Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.04.2015, Blaðsíða 22
Heilsa og
hreyfing
Sigursæll þjálfari
Morgunblaðið/Júlíus
*Bogdan Kowalczyk fæddist í Varsjá árið 1946. Hannvar pólskur landsliðsmaður og tók meðal annars þáttí Ólympíuleikunum 1972. Bogdan byrjaði ungur aðþjálfa og náði frábærum árangri með Slask í heima-landi sínu, gerði liðið að meisturum sex ár í röð. Ár-ið 1979 réð Víkingur hann til starfa og varð Íslands-meistari næstu fjögur árin. Bogdan tók við íslenska
landsliðinu 1983 og stýrði því í sjö ár. Hápunkturinn
var sigur í B-heimsmeistarakeppninni 1989.
„Það spyrja allir um þetta. Já, ég hef
reynt það. Eins og hægt er þegar maður býr
í öðru landi. Við setjumst líka reglulega nið-
ur, gömlu félagarnir, til að velta fyrir okkur
hvað megi betur fara.“
– Er þetta ekki tvennt ólíkt, íslenskur
handbolti 1979 og 2015?
„Því get ég ekki svarað. Ég er ekki lengur
á staðnum og veit fyrir vikið ekki hvaða að-
ferðum er beitt við þjálfunina.“
– Ertu enn að þjálfa?
„Nei, ég hætti fyrir átta mánuðum. Ég
vann til margra verðlauna með mínu síðasta
félagi í Póllandi og tel mig hafa hætt á
toppnum. Alltént skildi ég við öll lið sem ég
þjálfaði á betri stað en þau voru þegar ég
tók við þeim.“
Ætlar að ferðast og slappa af
– Hvað tekur nú við, ertu sestur í helgan
stein?
„Já, að mestu leyti. Eftir 42 ár í þjálfun á
ég hvíldina skilið. Ekki satt? Allt mitt líf hef-
ur snúist um handbolta. Ég er reyndar með
tilboð á borðinu um að halda þjálfaranám-
skeið sem ég er að skoða. Annars ætla ég
bara að ferðast og fylgjast með handbolta,
fara á skíði og slappa af.“
– En ef íslenska landsliðið myndi hringja á
morgun?
„Nei, nú fórstu alveg með það. Þetta er
ómöguleg spurning. Næsta!“
Hann glottir.
– Hver er besti leikmaðurinn sem þú þjálf-
aðir á Íslandi?
„Því get ég ekki svarað. Ég lít aldrei á lið
sem einstaklinga, aðeins heild. Þess vegna er
ekki sanngjarnt að taka neinn út úr. Hitt get
ég sagt að heimurinn var steinhissa á því
hvað þessi litla þjóð átti marga frábæra
handboltamenn. Og á. Ég hef mikið verið
spurður um þetta gegnum tíðina.“
– Hvað veldur þessu?
„Aðstaðan er góð, áhuginn mikill og hefðin
til staðar. Umfram allt snýst þetta þó um
hæfileika. Handbolti virðist einfaldlega liggja
betur fyrir Íslendingum en flestum öðrum
þjóðum.“
– Það eru ekki bara leikmennirnir, þjálf-
ararnir hafa líka slegið í gegn. Þú hlýtur að
vera stoltur af lærisveinum þínum eins og
Guðmundi Guðmundssyni og Alfreð Gísla-
syni?
„Heldur betur. Ég er mjög stoltur af þeim
og árangur þeirra gleður mig inn að hjarta-
rótum. Hafi ég hjálpað þeim eitthvað á leið-
inni er það stórkostlegt.“
– Sérðu þig jafnvel í þeim?
„Ég er ekki frá því. Svolítið. Góður agi,
mikill metnaður og besta taktíkin. Þeir hafa
öll þessi vopn á hendi. Og það eru ekki bara
Guðmundur og Alfreð. Sjáðu bara Dag Sig-
urðsson með þýska landsliðið og Patrek Jó-
hannesson með það austurríska. Þetta er
með ólíkindum.“
– Eitt að lokum. Víkingsliðið þitt kemur til
greina sem besta handboltalið Íslandssög-
unnar en það verður krýnt um helgina. Ertu
bjartsýnn á sigur í því kjöri?
„Ég hef enga tilfinningu fyrir því. Það er
eins með liðin og einstaklingana – ómögulegt
að gera upp á milli. Vonandi vinnur einhver
sem ég hef þjálfað. Það yrði nægur sigur
fyrir mig.“
E
rtu að fara að hitta Bogdan? Má ég
koma með? Hann þjálfaði mig nefni-
lega í gamla daga.“
Það er Agnes Bragadóttir, gamla
hraðaupphlaupsdrottningin úr Víkingi, sem
stöðvar mig á göngum Morgunblaðsins í Há-
degismóum.
Nema hvað?
Korteri síðar stöndum við í lobbíinu á
Grand hótel ásamt Kristni Ingvarssyni, ljós-
myndara, og túlkunum tveimur, mæðgunum
Elísabetu og Önnu Láru Orlowska. Ég tala
oft um sendinefnd frá Morgunblaðinu þegar
ég mæti í viðtöl en aldrei hefur það átt eins
vel við og nú.
Skyndilega stendur Bogdan fyrir aftan
okkur. Heilsar kumpánlega. Hann hefur ekk-
ert breyst frá því hann var með landsliðið, í
mesta lagi gránað aðeins í vöngum. „Karlinn
sefur í formalíni,“ fullyrðir Guðjón „Gaupi“
Guðmundsson vinur hans hlæjandi. Dregur
sig svo í hlé.
