Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.04.2015, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.04.2015, Blaðsíða 22
Heilsa og hreyfing Sigursæll þjálfari Morgunblaðið/Júlíus *Bogdan Kowalczyk fæddist í Varsjá árið 1946. Hannvar pólskur landsliðsmaður og tók meðal annars þáttí Ólympíuleikunum 1972. Bogdan byrjaði ungur aðþjálfa og náði frábærum árangri með Slask í heima-landi sínu, gerði liðið að meisturum sex ár í röð. Ár-ið 1979 réð Víkingur hann til starfa og varð Íslands-meistari næstu fjögur árin. Bogdan tók við íslenska landsliðinu 1983 og stýrði því í sjö ár. Hápunkturinn var sigur í B-heimsmeistarakeppninni 1989. „Það spyrja allir um þetta. Já, ég hef reynt það. Eins og hægt er þegar maður býr í öðru landi. Við setjumst líka reglulega nið- ur, gömlu félagarnir, til að velta fyrir okkur hvað megi betur fara.“ – Er þetta ekki tvennt ólíkt, íslenskur handbolti 1979 og 2015? „Því get ég ekki svarað. Ég er ekki lengur á staðnum og veit fyrir vikið ekki hvaða að- ferðum er beitt við þjálfunina.“ – Ertu enn að þjálfa? „Nei, ég hætti fyrir átta mánuðum. Ég vann til margra verðlauna með mínu síðasta félagi í Póllandi og tel mig hafa hætt á toppnum. Alltént skildi ég við öll lið sem ég þjálfaði á betri stað en þau voru þegar ég tók við þeim.“ Ætlar að ferðast og slappa af – Hvað tekur nú við, ertu sestur í helgan stein? „Já, að mestu leyti. Eftir 42 ár í þjálfun á ég hvíldina skilið. Ekki satt? Allt mitt líf hef- ur snúist um handbolta. Ég er reyndar með tilboð á borðinu um að halda þjálfaranám- skeið sem ég er að skoða. Annars ætla ég bara að ferðast og fylgjast með handbolta, fara á skíði og slappa af.“ – En ef íslenska landsliðið myndi hringja á morgun? „Nei, nú fórstu alveg með það. Þetta er ómöguleg spurning. Næsta!“ Hann glottir. – Hver er besti leikmaðurinn sem þú þjálf- aðir á Íslandi? „Því get ég ekki svarað. Ég lít aldrei á lið sem einstaklinga, aðeins heild. Þess vegna er ekki sanngjarnt að taka neinn út úr. Hitt get ég sagt að heimurinn var steinhissa á því hvað þessi litla þjóð átti marga frábæra handboltamenn. Og á. Ég hef mikið verið spurður um þetta gegnum tíðina.“ – Hvað veldur þessu? „Aðstaðan er góð, áhuginn mikill og hefðin til staðar. Umfram allt snýst þetta þó um hæfileika. Handbolti virðist einfaldlega liggja betur fyrir Íslendingum en flestum öðrum þjóðum.“ – Það eru ekki bara leikmennirnir, þjálf- ararnir hafa líka slegið í gegn. Þú hlýtur að vera stoltur af lærisveinum þínum eins og Guðmundi Guðmundssyni og Alfreð Gísla- syni? „Heldur betur. Ég er mjög stoltur af þeim og árangur þeirra gleður mig inn að hjarta- rótum. Hafi ég hjálpað þeim eitthvað á leið- inni er það stórkostlegt.“ – Sérðu þig jafnvel í þeim? „Ég er ekki frá því. Svolítið. Góður agi, mikill metnaður og besta taktíkin. Þeir hafa öll þessi vopn á hendi. Og það eru ekki bara Guðmundur og Alfreð. Sjáðu bara Dag Sig- urðsson með þýska landsliðið og Patrek Jó- hannesson með það austurríska. Þetta er með ólíkindum.“ – Eitt að lokum. Víkingsliðið þitt kemur til greina sem besta handboltalið Íslandssög- unnar en það verður krýnt um helgina. Ertu bjartsýnn á sigur í því kjöri? „Ég hef enga tilfinningu fyrir því. Það er eins með liðin og einstaklingana – ómögulegt að gera upp á milli. Vonandi vinnur einhver sem ég hef þjálfað. Það yrði nægur sigur fyrir mig.“ E rtu að fara að hitta Bogdan? Má ég koma með? Hann þjálfaði mig nefni- lega í gamla daga.“ Það er Agnes Bragadóttir, gamla hraðaupphlaupsdrottningin úr Víkingi, sem stöðvar mig á göngum Morgunblaðsins í Há- degismóum. Nema hvað? Korteri síðar stöndum við í lobbíinu á Grand hótel ásamt Kristni Ingvarssyni, ljós- myndara, og túlkunum tveimur, mæðgunum Elísabetu og Önnu Láru Orlowska. Ég tala oft um sendinefnd frá Morgunblaðinu þegar ég mæti í viðtöl en aldrei hefur það átt eins vel við og nú. Skyndilega stendur Bogdan fyrir aftan okkur. Heilsar kumpánlega. Hann hefur ekk- ert breyst frá því hann var með landsliðið, í mesta lagi gránað aðeins í vöngum. „Karlinn sefur í formalíni,“ fullyrðir Guðjón „Gaupi“ Guðmundsson vinur hans hlæjandi. Dregur sig svo í hlé. „Agnes, ert þetta þú?