Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.04.2015, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.04.2015, Blaðsíða 25
19.4. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25 I ngibjörg Erla Grétarsdóttir, margfaldur taikwondo-meistari, er kempa vikunnar. Hún keppir næst á Austrian Open í Aust- urríki í maí. Hvenær byrjaðir þú að æfa taekwondo? Ég byrjaði að æfa árið 2002 eða þegar ég var 8 ára. Hversu oft æfir þú í viku? Það er misjafnt, á keppnistímabilinu æfi ég um átta til tíu sinnum í viku en á sumrin æfi ég um fimm sinnum í viku. Hentar taekwondo öllum? Já, ég held að taekwondo henti körlum og konum á öllum aldri. Taekwondo er mjög fjöl- skylduvæn íþrótt og það er ekki algengt að heilu fjölskyldurnar æfi saman. Hvað er það besta við taekwondo? Það sem mér finnst eitt af besta við taek- wondo er að ég hef ferðast mikið til útlanda vegna æfinga- og keppnisferða og kynnst fólki frá hinum ýmsu löndum. Taekwondo er líka mjög góð hreyfing og maður fær mikla útrás á æfingum. Einnig er mikill agi og fólk öðlast meira sjálfstraust. Hver er lykillinn að góðum árangri? Fólk þarf að hafa áhuga og metnað fyrir því sem það er að gera. Það verður einnig að hafa trú á sjálfu sér og vera tilbúið í að leggja allt í sölurnar til þess að ná góðum árangri. Það er líka mikilvægt að vera með gott fólk í kringum sig, meðal annars fjölskyldu og vini sem styðja mann í því sem maður er að gera, góða þjálfara og æfingafélaga. Hvernig heldurðu þér í formi þegar þú ferð í frí? Á sumrin tek ég um það bil einn og hálfan mánuð í frí frá taekwondo. Þá fer ég í ræktina um fimm sinnum í viku og geri alls konar lík- amlegar æfingar til að byggja mig upp fyrir næsta keppnistímabil. Ertu almennt meðvituð um mataræðið? Já, í taekwondo er keppt í þyngdarflokkum þannig maður þarf að passa vel upp á matar- æðið. Svo skiptir það líka miklu máli ef maður er að æfa mikið að næra sig vel. Hvaða óhollusta freistar þín? Súkkulaði! Hvaða gildi hefur hreyfing fyrir þig? Hreyfing er stór partur af lífi mínu þar sem ég eyði miklum tíma í æfingar. Þannig að það má nánast segja að líf mitt snúist um hreyfingu. Hver eru algeng mistök hjá fólki við æfingar? Æfa of mikið og gleyma að huga að æfingum sem fyrirbyggja meiðsli. Hverjar eru fyrirmyndir þínar? Fyrirmyndin mín í taekwondo er sænska taek- wondo-konan Elin Johannsson, en hún er efst á heimslistanum í sínum þyngdarflokki. Ég hef verið mjög heppin að fá að æfa með henni nokkrum sinnum á ári bæði í hennar félagi, Soo Shim og í Team Nordic sem er blandað lið af Norðurlöndum sem ég hef fengið að vera hluti af síðliðin tvö ár. Hver eru helstu íþróttaafrek þín? Margfaldur Íslandsmeistari og fimmfaldur Norðurlandameistari. Einnig hef ég tvisvar verið í 5. sæti á EM unglinga, 17. sæti á HM unglinga og unnið til fjölda annarra verðlauna bæði hér á landi og erlendis. Hvaða mót eða æfingabúðir eru næst á dag- skránni hjá þér? Það er lítið um mót og æfingabúðir núna á næstu vikum vegna lokaprófa í skólanum. En næsta mót hjá mér er Austrian Open í maí. KEMPA VIKUNNAR INGIBJÖRG ERLA GRÉTARSDÓTTIR Taekwondo er fjölskylduvæn íþrótt Morgunblaðið/Eggert Sófar geta verið óþarflega freistandi, en langar sófalegur eru ekki heilsueflandi. Gott er að setja sér reglu um hversu lengi má liggja í sófanum, en standa svo upp og hreyfa limina reglulega, jafnvel dansa fyrir framan sjónvarpið. Upp úr sófanum*Heilsa er eins og peningar. Við gerumokkur ekki fulla grein fyrir fyrir hversumikilvæg hún er fyrr en við missum hana. Josh Billings Bandarískur maður reif sin í þumlinum á því að spila Candy Crush í símanum sínum. Maðurinn spilaði leikinn allan daginn á hverj- um degi í sex til átta vikur og notaði alltaf vinstri höndina til verksins. Þá hægri notaði hann til allra annarra almennra verka. Þessi endurtekna hreyfing varð til þess að sinin rifnaði, ekki þar sem hún er þynnst eins og oftast varðandi meiðsl á þumli heldur þar sem hún er þykkust. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu í læknaritinu JAMA Internal Medicine. Í skýrslunni er nefnt að það sé óvenjulegt að maðurinn hafi ekki fundið fyrir sársauka áður en sinin rifnaði en talið er að fíkn hans í Candy Crush hafi komið í veg fyrir sársauka. Það að spila tölvuleiki gefur frá sér efni í heilanum sem tengd eru ánægju og spennu en þau geta líka virkað sem verkjalyf. Það er því full ástæða til að gæta hófs í því að spila tölvuleiki í símanum. Candy Crush er vinsæll leikur og eyddu spilarar 865 milljónum punda í leikinn árið 2014, samkvæmt frétt Guardian. Candy Crush- þumall Candy Crush þykir ávanabindandi leikur. - Þín brú til betri heilsu Taktu í taumana og finndu þitt jafnvægi Heilsuborg ehf. • Faxafeni 14 • 108 Reykjavík • Sími 560 1010 Hvað hentar þér? Hafðu samband og fáðu fría ráðgjöf – Eru kílóin að hlaðast á? – Er svefninn í ólagi? – Ertu með verki? – Líður þér illa andlega? – Ertu ekki að hreyfa þig reglulega? – ....eða er hreinlega allt í rugli? www.heilsuborg.is Neytendasamtökin Which? í Bret- landi hafa komist að því að margar samlokur og salöt frá stórversl- unum og keðjum séu jafnvel óholl- ari eða í það minnsta með fleiri ka- loríum í en hamborgari á skyndibitastað. Mikið er af salti, fitu og sykri í þessum réttum þrátt fyrir að oft séu þeir markaðssettir sem hollur valkostur í hádeginu. Þetta átti við um hádegisverð- arrétti frá Pret a Manger, Caffe Nero, Marks & Spencer og Asda. Þetta gerist ekki síst úr af því að í salatsósunum er oftar en ekki majónes en í einni matskeið af majónesi (15 g) eru 101 kaloría og 11 grömm af fitu. Til dæmis inni- heldur Brie og beikon-samlokan frá Caffe Nero fleiri kaloríur (624) heldur en stór McDonald’s- hamborgari með osti (518). Þrjár af samlokunum sem Which? skoðaði innihéldu fleiri en þrjár teskeiðar af sykri, þeirra á meðal Cheddar-samloka úr hand- verksbrauði frá Pret. Kjúklinga- og beikonsamloka úr fjölkornabrauði frá M & S var með alls 694 kaloríur og 37,1 g af fitu sem er meira en Pizza Express- margarítupizza (683 kaloríur og 22,5 g fitu). Það borgar sig sumsé að lesa vel á umbúðirnar. Brie og beikon-samlokan frá Caffe Nero er kaloríubomba. Mynd/Wikimedia Óhollar hollustulokur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.