„Agnes, ert þetta þú?“ hrópar Bogdan allt
í einu upp yfir sig.
En ekki hver?
„Man ég eftir þér? Hvort ég geri. Þér og
... “ segir Bogdan og bunar úr sér hverju
kvenmannsnafninu af öðru.
„Hann mundi eftir öllu byrjunarliðinu og
fleirum til,“ hvíslar Agnes að mér síðar.
Bogdan bregður sér í riddaralíki og tínir
til stóla fyrir allar konurnar og kemur sér
svo, að beiðni Kristins ljósmyndara, fyrir í
miðjunni. Alsæll.
Ekki er eftir neinu að bíða.
– Hvenær komstu síðast til Íslands?
„Í gær,“ segir Bogdan, prakkaralegur á
svip. Þetta gamla hörkutól er dúnmjúkt á
manninn.
– Tja, ég meina á undan því?
„Ætli það séu ekki átta til tíu ár. Þetta er
í fimmta skipti sem ég kem hingað eftir að
ég hætti með landsliðið.“
Þekkirðu ekki Kús Kús?
– Ertu í góðu sambandi við gömlu lærisvein-
ana?
„Að sjálfsögðu. Ég á marga vini á Íslandi
og heyri reglulega í þeim. Eins koma þeir að
heimsækja mig til Póllands, strákar eins og
Guðmundur [Guðmundsson] og [Alfreð Gísla-
son]. Eins Þorbergur [Aðalsteinsson], svo
einhverjir séu nefndir. Ég fæ líka aðra Ís-
lendinga reglulega í heimsókn, til dæmis fót-
boltamenn. Síðast var hjá mér fræg íslensk
hljómsveit, Kús Kús. Við snæddum saman
og slógum á létta strengi.“
– Kús Kús?
„Já, þekkirðu ekki Kús Kús? Þeir eru
heimsfrægir.“
Skyndilega finn ég til smæðar minnar,
heilabúið fer á yfirsnúning.
– Jaaaaaaaá, þú meinar Gus Gus?
„Já, auðvitað. Ég sagði það. Kús Kús.“
– Það er langt um liðið. Minnistu Íslands-
áranna með hlýju?
„Heldur betur. Við vorum ungir og hress-
ir. Og hress,“ segir hann og horfir á Agnesi.
„Þetta var skemmtilegasti tími sem ég hef
upplifað. Árangurinn lét heldur ekki á sér
standa.“
– Hvernig leist þér á íslenskan handbolta
þegar þú komst fyrst, 1979?
„Ég hafði komið hingað til að spila, gegn
FH, og vissi því nokkurn veginn út í hvað ég
var að fara. Ísland var ekki í hópi bestu
handboltaþjóða Evrópu á þessum tíma en
menn höfðu metnað til þess að breyta því.“
– Þar hefur aginn væntanlega spilað stóra
rullu? Hermt er að þú hafir verið harður í
horn að taka?
„Til að breyta einhverju og ná betri ár-
angri þarf aga. Það liggur fyrir. Ég hef allt-
af verið metnaðarfullur þjálfari og gert mikl-
ar kröfur til leikmanna minna.“
– Hvernig tóku menn því?
„Misjafnlega,“ segir hann og brosir. „Þetta
var önnur nálgun en íslenskir hand-
boltamenn voru vanir. Líkara því sem tíðk-
ast í atvinnumennsku en áhugamennsku. Það
tók tíma að kenna þessar aðferðir og út-
skýra tilganginn en því betur sem Víkings-
liðinu gekk þeim mun betur skildu menn
mig. Eins og ég segi, árangurinn lét ekki á
sér standa.“
– Talandi um árangur, hvað stendur upp
úr?
„Úff, þetta er erfið spurning. Frá tímanum
hjá Víkingi eru það líklega leikirnir gegn
stórliði Barcelona í Evrópukeppninni. Með
landsliðinu er það auðvitað sigurinn í B-
keppni heimsmeistaramótsins í Frakklandi
1989. Og líka heimsmeistaramótið í Sviss
1986. Við gerðum líka góða hluti þar.“
– Hefurðu fylgst vel með íslenskum hand-
bolta síðan þú hættir með landsliðið 1990?
Bogdan Kowalczyk segir að aldrei þurfi að reka á eftir íslenskum handboltamönnum. Þeir gefi sig alltaf 100% í verkefnin.
Morgunblaðið/Kristinn
BOGDAN KOWALCZYK Í HEIMSÓKN Á ÍSLANDI
Pabbi Strákanna okkar
PÓLVERJINN BOGDAN KOWALCZYK ER GOÐSÖGN Í LIFANDA LÍFI. HANN KOM MEÐ NÝJA VÍDD INN Í ÍSLENSKAN HANDKNATTLEIK FYRIR UM 35 ÁRUM,
FYRST HJÁ VÍKINGI OG SÍÐAR ÍSLENSKA LANDSLIÐINU, OG FÁIR HAFA HAFT MEIRI ÁHRIF Á FRAMÞRÓUN ÍÞRÓTTARINNAR HÉR Á LANDI OG HANN.
BOGDAN ER Á LANDINU ÞESSA DAGANA Í TENGSLUM VIÐ VAL Á BESTU HANDBOLTALIÐUM ÍSLANDSSÖGUNNAR Í KARLA- OG KVENNAFLOKKI.
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is