“ hrópar Bogdan allt í einu upp yfir sig. En ekki hver? „Man ég eftir þér? Hvort ég geri. Þér og ... “ segir Bogdan og bunar úr sér hverju kvenmannsnafninu af öðru. „Hann mundi eftir öllu byrjunarliðinu og fleirum til,“ hvíslar Agnes að mér síðar. Bogdan bregður sér í riddaralíki og tínir til stóla fyrir allar konurnar og kemur sér svo, að beiðni Kristins ljósmyndara, fyrir í miðjunni. Alsæll. Ekki er eftir neinu að bíða. – Hvenær komstu síðast til Íslands? „Í gær,“ segir Bogdan, prakkaralegur á svip. Þetta gamla hörkutól er dúnmjúkt á manninn. – Tja, ég meina á undan því? „Ætli það séu ekki átta til tíu ár. Þetta er í fimmta skipti sem ég kem hingað eftir að ég hætti með landsliðið.“ Þekkirðu ekki Kús Kús? – Ertu í góðu sambandi við gömlu lærisvein- ana? „Að sjálfsögðu. Ég á marga vini á Íslandi og heyri reglulega í þeim. Eins koma þeir að heimsækja mig til Póllands, strákar eins og Guðmundur [Guðmundsson] og [Alfreð Gísla- son]. Eins Þorbergur [Aðalsteinsson], svo einhverjir séu nefndir. Ég fæ líka aðra Ís- lendinga reglulega í heimsókn, til dæmis fót- boltamenn. Síðast var hjá mér fræg íslensk hljómsveit, Kús Kús. Við snæddum saman og slógum á létta strengi.“ – Kús Kús? „Já, þekkirðu ekki Kús Kús? Þeir eru heimsfrægir.“ Skyndilega finn ég til smæðar minnar, heilabúið fer á yfirsnúning. – Jaaaaaaaá, þú meinar Gus Gus? „Já, auðvitað. Ég sagði það. Kús Kús.“ – Það er langt um liðið. Minnistu Íslands- áranna með hlýju? „Heldur betur. Við vorum ungir og hress- ir. Og hress,“ segir hann og horfir á Agnesi. „Þetta var skemmtilegasti tími sem ég hef upplifað. Árangurinn lét heldur ekki á sér standa.“ – Hvernig leist þér á íslenskan handbolta þegar þú komst fyrst, 1979? „Ég hafði komið hingað til að spila, gegn FH, og vissi því nokkurn veginn út í hvað ég var að fara. Ísland var ekki í hópi bestu handboltaþjóða Evrópu á þessum tíma en menn höfðu metnað til þess að breyta því.“ – Þar hefur aginn væntanlega spilað stóra rullu? Hermt er að þú hafir verið harður í horn að taka? „Til að breyta einhverju og ná betri ár- angri þarf aga. Það liggur fyrir. Ég hef allt- af verið metnaðarfullur þjálfari og gert mikl- ar kröfur til leikmanna minna.“ – Hvernig tóku menn því? „Misjafnlega,“ segir hann og brosir. „Þetta var önnur nálgun en íslenskir hand- boltamenn voru vanir. Líkara því sem tíðk- ast í atvinnumennsku en áhugamennsku. Það tók tíma að kenna þessar aðferðir og út- skýra tilganginn en því betur sem Víkings- liðinu gekk þeim mun betur skildu menn mig. Eins og ég segi, árangurinn lét ekki á sér standa.“ – Talandi um árangur, hvað stendur upp úr? „Úff, þetta er erfið spurning. Frá tímanum hjá Víkingi eru það líklega leikirnir gegn stórliði Barcelona í Evrópukeppninni. Með landsliðinu er það auðvitað sigurinn í B- keppni heimsmeistaramótsins í Frakklandi 1989. Og líka heimsmeistaramótið í Sviss 1986. Við gerðum líka góða hluti þar.“ – Hefurðu fylgst vel með íslenskum hand- bolta síðan þú hættir með landsliðið 1990? Bogdan Kowalczyk segir að aldrei þurfi að reka á eftir íslenskum handboltamönnum. Þeir gefi sig alltaf 100% í verkefnin. Morgunblaðið/Kristinn BOGDAN KOWALCZYK Í HEIMSÓKN Á ÍSLANDI Pabbi Strákanna okkar PÓLVERJINN BOGDAN KOWALCZYK ER GOÐSÖGN Í LIFANDA LÍFI. HANN KOM MEÐ NÝJA VÍDD INN Í ÍSLENSKAN HANDKNATTLEIK FYRIR UM 35 ÁRUM, FYRST HJÁ VÍKINGI OG SÍÐAR ÍSLENSKA LANDSLIÐINU, OG FÁIR HAFA HAFT MEIRI ÁHRIF Á FRAMÞRÓUN ÍÞRÓTTARINNAR HÉR Á LANDI OG HANN. BOGDAN ER Á LANDINU ÞESSA DAGANA Í TENGSLUM VIÐ VAL Á BESTU HANDBOLTALIÐUM ÍSLANDSSÖGUNNAR Í KARLA- OG KVENNAFLOKKI. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.