið/Eggert ORMSTUNGA, ÞRIÐJA BÓKIN Í SAGNABÁLKINUM ÞRIGGJA HEIMA SÖGU, KOM ÚT FYRIR STUTTU OG TÓK ÞÁ UPP ÞRÁÐINN FRÁ HRAFNSAUGA OG DRAUMSVERÐI. Árni Matthíasson arnim@mbl.is * Það er ekki baraheimurinn sem tekurvöldin, heldur fer sagan sjálf af stað og persón- urnar taka líka völdin. Þessa dagana er ég mestmegnis að lesa fræðibæk- ur og skrif um tónlistarmenn. Þessar bækur kom- ast nú ekki á topplistann minn um bestu bæk- urnar og því fór ég aðeins að hugsa til baka og komst að því að sú bók eða öllu heldur sú sería sem ég hef líklegast haft mest gaman að væri The Hitchhiker’s Guide to the Ga- laxy eftir rithöfundinn Douglas Adams. Í stuttu máli fjalla bækurnar um hinn seinheppna Arthur Dent og ævintýri hans um sólkerfin eftir að jörð- inni hefur verið eytt svo hægt sé að leggja hrað- braut í gegn þar sem jörðin var áður. Arthur er önnur af tveim mannverum sem lifa endalokin af, þökk sé vini hans Ford Prefect sem er í raun geimvera strönduð á jörðinni. Saman ná þeir að húkka sér far með geimskipi Vogon, veranna sem eyddu jörðinni. Ford skrifar fyrir útgáfurisann Megadodo sem gefur út The Hitchhikers Guide to the Galaxy, rafræna alfræðiorðabók um alla þá vitneskju sem til er. Ásamt félögunum Arthur og Ford eru áberandi persónurnar Zaphod Beeble- brox, forseti sólkerfanna og hálf-frændi Fords, Trillian sem er hin mannveran sem lifði af eyði- leggingu jarðarinnar og þunglynda vélmennið Mar- vin. Bækurnar eru mjög hressandi lesning fyrir furðufugla eins og mig, mikil satíra og gríðarlega fyndnar. Sögurnar voru upphaflega útvarpsleikrit hjá BBC og síðar hafa verið gerðir sjónvarps- þættir og kvikmynd eftir sögunum. Hugarheimur Douglas Adams er ansi frjór og hafa bækurnar notið gríðarlegra vinsælda enda um algjöra rit- snilld að ræða í léttgeggjuðum vísindaskáld- sögustíl. BÆKUR Í UPPÁHALDI FRANZ GUNNARSSON Franz Gunnarsson hefur mest dálæti á The Hitchhiker’s Guide to the Galaxy eftir enska rithöfundinn Douglas Adams. Morgunblaðið/Eggert
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.